Skessuhorn


Skessuhorn - 15.06.2016, Síða 17

Skessuhorn - 15.06.2016, Síða 17
MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 2016 17 að horfa á leikinn. Þetta var al- gjörlega frábært. Það voru tveir Íslendingar sem spiluðu bikarúr- slitaleik þetta kvöld; ég og Ásgeir Sigurvinsson en við töpuðum því miður bæði.“ Tók skjótan endi Þýskalandsdvöl Laufeyjar endaði ekki skemmtilega. „Ég stefndi að því að vera þarna annað tímabil en stjórnarmennirnir sviku loforð og því ákvað ég að fara. Þeir höfðu lofað mér vinnu og svo átti ég að fá betra húsnæði. Ég bjó í raun bara hjá einum stjórnarmannin- um og ég hafði ekki áhuga að búa þar áfram og vinna svart í skóhæla- verksmiðjunni. Ég fór því heim. Ég kem heim og spila bæði með ÍA og Stjörnunni áður en ég flyt út til Bandaríkjanna árið 1988. Þar reyndi ég að koma mér fyrir hjá einhverjum liðum. Það voru að- ilar frá Stanford og Berkeley há- skólanum sem vildu fá mig á styrk hjá sér en ég afþakkaði það eins og asni. Ég vildi á þeim tíma ekki fara í frekari skóla. Ég sé kannski svolítið eftir því í dag. Banda- rísk kvennaknattspyrna var á upp- leið á þessum tíma. Í staðinn fyr- ir að spila í háskólaboltanum fór ég að spila með áhugamannaliðum þarna úti. Bæði hjá Gino Shiraldis og Hurray í Kansas borg.“ „Ég flutti loks heim aftur og spila með Skaganum 1991. Það tímabil var besta tímabil sem ég hef spil- að. Við urðum bikarmeistarar það ár auk þess ég var bæði markahæst í deildinni og valin besti leikmað- ur mótsins. Ég spilaði svo með Stjörnunni næstu tvö ár og vann með þeim Íslandsmeistaratitil inn- anhúss 1993 sem var fyrsti titill- inn sem Stjarnan vann í kvenna- fótbolta. Ég lauk síðan í raun ferl- inum með Skaganum 1994-1997. Eftir það spilaði ég bara einn og einn leik með félaginu.“ Hefði viljað vera knattspyrnukona í dag Laufey hefur ekki sagt skilið við íþróttirnar síðan hún hætti sem leikmaður. Hún hefur náð langt sem badmintondómari. Hún hyggst nú í september fara til út- landa og sækja námskeið sem veit- ir henni rétt til þess að verða yfir- dómari á alþjóðlegum badminton- mótum. „Ég hef aldrei sagt skil- ið við íþróttirnar, langt í frá. Ég hef bæði dæmt mikið í fótbolta og badminton síðan ég hætti. Ég hef þó náð töluvert lengra í badmin- ton dómgæslunni. Ég hef einnig þjálfað mikið. Ég byrjaði að þjálfa um það leiti sem ég var að læra íþróttakennarann og ég stofnaði annan og þriðja flokk kvenna hjá ÍA á þeim tíma, ég er mjög stolt að því. Ég starfaði sem þjálfari al- veg frá 1983 til 2010; aðallega í yngri flokkum en ég var aðalþjálf- ari meistaraflokks kvenna hjá ÍA í knattspyrnu árin 1997 og 1998.“ Laufey lenti í vinnuslysi árið 2001 sem varð til þess að hún varð að hætta að vinna fyrir fáeinum árum. „Þetta var töluvert áfall. Ég hafði hugsað mér að fara að stunda blak, golf og badminton mér til skemmtunar en það fór eiginlega allt í vaskinn. Ég get ekki stund- að þær íþróttir í dag. Ég reyni hin vegar að synda, ganga og hjóla eins mikið og ég get. Ég hef bara svo ríka þörf til þess að hreyfa mig að ég verð alltaf að finna mér eitthvað að gera.“ Laufey er einnig í landsliðs- nefnd fyrir kvennalandslið Ís- lands í knattspyrnu og hefur farið í margar ferðir með þeim, stundum sem liðsstjóri. „Það er alveg frá- bært að fylgjast með þessum stelp- um. Þær eru svo flottar fyrirmynd- ir fyrir yngri stelpur. Þær eru með svo gott hugarfar. Það er líka mik- ið betur hugsað um þær en var gert áður fyrr. Öll umgjörð og allt í kringum kvennaknattspyrnu í dag er allt önnur en fyrir 30 árum síð- an. Ég man þegar meistaraflokk- urinn var að byrja upp á Skaga þá fengum við ekki einu sinni klefa. Við þurftum því að fara inn á kló- sett ef við þurftum að skipta um föt. Í dag er vel hugsað um stelp- urnar líka,“ segir Laufey. „Ég væri rosalega til í að vera ung íþrótta- kona í dag. Ég væri til í að geta spilað með þessum stelpum sem eru núna í landsliðinu og komast út í atvinnumennsku. Tækifærin í dag eru svo mörg og skemmtileg,“ segir Laufey að lokum. bþb Til að geta átt sem best samskipti við annað fólk þá skiptir góð heyrn miklu máli. Heyrnarskertir eru stöðugt á varðbergi þegar rætt er við aðra og getur samtalið orðið slitrótt þegar sá heyrnarskerti hváir, biður fólk að endurtaka sig eða um að tala hærra. Ellisif Katrín Björnsdóttir er faglærður heyrnarfræðingur með löggildingu frá Svíþjóð. Hún starf- ar hjá heyrnarþjónustunni Heyrn í Kópavogi þar sem fá má nákvæma heyrnargreiningu og ráðgjöf um