Skessuhorn


Skessuhorn - 11.05.2016, Page 30

Skessuhorn - 11.05.2016, Page 30
MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 201630 „Ætlar þú að fylgjast með Eurovision í þessari viku?“ Spurning vikunnar (Spurt í Borgarnesi) Guðrún Lárusdóttir Já. Alma Björk Ragnarsdóttir Ég er ekki viss. Ása Arnfinnsdóttir Já, það ætla ég að gera. Sölvi Björnsson Já. Elísabet Benediktsdóttir Já, ég ætla að horfa. Körfuknattleiksmaðurinn Sigurð- ur Á Þorvaldsson hefur ákveð- ið að semja ekki við Snæfell fyr- ir næsta tímabil í Domino‘s deild karla. Hann hefur leikið með liðinu síðan 2004 og orðið með því bæði Íslands- og bikarmeistari. „Þetta er búinn að vera frábær tími hér í Stykkishólmi. En nú er kominn sá tímapunktur að okkur í fjölskyld- unni fannst kominn tími á breyt- ingar,“ segir hann, en fjölskyldan hyggst flytjast búferlum. „Kannski er líka kominn tími á kynslóða- skipti í klúbbnum,“ segir Sigurður í samtali við Skessuhorn. Sigurður, sem er á 36. aldurs- ári, kveðst hvergi vera farinn að huga að því að leggja körfuboltas- kóna á hilluna, þvert á móti. „Það mun auðvitað bara koma í ljós hvað ég spila lengi, en ég held að ég eigi nokkur góð ár eftir,“ segir hann og upplýsir blaðamann um að undan- farið hafi hann átt í viðræðum við nokkur lið í efstu deild. Ekkert hafi þó verið ákveðið enn í þeim efnum og því enn ekki ljóst hvar hann mun leika á næsta tímabili. „Ég er búinn að hitta nokkur lið og næst á dag- skrá er að setjast niður með fjöl- skyldunni og fara yfir málin. Það mun svo koma í ljós á næstu dögum eða vikum,“ segir Sigurður. Snemma í aprílmánuði hafði Stefán Karel Torfason sagt skil- ið við Stykkishólmsliðið og gengið í raðir ÍR. Því er ljóst að fylla þarf stór skörð í karlaliði Snæfells fyrir næsta keppnistímabil. kgk Sigurður Þorvaldsson hættir hjá Snæfelli Sigurður Þorvaldsson í leik með Snæfelli í vetur. Ljósm. Þorsteinn Eyþórsson. Grundfirðingurinn Ingólfur Örn Kristjánsson heldur áfram að gera góða hluti í norska fótboltanum. Hann leikur sem framherji með SK Herd frá Álasundi í 3. deild í Nor- egi, en það er fjórða efsta deildin þar í landi. Áður en hann gekk til liðs við Herd lék hann með Volda TI, einnig í 3. deild og hér heima með Grundarfirði og Völsungi. Á dögunum léku Ingólfur og félagar hans í Herd í bikarnum. Þar mættu þeir nágrönnunum í Aalesunds FK, sem spilar í norsku úrvalsdeild- inni, Tippeligaen. Skemmst er frá því að segja að úrvalsdeildarlið- ið átti í stökustu vandræðum með 3. deildar lið Herd. Ingólfur kom sínu liði í 2-0 með tveimur mörk- um á fyrstu tólf mínútum leiksins. Aalesunds FK náði að jafna áður en Herd komst yfir á nýjan leik. Úr- valsdeildarliðið jafnaði á nýjan leik skömmu fyrir leikslok og sigraði að lokum eftir framlengingu með fjór- um mörkum gegn þremur. Ingólfur hefur nú skorað níu mörk í átta leikjum með Herd í öll- um keppnum það sem af er tíma- bili. kgk Grundfirðingurinn Ingólfur Örn Kristjánsson. Ljósm. tfk. Ingólfi Erni gengur vel í Noregi Sveitakeppni Vesturlandsmóts í boccia fór fram í Íþróttahúsinu í Ólafsvík laugardaginn 7. maí. Til leiks mættu 15 sveitir frá fimm þétt- býlisstöðum á Vesturlandi; Akranesi, Borgarnesi, Stykkishólmi, Grundar- firði og