Skessuhorn


Skessuhorn - 15.06.2016, Page 31

Skessuhorn - 15.06.2016, Page 31
MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 2016 31 Klettagörðum 15 | 525 7700 | flytjandi.is DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND Eimskip Flytjandi veitir samræmda flutningaþjónustu um land allt og eru áfangastaðirnir 80 talsins. Félagsmenn í Vélhjólaíþróttafélagi Akraness tóku þátt á fyrsta mótinu í Íslandsmeistara mótaröðinni í mo- tocross sem fram fór um síðustu helgi á Selfossi. Allir stóðu sig með prýði. Bestum árangri náðu þeir Sveinbjörn Reyr Hjaltason og Jó- hann Pétur Hilmarsson sem urðu í 2. og 3. sæti í B-flokki. VÍFA heldur bikarmót í Akra- braut í dag, miðvikudaginn 15. júní. Keppni hefst klukkan 19:00 og er frítt inn á svæðið. Skagamenn og gestir eru hvattir til að kíkja við, segir í tilkynningu frá VÍFA. mm Íslandsmótið í motocross hafið Önnur umferð Íslandsmeistara- mótsins í torfæru fór fram á Fells- enda við norðaustanvert Akrafjall síðastliðinn laugardag. Þetta var í fyrsta skiptið í 15 ár sem keppt er á svæðinu. Helga Katrín hjá Tor- færuklúbbnum sagði í samtali við Skessuhorn að keppnin hafi geng- ið að mestu vel fyrir utan slys sem átti sér stað og greint er frá í ann- arri frétt í blaðinu. „Keppnin gekk vel og það var hörð barátta. Ég man ekki eftir svona harðri og spennandi baráttu um efstu sætin. Brautin var mjög krefjandi og mikil drulla setti strik í reikninginn. Þetta var því mjög skemmtileg keppni og áhorf- endur fengu mikið fyrir peninginn,“ segir Helga. Helga vill þakka öllum sjálfboða- liðum sem komu að keppninni. „Þetta væri ekki hægt nema með allri þeirri hjálp sem við fáum. Ég vil einnig þakka öllum þeim sem mættu. Við erum með samning sem gildir í fimm ár á þessu svæði. Fólk má því búast við torfærukeppni á þessu svæði á næstu árum.“ Keppt er í tveimur flokkum ann- ars vegar í flokki þar sem bílarnir eru sérútbúnir og hins vegar í götubíla- flokki. Í fyrrnefndum flokki sigraði Snorri Þór Árnason á bílnum Kór- drengnum með 1870 stig, í öðru sæti varð Guðmundur Ingi Arnarsson á bílnum Ljóninu með 1817 stig og í þriðja sæti var Ólafur Bragi Jónsson á bílnum Ref með 1792 stig. Í götu- bílaflokki sigraði Skúli Kristjánsson á bílnum Pjakkinum með 1340 stig, Ívar Guðmundsson á bílnum Kölska varð í öðru sæti með 1340 stig og í þriðja sæti með 1114 stig lenti Kata G. Magnúsdóttir á bílnum Hulk. bþb/ Ljósm. Guðný J. Guðmarsdóttir. Önnur umferð Íslandsmeistara- mótsins í torfæru ekin á Fellsenda Víkingur Ólafsvík fékk Knatt- spyrnufélagið Hlíðarenda í heim- sókn síðastliðið miðvikudagskvöld í A-riðli fyrstu deildar kvenna. Fyr- ir leikinn hafði Víkingur unnið alla sína leiki. Það varð engin breyting á því leikurinn endaði 1 – 0 fyrir Vík- ingi. Sigurmark Snæfellinga kom á elleftu mínútu og það skoraði Sam- ira Suleman sem hefur nú skorað sex mörk í fjórum leikjum. Víking- ar sitja nú á toppi riðilsins með fullt hús stiga eftir fjóra leiki ásamt HK/ Víkingi og ÍR. Næsti leikur Víkings er 25. júní gegn liði HK/Víkings á