Skessuhorn


Skessuhorn - 15.06.2016, Side 14

Skessuhorn - 15.06.2016, Side 14
MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 201614 „Þeim var vísað aftur heim með skott- ið á milli lappanna, eins og vaninn er við þessar aðstæður,“ sagði Snorri Jó- hannesson veiðivörður á Arnarvatns- heiði í samtali við Skessuhorn. Um miðja síðustu viku tóku tveir menn sig til og óku að Úlfsvatni á Arnar- vatnsheiði, þrátt fyrir að veiði væri ekki heimiluð þar fyrr en viku síðar. Þegar til þeirra náðist báru þeir því við að hafa verið að æfa fluguköst. „Það voru eiginlega dálítið óvenjuleg fluguköst. Þeir höfðu nefnilega beitt ormi og hafa því líklega ætlað að æfa það að hitta flugur með flotholtinu,“ sagði Snorri sem kunni ekki aðrar skýringar á háttarlagi mannanna. Starfsmenn á vegum Veiðifélags Arnarvatnsheiðar hafa að undan- förnu verið að standsetja veiðihús og lagfæra vegaslóða til að undirbúa veiðitímabilið. Meðal annars var farið með vinnuvélar og vaðið yfir Norð- lingafljót áleiðis í Úlfsvatn fært og lagað. Eins og fyrr segir geta veiði- menn keypt veiðileyfi á Arnarvatns- heiði frá og með deginum í dag, 15. júní. Þá fyrst má æfa fluguköst þar! Veiðifélag Arnarvatnsheiðar selur sem fyrr veiðileyfi í Hálsakoti, sölu- skúr við Hraunfossa. mm Veitingastaðurinn La Colina var nýverið opnaður í Borgarnesi, nánar tiltekið við Hrafnaklett 1b neðan við vatnstankinn í Bjargs- landi. Það eru hjónin Jorge Ric- ardo og Alicia Guerrero sem reka staðinn. Þau hafa fengið mjög góðar viðtökur frá því opnað var fyrir nokkrum dögum síðan. „Við- tökurnar hafa verið vonum fram- ar, við bjuggumst ekki við þessu. Það hafa verið um 150 gestir hjá okkur á dag og margir komið oft- ar en einu sinni og oftar en tvisvar á þessari rúmu viku sem við höfum verið starfandi,“ segir Ricardo. „Það eru alltaf einhverjir sem eru ósáttir og þeir tjá sig vanalega á netinu. Mér þætti betra ef fólk myndi bara koma og tala við mig. Okkur hefur skort starfsfólk síð- an við byrjuðum og við erum með nokkra starfsmenn sem eru byrj- endur. Það hafa því komið upp at- vik þar sem seinagangur hefur ver- ið í afgreiðslu fyrstu vikuna en ég vona að fólk taki tillit til þess að við vorum að byrja. Við áttum ein- faldlega ekki von á þessum góðu viðtökum og því urðu smávægileg- ir byrjunarörðugleikar. Við erum meðvituð um þetta og lærum því af reynslunni og munum bæta okkur í því sem þarf að bæta,“ segir Ric- ardo. Ricardo segir að fljótlega muni staðurinn verða stækkaður aðeins. „Við erum með pláss fyrir annan sal í húsnæðinu og ætlum að reyna að opna hann sem fyrst. Okkur vantar fleiri borð á staðinn. Ef ég ætla að stækka staðinn þarf ég fyrst að bæta við mig starfsfólki og ég vil helst fá fólk til starfa sem býr hér á svæðinu því það er gaman að geta boðið upp á aðeins öðruvísi störf hér í Borgarnesi. Á næstunni kemur nýr starfsmaður í eldhúsið sem ætlar að hjálpa okkur að verða með venjulegan íslenskan hádegis- mat, heimilislegan og góðan.