Skessuhorn


Skessuhorn - 15.06.2016, Síða 6

Skessuhorn - 15.06.2016, Síða 6
MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 20166 Vefur um endurskoðun aðalskipulags GRUNDARFJ: Nú stendur yfir vinna við endurskoðun aðalskipu- lags Grundarfjarðarbæj- ar, en ráðgjafarfyrirtækið Alta aðstoðar við verkið. Opnaður hefur verið sér- stakur kynningarvefur fyr- ir verkefnið undir vefslóð- inni skipulag.grundarfjor- dur.is. Þar má lesa nánar um áætlunargerðina, nálg- ast ýmis gögn og fylgjast með framgangi vinnunnar. Í gegnum vefinn er einnig hægt að senda inn ábend- ingar og önnur skilaboð um skipulagsvinnuna. Á vef Grundarfjarðar seg- ir að nú sé verið að leggja lokahönd á lýsingu skipu- lagsverkefnisins, en það er nokkurs konar „uppskrift” að vinnunni sem fram- undan er við að móta nýtt skipulag. Lýsingin verð- ur birt opinberlega þann- ig að íbúar og aðrir geti kynnt sér efni hennar og sent inn ábendingar eða athugasemdir. Með haust- inu verður svo haldinn op- inn fundur með íbúum þar sem leitað verður eft- ir sjónarmiðum þeirra um þróun byggðarinnar. -mm Kennarar felldu kjarasamning LANDIÐ: Meirihluti grunnskólakennarar felldu nýjan kjarasamning Félags grunnskólakennara við Sam- band íslenskra sveitarfélaga. Atkvæðagreiðslu um samn- inginn lauk 9. júní. Niður- staða atkvæðagreiðslunn- ar var sú að 72,24% felldu samninginn, 25,27% sam- þykktu hann, en auðir seðl- ar voru frá 2,49%. Á kjör- skrá voru 4.453 og greiddu 65,48% atkvæði. -mm Banna gistingu utan tjaldsvæða SUÐURLAND: Fréttavef- urinn Sunnlenska.is grein- ir frá því að bæjarstjórn Ár- borgar hafi nú samþykkt að breyta lögreglusamþykkt Árborgar. Hér eftir verð- ur óleyfilegt að gista í tjöld- um eða ferðavögnum á al- mannafæri í sveitarfélaginu. Samkvæmt því verður bann- að að gista í tjöldum, hús- bílum, fellihýsum, hjólhýs- um, tjaldvögnum eða öðr- um sambærilegum búnaði á almannafæri innan marka sveitarfélagsins, utan sér- merktra svæða. Í eldri máls- grein samþykktarinnar var einungis talað um tjöld, hús- bíla, fellihýsi, hjólhýsi og tjaldvagna. Í greinargerð með tillögunni kemur fram að unnið sé að gerð merk- inga sem sýna að óheimilt sé að tjalda utan tjaldsvæða og jafnframt leiðbeint um hvar heimilt sé að gista. -mm Laganemar fluttu mál í héraðsdómi BIFRÖST: Meistaranem- ar í lögfræði við Háskólann á Bifröst fluttu nýverið mál í Héraðsdómi Vesturlands en málflutningurinn er hluti af námskeiðinu Málflutning- ur fyrir dómi. „Málflutn- ingurinn er mikilvægur hluti námsins og hagnýtt verkefni sem veitir nemendum þjálf- un og gefur þeim innsýn í starf lögmanna. Hægt er að kynna sér krefjandi laganám við Háskólann á Bifröst á heimasíðu skólans,“ segir í tilkynningu. mm Hægt er að binda koltvísýring sem steintegund í basaltberglögunum við Hellisheiðarvirkjun að 95% á tveimur árum en ekki öldum eða árþúsundum eins og áður var tal- ið. Þetta kemur fram í grein sem mun birtast síðastliðinn föstudag í Science sem er eitt þekktasta vís- indatímarit heims. Greinin fjallar um CarbFix loftslagsverkefnið sem unnið hefur verið að við virkj- un Orku náttúrunnar á Hellisheiði frá árinu 2007. Aðalhöfundur greinarinnar er Jürg Matter, einn þeirra fjölda vísindamanna sem komið hafa að verkefninu. Verkefnisstjóri þess er dr. Edda Sif Pind Aradóttir, vís- indamaður á Þróunarsviði Orku- veitu Reykjavíkur. OR hefur ver- ið helsti bakhjarl verkefnisins frá því til þess var stofnað. Að því hef- ur komið fjöldi vísindamanna auk iðnaðarmanna og tæknifólks OR og síðar einnig Orku náttúrunnar. „Þessar niðurstöður eru merki- legar fyrir margra hluta sakir. Í fyrsta lagi hvað bindingin er hröð. Aðferðirnar sem við höfum þró- að standa öðrum tilraunum í þessa veru talsvert framar hvað þetta varðar. Í öðru lagi er þessi aðferð miklu ódýrari en aðrar sem við höfum upplýsingar um. Við áætl- um að kostnaður við bindingu hvers tonns sé um 3.500 krónur. Það helmingur til fjórðungur af þeim fjárhæðum sem gefnar hafa verið upp við samsvarandi verk- efni. Í þriðja lagi höfum við nú í höndunum niðurstöður sem gefa til kynna að heimsbyggðin hafi eignast nýtt vopn í baráttunni við loftslagsvandann,“ segir Edda Sif Pind Aradóttir, verkefnisstjóri. mm Koltvísýringi breytt í stein á tveimur árum Í torfærukeppni sem haldin var í malargryfju við Fellsenda norð- an Akrafjalls á laugardaginn varð það óhapp að keppnisbifreið rakst harkalega utan í konu sem var að ljósmynda á vettvangi. Hún féll fram fyrir sig þannig að andlit henn- ar skall í jörðina og kynnbeins- brotnaði hún við höggið. Félagar í Flugbjörgunarsveitinni á Hellu og Björgunarfélagi Akraness brugðust skjótt við. Konan var flutt á HVE á Akranesi til aðhlynningar. Líðan var góð eftir atvikum, samkvæmt frétt á vef Akstursíþróttasambands Íslands. Að sögn lögreglu má rekja slysið til tveggja atriða. Annars vegar að kon- an var heldur nærri braut en æski- legt var, en hins vegar hafi orðið bil- un í keppnisbíl sem hafi því farið út úr braut með fyrrgreindum afleið- ingum. mm Slys í torfærukeppni

