Skessuhorn


Skessuhorn - 11.05.2016, Síða 28

Skessuhorn - 11.05.2016, Síða 28
MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 201628 Vörur og þjónusta Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Drei bréf - Boðsbréf Ritgerðir - Skýrslur Reikningar - Eyðublöð Umslög - Bréfsefni Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Getum við aðstoðað þig? sími: 437 2360 olgeirhelgi@islandia.is R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 Hilmir B ehf Alhliða pípulagningaþjónusta hilmirb@simnet.is facebook.com/hilmirbehf Bifreiðaþjónusta Harðar ehf. Smur og dekkjaþjónusta Sala á dekkjum og olíuvörum Borgarbraut 55 - 310 Borgarnesi 437 1192 / 847 8698 - midgardur@vesturland.is Daglegar ferðir milli Reykjavíkur og Borgarness Tvær ferðir í viku í sveitir Borgarfjarðar Skrifstofan er opin mánudaga – föstudaga kl. 9.00 – 12.00 og 13.00 – 15.30 Sími 437-2030 - v.v@simnet.is DAGLEGAR FERÐIR BORGARNES - REYKJAVÍK LAUSNIN HÖFÐASELI Opnunartími er frá kl. 8:00-16:00 alla virka daga Vélabær ehf. Bæ í Bæjarsveit Alhliða viðgerðarþjónusta á bílum, dráttarvélum og vélum tengdum landbúnaði Smur og hjólbarðaþjónusta velabaer@vesturland.is S K E S S U H O R N 2 01 3 www.skessuhorn.is Þjónustuauglýsingar Skessuhorns Auglýsingasími: 433 5500 SK ES SU H O R N 2 01 6 ÖLL ALMENN GARÐVINNA • Fjarlægjum tré og kurlum • Útvegum sand, mold og möl • Sláum garða PISTILL Ég sit heima í skrifherberginu mínu á 1000 króna skrifborðsstólnum mín- um sem ég fékk frá Nytjamarkaði Skallagríms við skrifborðið sem Keli tengdapabbi smíðaði þegar hann var í grunnskóla. Ég stari á fyrirsögnina: „Davíð Oddsson býður sig fram til forseta“. Eins og góður skets þá las ég hana tvisvar til að ná innihaldinu alveg. Ég reyndar var búinn að fatta það nokkurn veginn að Davíð ætlaði að tilkynna framboð sitt því Hann- es Hólmsteinn hafði nokkrum dög- um áður skrifað einskonar lofgjörð um herra sinn sem var einmitt birt í viðhafnarútgáfu Morgunblaðsins. Því átti reyndar að vera dreift frítt í öll hús en ég hef ekki séð blaðið enn, ég renni kannski við á bókasafninu við tækifæri og kynni mér málið. Óbragð- ið var ekki búið að ná að skolast úr munni mínum þegar, eins og Hann- es orðaði það svo fallega, upplitsdjarfi alþýðupilturinn hann Davíð Odds- son ákvað að hreinsa til í dagskránni hjá Páli Magnússyni, sem nú stýrir Sprengisandi á Bylgjunni, og tilkynna framboð sitt. Holy shit! Ætla að spara gífuryrðin sem leika nú lausum hala í heilabúi mínu því ég ætla að reyna að sleppa við óumbeðn- ar bréfsendingar heim til mín sem gætu mögulega innihaldið mótbár- ur og pólitískar hótanir í minn garð. Mig langar kannski einhvern tímann að starfa fyrir flokkinn og þá er ekki gott að vera búinn að gera grín að „foringjanum“. Ég segi bréfsendingar því að ég býst nefnilega fastlega við því að þeir sem eru í fótgönguliði Davíðs hafi aldrei auðnast það að líta tölvuskjá og lyklaborð með berum augum. Þeir haldi frekar að það séu hlutir sem Ju- les Verne skrifaði eitt sinn um í vís- indafantasíum sínum, hvað þá síð- ur að þeir hafi heyrt um fyrirbærið tölvupóst því ekki les Davíð þá. En hvaða mann erum við fá á Bessastaði ef við kjósum ritstjórann í Hádegismóum? Ég veit það ekki sjálfur lengur, eina sem ég hef heyrt og séð af Oddssyni eru veruleikafirrt Reykjavíkurbréfin sem ég skemmti mér við að lesa endr- um og sinnum. En mig dettur í hug dæmi samt sem áður og ætla að deila því með ykkur. Í raun og veru erum við að kjósa yfir okkur Mr. Burns, svo ég vísi í popp- menninguna. Davíð Oddsson býr að óhugnalega miklum líkindum með helstu andhetjunni í teiknimynda- seríunni um Simpson-fjölskylduna. Mr. Burns er forríkur heldri borgari sem efast ekki eina sekúndu um eig- ið ágæti, rétt eins og Davíð gerir svo listavel. Mr. Burns er með fellihlera á skrifstofunni sem hann notar óspart á fólk sem hann finnst pirrandi, ok Davíð er örugglega ekki með svoleið- is á skrifstofu sinni en eflaust dreymir um slíkan útbúnað. Mr. Burns gat aldrei haft nafn- ið hans Homer Simpsons rétt, alveg eins og þegar Davíð skrifaði um Jón Gnarr. Hann skrifaði hann alltaf Jón Gunnar, gerði það eflaust viljandi, gæti verið verra en þetta er bara óþarfa bögg. Að lokum hefur Mr. Burns að- stoðarmann sem dýrkar jörðina sem hann gengur á og býr yfir óskyggðri tryggð í hans garð hvað sem gengur á, nú Davíð Oddsson hefur Hannes Hólmstein, hann er hans Mr. Smit- hers með öllu því sem fylgir. Ég gæti haldið áfram en ég vona bara að þú, kæri lesandi, hafir fylgst eitthvað með ævintýrum Simpsons-fjölskyldunnar síðastliðna tvo áratugi. Góðar stundir Axel Freyr Eiríksson Lömbin þagna Dag ur í lífi... Nafn: Loftur Árni Björgvinsson. Fjölskylduhagir/búseta: Ég bý í Grundarfirði með sambýliskonu minni Christiane (Kris) Klee og dóttur minni, henni Mýrúnu Lottu. Starfsheiti/fyrirtæki: Ensku- kennari í Fjölbrautaskóla Snæ- fellinga. Hvað felst í þínu starfi? Meira en ég get auðveldlega þulið upp – maður er mest að leiðbeina og aðstoða nemendur í því sem þeir eru að gera; svo reyni ég að kenna smá ensku inn á milli. Hvað er það besta við starfið? Nemendurnir og samstarfsfólk- ið – það er fátt betra en að fá að vinna með jafn víðri flóru af mis- munandi fólki á hverjum degi. Áhugamál: Lestur, tungumál, heimspeki, tölvufikt, hjóla- og snjóbretti, spila á hljóðfæri, ori- gami, djöggla og alls kyns meir. Dagurinn: 4. maí 2016 Klukkan hvað vaknaðirðu og hvað var það fyrsta sem þú gerðir? Ég vaknaði rétt um hálf átta, tannburstaði mig og fór svo að hjálpa dóttur minni að gera sig klára fyrir leikskólann. Hvað borðaðirðu í morgun- mat? Múslí með þurrkuðum ávöxtum. Hvenær fórstu til vinnu og hvernig? Ég rölti í vinnuna rétt eftir klukkan átta. Fyrstu verk í vinnunni: Ná mér í kaffibolla, kveikja á tölvunni, skoða póstinn og athuga hvort að allt sé ekki klárt fyrir fyrstu kennslustund dagsins. Hvað varstu að gera klukkan 10? Ég var að taka texta úr tal- blöðrum í nokkrum teiknimynda- sögum fyrir verkefni sem var lagt fyrir í fyrsta tíma eftir hádegi. Hvað gerðirðu í hádeginu? Borðaði steiktan fisk í mötuneyti skólans. Hvað varstu að gera klukkan 14? Þjálfa MORFÍS lið skólans; í dag vorum við að skoða og ræða mælskubrögð og rökvillur. Hvenær hætt og það síðasta sem þú gerðir í vinnunni? Ég svaraði tölvupósti, gekk frá kaffi- bollanum mínum og yfirgaf FSN kl. 15:50. Hvað gerðirðu eftir vinnu? Ég fór að vinna í garðinum í nokkra tíma. Eftir það tók við Legó og þykjustuleikur með dóttur minni þangað til um sexleytið, en þá fór hún að horfa á teiknimyndir og ég að lesa fréttir. Hvað var í kvöldmat og hver eldaði? Hún Kris eldaði trölla- pylsur með kartöflum, hvítkáli, baunum og braune-Butter (rasp- ur í bráðnu smjöri). Hvernig var kvöldið? Mjög fínt bara. Ég spilaði smá á Ukulele heimavið og fór svo að horfða á leik í meistaradeildinni. Eftir leik spilaði ég spil með vinafólki fram eftir kvöldi. Hvenær fórstu að sofa? Aðeins seinna en ég hefði átt að gera. Þar sem morgundagurinn var frídag- ur þá kom ég ekki heim fyrr en upp úr eitt. Hvað var það síðasta sem þú gerðir áður en þú fórst að hátta? Ég tannburstaði mig og gerði lesbrettið klárt fyrir svefn- inn – þessa nóttina sofnaði ég eft- ir smá lestur í Bond bókinni Dr. No. Hvað stendur upp úr eftir dag- inn? Í dag komu 10.bekking- ar frá Stykkishólmi og Grund- arfirði í framhaldsskólahermi og tóku þátt í skólastarfinu. Þegar kom að enskunni þá sömdu þau öll nokkurs konar málfræði-bull- ljóð sem voru svo lesin upp. Það var ansi skemmtilegur gjörningur sem heppnaðist vel. Enskukennara við FSN

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.