hvaða heyrnartæki gætu hentað sem best. Að sögn Ellisifjar líða um sjö ár að meðaltali frá því að fólk verð- ur vart við heyrnarskerðingu þar til það leitar sér aðstoðar. „Það er lík- lega vegna þess misskilnings að eðli- legt sé að bíða með að fá sér heyrn- artæki þar til maður er orðinn gam- all. Fólk á öllum aldri notar gler- augu og það dettur engum í hug að bíða með að fá sér þau þar til hann eldist. Það sama ætti að eiga við um heyrnartæki, fólk á öllum aldri hef- ur not fyrir þau,“ segir Ellisif. Hún segir í mörgum tilvikum virðist áhrif heyrnarskerðingar vera ómeðvit- uð. Menn viti ekki af henni og gruni ekki að þreyta í lok vinnudags eða kulnun í starfi geti verið heyrninni að kenna. „Fyrirtæki gætu því haft hag af því að hvetja og styrkja starfs- menn til að fara í heyrnargreiningu. Um 30% fólks á aldrinum 40 - 65 ára er heyrnarskert og missa af ýms- um hljóðum sem gefa lífinu gildi.“ Ekki bundin við gamalt fólk Ellisif segir heyrnarskerðingu því alls ekki bundna við gamalt fólk en að erfitt geti verið að gera sér grein fyrir henni. Heyrnarskerðing er lúmsk, hægt er að heyra þrátt fyrir hana en hljóðrófið heyrist ekki allt. Skerðing á hátíðnihljóðum talmáls rýrir talskilning og veldur því að hljóðmyndin er ekki lengur skýr, erf- itt er að greina hvaðan hljóð berast og að greina hljóð í sundur. Ákveðn- ar vísbendingar geta komið fram um að tímabært sé að fara í heyrnar- greiningu. „Hváirðu oft, finnst öðr- um þú stilla útvarpið eða sjónvarp- ið of hátt? Finnst þér hljóð lágvær og að aðrir muldri þegar þeir tala við þig. Hefurðu són í eyrunum eða heyrirðu illa í dyrabjöllunni og sím- anum? Hefurðu verið í miklum há- vaða í vinnunni,“ spyr Ellisif. Hún segir einkennin geta verið mun fleiri og nefnir til að þeir sem hafa tapað eitthvað af heyrninni geti átt erfitt með að taka þátt í samtali þar sem er hávaði eða margmenni og að þeir geti til dæmis átt auðveldara með að skilja karlaraddir en kvennaradd- ir. „Það getur valdið vandræðum að missa úr því sem sagt er þegar mað- ur hittir ókunnuga. Þetta getur leitt til þess að fólk fer sjaldan á manna- mót, vegna þess að það á erfitt með að ná því sem um er talað eða fram fer. Heyrnarskerðing getur líka vald- ið því að fólk talar minna við vini og sína nánustu en það gjarnan vill gera. Þá getur heyrnarskerðing valdið depurð. Ef fólk kannast við eitthvað af þessum atriðum, þá er ef til vill um heyrnarskerðingu að ræða og þá væri gott að fá úr því skorið með heyrnar- greiningu.“ Ellisif segir að ekki þurfi tilvísun frá lækni til að koma í heyrn- argreiningu og hvetur alla til að láta fylgjast með heyrn sinni reglulega. Hægt að stjórna með snjalltækjum Heyrnarþjónustan Heyrn er þjón- ustuaðili fyrir ReSound sem fram- leiða ein fullkomnustu heyrnartæki sem til eru í dag. Þeir sem grein- ast með heyrnarskerðingu fá flest- ir heyrnartæki til reynslu og saman- burðar í um vikutíma og fá að upp- lifa hvernig virknin er í heyrnartækj- unum. Nýjustu gerðir heyrnartækja hjálpa fólki betur að greina talmál og að átta sig á því úr hvað átt hljóð berast. Þá er hægt að láta þau virka eins og þráðlaus heyrnartól. „Nýju heyrnartækin okkar eru ein þau full- komnustu á markaðnum í dag. Þau voru þróuð með Apple og því er hægt að stjórna þeim með snjall- tækjum og streyma hljóði úr snjall- tækjum í tækin. Þannig virka heyrn- artækin sem heyrnartól fyrir snjall- tæki,“ útskýrir Ellisif. Hún seg- ir notendur geta sniðið hljóðið að sínum þörfum og stjórnað heyrnar- tækjunum án þess að nota millibún- að. Notendur Android tækja geta notað símaklemmu til að streyma hljóðið. Það nýjasta í úrvalinu af þráðlausum aukabúnaði frá ReSo- und kallast ReSound Micro Mic og Multi Mic sem gerir það kleyft að heyra meira af hverju sem er. „Rödd ástvinar, kennara, samstarfsfélaga - hvort sem þeir eru á hávaðasömum stað eða í nokkurra metra fjarlægð. Það heyrist skýrt í þeim með ein- stökum hljómgæðum.“ grþ Þreyta í lok dags getur verið heyrninni að kenna Heyrnamæling og rétt heyrnartæki getur gert gæfumuninn Um 30% fólks á aldrinum 40 - 65 ára er heyrnarskert. Ellisif Katrín Björnsdóttir heyrnarfræðingur segir heyrnarskerðingu ekki ein- skorðast við fullorðið fólk. Nýju heyrnartækin virka sem heyrnartól fyrir snjalltæki og er hægt að stjórna þeim með símanum. Landsliðið snemma á níunda áratugnum . Ljósm. úr einkasafni. Handboltalið ÍA í kringum 1980. Ljósm. Ljósmyndasafn Akraness.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.