Skessuhorn - 11.05.2016, Page 8
MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 20168
Höfundarverk
Snorra á
málstofu
REYKHOLT: Málstofa
um höfundarverk Snorra
Sturlusonar og viðtökur
verka hans (Snorri Sturlu-
son‘s Authorship and Af-
terlife) verður haldin á
vegum Stofnunar Árna
Magnússonar og Snorra-
stofu í hátíðarsal gamla
Héraðsskólans í Reykholti
annan dag hvítasunnu –
mánudaginn 16. maí 2016,
kl. 10-16. Málstofan er öll-
um opin og er allt áhuga-
fólk um Snorra velkom-
ið, en til hagræðis væri
einkar hentugt að lá skrá
sig – bergur@snorrastofa.
is eða með því að hringja
í síma 862-2583. Dagskrá
málstofunnar má finna á
snorrastofa.is.
-fréttatilk.
Háskólar undir-
fjármagnaðir
LANDIÐ: „Rektorar allra
háskóla á Íslandi lýsa mikl-
um vonbrigðum með að
háskólar verði skildir eftir í
þeirri sókn í íslensku sam-
félagi sem fjármálaáætlun
ríkisstjórnarninnar fyrir
árin 2017–2021 gerir ráð
fyrir. Þar er gert ráð fyrir
verulegri heildarútgjalda-
aukningu sem endurspegl-
ast ekki í fjárveitingum til
háskóla- og rannsóknar-
starfs,“ segir í ályktun sem
félag háskólarektora hef-
ur sent frá sér. „Skýrslur
OECD hafa sýnt fram á
með óyggjandi hætti að ís-
lenskir háskólar eru veru-
lega undirfjármagnaðir
og fá til að mynda helm-
ingi lægra framlag á hvern
nemanda en háskólar á
Norðurlöndum. Þrátt fyr-
ir að skýrt sé sagt í stefnu
og aðgerðaáætlun Vísinda-
og tækniráðs að framlag á
hvern háskólanema verði
sambærilegt við Norður-
löndin árið 2020, er ekk-
ert í tillögu til þingsálykt-
unar um fjármálaáætlun
næstu fimm ára sem bend-
ir til þess að nokkur breyt-
ing verði á fjármögnun há-
skóla hér á landi. Mennt-
un er lykill að velsæld
þjóða og rannsóknir eru
drifkraftur framfara. Þess
vegna er núverandi tillaga
að fimm ára fjármálaáætl-
un ekki einungis vonbrigði
heldur mun hún, verði hún
samþykkt óbreytt, hafa
verulega neikvæð áhrif á
háskólanám, vísindastarf,
framþróun í atvinnusköp-
un og samkeppnisstöðu Ís-
lands til framtíðar,“ segja
háskólarektorarnir.
-mm
Áttu stutt
stopp
GRUNDARFJ: Frystitog-
arinn Brimnes RE-27 átti
viðkomu í Grundarfirði á
uppstigningardag. Skip-
ið gerði þó stutt stopp en
það var einungis að sækja
umbúðir sem biðu á höfn-
inni. Skipið sem var smíð-
að árið 2002 er gert út af
Brimi hf og er með heima-
höfn í Reykjavík. Það hefur
verið að landa rækju, gull-
laxi og grálúðu svo eitthvað
sé nefnt.
-tfk
Aflatölur fyrir
Vesturland
30. apríl - 6. maí
Tölur (í kílóum)
frá Fiskistofu:
Akranes 25 bátar.
Heildarlöndun: 87.609
kg.
Mestur afli: Klettur MB:
14.688 kg í einni löndun.
Arnarstapi 33 bátar.
Heildarlöndun: 193.238
kg.
Mestur afli: Bárður SH:
75.206 kg í átta löndunum.
Grundarfjörður 32 bátar.
Heildarlöndun: 268.798
kg.
Mestur afli: Hringur SH:
67.455 kg í einni löndun.
Ólafsvík 38 bátar.
Heildarlöndun: 379.157
kg.
Mestur afli: Steinunn SH:
131.028 kg í fjórum lönd-
unum.
Rif 29 bátar.
Heildarlöndun: 422.590
kg.
Mestur afli: Tjaldur SH:
145. 892 kg í tveimur lönd-
unum.
Stykkishólmur 13 bátar.
Heildarlöndun: 26.489
kg.
Mestur afli: Bíldsey SH:
18.522 kg í þremur lönd-
unum.
Topp fimm landanir
á tímabilinu:
1. Tjaldur SH - RIF:
73.627 kg. 2. maí.
2. Tjaldur SH - RIF:
72.265 kg. 6. maí.
3. Hringur SH - GRU:
67.455 kg. 3. maí.
4. Grundfirðingur SH -
GRU: 53.749 kg. 30. apríl.
5. Örvar SH - RIF:
48.161 kg. 2. maí.
Hótel Bjarkalundur í Reykhóla-
sveit var formlega opnað um mán-
aðamótin og munu dyr hótels-
ins standa gestum opnar út októ-
bermánuð. „Við opnuðum form-
lega 1. maí en vorum þá reynd-
ar búin að taka á móti gestum frá
því á sumardaginn fyrsta. Verðum
við með opið fyrir almenna gist-
ingu og veitingar út október,“ seg-
ir Logi Guðjónsson hótelstjóri.
Hann segir útlitið gott fyrir sum-
arið, bókanir standi vel. „Sumar-
ið lítur ljómandi vel út. Mér sýnist
bókanir vera allt að 70 prósentum
fleiri nú en á sama tíma í fyrra,“
segir hann. „Auk þess stefnir allt í
að bókanir nú í maí verði allt að
tvöfalt fleiri en á síðasta ári. Maí
hefur oft verið lélegur mánuður hjá
okkur en lítur mjög vel út núna og
við erum því bjartsýn á sumarið,“
bætir hann við.
Logi segir að reksturinn verði
áfram með sambærilegu sniði og
verið hefur. Bjarkalundur er hótel
og veitingastaður auk þess sem þar
er lítil verslun og tjaldsvæði. Auk
þess verða sumarbústaðirnir áfram
leigðir út sem hluti af hótelinu.
„Yfir hásumarið hefur verið mik-
il eftirspurn eftir bústöðunum, þar
sem fólk getur verið örlítið meira
út af fyrir sig,“ segir hann.
Megnið af gestunum verða eins
og verið hefur erlendir ferðamenn.
„Erlendir ferðamenn eru uppistað-
an, ætli það séu ekki um 90 pró-
sent bókana enn sem komið er. En
það eins og verið hefur að erlendir
ferðamenn skipuleggja sínar ferðir
með lengri fyrirvara,“ segir Logi.
„En við erum alltaf tilbúin að taka
vel á móti öllum sem hingað koma,
hvort sem er í gistingu eða mat.
Hingað eru allir velkomnir,“ bætir
hann við að lokum. kgk
Útlit fyrir gott sumar í Bjarkalundi
Hótel Bjarkalundur í Reykhólasveit. Ljósm. Bjarkalundur.
Sauðburður stendur nú víða yfir
í fjárhúsum landsins, er hann af
mörgum talinn skemmtilegasti tími
ársins og hinn sanni vorboði, þótt
veðrið láti misjafnlega. Ljósmynd-
ari Skessuhorns kíkti við í húsun-
um hjá Guðmundi Ólafssyni tóm-
stundabónda í Ólafsvík í vikunni
sem leið. Guðmundur er með 33 ær
á húsi sem hafa heldur betur verið
frjósamar í ár. Þegar eingungis þrjár
voru óbornar höfðu flestar átt tvö
lömb, fimm verið þrílembdar og
ein fjórlembd. Flest féð hjá Guð-
mundi er mislitt. Aðspurður hvers
vegna, finnst Guðmundi það ein-
faldlega vera skemmtilegra, enda sé
þetta ekki lengur eins og var þeg-
ar mislita féð gaf minna kjöt. Guð-
mundur er með hrúta frá Mávahlíð,
annan hvítan en hinn mislitan. Kom
það honum skemmtilega á óvart að
báðir gáfu mislit lömb og sá hvíti
ekki síður en sá misliti. Guðmund-
ur hefur verið með kindur á þess-
um stað síðan 2010 en þar áður
var hann með 2 til 3 kindur í húsi
hjá öðrum. Sjálfur er Guðmund-
ur uppalinn í sveit, frá Hundastapa
á Mýrum og þekkir því vel til bú-
starfanna. þa
Fjórlembt hjá Guðmundi
Líkt og í boltanum skipta mörkin
einnig máli í sauðfjárræktinni. Á
sama tíma og Íslandsmótið í knatt-
spyrnu hefst byrja bændur til sveita
að sinna ánum á sauðburði. Meðal
verka sem þessum annatíma fylgir
er að marka lömbin áður en þau eru
sett út á nýgræðinginn með mæðr-
um sínum. Í sérstakri reglugerð
sem gildir um fjármörk segir að bú-
fjáreiganda sé skylt að hafa glöggt
mark á öllu búfé. Lömb skulu t.d.
eyrnamörkuð fyrir lok tólftu viku
sumars. Í markaskrá skal skýra
eyrnamörk með myndum og geta
um heiti þeirra, til að líka þeir sem
minna þekkja til markvörslu geti
áttað sig á mörkunum. Í sauðfjár-
rækt, líkt og í boltanum, eru mark-
verðir, en heita reyndar „Marka-
verðir“ í þeim tilvikum sem búfé á
í hlut. Markaverðir skulu hafa eft-
irlit með fjármörkum og að reglu-
gerðum sé fylgt en leiðbeina jafn-
framt bændum um mörk og mark-
lag ef þurfa þykir.
Meðfylgjandi mynd var tek-
in í liðinni viku á Sauðfjárbúinu á
Hesti í Borgarfirði þar sem sauð-
burður er nú hafinn fyrir nokkru.
Hestsbúið notar eins og sjá má að-
almarkið stíft og fjöður framan
hægra og blaðstýft aftan vinstra.
Á báðum eyrum er glöggt yfir-
mark sem vel má þekkja úr nokk-
urri fjarlægð. Slík greinargóð mörk
koma sér vel að vori en ekki síður
að hausti þegar fé er dregið í rétt-
um. Reyndar hafa einhverjir látið í
ljós ótta um að með evrópureglu-
gerðum komandi ára verði jafnvel
bannað að marka fé og nota þess í
stað alfarið plastskilti og örmerki
eins og þekkjast m.a. í hrossarækt-
inni. Mörk á sauðfé verða þó von-
andi jafn lengi við lýði hér á landi
og mörkin í boltanum.
mm/ Ljósm. Eyjólfur Kristinn
Örnólfsson.
Mörkin skipta máli