x

Skessuhorn

Saqqummersitap suussusaa:
Katersaatit:
Gegnir:
ISSN:
1561-2821
Oqaatsit:
Ukioqatigiiaat:
27
Assigiiaat ilaat:
1290
Saqqummersinneqarpoq:
1998-Massakkut
Iserfigineqarsinnaavoq piffissaq una tikillugu:
03.07.2024
Samkvæmt samningi er 1. árs birtingartöf á Skessuhorni
Saqqummerfia:
Redaktør:
Gísli Einarsson (1998-2005)
Sigrún Ósk Kristjánsdóttir (2008-2008)
Magnús Magnússon (2009-Massakkut)
Magnús Magnússon (2005-2007)
Oqaaseq paasinnissutissaq:
Allaaserineqarnera:
Skessuhorn var sett á stofn í ársbyrjun 1998 og hóf rekstur sinn með útgáfu Vesturlandsblaðsins Skessuhorns sem komið hefur út vikulega allar götur síðan. Núverandi útgáfufélag tók við rekstrinum 2003. Lögð er áhersla á að skrifa fréttir um og fyrir íbúa á Vesturlandi.

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar: 24. tölublað (15.06.2016)
https://timarit.is/issue/404979

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

24. tölublað (15.06.2016)

Gongd: