Skessuhorn


Skessuhorn - 15.06.2016, Page 30

Skessuhorn - 15.06.2016, Page 30
MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 201630 „Hver er uppáhalds knattspyrnumaðurinn þinn?“ Spurning vikunnar (Spurt á Norðurálsmótinu á Akranesi) Sigursveinn Valdimar (KR): „Cristiano Ronaldo“ Kristján Andri (Afturelding): „Lionel Messi“ Egill Valur (HK): „Gylfi Þór Sigurðsson“ Erling Hólm (Valur): „Zlatan Ibrahimovic“ Einar Örn (Stjarnan): „Cristiano Ronaldo“ Kári sigraði KFR Kári spilað sinn fjórða leik í þriðju deild karla í knattspyrnu um helgina þegar spilað var við Knattspyrnufélag Rang- æinga (KFR). Leikurinn fór fram á Hvolsvelli og lauk með sigri Kára 2-1. Það var Bjarki Axelsson sem kom KFR yfir á 17. mínútu. Kári jafnaði metin með góðu skoti Jóns Björgvins Kristjánssonar utan teigs á 28. mínútu. Það var svo Guðfinnur Þór Leósson sem skoraði sig- urmark Kára á 88. mínútu eftir laglegan undirbúning varnar- mannsins knáa Sindra Snæfells Kristinssonar. Sigur Kára hefði getað verið stærri en Einar Logi Einarsson klúðraði vítaspyrnu í leiknum. Kári er eftir leikinn í fjórða sæti með níu stig. Næsti leikur Kára er laugardaginn 25. júní en þá taka þeir á móti liði Einherja. bþb Vesturlandsslagur í fjórðu deildinni Skallagrímur lék tvo leiki í B- riðli fjórðu deildar karla síð- astliðna viku. Fyrir viku síð- an mætti Skallagrímur liði ÍH í Hafnarfirði og lauk leikn- um 3 – 2 fyrir ÍH en það var fyrsta tap Skallagríms í riðlin- um. Mörk Skallagríms skor- uðu Enok Ingþórsson og Vikt- or Ingi Jakobsson. Seinni leikur Skallagríms var sannkallaður Vesturlandsslag- ur þegar þeir mættu liði Snæ- fells. Skallagrímur fór býsna illa með Snæfell og lauk leikn- um 9 – 0 fyrir Skallagrím. Mörk Skallagríms skoruðu: Sigurður Kristján Friðriksson, Enok Ingþórsson og Viktor Ingi Jakobsson allir með tvö mörk og þeir Steinar Har- aldsson, Sölvi G. Gylfason og Daníel Ingi Gunnarsson allir með eitt mark hver. Jóhann- es Helgi Alfreðsson leikmað- ur Snæfells fékk rautt spjald í leiknum. bþb Manuel Rodriguez hefur ákveð- ið að framlengja samning sinn sem þjálfari kvennaliðs Skallagríms í körfubolta og stýra þeim í úrvals- deildinni næsta haust. Manuel hef- ur náð góðum árangri með Skalla- grím. Hann tók við liðinu síðasta haust og kom því upp í úrvalsdeild með sannfærandi hætti. Liðið tap- aði aðeins tveimur leikjum á tíma- bilinu. Þetta eru því gleðifréttir fyr- ir Borgnesinga. Kvennalið Skallagríms mun spila í úrvalsdeildinni á næsta tímabili í fyrsta sinn í 40 ár. Í tilkynningu sem Skallagrímur sendi frá sér seg- ir að búast megi við frekari fréttum af liðinu á næstu vikum. Spennandi verður að fylgjast með hvað Skalla- grímur gerir á leikmannamarkaðn- um í sumar. bþb Manuel Rodriguez áfram í Borgarnesi Vagnstjórar Strætó bs. sigruðu í liðakeppninni á árlegu Norður- landamóti í ökuleikni strætisvagna- bílstjóra sem fram fór í Reykjavík um helgina. Íslenskir vagnstjór- ar hafa með þessum sigri unnið keppnina tólf sinnum auk þess sem þeir hafa unnið ellefu silfurverð- laun og ein bronsverðlaun frá upp- hafi. Vagnstjórar Norðurlanda hafa att kappi í ökuleikni síðan 1976 en reykvískir vagnstjórar hófu þátt- töku 1983. Finnar urðu í öðru sæti á mótinu og lið Noregs hlaut bronsið. Liðið var skipað vagn- stjórunum Sigurjóni Guðnasyni, Þórarni Söebech, Andrési B Bergs- syni, Pétri G.