Skessuhorn


Skessuhorn - 11.05.2016, Qupperneq 31

Skessuhorn - 11.05.2016, Qupperneq 31
MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 2016 31 Klettagörðum 15 | 525 7700 | flytjandi.is DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND Eimskip Flytjandi veitir samræmda flutningaþjónustu um land allt og eru áfangastaðirnir 80 talsins. NORÐURÁLSVÖLLUR Allir á völlinn ÍA - Fjölnir Fimmtudaginn 12. maí kl. 19:15 Mætum öll gul og glöð Aðalstyrktaraðili leiksins er: SK ES SU H O R N 2 01 6 PEPSIDEILD KARLA: NORÐURÁLSVÖLLUR Allir á völlinn ÍA - FH Laugardaginn 14. maí kl. 14:00 Mætum öll gul og glöð Aðalstyrktaraðili leiksins er: SK ES SU H O R N 2 01 6 PEPSIDEILD KVENNA: Knattspyrnufélagið Víkingur Ólafs- vík hefur náð samkomulagi við mið- vörðinn Alexis Egea. Hann kemur frá Orihuela CF sem spilar í spænsku 3. deildinni. Alexis er fæddur 1987 og hefur komið víða við. Hann spilaði áður í 2. deildinni í Mexíkó sem og í Guatemala. Alexis kemur til með að fylla skarð Admir Kubat sem sleit krossband fyrr í vetur. Alexis var um síðustu helgi mættur til landsins en var ekki kominn nógu snemma með leikheimild til að vera með í leikn- um gegn Val á sunnudaginn. Hann verður þó líklegast í hópnum þeg- ar liðið spilar gegn ÍBV á morgun, fimmtudag. mm Víkingur Ólafsvík styrkir vörnina Nýverið skrifaði Páll Örn Lín- dal rekstarstjóri þjónustustöðva hjá N1 undir nýjan tveggja ára styrkt- arsamning við Körfuknattleiksdeild Skallagríms í Borgarnesi. Það var Arnar Víðir Jónsson formaður deild- arinnar sem ritaði undir fyrir hönd deildarinnar. Bæði kvenna- og kar- lalið Skallagríms hafa eins og kunn- ugt er öðlast keppnisrétt í Dom- inosdeildinni í haust og því er mik- il þörf á öflugum bakhjörlum fyr- ir félagið. Páll Örn segir að N1 telji sig hafa ríka samfélagslega ábyrgð á landsbyggðinni og er Borgarnes þar ekki undanskilið og vísar til þess að hjá N1 í Borgarnesi er á annan tug starfsmanna. „Við erum því stolt að fá áfram að styðja við bakið á Skalla- grími, sem hefur löngum rekið eitt öflugasta körfuknattleiksstarf á land- inu og þannig leggja okkar af mörk- um við að hlúa að íþróttauppbygg- ingu í Borgarbyggð,“ sagði Páll Örn í samtali við Skessuhorn. mm N1 heldur áfram að styrkja körfuboltann í Borgarnesi Arnar Víðir og Páll Örn handsala samninginn. Síðastliðinn föstudag var tímabilið í Domino‘s deildum karla og kvenna í körfuknattleik gert upp, sem og í 1. deildum karla og kvenna. Skemmst er frá því að segja að Vestlendingar sópuðu til sín verðlaunum. Íslandsmeistararnir með fjölda viðurkenninga Úrvalslið Domino‘s deildar kvenna skipa Gunnhildur Gunnarsdóttir og Bryndís Guðmundsdóttir úr Snæfelli, Borgnesingurinn Sigrún Ámunda- dóttir sem leikur með Grindavík, Guðbjörg Sverrisdóttir úr Val og systir hennar Helena Sverrisdóttir úr Haukum. Helena var einnig valin besti leikmaður deildarinnar. Gunnhildur er besti varnarmað- urinn, Ingi Þór Steinþórsson besti þjálfarinn, Haiden Palmer besti er- lendi leikmaðurinn og Berglind Gunnarsdóttir prúðasti leikmaður- inn. Öll koma þau úr Snæfelli. Borgnesingurinn Pawel Ermol- inskij var valinn í úrvalslið Dom- ino‘s deildar karla ásamt liðsfélaga sínum úr KR, Helga Má Magnús- syni. Einnig eru í úrvalsliðinu Ragn- ar Ágúst Nathanaelsson úr Þór Þor- lákshöfn, Kári Jónsson úr Hauk- um og besti leikmaður deildarinnar Haukur Helgi Pálsson úr Njarðvík. Skallagrímur áberandi í 1. deildunum Kristrún Sigurjónsdóttir og Sólrún Sæmundsdóttir úr deildarmeisturum Skallagríms eiga báðar sæti í úrvals- liðið 1. deildar kvenna, ásamt Fann- eyju Lind Tómasdóttur úr Þór Akur- eyri og KR-ingunum Perlu Jóhann- esdóttur og Guðrúnu Gróu Þor- steinsdóttir, sem var valin besti leik- maðurinn. Sigtryggur Arnar Björnsson úr Skallagrími var valinn besti leikmað- ur 1. deildar karla og á sæti í úrvals- liðinu ásamt Ragnari Friðrikssyni og Tryggva Hlinasyni úr Þór Akur- eyri, Róbert Sigurðssyni úr Fjölni og Valsmanninum Illuga Auðunssyni. Loks var Finnur