Skessuhorn


Skessuhorn - 15.06.2016, Qupperneq 24

Skessuhorn - 15.06.2016, Qupperneq 24
MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 201624 Inga María Hjartardóttir er 22 ára Skagakona sem vinnur nú að útgáfu sinnar fyrstu plötu. Inga stund- ar nám í Boston í Bandaríkjun- um við Berklee College of Music. Hún hefur verið við nám í Berklee síðan haustið 2013 en á nú aðeins eina önn eftir og verður plötuútgáf- an hennar fyrsta verk eftir útskrift. „Ég hef lengi ætlað mér að gefa út þessa plötu; ég byrjaði að semja lög- in á hana á mínu öðru ári í Banda- ríkjunum, árið 2014,“ segir Inga María en hún semur öll lög og texta á plötunni. „Mér fannst mjög erf- itt að byrja að semja og fyrst fannst mér svolítið óþægilegt að spila lög- in fyrir aðra. Ég hafði aldrei áður spilað lög eftir sjálfa mig fyrir aðra og mér leið eins og ég væri að lesa upp úr dagbókinni minni.“ Platan hennar er unnin bæði á Íslandi og í Bandaríkjunum. „Það eru tveir strákar sem eru með mér í skólanum sem eru að útsetja lög- in með mér; annar býr í Boston og hinn í Los Angeles. Svo eru allir þeir sem spila inn á plötuna strák- ar sem búa úti. Hérna heima eru félagar mínir, Viðar og Ingi Björn, að hjálpa mér að útsetja lögin. Ég ætla mér að reyna að spila sem mest og koma mér á framfæri á Íslandi í sumar svo ég er með aðra hljóm- sveit með mér hér á landinu. Ég tek upp alla plötuna úti í Bandaríkjun- um en það er bara vegna þess að það er töluvert ódýrara fyrir mig. Það er mjög dýrt að gefa út plötu og ég vil helst gefa hana út í föstu formi en ekki bara á netinu. Það kostar hins vegar aðeins meira. Ég hef sótt um styrki bæði hjá Íslands- banka og Norðuráli og bind vonir við að fá stuðning við verkefnið.“ Fyrsta lagið á plötunni, Guide Me Home, kemur út ásamt mynd- bandi á þjóðhátíðardaginn 17. júní. „Ég og Kristinn Gauti Gunnars- son höfum verið að vinna í því að gera myndbönd fyrir fyrstu tvö lög- in. Ég ætla mér að gefa út eitt lag sautjánda hvers mánaðar þangað til í desember þegar platan kem- ur út. Það gæti orðið erfitt og all- ur minn frítími fer í þetta en ég hef trú á því að þetta náist,“ segir Inga vongóð en hún mun frumflytja lag- ið á Akratorgi á 17. júní skemmtun í bænum ásamt því að flytja önnur óútkomin lög af plötunni. Vill vera áfram í Bandaríkjunum Inga María var aðeins nítján ára þegar hún flutti ein til Boston. Í dag hefur hún komið sér vel fyrir. „Mér líður alveg frábærlega úti. Í skólanum hef ég náð að sam- eina bóklegt nám og tónlistarnám en ég bjóst ekki við að geta það. Eftir fyrsta árið velja sér allir eitt- hvað sérsvið og ég valdi mér tón- listarviðskiptafræði. Ég væri til í að vinna við það í Bandaríkjunum í framtíðinni. Ég er ekkert viss um hvort það takist hjá mér en það er draumurinn.Ég verð í það minnsta í Bandaríkjunum í hálft ár eftir út- skrift og ætla að reyna að nýta mér þann tíma til þess að reyna koma mér fyrir. Á þessum árum í Berk- lee hef ég byggt upp gott tengsl- anet og vonandi nýtist það mér þegar ég reyni að koma mér fyrir. Ég vil helst vinna ágætlega laun- aða vinnu með tónlistinni; þá get- ur maður kannski samið og spilað áhyggjulaust. Það er mikið hark að vera tónlistarmaður og því getur verið erfitt að njóta sín ef maður er með stanslausar áhyggjur af t.d. fjármálum. Ég hef fengið að kynn- ast áhyggjum af fjármálum síðan ég flutti út. Námið er dýrt í Berk- lee og því mikið hark. Ég hef reynt að vinna eins mikið og ég get þeg- ar ég er á Íslandi auk þess sem ég setti af stað söfnun í fyrra á netinu til að hjálpa mér að borga skóla- gjöldin og hyggst gera það líka í ár. Á næsta ári fæ ég síðan ekkert frá LÍN svo ég er að hugsa upp leiðir til þess að ná að borga skólagjöld- in. Ég er að vinna innan skólans úti við það að kenna tónfræði og tónheyrn og þar fæ ég aur. Ég er að velta því fyrir mér að setja upp sýningu í lok sumars. Ég hef ekki alveg ákveðið hvernig hún verður en ég ætla reyna blanda tónlistinni saman við fimleika eða eitthvað í þeim dúr. Það verður eitthvað flott en ég hef ekki alveg ákveðið hvernig hún verður,“ segir Inga. „Ég væri alveg til í að