Skessuhorn


Skessuhorn - 24.08.2016, Blaðsíða 3

Skessuhorn - 24.08.2016, Blaðsíða 3
 . Nánar um dagskráliði á www.hvalardardagar.is Hvalarðardagar 2016#hvalarðardagar Hvalfjarðardagar 2016 26. – 28. ágúst Föstudagurinn 26. ágúst Kl. 10:00 – 18:00 Ferstikluskáli opinn. Ís í vélinni og grillið opið. Kl. 11:00 – 17:00 Hernámssetrið opið. Kl. 12:00 Ljósmyndakeppni hefst og stendur yfir Hvalfjarðardaga. Nánari upplýsingar inn á www.hvalfjardardagar.is. Kl. 16:00 – 21:00 Sundlaugin Hlöðum opin. Frítt í sund alla helgina. Kl. 17:00 – 20:00 Fjölskylduhátíð í tilefni af 10 ára afmæli Hvalfjarðarsveitar. Hátíðin verður haldin í Heiðarskóla. Grillaðar pylsur, tónlistaratriði, hoppikastalar og hægt að skella sér í sund í Heiðarborg. Sundlaugin verður opin frá 16-20. Kl. 20:30 – 24:00 Málverkasýning á Heynesi 2 Elínborg Halldórsdóttir myndlistamaður verður með sýningu á verkum sínum í hesthúsinu á Heynesi 2. Ásamt því verður hún einnig með handmálaða muni til sölu. Nína Stefánsdóttir listamaður verður með sýningu á verkum sínum í skemmunni á Heynesi 2. Laugardagurinn 27. ágúst Kl. 10:00 – 21:00 Sundlaugin Hlöðum opin. Frítt í sund alla helgina. Kl. 10:00 – 18:00 Ferstikluskáli opinn. Ís í vélinni og grillið opið. Kl. 11:00 – 17:00 Hernámssetrið opið. Kl. 11:00 Helgusund í samstarfi við Sjóbaðsfélag Akraness. Sundið er á söguslóðum Harðar sögu og Hólmverja þar sem Helga Haraldsdóttir synti úr Geirshólma og í land í Helguvík. Þátttökugjald er 2.000 kr. og fer skráning fram á hvalfjardardagar@hvalfjardarsveit.is. Af öryggisástæðum er hámarksfjöldi þátttakenda 25 manns. Kl. 11:00 – 16:00 Bjarteyjarsandur. Opið í Hlöðunni milli 11 og 16. Bjarteyjarsandsbændur munu sem fyrr heilgrilla lamb í tilefni Hvalfjarðardaga. Í samstarfi við Arctic Adventures verður boðið upp á klukkutíma sjókajakferðir úr fjörunni fyrir neðan Bjarteyjarsand bæði laugardag og sunnudag. Sérstakt Hvalfjarðardagatilboð: 8.000 krónur á mann (4.000 fyrir börn). Nánari upplýsingar og pantanir sendist á netfangið: arnheidur@bjarteyjarsandur.is. Kl. 12:00 – 17:00 Sveitamarkaður á Þórisstöðum með fjölbreyttu úrvali. Ekki eru allir með posa.• Trúbador mætir á svæðið kl. 14.• Hestamannafélagið Dreyri teymir undir börnum.• Mæðgurnar Sigurlaug og Erla verða með kaffihús í Kaffi Koti.• Kl. 12:00 – 17:00 Kaffi Glymur er opinn. Kl. 13:00 – 16:00 Hvítanes. Til sýnis verður nýbyggt nautaeldisfjós, fulltrúar frá Smellinn og Landstólpa verða á staðnum og svara fyrirspurnum. Hægt verður að kaupa nautakjöt frá Hvítanesi á meðan birgðir endast. Anna G. Torfadóttir listamaður verður með myndlistarsýningu á Hvítanesi. Kl. 17:00 – 21:00 Málverkasýning á Heynesi 2. Elínborg Halldórsdóttir myndlistamaður verður með sýningu á verkum sínum í hesthúsinu á Heynesi 2. Ásamt því verður hún einnig með handmálaða muni til sölu. Nína Stefánsdóttir listamaður verður með sýningu á verkum sínum í skemmunni á Heynesi 2. Kl. 22:00 Lifandi tónlist í Skessubrunni. Bræðurnir Sammi frá Tungu og Alli munu halda uppi stemningunni frameftir. Aðgangur ókeypis. Sunnudagurinn 28. ágúst Kl. 10:00 – 18:00 Ferstikluskáli opinn. Ís í vélinni og grillið opið. Kl. 10:00 – 21:00 Sundlaugin Hlöðum opin. Frítt í sund alla helgina. Kl. 11:00 – 17:00 Hernámssetrið opið. Innifalið í aðgangseyri er kaffi og vaffla með rjóma. Kl. 11:00 Hvalfjarðarhlaup. Þrjár vegalengdir eru í boði: 3 km, 7 km og 14 km. Mæting er við sundlaugina að Hlöðum í Hvalfjarðarsveit kl. 10:00, rútuferðir að rásmörkum en ræst verður í allar vegalengdir kl. 11:00. Verðlaun verða fyrir fyrsta sæti karla og kvenna í þremur aldursflokkum. Skráning á www.hlaup.is og þátttökugjald er 2.500 kr. Kl. 11:00 – 16:00 Bjarteyjarsandur. Opið í Hlöðunni milli 11 og 16. Handverk, afurðir og veitingar beint frá býli. Í samstarfi við Arctic Adventures verður boðið upp á klukkutíma sjókajakferðir úr fjörunni fyrir neðan Bjarteyjarsand bæði laugardag og sunnudag. Sérstakt Hvalfjarðardagatilboð: 8.000 krónur á mann (4.000 fyrir börn). Nánari upplýsingar og pantanir sendist á netfangið: arnheidur@bjarteyjarsandur.is. Kl. 12:00 – 17:00 Kaffi Glymur er opinn. Kl. 13:00 – 17:00 Málverkasýning á Heynesi 2. Elínborg Halldórsdóttir myndlistamaður verður með sýningu á verkum sínum í hesthúsinu á Heynesi 2. Ásamt því verður hún einnig með handmálaða muni til sölu. Nína Stefánsdóttir listamaður verður með sýningu á verkum sínum í skemmunni á Heynesi 2. Kl. 14:00 – 17:00 Vatnaskógur opinn. Boðið verður upp á báta, gönguferðir, hoppukastala ofl. Í Matskálanum verður hægt að kaupa kaffiveitingar. Kl. 14:00 Tónleikar í Hallgrímskirkju í Saurbæ: Perlur kirkjutónlistar, Alexandra Chernyshova – sópran, Lubov Molina – kontraalt og Jónína Erna Arnarsdóttir – píanóleikari. Aðgangseyrir er 1000 kr, frítt er fyrir eldri borgara, börn yngri en 12 ára og meðlimi Tónlistarfélags Hvalfjarðarsveitar. Enginn posi á staðnum. Kl. 15:00 – 18:00 Kaffihlaðborð á Laxárbakka. Kl. 20:00 Messa í Leirárkirkju. Kl. 20:00 Stofutónleikar í Skipanesi. Ásta Marý Stefánsdótti sópransöngkona lauk framhaldsprófi í einsöng frá Tónskóla Sigursveins í maí síðastliðnum. Hún mun ásamt Júlíönu Rún Indriðadóttur, meðleikara á píanó, flytja létta og skemmtilega dagskrá sem samanstendur af íslenskum sönglögum og frásögnum af helstu tónskáldum okkar Íslendinga. Aðgangur er opinn öllum en frjáls framlög eru vel þegin. Dagskrá Hvalfjarðardaga 2016 SK ES SU H O R N 2 01 6

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.