útivelli. bþb Víkingur ásamt tveimur öðrum á toppi A riðils Samira að skora eitt af mörkum sínum. Ljósm. úr safni. Skagakonur og fyrstu deildar lið Hauka mættust í 16 liða úrslitum bikarkeppni KSÍ síðastliðinn laug- ardag á Ásvöllum í Hafnarfirði. Leikurinn einkenndist af baráttu og ljóst að hvorugt liðið ætlaði að gefa nokkuð eftir. Skagakonur stjórnuðu leiknum nánast allan tímann og var boltinn að mestu við fætur þeirra. Skagakonur voru sterkari aðilinn í leiknum og sköpuðu sér mörg færi og hálffæri sem ekki nýttust. Það var þó Margrét Björg Ástvalds- dóttir leikmaður Hauka sem skor- aði eina mark leiksins á 65. mín- útu þegar hún átti gott skot af 30 metrum sem endaði í netinu. 1 – 0 svekkjandi tap staðreynd og Skaga- konur úr leik í bikarnum í ár. Næsti leikur ÍA er föstudaginn 24. júní gegn ÍBV í Vestmannaeyj- um. bþb/ Ljósm. Guðmundur Bjarki Skagakonur úr leik í bikarnum Skagamenn mættu liði Breiðabliks í sextán liða úrslitum bikarkeppni KSÍ síðastliðið fimmtudagskvöld. Breiðablik sigraði í leiknum með tveimur mörkum gegn einu. Jafnt var eftir venjulegan leiktíma og því réðust úrslitin í framlengingu. Árið 2013 komust Skagamenn síð- ast í sextán liða úrslit bikarsins og var því sagan að endurtaka sig. Skagamenn léku einmitt einnig við Breiðablik þá og tapaðist leik- urinn í framlengingu líkt og nú. Blikar byrjuðu leikinn af krafti og náðu forystu strax á fimmtu mín- útu. Jonathan Ricardo Glenn slapp þá inn fyrir vörn Skagamanna eftir góða sendingu Andra Rafns Yeom- an og Glenn kláraði færið af ör- yggi. Skagamenn voru heppnir að fá ekki annað mark á sig í kjölfarið þegar Atli Sigurjónsson átti hörku- skot í slána. Skagamenn komust loksins inn í leikinn um miðbik fyrri hálfleiks og var jafnræði með liðunum eftir það. Á 52. mínútu áttu Blikar mjög vel uppbyggða sókn sem end- aði með því að Andri Rafn komst í opið marktækifæri en Ármann Smári var búinn að lesa aðstæð- ur vel og kom sér fyrir á marklínu og tókst að verða fyrir skoti Andra. Ármann Smári var besti maður vallarins í leiknum. Hann skoraði mark Skagamanna á 60. mínútu. Iain James Williamson tók auka- spyrnu frá miðju og sendi góðan bolta fyrir markið. Ármann komst fyrstur í boltann og stangaði bolt- ann inn í markið. Leikurinn var nokkuð fjörugur eftir markið en ekkert mark skorað svo gripið var til framlengingar. Hetja Breiðabliks í framleng- ingunni reyndist vera hinn 16 ára gamli Ágúst Eðvald Hlynsson sem er einn efnilegasti íslenski knatt- spyrnumaður Íslands í dag. Bolt- inn barst á hann á 110. mínútu eft- ir aukaspyrnu og kláraði hann fær- ið af mikilli yfirvegun. Leiknum lauk því með 1 – 2 sigri Breiðabliks og eru þeir komnir áfram í átta liða úrslit en Skaga- menn eru úr leik. Langt er í næsta leik hjá Skaga- mönnum vegna EM í fótbolta. Hann verður fimmtudaginn 23. júní þegar ÍA mætir erkifjendum sínum í KR í Frostaskjólinu. bþbÁrmann Smári var besti leikmaður vallarins. Ljósm. Guðmundur Bjarki. Skagamenn féllu úr leik í bikarnum

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.