vera laus við þessar áhyggjur og einbeitt mér meira að því sem ég vil gera,“ bæt- ir hún við að lokum. bþb Það er hverju bæjarfélagi mikil- vægt þegar gömul hús með sögu eru endurbætt og fá nýtt hlutverk. Eitt þeirra húsa sem hefur nýlega gengið í gegnum endurnýjun líf- daga stendur við Ennisbraut 2 í Ólafsvík, betur þekkt sem „Láru Bjarnabúð“. Lárubúð er sögufrægt hús í Ólafsvík og var byggð af þeim hjónum Láru Bjarnadóttur og Jóni Gíslasyni í kringum 1932. Var þar meðal annars fyrsta vatnssalernið sem sett var í íbúðarhús í Ólafsvík og var þetta jafnframt fyrsta íbúð- arhúsið í bænum sem var rafvætt. Lengst af var þar starfandi versl- un Jóns Gíslasonar, með póstaf- greiðslu og fleiru. Það eru vinirnir Sturla Gunn- ar Eðvarðsson frá Súgandafirði og Tryggvi Leifur Óttarsson frá Hell- issandi, fyrrum herbergis- og skóla- félagarnir frá Menntaskólanum á Ísafirði, sem eru núverandi eig- endur hússins. Lögðu þeir saman af stað í þetta verkefni að gera upp húsið og reka þar gistiheimili og hafa þeir staðið fyrir miklum end- urbótum á húsinu. Fannst þeim við hæfi að nefna hlutafélagið sem þeir stofnuðu um reksturinn „Lárubúð“ eftir frú Láru Bjarnadóttur, enda hefur húsið alla tíð gengið und- ir því nafni. Þeir félagar Tryggvi og Sturla réðust ekki á garðinn þar sem hann er lægstur því samkvæmt faglegri úttekt frá verkfæðistofu átti ekki að borga sig að gera húsið upp, enda var það komið í algjöra nið- urníðslu. Engu að síður keyptu þeir húsið í ágúst í fyrra og höfðu það að markmiði að endurbyggja það og reyna að endurnýta það sem hægt væri. Fengu þeir smiðina og feðg- ana Þóri Jónsson og Jóhann Þóris- son í Rifi til að stýra endurbótum. Stoltir af verkefninu Það má segja að húsið hafi að hluta til verið endurbyggt, en skipt var um allar lagnir, glugga, einangrun og ytra byrði hússins. Einnig fóru fram miklar endurbætur að inn- an og reynt var að halda í það sem hægt var á efri hæð hússins, enda þóttu hjónin Lára og Jón smekk- vís. Neðri hæð hússins var illa far- in eftir að lekið hafði inn á hana í allmörg ár. Þurfti því að endur- byggja hana að fullu. Tókst þeim feðgum verkið vel og er allur þeirra frágangur til fyrirmyndar. Það þarf aðkomu margra iðnaðarmanna að verki sem þessu og voru einung- is heimamenn fengnir til verks- ins. Að sögn Tryggva Leifs er það mikil gæfa að hafa aðgang að slík- um fagmönnum í heimabyggð. „Þeir á meðal voru Vilberg Krist- jánsson pípari, Mikki Gluszuk raf- virki, Eddi málari í Grundarfirði, Eiríkur Gautsson múrari og Véla- leiga Tómasar með sögun og jarð- vinnu, svo ég nefni einhverja,“ segir Tryggvi Leifur. Gistiheimilið hef- ur nú tekið til starfa og er leigt út í skammtímaleigu í gegnum leigu- síðuna Airbnb. Umsjón með hús- inu hafa þær mæðgur frá Hellis- sandi, Júníana Björg Óttarsdóttir og Guðlaug Íris Jóhannsdóttir. Að sögn Tryggva eru þeir félagar bjart- sýnir og bókanir góðar fyrir sumar- ið. „Við erum stoltir af þessu verk- efni og það er aldrei að vita nema að við tökum að okkur annað verk- efni fljótlega.“ þa Endurbætur á Lárubúð í Ólafsvík Lárubúð hefur nú verið endurnýjuð og verður rekin sem gistiheimili. Verslunin Bjarg við Stillholt á Akranesi mun flytja tímabund- ið í annað húsnæði frá og með 17. júní. „Ástæða þess er að við ætlum að fara í miklar endurbætur og við- gerðir á húsnæði verslunarinnar að Stillholti 14. Stefnum við á að opna nýja og glæsilega verslun í byrjun ágúst og fagna þá um leið 50 ára af- mæli verslunarinnar,“ segir Rakel Óskarsdóttir í Bjargi. Vegna flutn- inganna verður verslunin lokuð laugardaginn 18. júní og mánudag- inn 20. júní. „Við opnum svo versl- unina á Kalmansvöllum 1 þar sem verslun Nettó var (við hlið Olís) þriðjudaginn 21. júní,“ segir Rakel. mm Verslunin Bjarg flutt tímabundið á Kalmansvelli Miklar endurbætur verða nú gerðar á húsnæðinu við Stillholt 14. Verslunin verður tímabundið færð að Kalmansvöllum 1. Inga María stefnir að plötuútgáfu í desember Inga María og Marc Malsegna við upptökur plötunnar. Ljósm. Joe Bray.Inga María við upptökur á myndbandi.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.