Skessuhorn


Skessuhorn - 15.06.2016, Blaðsíða 30

Skessuhorn - 15.06.2016, Blaðsíða 30
MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 201630 „Hver er uppáhalds knattspyrnumaðurinn þinn?“ Spurning vikunnar (Spurt á Norðurálsmótinu á Akranesi) Sigursveinn Valdimar (KR): „Cristiano Ronaldo“ Kristján Andri (Afturelding): „Lionel Messi“ Egill Valur (HK): „Gylfi Þór Sigurðsson“ Erling Hólm (Valur): „Zlatan Ibrahimovic“ Einar Örn (Stjarnan): „Cristiano Ronaldo“ Kári sigraði KFR Kári spilað sinn fjórða leik í þriðju deild karla í knattspyrnu um helgina þegar spilað var við Knattspyrnufélag Rang- æinga (KFR). Leikurinn fór fram á Hvolsvelli og lauk með sigri Kára 2-1. Það var Bjarki Axelsson sem kom KFR yfir á 17. mínútu. Kári jafnaði metin með góðu skoti Jóns Björgvins Kristjánssonar utan teigs á 28. mínútu. Það var svo Guðfinnur Þór Leósson sem skoraði sig- urmark Kára á 88. mínútu eftir laglegan undirbúning varnar- mannsins knáa Sindra Snæfells Kristinssonar. Sigur Kára hefði getað verið stærri en Einar Logi Einarsson klúðraði vítaspyrnu í leiknum. Kári er eftir leikinn í fjórða sæti með níu stig. Næsti leikur Kára er laugardaginn 25. júní en þá taka þeir á móti liði Einherja. bþb Vesturlandsslagur í fjórðu deildinni Skallagrímur lék tvo leiki í B- riðli fjórðu deildar karla síð- astliðna viku. Fyrir viku síð- an mætti Skallagrímur liði ÍH í Hafnarfirði og lauk leikn- um 3 – 2 fyrir ÍH en það var fyrsta tap Skallagríms í riðlin- um. Mörk Skallagríms skor- uðu Enok Ingþórsson og Vikt- or Ingi Jakobsson. Seinni leikur Skallagríms var sannkallaður Vesturlandsslag- ur þegar þeir mættu liði Snæ- fells. Skallagrímur fór býsna illa með Snæfell og lauk leikn- um 9 – 0 fyrir Skallagrím. Mörk Skallagríms skoruðu: Sigurður Kristján Friðriksson, Enok Ingþórsson og Viktor Ingi Jakobsson allir með tvö mörk og þeir Steinar Har- aldsson, Sölvi G. Gylfason og Daníel Ingi Gunnarsson allir með eitt mark hver. Jóhann- es Helgi Alfreðsson leikmað- ur Snæfells fékk rautt spjald í leiknum. bþb Manuel Rodriguez hefur ákveð- ið að framlengja samning sinn sem þjálfari kvennaliðs Skallagríms í körfubolta og stýra þeim í úrvals- deildinni næsta haust. Manuel hef- ur náð góðum árangri með Skalla- grím. Hann tók við liðinu síðasta haust og kom því upp í úrvalsdeild með sannfærandi hætti. Liðið tap- aði aðeins tveimur leikjum á tíma- bilinu. Þetta eru því gleðifréttir fyr- ir Borgnesinga. Kvennalið Skallagríms mun spila í úrvalsdeildinni á næsta tímabili í fyrsta sinn í 40 ár. Í tilkynningu sem Skallagrímur sendi frá sér seg- ir að búast megi við frekari fréttum af liðinu á næstu vikum. Spennandi verður að fylgjast með hvað Skalla- grímur gerir á leikmannamarkaðn- um í sumar. bþb Manuel Rodriguez áfram í Borgarnesi Vagnstjórar Strætó bs. sigruðu í liðakeppninni á árlegu Norður- landamóti í ökuleikni strætisvagna- bílstjóra sem fram fór í Reykjavík um helgina. Íslenskir vagnstjór- ar hafa með þessum sigri unnið keppnina tólf sinnum auk þess sem þeir hafa unnið ellefu silfurverð- laun og ein bronsverðlaun frá upp- hafi. Vagnstjórar Norðurlanda hafa att kappi í ökuleikni síðan 1976 en reykvískir vagnstjórar hófu þátt- töku 1983. Finnar urðu í öðru sæti á mótinu og lið Noregs hlaut bronsið. Liðið var skipað vagn- stjórunum Sigurjóni Guðnasyni, Þórarni Söebech, Andrési B Bergs- syni, Pétri G.Þ Árnasyni, Einari Árnasyni og Bjarna Tryggvasyni. Í einstaklingskeppninni varð Finn- inn Timo Kettunen Norðurlanda- meistari, Sigurjón Guðnason hlaut silfur og Þórarinn Söebech brons. Liðsstjórn, framkvæmd og skipu- lag var í höndum stjórnar Akst- ursklúbbs; Harðar Tómassonar, Kristjáns Kjartanssonar og Jóhanns Gunnarssonar. mm Lið Strætó Norðurlandameistarar 2016 Indriði Ragnar Grétarsson formað- ur Bogveiðifélags Íslands hélt ný- verið kynningu fyrir meðlimi Skot- félags Snæfellsness á bogfimi. Indr- iði kom bogfimi inn sem keppnis- grein á Unglingalandsmót UMFÍ og hefur verið virkur í að hvetja til iðkunar bogfimi. Félagsmenn Skot- félagsins voru þónokkuð áhugasam- ir um þessa grein en nokkrum sinn- um hefur það verið í umræðunni að kynna sér bogfimina nánar. tfk Indriði leiðbeinir hér áhugasöm- um meðlimum Skotfélagsins. Hreindýrið stendur álengdar skjálfandi á beinunum! Bogfimikynning hjá Skotfélagi Snæfellsness Í gamla fjósinu á Vatnabúð- um í Grundarfirði var starf- ræktur gamaldags sveita- markaður um liðna helgi. Þar kenndi ýmissa grasa og hægt að gera reifarakaup á handverki, notuðum vörum eða bara girnilegum veiting- um. Vel tókst til og var góð mæting um helgina en mark- aðurinn var opinn frá klukk- an 12 til 16 bæði laugardag og sunnudag. Stefnt er að því að halda markaðinn aftur í sumar og þá aðra helgina í júlí og svo aftur aðra helgina í ágúst. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt geta sett sig í samband við Hrafnhildi Jónu hjá Gallery Krums í Grundarfirði og skráð sig. Aðstaðan í gamla fjósinu er mjög góð og setur skemmti- legan blæ á markaðinn. tfk Sveitamarkaður á Vatnabúðum Sölukonurnar á markaðnum stilltu sér upp fyrir fréttaritara Skessuhornsins í gamla fjósinu. Nú þegar sumarið er komið má sjá krakk- ana í Vinnuskóla Snæ- fellsbæjar að störfum á ýmsum stöðum í bæj- arfélaginu. Vinna þau fjölbreytt verkefni við að snyrta til, svo sem slá garða, reyta arfa og fleira. Krakkarnir sem ljósmyndari hitti í góða veðrinu voru á fullu við verkefni sín. Þau gáfu sér þó tíma til að sitja fyrir á mynd. þa Fjölbreytt verkefni Vinnuskóla Snæfellsbæjar

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.