Jónsson, þjálfari Skallagríms, valinn besti þjálfari 1. deildar karla. kgk Vestlendingar sópuðu til sín verðlaunum Íslandsmeistarar Snæfells eiga tvo fulltrúa í liði ársins, besta þjálfarann, besta varnarmanninn, besta erlenda leikmanninn og prúðasta leikmann- inn. Ljósm. sá. Víkingur Ólafsvík lék fyrsta heima- leik sinn í Pepsi deild karla á sunnu- dag þegar Valur kom í heimsókn. Jafnræði var með liðunum fyrstu 20 mínútur leiksins þar til Víkingur komst yfir á 24. mínútu eftir mis- tök í vörn Vals. Cristian Liberato átti langa spyrnu frá marki sínu. Ingvar Kale, markvörður gestanna, kallaði hátt og snjallt að varnar- menn sínir skyldu láta boltann fara, hann myndi taka við honum. Varn- armenn Vals hlýddu skipuninni og það nýtti Hrvoje Tokic sér. Hann komst bakvið vörnina, náði boltan- um á undan markverðinum og setti hann í opið markið. Víkingar voru betra liðið á vell- inum og það var gegn gangi leiks- ins þegar Valsmenn jöfnuðu á 43. mínútu. Kristinn Freyr Sigurðsson komst upp að endalínu hægra meg- in, sendi fasta sendingu fyrir á Rolf Toft sem þrumaði boltanum í net- ið. Gestirnir voru heldur sterkari fyrst eftir hléið en Víkingar virtust aðeins hafa tapað einbeitingunni. Þeir fóru þó að sækja í sig veðrið að nýju þegar leið á leikinn. Á 75. mínútu átti William Dominguez frábæran sprett um miðju vallarins. Hann fann Þórhall Kára Knúts- son vinstra megin sem sendi bolt- ann fyrir. Hrvoje Tokic reis hæst í teignum, stýrði boltanum í horn- ið og kom Víkingi yfir á nýjan leik. Reyndist það sigurmark leiksins. Lokatölur í Ólafsvík 2-1 og Vík- ingur með fullt hús stiga eftir tvo fyrstu leikina. Næst leikur Víkingur gegn ÍBV í Vestmannaeyjum. Sá leikur fer fram á morgun, fimmtudaginn 12. maí. kgk/ Ljósm. af. Hrvoje Tokic skallar knöttinn í netið og tryggir Víkingi sigur á Val í fyrsta heima- leik sumarsins. Hrvoje Tokić var valinn besti maður leiksins af stuðningsmönnum Víkings og hér afhentir Steinunn Stefánsdóttir honum gjafarbréf. Sigur í fyrsta heimaleik Víkings ÍA og FH mættust í annarri umferð Pepsi deildar karla í knattspyrnu á sunnudag. Leikið var á Kaplakrika- velli í Hafnarfirði. Leikurinn fór fremur hægt af stað. FH-ingar héldu boltanum en Skagamenn lágu til baka og freistuðu þess að beita skyndi- sóknum. Heimamenn voru sterk- ari en komust lítt áleiðis. Varnarmúr Skagamanna hélt þar til á 41. mínútu leiksins. Þá átti Atli Guðnason fyrir- gjöf sem rataði beint á kollinn á Ste- ven Lennon sem skallaði boltann í netið. Heimamenn leiddu því í hálf- leik með einu marki gegn engu. Síðari hálfleikur hófst eins og sá fyrri endaði. FH-ingar stjórn- uðu leiknum og leikmenn ÍA vörð- ust. Fátt markvert gerðist þar til á 57. mínútu. Þá braut markaskor- arinn Steven Lennon illa á Steinari Þorsteinssyni, fór með takkana í legg hans og hlaut rautt spjald að laun- um. Steinar mátti prísa sig sælan að meiðast ekki illa. Hann þurfti að fara af velli um tíu mínútum síðar. Botninn datt úr leiknum og lítið gerðist þar til Skagamenn jöfnuðu gegn gangi leiksins á 83. mínútu. Þar var að verki Jón Vilhelm Ákason eft- ir sendingu frá hægri. Markvörður FH missti af boltanum sem féll fyr- ir Jón Vilhelm sem skoraði auðveld- lega í autt markið. Staðan var ekki lengi jöfn. Fjórum mínútum síðar fóru FH-ingar í sókn og boltinn barst inn á teig. Eftir skot í stöngina féll boltinn út í teig og fyr- ir fætur Alta Viðars Björnssonar sem sendi boltann viðstöðulaust á mark- ið. Litlu munaði að varnarmaður ÍA bjargaði á línu en skotið fór af hon- um í stöngina og inn. Fleiri mörk voru ekki skoruð og Skagamenn urðu því að játa sig sigr- aða með tveimur mörkum gegn engu. Erfið byrjun á mótinu, tvö töp í tveimur útileikjum í fyrstu umferð- unum. Skagamenn fá tækifæri til að rétta úr kútnum á morgun, fimmtu- daginn 12. maí, þegar þeir taka á móti Fjölni í fyrsta heimaleik sum- arsins á Akranesvelli. kgk Skagamenn töpuðu naumlega fyrir Íslandsmeisturunum

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.