“ Síðan staðurinn var opnaður hefur verið lokað á mánudögum. „Við ákváðum að vera með lokað einn dag í viku. Hann er samt ekki frídagur fyrir okkur, við notum mánudaginn til þess að undirbúa vikuna og kaupa inn. Það er lítið frí þessa dagana. Ég kem hingað snemma og fer heim á nóttunni en svona er sumarið í þessum rekstri. Þetta er bara vertíð,“ útskýrir Ric- ardo. Heillaðist af húsinu Ricardo segir að húsið hafi kall- að á sig. „Ég átti oft leið í gegn- um Borgarnes og þetta hús heill- aði mig. Ég sá að húsið þarfnaðist viðhalds en samt sem áður heillað- ist ég af því. Ég bjó ekki í Borgar- nesi þegar ég tók ákvörðun um að opna þennan stað heldur var það í raun húsið sem varð til þess að ég ákvað að opna staðinn hérna. Hús- ið stendur á hæð og þaðan kemur nafnið á staðnum, La Colina, en það þýðir „hæðin“ á spænsku. Mér fannst viðeigandi að nafnið yrði á móðurmálinu mínu.“ Ricardo og fjölskylda eru nú flutt í Borgarnes og líður vel. „Mér finnst alveg frábært að búa hérna, bæjarbúarnir hafa tekið svo vel á móti okkur og staðnum. Við erum mjög þakklát fyrir það,“ segir Ric- ardo að lokum. bþb La Colina fær góðar viðtökur í Borgarnesi Jorge Ricardo ásamt dóttur sinni Freyju við pizzaofninn á La Colina. Hollvinasamtök Borgarness og Borgarbyggð hafa ákveðið að ráð- ast í að endurheimta gróðurfar á Búðarkletti fyrir ofan Landnáms- setur. Endurheimt gróðurs felur m.a. í sér eyðingu lúpínu sem þek- ur nú nær allt holtið. Er þetta verk- efni hugsað sem tilraunaverkefni til 5-7 ára. Í dag, miðvikudaginn 15. júní, er fyrirhugað að blása til fyrstu sóknar með sameiginlegu átaki. „Eins og kunnugt er eru hollvina- samtökin ekki mjög formleg sam- tök, en framlag þeirra væri í formi sjálfboðavinnu fólks sem mögulega gæti gefið sér tíma til að mæta við Búðarklett kl. 15.00 þennan dag til að reita lúpínu. Verkið er ekki erfitt og verður unnið með aðstoð starfs- manna bæjarvinnunnar, en gott væri ef fólk tæki með sér vinnu- hanska. Unnið verður með hlé- um frá kl. 15.00 til 19.00 og verður hægt að mæta hvenær sem á þeim tíma og leggja málinu lið. Um kl. 17 verður boðið uppá hressingu. Hlökkum til að sjá sem flesta,“ seg- ir í tilkynningu. mm Ætla að reyna að uppræta lúpínu á Búðarkletti Húlladúllan mætti í Skallagríms- garð í Borgarnesi á föstudaginn og á Akratorg á Akranesi á laugardag- inn með heila hrúgu af húllahringj- um, lék listir sínar og leyfði öllum að prófa. Húlladúllan er brottfluttur Borgnesingur; Unnur María Berg- sveinsdóttir, sem gerði m.a. garð- inn frægan í frjálsum á sínum yngri árum. Hljóp meðal annars 800 og 1500 metra hlaup fyrir UMSB. Unnur María nam sagnfræði en eft- ir bankahrun yfirgaf hún Ísland í leit að ævintýrum og fór til Mexíkó þar sem hún kynntist sirkusnum. Hún starfar nú sem sirkuslistakona. Unn- ur hefur á nokkurra ára sirkusferli sérhæft sig í húllahringjum og er nú sjálfstætt starfandi húlladansari eftir að hafa unnið síðastliðin þrjú ár með Sirkus Íslandi. mm Unnur María sérhæfir sig í húllahringjum Veiði hefst á Arnarvatnsheiði í dag Laxveiðin byrjar svo sannarlega með látum. Laxar hafa jafnvel sést í lax- veiðiám þar sem þeir koma venju- lega ekki fyrr en í lok þessa mánaðar. „Þetta er meiriháttar byrjun í Þverá og Kjarará enda fiskur kominn víða um ána og mikið af honum á nokkr- um stöðum,“ sagði Aðalsteinn Pét- ursson sem hefur verið á bökkum ár- innar fyrstu dagana eftir að opnað var á sunnudaginn. Opnunarhollið í ánni fékk hvorki meira né minna en 146 laxa. „Það voru grálúsugir laxar að ganga á flóðinu í morgun. Siggi Raflax sá stóra torfu koma upp ána þar sem hann var að veiða neðarlega í Þverá,“ sagði Aðalsteinn. Á með- fylgjandi mynd er hann með Andrési Eyjólfssyni leiðsögumanni í Þverá og Kjarará. gb Frábær byrjun í Þverá og Kjarará

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.