Skessuhorn


Skessuhorn - 15.06.2016, Qupperneq 20

Skessuhorn - 15.06.2016, Qupperneq 20
MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 201620 Á vormánuðum tók hagfræðingur- inn Gunnlaugur A. Júlíusson til starfa sem nýr sveitarstjóri Borgarbyggð- ar. Gunnlaugur er Vestfirðingur og að hálfu Húnvetningur, alinn upp á Rauðasandi. Hann segist þó eiga taugar og rætur til Borgarfjarðar. Foreldrar hans kynntust á Hvanneyri forðum daga, þar sem móðir hans starfaði í eldhúsinu en faðir hans var í námi. „Þar tók ég líka framhalds- deildina á sínum tíma,“ segir Gunn- laugur sem í grunninn er menntað- ur í landbúnaði en lagði einnig stund á framhaldsnám í landbúnaðarhag- fræði í Svíþjóð og Kaupmannahöfn. Síðar tók hann löggildingu í verð- bréfamiðlun og fór síðar í meistara- nám í fjármálum í Háskóla Íslands. „Ég starfaði í nokkur ár hjá Stétta- samandi bænda en tók smá hliðars- laufu yfir í landbúnaðarráðuneytið og var aðstoðarmaður hjá Steingrími Sigfússyni þáverandi landbúnaðar- ráðherra. Svo fór ég yfir í sveitar- stjórnarmálin 1994 þegar ég var ráð- inn sem sveitarstjóri á Raufarhöfn,“ segir Gunnlaugur. Það var svo rétt fyrir aldamótin sem hann hóf störf hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Þar starfaði hann í sautján ár sem sviðsstjóri hag- og upplýsingasviðs, allt þar til hann tók við sem sveitar- stjóri Borgarbyggðar. Blaðamaður Skessuhorns spjallaði við Gunnlaug um lífið og tilveruna, nýja starfið og áhugamálin. Standa vörð um árangurinn Gunnlaugur fluttist á Hvanneyri í vor. „Ég bý þar einn að vísu. Konan mín býr enn í bænum og starfar sem lyfjafræðingur í Árbæjarapóteki,“ seg- ir hann. Gunnlaugur er kvæntur Sig- rúnu Sveinsdóttur og eiga þau þrjú uppkomin börn. Hann segir aldrei hafa komið til greina annað en að hafa búsetu í því sveitarfélagi sem hann stýrir. Honum hefur ávallt líkað vel við Borgarfjörð og segir svæðið búa yfir ótal möguleikum. Þá séu spenn- andi áskoranir framundan í rekstri sveitarfélagsins. „Borgarbyggð hefur þá sérstöðu að þetta er eitt af þremur landstærstu sveitarfélögum landsins, með mjög fjölþætta starfsemi bæði í þéttbýli og dreifbýli. Starfsemin mót- ast af þessum aðstæðum, það er hald- ið uppi þjónustu um allt héraðið og þannig er starfsemin bæði víðfeðm og umfangsmikil.“ Gunnlaugur seg- ir að verkefni sveitarfélaganna séu að stærstum hluta hefðbundin verkefni, svo sem fræðslumál, félagsþjónusta, æskulýðs- og íþróttamál og umhverf- ismál. „Sveitarfélögin hafa ákveðna lögbundna skyldu í því sambandi að halda uppi þjónustu á þessum svið- um. Aðaláskorunin er að láta tekj- urnar duga fyrir þeim rekstri,“ bæt- ir hann við. Hann segir allar sveita- stjórnir standa frammi fyrir þess- ari sömu áskorun og að þörfin fyrir þjónustu sé nánast óendanleg. „Þörf- in fyrir þjónustu er alltaf miklu meiri en möguleikarnir á að uppfylla hana. Það er þessi sigling sem sveitarstjórn- arfólk tekur. Hér var reksturinn orð- inn þungur og lítið afgangs af rekstr- inum en í fyrra og hitteðfyrra var far- ið í verulegar hagræðingaraðgerðir sem skilað hafa töluverðum árangri. Auðvitað er það alltaf stöðug vakt að fara vel með og gæta hagkvæmni en það má segja að okkar hlutverk núna sé meðal annars að standa vörð um þann árangur sem náðst hefur í þess- um miklu hagræðingaraðgerðum.