Snæfellsbæ. Keppni var jöfn og skemmtileg og segja má að hinn sanni íþróttaandi hafið ríkt meðal keppenda, sem lögðu sitt af mörk- um við dómgæslu, skráningu leikja og fleira sem gera þarf á móti sem þessu. Það var Félag eldri borgara í Snæfellsbæ sem lagði til íþróttasal, merkingu valla, uppröðun í sal og hafði allan veg og vanda að góðum og glæsilegum veitingum. Eftir riðlakeppni stóðu fjögur lið uppi sem sigurvegarar og keppu þau svo sín á milli um sæmdarheitið Vesturlandsmeirtarar 2016. Úrslit urðu þessi: 1. Akranes 3 - Ebba Elísdóttir, Böðvar Jóhannesson og Þorvaldur Valgarðsson. 2. Borgarbyggð 1 - Mænhard Berg, Jóhannes Gestsson og Þór- hallur Teitsson. 3. Borgarbyggð 3 – Guðmundur Egilsson, Guðmundur Bachmann og Þorbergur Egilsson. 4. Akranes 2 – Sigfríður Gei- dal, Guðný Guðjónsdóttir og Ing- var Sigmundsson. mm/fj Fimmtán sveitir tóku þátt í sveitakeppni Vesturlands í boccia Sigurliðin í Ólafsvík. Ljósm. þa. Sameiginlegt lið Skallagríms og Fram varð í síðustu viku Reykja- víkurmeistari í 3. flokki drengja í keppni B liða. Sigruðu þeir Vík- ing R. með þremur mörkum gegn engu í lokaleik mótsins og luku keppni með fullt hús stiga. Þeir unnu alla fimm leiki sína, skor- uðu 30 mörk en fengu aðeins á sig fimm. Þetta kemur fram á heima- síðu Skallagríms. Elís Dofri var þriðji marka- hæstur í riðlinum með átta mörk í fimm leikjum en Framarinn Aron Snær var næst markahæstur með tíu mörk. Elís Dofri og Elvar léku alla leikina með B liðinu, Gunnar Örn tvo leiki og Fannar og Stefán Jóhann einn leik hvor. A liðið lenti í öðru sæti með 15 stig í sjö leikjum, taplausir en gerðu þrjú jafntefli. Í lokaleiknum gerðu þeir jafntefli við Reykjavík- urmeistara Víkings. Brynjar Snær lék fimm leiki með liðinu og Elís Dofri fjóra. C liðið endaði sitt mót í fjórða sæti með níu stig úr sex leikjum, þrjá sigra og þrjú töp. Þar léku Elvar Atli, Fannar, Stefán, Heim- ir, Gunnar, Daníel og Gutti flesta leikina. Fannar varð næst marka- hæstur með fimm mörk. „Reykjavíkurmótið gekk afar vel og strákarnir hafa tekið miklum framförum í vetur. Það er þrosk- andi og lærdómsríkt fyrir þá að æfa og spila með Framstrákunum sem hafa tekið afar vel á móti þeim,“ segir á heimasíðu Skallagríms. kgk Samstarf Skallagríms og Fram skilar fyrsta titlinum Stefán Jóhann í leik með sameiginlegu liði Fram og Skallagríms. Ljósm. Skallagrímur. Bergdís Fanney Einarsdóttir og Fríða Halldórsdóttir úr ÍA hafa ver- ið við keppni með U17 ára landsliði Íslands á móti í Finnlandi. ÞAð fór fram dagana 6.-10. maí. Þær komu báðar inn á þegar um hálftími var eftir af fyrsta leiknum gegn Svíum en þurftu að sætta sig við 3-1 tap. Í næsta leik, gegn gestgjöfunum finnsku, voru Bergdís og Fríða báð- ar í byrjunarliðinu. Sá leikur tapað- ist einnig, 4-2. Síðasti leikur Íslands á mótinu var gegn Rússum og fór fram snemma í gærmorgun, þriðjudaginn 10. maí. Fríða var á bekknum í þeim leik. Bergdís lék hins vegar allan leik- inn og skoraði síðasta mark Íslands í 5-2 sigri. Var það hennar fyrsta landsliðsmark. kgk Bergdís og Fríða gerðu gott mót í Finnlandi Knattspyrnukonurnar Bergdís Fanney Einarsdóttir og Fríða Halldórsdóttir. Ljósm. KFÍA.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.