Skessuhorn - 15.06.2016, Qupperneq 6
MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 20166
Vefur um
endurskoðun
aðalskipulags
GRUNDARFJ: Nú
stendur yfir vinna við
endurskoðun aðalskipu-
lags Grundarfjarðarbæj-
ar, en ráðgjafarfyrirtækið
Alta aðstoðar við verkið.
Opnaður hefur verið sér-
stakur kynningarvefur fyr-
ir verkefnið undir vefslóð-
inni skipulag.grundarfjor-
dur.is. Þar má lesa nánar
um áætlunargerðina, nálg-
ast ýmis gögn og fylgjast
með framgangi vinnunnar.
Í gegnum vefinn er einnig
hægt að senda inn ábend-
ingar og önnur skilaboð
um skipulagsvinnuna. Á
vef Grundarfjarðar seg-
ir að nú sé verið að leggja
lokahönd á lýsingu skipu-
lagsverkefnisins, en það er
nokkurs konar „uppskrift”
að vinnunni sem fram-
undan er við að móta nýtt
skipulag. Lýsingin verð-
ur birt opinberlega þann-
ig að íbúar og aðrir geti
kynnt sér efni hennar og
sent inn ábendingar eða
athugasemdir. Með haust-
inu verður svo haldinn op-
inn fundur með íbúum
þar sem leitað verður eft-
ir sjónarmiðum þeirra um
þróun byggðarinnar.
-mm
Kennarar felldu
kjarasamning
LANDIÐ: Meirihluti
grunnskólakennarar felldu
nýjan kjarasamning Félags
grunnskólakennara við Sam-
band íslenskra sveitarfélaga.
Atkvæðagreiðslu um samn-
inginn lauk 9. júní. Niður-
staða atkvæðagreiðslunn-
ar var sú að 72,24% felldu
samninginn, 25,27% sam-
þykktu hann, en auðir seðl-
ar voru frá 2,49%. Á kjör-
skrá voru 4.453 og greiddu
65,48% atkvæði.
-mm
Banna gistingu
utan tjaldsvæða
SUÐURLAND: Fréttavef-
urinn Sunnlenska.is grein-
ir frá því að bæjarstjórn Ár-
borgar hafi nú samþykkt að
breyta lögreglusamþykkt
Árborgar. Hér eftir verð-
ur óleyfilegt að gista í tjöld-
um eða ferðavögnum á al-
mannafæri í sveitarfélaginu.
Samkvæmt því verður bann-
að að gista í tjöldum, hús-
bílum, fellihýsum, hjólhýs-
um, tjaldvögnum eða öðr-
um sambærilegum búnaði
á almannafæri innan marka
sveitarfélagsins, utan sér-
merktra svæða. Í eldri máls-
grein samþykktarinnar var
einungis talað um tjöld, hús-
bíla, fellihýsi, hjólhýsi og
tjaldvagna. Í greinargerð
með tillögunni kemur fram
að unnið sé að gerð merk-
inga sem sýna að óheimilt sé
að tjalda utan tjaldsvæða og
jafnframt leiðbeint um hvar
heimilt sé að gista.
-mm
Laganemar
fluttu mál í
héraðsdómi
BIFRÖST: Meistaranem-
ar í lögfræði við Háskólann
á Bifröst fluttu nýverið mál í
Héraðsdómi Vesturlands en
málflutningurinn er hluti af
námskeiðinu Málflutning-
ur fyrir dómi. „Málflutn-
ingurinn er mikilvægur hluti
námsins og hagnýtt verkefni
sem veitir nemendum þjálf-
un og gefur þeim innsýn í
starf lögmanna. Hægt er að
kynna sér krefjandi laganám
við Háskólann á Bifröst á
heimasíðu skólans,“ segir í
tilkynningu.
mm
Hægt er að binda koltvísýring sem
steintegund í basaltberglögunum
við Hellisheiðarvirkjun að 95% á
tveimur árum en ekki öldum eða
árþúsundum eins og áður var tal-
ið. Þetta kemur fram í grein sem
mun birtast síðastliðinn föstudag í
Science sem er eitt þekktasta vís-
indatímarit heims. Greinin fjallar
um CarbFix loftslagsverkefnið
sem unnið hefur verið að við virkj-
un Orku náttúrunnar á Hellisheiði
frá árinu 2007.
Aðalhöfundur greinarinnar er
Jürg Matter, einn þeirra fjölda
vísindamanna sem komið hafa að
verkefninu. Verkefnisstjóri þess er
dr. Edda Sif Pind Aradóttir, vís-
indamaður á Þróunarsviði Orku-
veitu Reykjavíkur. OR hefur ver-
ið helsti bakhjarl verkefnisins frá
því til þess var stofnað. Að því hef-
ur komið fjöldi vísindamanna auk
iðnaðarmanna og tæknifólks OR
og síðar einnig Orku náttúrunnar.
„Þessar niðurstöður eru merki-
legar fyrir margra hluta sakir. Í
fyrsta lagi hvað bindingin er hröð.
Aðferðirnar sem við höfum þró-
að standa öðrum tilraunum í þessa
veru talsvert framar hvað þetta
varðar. Í öðru lagi er þessi aðferð
miklu ódýrari en aðrar sem við
höfum upplýsingar um. Við áætl-
um að kostnaður við bindingu
hvers tonns sé um 3.500 krónur.
Það helmingur til fjórðungur af
þeim fjárhæðum sem gefnar hafa
verið upp við samsvarandi verk-
efni. Í þriðja lagi höfum við nú í
höndunum niðurstöður sem gefa
til kynna að heimsbyggðin hafi
eignast nýtt vopn í baráttunni við
loftslagsvandann,“ segir Edda Sif
Pind Aradóttir, verkefnisstjóri.
mm
Koltvísýringi breytt í
stein á tveimur árum
Í torfærukeppni sem haldin var í
malargryfju við Fellsenda norð-
an Akrafjalls á laugardaginn varð
það óhapp að keppnisbifreið rakst
harkalega utan í konu sem var að
ljósmynda á vettvangi. Hún féll
fram fyrir sig þannig að andlit henn-
ar skall í jörðina og kynnbeins-
brotnaði hún við höggið. Félagar í
Flugbjörgunarsveitinni á Hellu og
Björgunarfélagi Akraness brugðust
skjótt við. Konan var flutt á HVE á
Akranesi til aðhlynningar. Líðan var
góð eftir atvikum, samkvæmt frétt á
vef Akstursíþróttasambands Íslands.
Að sögn lögreglu má rekja slysið til
tveggja atriða. Annars vegar að kon-
an var heldur nærri braut en æski-
legt var, en hins vegar hafi orðið bil-
un í keppnisbíl sem hafi því farið út
úr braut með fyrrgreindum afleið-
ingum. mm
Slys í torfærukeppni