Skessuhorn


Skessuhorn - 11.05.2016, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 11.05.2016, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 2016 9 Heyrðu umskiptin. Fáðu heyrnartæki til reynslu. Erum með margar gerðir og verðflokka á ReSound heyrnartækjum. Heyrnarþjónustan Heyrn • Hlíðasmára 11, 201 Kópavogur • s:534-9600 • www.heyrn.is • Innritun í framhaldsskóla á haustönn 2016 Innritun eldri nemenda (fæddir 1999 eða fyrr) sem eru ekki í framhaldsskóla sem stendur eða ætla að skipta um skóla stendur til 31.maí. Nemendur í 10. bekk hafa frest til sækja um nám í framhaldsskóla eða breyta umsóknum úr forinnritun til miðnættis miðvikudaginn 10. júní. Innritun fer fram á www.menntagatt.is Allar nánari upplýsingar eru veittar í síma 430-8400 eða með því að senda tölvupóst fsn@fsn.is SK ES SU H O R N 2 01 6 Frekari upplýsingar á heimasíðu skólans www.fsn.is SK ES SU H O R N 2 01 6 Skipulags- og umhverfisfulltrúi Laust er til umsóknar starf skipulags- og umhverfisfulltrúa Hvalfjarðarsveitar. Um er að ræða 100% starf. Leitað er að metn- aðarfullum aðila til að stýra fjölbreyttum verkefnum í skipulags- og umhverfismálum sveitarfélagsins. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Helstu verkefni og ábyrgðarsvið: Skipulagsgerð og útgáfa framkvæmdaleyfa.• Gerð starfs- rekstrar, og framkvæmdaáætlana fyrir þá mála-• flokka sem undir hann heyra. Umsjón með umhverfis- og hreinlætismálum sveitarfélagsins.• Umsjón með náttúruverndarmálum í sveitarfélaginu.• Almennt stjórnunarsvið: Skipulags- og umhverfisfulltrúi starfar í samræmi við lög og reglugerðir sem gilda um skipulags- og umhverfismál sveitarfélaga. Einnig eftir lögum er varða opinbera þjónustu og stjórnsýslu. Menntunar- og hæfniskröfur: Háskólamenntun og viðeigandi réttindi til að annast skipu-• lagsgerð skv. 7. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er skilyrði. Þekking og reynsla af skipulags- og umhverfismálum er • æskileg. Reynsla af störfum í opinberri stjórnsýslu er kostur.• Reynsla af þátttöku í stefnumótandi áætlanagerð og gerð • rekstrar- og fjárhagsáætlana er æskileg. Reynsla af stjórnun, rekstri og þróunarstarfi er kostur.• Færni í mannlegum samskiptum auk forystu- og skipulags-• hæfileika. Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.• Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti.• Kjör: Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningum viðkomandi stéttarfélags og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Umsóknarfrestur um starf skipulags- og umhverfisfulltrúa Hval- fjarðarsveitar er til og með 22. maí nk. Umsókn skal fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf. Umsóknir skulu vera skriflegar og skal senda þær til skrifstofu Hvalfjarðarsveitar, Innrimel 3, 301 Akranes eða á netfangið hvalfjardarsveit@hvalfjardarsveit.is. Öllum umsóknum verður svarað skriflega. Nánari upplýsingar um starfið veitir Skúli Þórðarson, sveitarstjóri í síma 433-8500 og á netfanginu skuli@hvalfjardarsveit.is Í Landnámssetrinu í Borgarnesi eru nú hafn- ar sýningar á nýju ís- lensku leikverki sem flutt verður á ensku og er fyrst og fremst hugs- að fyrir ferðamenn sem leið eiga um. Verkið nefnist Gráskinna og ber undirtitilinn „The Saga of Black Magic in Iceland.“ Höfund- ur og jafnframt flytj- andi er Borgnesingur- inn Geir Konráð Theo- dórsson sem titlaður er hugmyndahönnuður í símaskrá. Leikstjóri er faðir hans Theódór Kr Þórðarson lögreglu- varðstjóri og áhugaleik- hússmaður til áratuga. Um lýsingu sér svo Ei- ríkur Þór Theódórs- son, bróðir Geirs. „Við höfum farið af stað með verkið hægt og hljótt og erum nú byrjuð að leyfa gestum að fylgj- ast með tilraunasýning- um. Viðbrögð hafa ver- ið prýðileg. Nú hefur verið ákveðið að kýla á þetta og verður sýning- in í boði daglega á næst- unni, nema á laugardag- inn, en þá tökum við frí út af Eurovisjón keppn- inni,“ segir Geir í sam- tali við Skessuhorn. Gráskinna byggir á þremur íslenskum þjóðsögum og er sem slík skírskotun í helsta hlut- verk Landnámssetursins; að flytja frásagnir af fornköppum íslenskum og halda sögunni hátt á lofti. „Sög- urnar sem ég byggi verkið á eru Saga Sæmundar Fróða, Galdraloft- ur og Hellismannasaga sem gerist í Surtshelli í Hallmundarhrauni.“ Geir Konráð segir það hafa ver- ið skemmtilegt að starfa með föð- ur sínum og bróður við uppfærslu á sýningunni. „Pabbi er líka afar stoltur af því að eiga hlutdeild í þessari sýningu, ekki síst í ljósi þess að Ungmennafélagið Skallagrím- ur á hundrað ára afmæli um þessar mundir. Pabbi hefur þannig náð að fylgja félaginu eftir í leik og starfi nánast alla tíð,“ segir Geir Konráð í gamansömum tón. Hann bætir því við að lokum að fyrirhugað sé að bjóða íbúum á Vesturlandi að sjá sýningarnar sér að kostnaðarlausu gegn fram- vísun nafnskírteinis eða jafngildra skilríkja. „Það er svona þakklætis- vottur Landnámssetursins til sam- félagsins á Vesturlandi, en setrið er tíu ára á þessu ári. Íbúar eru jafn- framt þeir bestu til að breiða hróð- ur okkar út til gesta og því hagur okkar að sem flestir viti um hvað Gráskinna fjallar,“ segir Geir Kon- ráð Theódórsson, handritshöfund- ur og leikari. Nánari upplýsingar um sýning- artíma er að finna á landnamssetur. is. mm Gráskinna á fjalir Sögulofts Landnámssetursins Auglýsingaplakat með Gráskinnu. Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.