Þ Árnasyni, Einari Árnasyni og Bjarna Tryggvasyni. Í einstaklingskeppninni varð Finn- inn Timo Kettunen Norðurlanda- meistari, Sigurjón Guðnason hlaut silfur og Þórarinn Söebech brons. Liðsstjórn, framkvæmd og skipu- lag var í höndum stjórnar Akst- ursklúbbs; Harðar Tómassonar, Kristjáns Kjartanssonar og Jóhanns Gunnarssonar. mm Lið Strætó Norðurlandameistarar 2016 Indriði Ragnar Grétarsson formað- ur Bogveiðifélags Íslands hélt ný- verið kynningu fyrir meðlimi Skot- félags Snæfellsness á bogfimi. Indr- iði kom bogfimi inn sem keppnis- grein á Unglingalandsmót UMFÍ og hefur verið virkur í að hvetja til iðkunar bogfimi. Félagsmenn Skot- félagsins voru þónokkuð áhugasam- ir um þessa grein en nokkrum sinn- um hefur það verið í umræðunni að kynna sér bogfimina nánar. tfk Indriði leiðbeinir hér áhugasöm- um meðlimum Skotfélagsins. Hreindýrið stendur álengdar skjálfandi á beinunum! Bogfimikynning hjá Skotfélagi Snæfellsness Í gamla fjósinu á Vatnabúð- um í Grundarfirði var starf- ræktur gamaldags sveita- markaður um liðna helgi. Þar kenndi ýmissa grasa og hægt að gera reifarakaup á handverki, notuðum vörum eða bara girnilegum veiting- um. Vel tókst til og var góð mæting um helgina en mark- aðurinn var opinn frá klukk- an 12 til 16 bæði laugardag og sunnudag. Stefnt er að því að halda markaðinn aftur í sumar og þá aðra helgina í júlí og svo aftur aðra helgina í ágúst. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt geta sett sig í samband við Hrafnhildi Jónu hjá Gallery Krums í Grundarfirði og skráð sig. Aðstaðan í gamla fjósinu er mjög góð og setur skemmti- legan blæ á markaðinn. tfk Sveitamarkaður á Vatnabúðum Sölukonurnar á markaðnum stilltu sér upp fyrir fréttaritara Skessuhornsins í gamla fjósinu. Nú þegar sumarið er komið má sjá krakk- ana í Vinnuskóla Snæ- fellsbæjar að störfum á ýmsum stöðum í bæj- arfélaginu. Vinna þau fjölbreytt verkefni við að snyrta til, svo sem slá garða, reyta arfa og fleira. Krakkarnir sem ljósmyndari hitti í góða veðrinu voru á fullu við verkefni sín. Þau gáfu sér þó tíma til að sitja fyrir á mynd. þa Fjölbreytt verkefni Vinnuskóla Snæfellsbæjar

x

Skessuhorn

Publication Type:
Collection:
Gegnir:
ISSN:
1561-2821
Language:
Volumes:
27
Issues:
1290
Published:
1998-present
Available till:
03.07.2024
Samkvæmt samningi er 1. árs birtingartöf á Skessuhorni
Locations:
Editor:
Gísli Einarsson (1998-2005)
Sigrún Ósk Kristjánsdóttir (2008-2008)
Magnús Magnússon (2009-present)
Magnús Magnússon (2005-2007)
Keyword:
Description:
Skessuhorn var sett á stofn í ársbyrjun 1998 og hóf rekstur sinn með útgáfu Vesturlandsblaðsins Skessuhorns sem komið hefur út vikulega allar götur síðan. Núverandi útgáfufélag tók við rekstrinum 2003. Lögð er áhersla á að skrifa fréttir um og fyrir íbúa á Vesturlandi.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue: 24. tölublað (15.06.2016)
https://timarit.is/issue/404979

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.

24. tölublað (15.06.2016)

Actions: