Skessuhorn


Skessuhorn - 18.05.2016, Page 13

Skessuhorn - 18.05.2016, Page 13
MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 2016 13 Hótel Húsafell var opnað með formlegum hætti 15. júlí á síðasta ári þegar tekið var á móti fyrstu gestunum. Nú þegar hefur verið ráðist í stækkun hótelsins úr 36 her- bergjum í 48. Framkvæmdir hófust í marsmánuði og ganga vel. „Platan var steypt í byrjun apríl og verkinu á að vera að fullu lokið um miðj- an júlí. Þá tökum við á móti fyrstu gestunum í nýju herbergin,“ segir Þórður Kristleifsson á Húsafelli í samtali við Skessuhorn. Hann segir stækkunina tilkomna vegna mikill- ar eftirspurnar. „Viðtökurnar voru mjög góðar eftir að við opnuðum í fyrra. Hótelið hefur verið vel bók- að allt frá opnun og komandi sum- ar lítur einnig mjög vel út. Eins og staðan er í dag er hótelið alveg full- nýtt í sumar og nánast fram í end- aðan nóvember. Þar með talin þau tólf herbergi sem verið er að bæta við núna,“ segir hann. Tvö stærri herbergi bætast við Viðbótin verður að sjálfsögðu öll í sama stíl og hótelið, bæði að inn- an sem utan. Með stækkuninni var þó ákveðið að bæta við tveimur teg- undum herbergja, stærri en þeim sem áður hafa verið í boði á Hót- el Húsafelli. „Munurinn á þessari viðbót og fyrri hluta hótelsins er sá að hér í endanum verður 45 fer- metra svíta með stóru baðherbergi, aflokuðu svefnherbergi og fataher- bergi,“ segir Þórður. „Fyrir stækk- un vorum við með tvær gerðir her- bergja, Standard og Deluxe. Einnig ætlum við að bjóða upp á það sem við köllum Superior deluxe her- bergi. Stærra og rúmbetra en De- luxe herbergin en minna en svítan,“ útskýrir hann. Tengibyggingin er örlítið frá- brugðin öðrum sem fyrir eru á hót- elinu. „Hún verður stærri, opin og rúmgóð með stórum gluggum og hægt að fara út á verönd þar sem gestir geta slakað á,“ segir Þórður. Framkvæmdir á Hótel Húsafelli eru nú sem fyrr í höndum Eiríks J Ingólfssonar húsasmíðameistara. „Hann var með hótelbygginguna í fyrra og við erum ánægð að halda áfram okkar góða samstarfi við hann,“ segir Þórður Kristleifsson að lokum. kgk Stækkun stendur yfir á Hótel Húsafelli Með stækkuninni bætast tólf herbergi við þau 36 sem fyrir eru á hótelinu. Þórður Kristleifsson á Húsafelli. Þannig var umhorfs innanstokks síðastliðinn miðvikudag. Aðeins mánuði áður hafði platan verið steypt. Kristleifur Jónsson var að þétta með gluggum þegar blaðamann bar að garði.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.