Skessuhorn


Skessuhorn - 18.05.2016, Qupperneq 8

Skessuhorn - 18.05.2016, Qupperneq 8
MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 20168 Tilboð í gatna- gerð í Melahverfi HVALFJ.SV: Hvalfjarðarsveit, Veitur, Míla og Rarik hafa ósk- að eftir tilboðum í gatnagerð í Melahverfi í Hvalfjarðarsveit. Um er að ræða tvær götur; Háa- mel og Brekkumel, en þær eru hluti af deiliskipulögðu svæði fyrir íbúabyggð í Melahverf- inu. Verkið felur í sér gatna- gerð, lagningu fráveitu-, vatns-, hitaveitu- og fjarskiptalagn- ar, jarðvinnu fyrir raflagnir og uppsetningu ljósastaura án ljós- búnaðar við Háamel og hluta Brekkumels. Háimelur er um 215 metrar að lengd og Brekk- umelur er um 65 metrar, sam- tals um 280 m. Tilboð verða opnuð mánudaginn 30. maí. Að sögn Skúla Þórðarsonar sveit- arstjóra Hvalfjarðarsveitar hef- ur verið unnið að undirbúningi og hönnun verksins um nokk- urt skeið og því ánægjulegt að verkið skuli komið í útboðsferli. „Það er ekki síður ánægjulegt að byggingaverktakar hafa verið í sambandi við okkur og hafa lýst áhuga sínum á byggingu íbúð- arhúsnæðis í Melahverfi. Það verður svo að koma í ljós hvort af því verður eða ekki.“ Gert er ráð fyrir byggingu lítils fjöl- býlishúss, parhúsa og einbýlis- húsa á svæðinu sem um ræðir. -arg Lektor í hagfræði BIFRÖST: Francesco M a c h e d a tók í byrj- un maí við stöðu lekt- ors í hag- fræði við H á s k ó l - ann á Bifröst. Starfið felur í sér skyldur á sviði kennslu og rann- sókna, einkum á sviði alþjóða- hagfræði, þróunarhagfræði og stjórnmálahagfræði með sér- stakri áherslu á fjármálastofn- anir og vinnumarkaðsmál. Francesco lauk doktorsgráðu í stjórnmálahagfræði frá Marche Polytechnic University á Ítalíu árið 2014. Hann fluttist sama ár til Íslands og tók þá við stöðu aðjúnkts á félagsvísindasviði Háskólans á Bifröst. -fréttatilk. Bláa lónið kostar meðferðarúrræði við psoriasis LANDIÐ: Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) og Bláa Lónið hf. hafa gert með sér samning sem felur í sér að hér eftir mun Bláa lónið veita íslenskum psori- asissjúklingum meðferð þeim að kostnaðarlausu og án opin- berrar greiðsluþátttöku. Heil- brigðisráðherra staðfesti samn- inginn í vikunni. Bláa Lón- ið hefur frá árinu 1994 veitt meðferð við psoriasis. Með- ferðin er viðurkennd af íslensk- um heilbrigðisyfirvöldum sem meðferðarvalkostur og hafa Sjúkratryggingar greitt með- ferðina fyrir þá sem eru sjúkra- tryggðir hér á landi. Eigend- ur og stjórnendur Bláa Lóns- ins hafa nú tekið þá ákvörð- un að kosta meðferðina alfarið án opinberrar greiðsluþátttöku eða innheimtu gjalds af sjúk- lingunum. -mm Stofnfundur Viðreisnar LANDIÐ: Stofnfund- ur stjórnmálaflokksins Við- reisnar hefur verið boðaður þriðjudaginn 24. maí, frá kl. 17:00 til 18:00, í Silfurbergi í Hörpu. Kosin verður stjórn og stefnuyfirlýsing sam- þykkt. „Viðreisn er flokkur allra þeirra sem vilja að unn- ið sé að almannahagsmunum og gagnsæi í pólitísku starfi. Markmiðin eru