Skessuhorn


Skessuhorn - 11.05.2016, Side 23

Skessuhorn - 11.05.2016, Side 23
MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 2016 23 “Það er þörf fyrir svona skilti,“ seg- ir Högni Högnason, yfirmaður í áhaldahúsinu í Stykkishólmi. Ný- verið setti hann upp sjaldséð bann- skilti. Það er staðsett við Grens- ás, skógræktar- og útivistasvæðið, rétt fyrir utan Stykkishólmsbæ og gefur til kynna að fólki sé óheim- ilt að hafa hægðir á svæðinu. Högni segir mikið hafa verið kvartað yfir mannasaur á svæðinu. „Túristar eru að koma hér að tjalda og gera svo þarfir sínar í skóginum,“ seg- ir hann. Það var ekki laust við að starfsmönnum áhaldahússins þætti skiltið hálf spaugilegt og sagði Högni manninn á skiltinu nákvæma eftirmynd af ónefndum vinnufélga sínum, og hló svo dátt. Skiltið var ekki það eina sinnar tegundar sem sett var upp. jse Sjaldséð skilti sett upp í Hólminum Hjalti, starfsmaður áhaldahússins, við skiltið góða. Nýlega var úthlutað ríkisstyrkjum að upphæð 32 milljónir króna til at- vinnumála kvenna. Alls hlutu 33 verkefni styrk í samræmi við niður- stöðu ráðgjafarnefndar sem vann fyr- ir félagsmálaráðuneytið, en nefnd- in mat umsóknirnar. Alls bárust 219 umsóknir um styrki til verkefna hvaðanæva af landinu. Í tilkynningu frá ráðuneytinu kemur fram að verk- efnin voru fjölbreytt að venju. Má þar nefna fórnarfóðringu fyrir jarð- hitaborholur, þróun vistvænna um- búða í stað plasts og ræktun stofn- fruma með nýjum aðferðum. Þessi verkefni hlutu þrjár milljónir króna hvert. Af fleiri verkefnum má nefna framleiðslu á lífrænni ánamaðk- amold, gerð viðskiptaáætlunar fyr- ir útgáfu á pólsk-íslensku tímariti og gerð viðskiptaáætlunar fyrir fræðslu- og fjölskylduspilið Fuglafár. Tveir styrkir á Vesturland Samkvæmt lista ráðuneytisins um úthlutun styrkja eru tveir styrk- þegar af Vesturlandi að þessu sinni. Rósa Björk Halldórsdóttir í Hvalfjarðarsveit fékk þrjár millj- ónir króna í vöruþróunarverkefn- ið „Þróun vistvænna umbúða í stað umbúða úr plasti.“ Hins vegar fær fyrirtækið Nónklettur ehf á Jörfi í Dölum eina milljón króna í styrk til þróunar og markaðssetningar byggingartengds keramiks. „Með styrkjum sem þessum er stuðlað að aukinni fjölbreytni í at- vinnulífinu en fjölmörg ný fyr- irtæki hafa litið dagsins ljós sem skapa störf, samfélaginu til hags- bóta. Einnig er styrkveiting sem þessi mikil hvatning fyrir konur sem er ekki síður mikilvæg þegar á hólminn er komið,“ segir í til- kynningu frá ráðuneytinu. Skilyrði styrkveitinga eru þau að verkefnin séu í eigu kvenna, stjórnað af þeim og feli í sér nýnæmi eða nýsköp- un. Ekki er nauðsynlegt að vera með starfandi fyrirtæki til að sækja um styrk og því er heimilt að sækja um vegna verkefna á byrjunar- stigi en einnig geta þær konur sótt um styrk sem eru að þróa nýjung- ar í starfandi fyrirtækjum. Unnt er að sækja um styrki til gerðar við- skiptaáætlunar, vegna markaðs- setningar, vöruþróunar, hönnunar og vegna launakostnaðar en ekki eru veittir styrkir til framkvæmda eða vegna stofnkostnaðar. mm Styrkjum úthlutað til atvinnumála kvenna Styrkþegar ásamt Eygló Harðardóttur félagsmálaráðherra. Horfur í efnahagslífinu eru bjart- ar um þessar mundir og gangi spá hagdeildar Alþýðusambands Ís- lands eftir verður samfelldur hag- vöxtur hér á landi í átta ár. Spáð er kraftmiklum hagvexti á þessu ári, 4,9%, og að jafnaði 3,8% vexti á árunum 2017–2018. Vöxturinn hvílir á vaxandi kaupmætti, upp- gangi í ferðaþjónustu og aukinni fjármunamyndun atvinnuveganna og sést bæði í auknum þjóðarút- gjöldum og áframhaldandi vexti útflutnings. „Í slíkum efnahagslegum upp- gangi finnast stórar áskoranir og mikilvægt að hagstjórn miði að því að tryggja efnahagslegan stöð- ugleika á næstu árum. Skýr merki um spennu sjást nú á vinnumark- aði, vöxtur innlendrar eftirspurn- ar er mikill en hagfelld þróun á hrávöruverði og gengi krónunn- ar hafa haldið verðbólgu lágri og verðstöðugleikinn