“ Ör þróun næstu árin Aðspurður um hvað sé framundan hjá sveitarfélaginu nefnir hann að- gerðir við Grunnskólann í Borgar- nesi og leikskóla í Reykholtsdal. Ver- ið sé í viðhaldsframkvæmdum við grunnskólann og að nú sé verið að hanna nýja leikskóladeild á Klepp- járnsreykjum sem muni taka við af leikskólanum Hnoðrabóli á Gríms- stöðum. „Það eru ákveðnar aðgerð- ir sem við erum í, bæði í grunnskól- anum og leikskólamálum. Það hef- ur dregið úr fjárfestingum en það er alltaf eitthvað á döfinni. Mikið er að gerast hér í héraðinu, það er mikil uppbygging og miklar framkvæmdir í ferðaþjónustumálum.“ Hann segir því stóru viðbótaráskorunina við öll hefðbundin verkefni sveitarfélags- ins sé hvernig það bregst við þeirri þróun í ferðaþjónustu sem á sér nú stað í Borgarbyggð. „Ég tel að þessi þróun verði ör á næstu árum. Það er mikil uppbygging bæði í gistingu og afþreyingu. Líklega verður lokið við að leggja bundið slitlag yfir Ux- ahryggi á næsta ári. Þá kemur teng- ing við Suðurlandið og myndast al- veg nýr hringur. Þetta mun hafa al- veg gríðarleg áhrif. Þetta allt saman þýðir bara að það koma nýjar áskor- anir og það verður breytt staða fyr- ir héraðið á margan hátt. Þetta eru spennandi tímar,“ heldur Gunnlaug- ur áfram. Sjálfur segist hann núna að- allega vera í því að læra, að setja sig inn í málin og átta sig á aðstæðum. „Það hjálpar manni aðeins að ég er ekkert ókunnugur í Borgarfirði. Hér þekki ég marga og þekki aðstæður, maður hefur smá forgjöf þannig.“ Myndaði landsliðið Gunnlaugur á að eigin sögn mörg áhugamál og er ljósmyndun þar of- arlega á blaði. Tekur hann aðal- lega myndir af fuglum og íþrótta- myndir. „Krakkarnir mínir hafa ver- ið í íþróttum og ég á hliðarlínunni. Ég hef meðal annars byggt upp mik- ið myndasafn, bæði úr handboltan- um og frjálsíþróttum.“ Síðustu árin segist Gunnlaugur þó aðallega hafa myndað á frjálsíþróttamótum. „Þetta er bara gaman, þetta er söguskrán- ing. Eitt leiðir af öðru og síðustu þrjú árin hef ég farið með landsliðinu út að taka myndir af liðinu, meðal ann- ars til Austur - Evrópu þegar keppt var í Evrópubikarnum. Þetta er svona skrásetning sem krakkarnir hafa gaman af. Svo verðum við bara að sjá hvaða farvegur fæst fyrir þetta hér í efra. Það er kannski verkefni fyrir næsta vetur,“ segir hann og brosir. Byrjaði fyrir tilviljun að hlaupa Gunnlaugur er þó þekktari fyrir annað áhugamál sitt. Hann er einn mesti langhlaupari Íslands og hef- ur hlaupið einhverja tugi þúsunda kílómetra á undanförnum tuttugu árum. Hann byrjaði seint á hlaup- unum og er enn að, þó hann segist ekki hlaupa af sömu ákefð og áður. „Ég var viss um að hlaup væru ekki mín deild. Ég hljóp einhvern tímann 400 metra hlaup á héraðsmóti fyrir vestan og hélt að ég myndi drepast. Það er ekkert flóknara en það,“ segir hann og hlær. Hann segist hafa byrj- að í þessari íþrótt fyrir tilviljun. „Ég byrjaði að hlaupa 1994. Þá var Sig- rún konan mín og eldri sonurinn að fara að taka þátt í skemmtiskokkinu í maraþoninu. Ég átti að gæta yngri sonarins og halda á fötunum. Svo fór sá yngri að tuða um að hlaupa líka. Við hlupum því með, ég með fötin í annarri hendi og leiddi strákinn með hinni. Þá fór maður að hugsa að það gæti verið gaman að prufa þetta af alvöru.