réttlátt sam- félag, stöðugt efnahagslíf og fjölbreytt tækifæri. Áhersla er lögð á markaðslausnir, vest- ræna samvinnu, frelsi, jafn- rétti og jafnan atkvæðisrétt fyrir alla. Viðreisn vill einn- ig að þjóðin fái svo fljótt sem auðið er að greiða atkvæði um hvort ljúka skuli viðræð- um um aðild að Evrópusam- bandinu,“ segir í tilkynn- ingu. Þá segir að allir sem vilja styðja Viðreisn til þess að gera grundvallarbreyting- ar á íslenskum stjórnmálum eru hvattir til þess að mæta á stofnfundinn og sýna þann- ig í verki vilja til þess að Ís- lendingar stigi ákveðin skref til betra samfélags.“ -fréttatilk. Aflatölur fyrir Vesturland 7. maí - 13. maí Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes 20 bátar. Heildarlöndun: 60.185 kg. Mestur afli: Leifi AK: 8.748 kg í sex löndunum. Arnarstapi 31 bátur. Heildarlöndun: 152.555 kg. Mestur afli: Bárður SH: 61.723 kg í sex löndunum. Grundarfjörður 36 bátar. Heildarlöndun: 345.469 kg. Mestur afli: Hringur SH: 67.808 kg í einum róðri. Ólafsvík 53 bátar. Heildarlöndun: 584.260 kg. Mestur afli: Steinunn SH: 89.318 kg í þremur löndun- um. Rif 49 bátar. Heildarlöndun: 631.035 kg. Mestur afli: Örvar SH: 69.629 kg í tveimur löndun- um. Stykkishólmur 14 bátar. Heildarlöndun: 71.729 kg. Mestur afli: Bíldsey SH: 32.017 kg í fimm löndunum. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Tjaldur SH - RIF: 67.931 kg. 11. maí. 2. Hringur SH - GRU: 67.808 kg. 10. maí. 3. Grundfirðingur SH - GRU: 57.176 kg. 7. maí. 4. Helgi SH - GRU: 46.872 kg. 9. maí. 5. Örvar SH - RIF: 40.915 kg. 8. maí. Fyrstu plöntur vorsins voru af- hentar á dreifingarstöðvar Vest- urlandsskóga á Lágafelli og Erps- stöðum síðastliðinn fimmtudag. Að sögn Sigríðar Júlíu Brynleifsdóttur hjá Vesturlandsskógum voru fyrstu plöntur óvenju snemma á ferðinni í ár og þykir það jákvætt. „Yfirleitt erum við að fá fyrstu plönturnar í lok maí og alveg fram í miðjan júní. Þá eru oft komnir þurrkar og erfið- ara að gróðursetja þegar jörðin er mjög þurr. Nú þegar klakinn er að losna úr jörð þá nýtist rakinn það- an plöntunum strax, þannig að það er æskilegt að byrja að gróðursetja eins snemma og hægt er,“ segir Sig- ríður í samtali við Skessuhorn. „Við hvetjum fólk því til að hefja gróður- setningu strax, svo að sumarið nýt- ist plöntunum sem mest og best til vaxtar.“ Plönturnar sem Vesturlandsskóg- ar dreifa í ár koma frá þremur fram- leiðendum; Gróðrarstöðinni Sól- skógum í Kjarnaskógi á Akureyri, Barra á Egilstöðum og frá gróðr- arstöðinni Álmi í Biskupstungum. Sigríður segir að mest sé gróður- sett af stafafuru en einnig sitka- greni, birki og rússalerki. Hún segir fleiri plöntur væntanlegar á morg- un, fimmtudag á dreifingarstöð- ina í Reit á Kleppjárnsreykjum og vonast til þess að allar plöntur verði komnar á svæðið fyrripartinn í júní. Sigríður segir sumarið því fara vel af stað og á von á góðu gróðursetn- ingarsumri. „Við náðum ákveðnum botni eftir hrunið en erum að sigla upp úr því og bætum í ár frá ári. Við erum því frekar bjartsýn og svo er margt annað spennandi í deiglunni hjá okkur, svo sem sameining Skóg- ræktar ríkisins og landshlutaverk- efnanna í skógrækt í eina stofnun. Það er því nóg að gera,“ segir Sig- ríður. grþ Skógræktarsumarið hafið á Vesturlandi Fyrstu plöntur vorsins eru komnar á Lágafell og Erpsstaði. Þessi mynd er tekin fyrir norðan á Sólskógum í Kjarnaskógi þegar verið var að ferma bílinn fyrir Vesturlandsferðina. Ljósm. Katrín Ásgrímsdóttir. Sigríður Júlía Brynleifsdóttir hjá Vesturlandsskógum. Ljósm. Áslaug Þorvaldsdóttir. Ársreikningur Eyja- og Miklaholts- hrepps fyrir árið 2015 var sam- þykktur til seinni umræðu á fundi hreppsnefndar 5. maí síðastliðinn. Rekstrarniðurstaða sveitarfélags- ins, samkvæmt ársreikningi A og B hluta, var jákvæð um 7,5 millj- ónir króna, en þar af var rekstrar- niðurstaða A hluta jákvæð um 8,3 milljónir. Eigið fé sveitarfélagsins í lok árs 2015 var 198,4 milljónir samkvæmt efnahagsreikningi A og B hluta, en eigið fé A hluta nam 199,2 milljónum króna. Rekstrartekjur Eyja- og Mikla- holtshrepps námu á síðasta ári 127,5 milljónum króna í A og B hluta. Þar af 61,6 milljónir útsvar og fasteignaskattur, 39,8 millj- óna framlag Jöfnunarsjóðs og 26,1 milljón aðrar tekjur. Ekki er um að ræða tekjur af Gagnaveitu á árinu 2015. Rekstargjöld sveitarfélagsins voru rúmar 123 milljónir. Laun og launatengd gjöld námu 65,6 millj- ónum en annar rekstrarkostnaður tæpum 57,8 milljónum. Afskriftir voru 819 þúsund krónur. Rekstr- arniðurstaða án fjármunatekna og fjármagnsgjalda var rúm 3,5 milljón en fjármunatekjur og fjár- magnsgjöld rétt tæpar fjórar millj- ónir. Rekstrarniðurstaða var því sem fyrr segir 7,5 milljónir króna. kgk Jákvæður rekstur Eyja- og Miklaholtshrepps Börn við Laugargerðisskóla í Eyja- og Miklaholtshreppi. Ljósm. úr safni. Það var mikið um að vera í útibúi Landsbankans í Snæfellsbæ á síð- asta föstudag. Þá var íbúum boð- ið að fagna með starfsfólki bank- ans þeim áfanga að 40 ár voru liðin frá því bankinn opnaði fyrst útibú í Snæfellsbæ. Gestum var boðið upp á veitingar og tónlistarveislu en nemendur Tónlistarskóla Snæfells- bæjar fluttu tónlistaratriði. Einnig sungu þær Olga Guðrún Gunnars- dóttir og Guðríður Sirrý Gunnars- dóttir fyrir gesti en þær hafa báð- ar starfað hjá bankanum í mörg ár. Ljósmyndasýning frá sögu útibús- ins var á staðnum og þar kenndi ýmissa grasa og mjög gaman að skoða hana. Alls hafa tíu útibússtjórar starf- að í Ólafsvík og á Hellissandi. Nú- verandi útibússtjóri í Snæfellsbæ er Þórhalla H. Baldursdóttir. Þess má einnig geta að til sýnis í bankanum var fyrsta bankabókin sem stofnuð var í útibúinu og er hún að sjálf- sögðu númer eitt. Eigandi hennar Jens Brynjólfsson, sem var þá níu ára gamall, stofnaði bókina. Var hann fyrstur í röðinni og fyrsti við- skiptavinur útibús Landsbankans í Ólafsvík. þa Landsbankinn í fjörutíu ár í Snæfellsbæ

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.