er því brot- hættur. Verðbólga helst lág á þessu ári, 1,9% að jafnaði, en þrýstingur til hækkunar verðlags mun aukast eftir því sem líður á árið og verð- bólga verður um 3,1% á árunum 2017–2018 að mati hagdeildar ASÍ. Nokkur óvissa ríkir um gengi krónunnar og myndi frekari styrk- ing draga úr verðbólguþrýstingi. Hagdeildin gerir ráð fyrir kraft- miklum vexti einkaneyslunnar á spátímanum sem rekja má til já- kvæðrar þróunar á fjárhagsstöðu heimilanna. Hagvísar styðja mat hagdeildar upp á 6% vöxt einka- neyslunnar á þessu ári og því út- lit fyrir að vöxturinn verði sá mesti frá árinu 2007.“ Meðal þess sem fram kem- ur í hagspá ASÍ er að ótrúlegum uppgangi er spáð í ferðaþjónustu en ekkert lát hefur verið á fjölg- un ferðamanna sem hefur á þessu ári enn farið fram úr væntingum. „Ferðaþjónustan mun áfram halda uppi vexti útflutnings á spátíman- um og gerir hagdeildin ráð fyr- ir 6,4% útflutningsvexti á þessu ári og að jafnaði 4,2% vexti á ár- unum 2017–2018. Mikill vöxtur innflutnings dregur úr afgangi af vöru- og þjónustuviðskiptum milli ára sem er áætlaður 6,1% á þessu ári en 4,9% í lok spátímans. Auk- in þjóðarútgjöld og fjölgun ferða- manna skýra vaxandi innflutnings- þörf en samkvæmt spánni verð- ur árlegur vöxtur innflutnings að meðaltali 6,8% yfir spátímann. Skýr merki um spennu sjást á vinnumarkaði. Atvinnuþátt- taka mælist tæp 83%, þriðjung- ur fyrirtækja finnur fyrir skorti á starfsfólki og útlit er fyrir að eft- irspurn eftir vinnuafli haldi áfram að aukast á næstunni. Erfitt mun reynast að mæta aukinni vinnuafls- eftirspurn innanlands og því lík- legt að erlendu starfsfólki fjölgi. Ofangreind þróun mun draga úr atvinnuleysi og það kann að verða á bilinu 2,4–2,6% á spátímanum.“ Nánar má lesa um hagspá ASÍ á vef sambandsins. mm Spá hátt í fimm prósenta hagvexti á þessu ári Erfitt mun reynast að mæta aukinni vinnuaflseftirspurn nema sækja til útlanda eftir því. Húsnæðisverð verður áfram hátt og mun að líkindum hækka. Skýr merki eru um spennu á vinnumarkaði. Tryggingafélagið VÍS mun tryggja Þörungaverksmiðjuna á Reykhól- um til þriggja ára samkvæmt samn- ingi sem nýverið var skrifað undir. Fyrirtækin hafa átt í samstarfi um tryggingar í rúma þrjá áratugi. „Við höfum átt ákaflega farsæla sam- leið um langt skeið og það er okkur sönn ánægja að þjónusta Þörunga- verksmiðjuna áfram,“ segir Þor- björg Magnúsdóttir þjónustustjóri VÍS á Vesturlandi. „Til marks um það hve framúrskarandi viðskipta- vinurinn er má benda á að þegar Forvarnaverðlaun VÍS voru afhent í fyrsta skipti, árið 2010, þá féllu þau Þörungaverksmiðjunni í skaut. Þeirri viðurkenningu hefur verið fylgt vel eftir og er forvarnarstarf sem fyrr til fyrirmyndar þar á bæ sem og öll okkar samskipti.“ Finnur Árnason framkvæmda- stjóri Þörungaverksmiðjunnar tek- ur undir með Þorbjörgu. „Við höf- um verið ánægð með þjónustu VÍS og vorum því tilbúin til að halda áfram viðskiptunum þegar síð- asti samningur var að renna sitt skeið. Við höfum verið blessunar- lega laus við stóráföll í rekstrinum og þá sjaldan eitthvað hefur bját- að á, hafa starfsmenn VÍS brugð- ist hratt og vel við. Í samræmi við það og þrýsting á áframhaldandi góð kjör ákváðum við að endurnýja samstarfið.“ -fréttatilkynning VÍS tryggir Þörungaverksmiðjuna Vorlestin er samstarfsverkefni fimm fyrirtækja sem ferðast saman um land- ið á um tveggja vikna tímabili með það að markmiði að kynna bændum þá þjónustu og vörur sem fyrirtækin hafa upp á að bjóða. Fyrirtækin sem voru í lestinni í ár eru Jötunn, Lífland, Skeljungur, Mjöll-Frigg og Lands- bankinn. Lestin kom við á 15 stöð- um umhverfis landið og var á vest- urhlutanum 2.-3. maí með viðkomu á Króksfjarðarnesi, í Búðardal og á Hvanneyri. Á meðfylgjandi mynd má sjá yfir yfirlitsmynd yfir KM þjón- ustuna í Búðardal meðan Vorlestin stóð fyrir kynningu þar. sm Vorlestin kom við á Vesturlandi

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.