Skessuhorn


Skessuhorn - 11.05.2016, Page 21

Skessuhorn - 11.05.2016, Page 21
MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 2016 21 Sara Ósk, Sunneva Dís og Sandra Sól 9 ára héldu tombólu og söfn- uðu 2.025 kr sem þær færðu Rauða krossinum. RKÍ á Akranesi þakkar þeim kærlega fyrir þeirra framlag. -fréttatilkynning Seldu á tombólu fyrir RKÍ Fyrir utan hefðbundið félagsstarf í Sigurfara - Sjósportsfélagi Akraness er markmið félagsins að starfrækja siglingaskóla fyrir börn og ung- linga á sumrin. „Til þess þarf t.d. kænur, kajaka, árabáta og gúmmí- bát með utanborðsmótor. Bátana er hægt að merkja áberandi með nafni styrktaraðila, þannig að á ferð- inni sé lifandi auglýsing fyrir utan Langasandinn,“ segir í tilkynningu frá félaginu sem óskar aðstoðar fyr- irtækja og einstaklinga við að gera drauminn að veruleika. Þá hefur fé- lagið óskað eftir því við Faxaflóa- hafnir að sjósetningaraðstaða verði lagfærð í Akraneshöfn, með stál- grind fyrir léttari báta. mm Sigurfari leitar styrktaraðila Núverandi sjósetningarrenna í höfn- inni. Laugardaginn 14. maí verður hald- inn ljúfmetismarkaður í Stykkis- hólmi. Verður hann staðsettur á planinu fyrir framan Sjávarpakk- húsið. Markaðurinn ber nafn- ið Stykkishólmz Bitter og byggir á hugtakinu „matarkistan Breiða- fjörður“. Theódóra Matthíasdótt- ir, einn skipuleggjenda, segir að um sé að ræða svokallaðan götu- matarmarkað sem er frábrugðinn hefðbundnum sveitamörkuðum þar sem framleiðendur selji sín- ar afurðir beint. „Þess í stað munu veitingamenn og matvælaframleið- endur koma og kynna sína vöru og gefa fólki að borða. Fólki býðst því að bragða ýmsa smárétti og kynn- ast því hvað er í boði og hve mikil gróska er í matarmenningu á svæð- inu,“ segir Theódóra. Markaður komandi laugardags er að sögn Theódóru áframhald af þeim markaði sem haldinn var í Hólminum um síðustu jól. „Við erum enn að þróa þetta verkefni. En stefnan er að halda framveg- is markað bæði um jól og að vori. Mögulega verða markaðir oftar yfir árið í framtíðinni en það kem- ur bara í ljós,“ segir hún. Theó- dóra segir að markaðurinn í des- ember síðastliðnum hafi verið mjög vel sóttur. Þátttaka og viðbrögð hafi farið fram úr öllum björtustu vonum skipuleggjenda. „Núna eru fleiri þátttakendur búnir að skrá sig en síðast þannig að markaðurinn verður enn stærri,“ segir Theódóra ánægð og vonast til að sem flest- ir leggi leið sína á markaðinn næst- komandi laugardag. „Hugmynd- in er að íbúar og þeir sem starfa í veitinga- og matvælageiranum hafi gaman að þessu, sem og aðrir gest- ir,“ segir hún. Markaðurinn verður sem áður segir haldinn laugardaginn 14. maí næstkomandi á milli klukkan 13 og 15. kgk Ljúfmetismarkaður í Stykkishólmi á laugardag Það var margt um manninn á ljúfmetismarkaði Stykkishólmz Bitter í desember og fjölmargir kynntu vörur sínar. Að sögn aðstandenda er útlit fyrir enn fleiri þátttakendur næstkomandi laugardag. Ljósm. sá. Haustið 2015 byrjuðu nokkrar prjónakonur á Akranesi að hittast og prjóna saman. Í dag telur hópur- inn um tuttugu konur og kalla þær sig Snotrar stelpur. Hópurinn hittist tvisvar í viku, annars vegar á Bóka- safni Akraness og hins vegar í hús- næði Rauða krossins. Í janúar á þessu ári kviknaði sú hugmynd hjá hópn- um að prjóna saman sjalið „Explora- tion Station“ eftir bandaríska prjóna- hönnuðinn og Íslandsvininn Stephen West. Síðastliðinn mánudag var opn- uð sýning á bókasafninu þar sem sjá má meirihlutann af þeim Explora- tion Station sjölum sem stelpurn- ar snotru prjónuðu saman. Sýningin verður opin út maímánuð. Stelpurn- ar segjast margar hafa haldið áfram að prjóna eftir uppskriftum Steph- en West eftir að hafa lokið við sjölin. „Það eru sumar okkar búnar að gera nokkur sjöl síðan þær byrjuðu. Hann er litaglaður hönnuður, er með alls konar prjón og úrtökur og er mjög hugmyndaríkur. Hann er mikið fyrir göt og klukkuprjón,“ segja þær. „Það eru fjölmargar konur á Íslandi að prjóna þessi sjöl og fleira eftir hann. Hann er mjög vinsæll á Íslandi.“ Nauðsynlegt að hafa góða verslun Sjölin sem hanga til sýnis á bóka- safninu eru þrettán talsins. Þau eru öll prjónuð eftir sömu uppskriftinni. Þau eru misstór og vegna mismun- andi litasamsetninga eru þau mjög ólík í útliti. „Mitt sjal hefur nokkr- ar vitleysur. En ég rek ekki upp og hef þær bara til minningar um hug- arástand mitt á meðan ég var að prjóna,“ segir Margrét Bára Jóseps- dóttir í samtali við blaðamann. Vin- konurnar hafa haldið áfram að hittast þrátt fyrir að hafa lokið við verkefnið og eru í dag að prjóna eitt og annað, svo sem sjöl, sokka og sitthvað fleira. Þær segjast hvergi nærri hættar og að lítil takmörk séu fyrir því hvað þær taki sér fyrir hendur. Allar eru þær sammála um að það hafi verið gaman að prjóna saman eftir sömu uppskrift. Ein segir þó hafa upplifað sig sem svolítinn tossa á meðan á verkefninu stóð, enda hafi hlaupið örlítið kapp í hópinn. „En það er alltaf einhver sem kann og getur leiðbeint manni ef maður lendir í vandræðum. Það er alltaf hægt að fá hjálp og allir eru tilbúnir að leiðbeina. Þetta er sam- heldinn hópur,“ segir önnur. Þegar blaðamann Skessuhorns bar að garði við opnun sýningarinnar sátu Snotru stelpurnar flestar og prjónuðu stykki sem nota átti í verk sem sett var upp síðar sama dag. Þær ákváðu að graffa ljósastaur fyrir utan verslunina Gall- erý Snotru við Kirkjubraut, í virðing- ar- og þakklætisvotti. „Lína í Gallerý Snotru er heiðursfélagi. Við kaupum garnið hjá henni og höfum fengið góðan afslátt. Það er lífsnauðsynlegt að hafa svona góða verslun hérna,“ segja þær. „Við vildum líka draga at- hyglina að versluninni og garninu sem þar er selt. Þarna er einnig nær- fatabúð og það ber lítið á garninu í glugganum,“ bæta þær hressar við að endingu. grþ Snotrar stelpur setja upp sýningu Hluti hópsins við opnun sýningarinnar. Fyrir ofan má sjá hluta þeirra Exploration Station sjala sem til sýnis eru. Snotrar stelpur gröffuðu ljósastaur fyrir utan verslunina Gallerý Snotru á Akranesi af virðingar- og þakklætis- votti. Einbeittar að prjóna.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.