“ Og það gerði hann. Gunn- laugur hljóp tíu kílómetra árið á eftir og hefur verið hlaupandi síðan. Eft- ir að hafa hlaupið tíu kílómetrana ansi oft reyndi hann við hálft mara- þon og síðan maraþon. „Það var mik- ill sigur að hlaupa fyrsta maraþonið en það var líka sigur að hlaupa fyrstu tíu kílómetrana. Ég var 48 ára gam- all þegar ég hljóp maraþonið og fólki fannst það galið af svona gömlum manni, að hlaupa maraþon. Það var svona almennt viðhorf. Að ég myndi í besta falli eyðileggja á mér lappirnar,“ segir hann og hlær. Hljóp til Akureyrar Það var árið 2000 sem Gunnlaug- ur hljóp fyrsta maraþonið. Fyrsta al- vöru ofurmaraþonið hljóp hann síðan nokkrum árum síðar. Ofurmaraþon eru hlaup sem eru lengri en maraþon og Gunnlaugur hefur tekið þátt í fjöl- mörgum slíkum hlaupum. Hann segir nokkur slík vera í boði hérlendis, svo sem Laugavegshlaup, 100 kílómetra hlaup, Hengilshlaup og Esjuhlaup- ið þar sem hlaupnar eru tíu til ellefu ferðir upp Esjuna. „Þarna fyrst byrjar þetta. Ég hef mest verið í ofurhlaup- unum. Ég er ekkert voðalega hraður í maraþoninu og þetta einhvern veg- inn lá betur fyrir mér, þegar maður er einn eða tvo sólarhringa á ferðinni.“ Lengsta vegalengdin sem Gunnlaug- ur hefur hlaupið í einu er um 400 kílómetrar á þremur sólarhringum. „Ég var búinn að hlaupa tvisvar áður tveggja sólarhringa hlaup. Það var bara hringbraut og þá fór ég um 350 kílómetra. Þetta lengsta hlaup kall- ast Thames Ring og þar er hlaup- inn hringur fyrir norðan London. Þarna eru hlaupin tíu maraþon. Ég hljóp líka til Akureyrar á Landsmót- ið 2009. Þá var ég að safna pening- um fyrir Grensásdeildina og stoppaði til að gista á nóttunni. Það var mjög þægilegt,“ útskýrir hann. Fjallahlaupin skemmtilegust Gunnlaugur heldur sér í góðu formi með því að hlaupa flesta daga. Hann miðar við að hlaupa sex daga í viku og taka einn frídag. Hér áður hljóp hann þrisvar á dag. „Ég fann tíma sem ég nota ekki í annað, það voru morgnarnir. Að fara út að hlaupa áður en farið er í vinnu, það er tími sem ekki er tekinn frá neinum. Á helgum fór ég út um hálf sex og er kominn inn hálf tíu. Það hefði verið ómögulegt að vera að fara út klukkan níu og koma heim klukk- an eitt. Þá er dagurinn bara bú- inn,“ segir hann. Hann segist hafa kynnst nýjum heimi þegar hann byrjaði að stunda ofurhlaupin. „Ég kynntist mikið af fólki og þetta voru mjög skemmtilegar áskoranir sem mjög fáir höfðu tekist á við. Árið 2005 stofnuðum við nokkrir félagar 100 kílómetra félagið. Þá vorum við bara fimm hérna á Íslandi sem höfðum hlaupið 100 kílómetra eða lengra. Núna erum við yfir 60 sem eru komin í þennan hóp, fyrir utan alla hina sem hafa hlaupið frá 50 km og upp í 100.“ Aðspurður um hvað sé skemmti- legast í íþróttinni segir hann fjalla- hlaupin bera af. „Ég hef hlaup- ið allar kategóríur af ofurhlaup- um. Á venjulegri götu, í fjalllendi, á íþróttavelli, kílómetershring, innan- húss á 390 metra braut og á hlaupa- bretti.“ Gunnlaugur hefur hlaup- ið sólarhringshlaup við allar þess- ar aðstæður. „Mér finnast fjalla- hlaupin skemmtilegust. Það er fjöl- breytileikinn, útsýnið og náttúran. Þú veist aldrei hvað við tekur og svo eru fjallahlaupin þannig að veður- farið er svo margbreytilegt. Áskor- anirnar eru svo ófyrirsjáanlegar. Það er allt öðruvísi að hlaupa á hlaupa- bretti þar sem allt er undir kont- ról eða inni í íþróttahöll. Þá er bara áskorunin önnur. Aðstæður úti eru svo óskaplega misjafnar. Maður hef- ur lent í hita yfir 30 stigum og kulda, maður getur bæði verið skjálfandi af Hljóp tvö maraþon í einu til að æfa sig Gunnlaugur A Júlíusson sveitarstjóri Borgarbyggðar er liðtækur langhlaupari og hefur lengst hlaupið 400 kílómetra á þremur dögum Gunnlaugur A Júlíusson tók við sem sveitarstjóri Borgarbyggðar á vormánuðum. Gunnlaugur varð fjórði þegar hann tók þátt í Thames Ring hlaupinu 2013. Það hlaup er 400 kílómetra langt og lauk Gunnlaugur hlaupinu á 77 klukkustundum og 32 mínútum.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.