Skessuhorn


Skessuhorn - 24.08.2016, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 24.08.2016, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 34. tbl. 19. árg. 24. ágúst 2016 - kr. 750 í lausasölu Við viljum hafa pláss fyrir allt Þegar þörf er á brúar Arion bílafjármögnun bilið í bílakaupunum. Kynntu þér kjörin og ólíkar leiðir á arionbanki.is Fæst án lyfseðils LYFIS VANTAR Í SÖLU Fasteignir af öllum stærðum og gerðum Fagleg og traust ráðgjöf Rafræn áskrift Ný áskriftarleið Pantaðu núna Það er ýmislegt sem menn finna sér til afþreyingar yfir sumarmánuðina. Þegar veður er með besta móti, eins og að undanförnu, er hvers konar útivist heillandi. Þessir þrír piltar sem urðu á vegi fréttaritara Skessuhorns í Grundarfirði á laugardaginn voru einmitt að kæla sig niður í góðviðrinu. Það er um að gera að nýta þessa síðustu sumardaga til hins ýtrasta því að væntanlega verður sjóhopp ekki eins freistandi eftir nokkrar vikur þegar haustið færist yfir. Þeir Kristján Freyr, Gabríel Ómar og Arnar Breki voru ekkert að tvínóna við hlutina þegar þeir létu sig vaða í kalda Grundarfjarðarhöfn. Ljósm. tfk. Guðbrandur Björgvinsson frá Stykk- ishólmi hefur róið á báti sínum Arnari II SH á strandveiðum í sumar og gert út frá Ólafsvík. Hann segir í sam- tali við Skessuhorn að þetta hafi ver- ið skemmtilegur veiðiskapur. „Ég vil byrja á því að þakka sjávarútvegsrá- herra fyrir þá aukningu sem hann setti inn í kerfið í ár. Ég er sáttur við kerfið að öðru leyti en því að það þarf að breyta þessari svæðaskiptingu sem nú er við líði og hafa landið bara eitt svæði í staðinn fyrir fjögur. Veiðarnar ættu að byrja eftir hrygningarstoppið sem lýkur 21. apríl og standa til 10. september. Að öðru leyti er þetta gott kerfi,“ segir Guðbrandur. Hann bæt- ir því við að strandveiðar með þessu fyrirkomulagi standi ekki undir mik- illi fjárfestingu. „Ég var að taka sam- an útkomuna hjá mér í sumar og eftir standa þetta 500-600 þúsund krónur þegar laun og annar kostnaður hef- ur verið greiddur. „Þetta er ágæt- is sumarvinna fyrir þá sem eiga báta sína skuldlausa,“ segir Guðbrandur að lokum. af Segir að gera þurfi landið að einu strandveiðisvæði Á fundi Heil- brigðisnefnd- ar Vesturlands 8. ágúst síð- astliðinn var meðal annars lagt fram lög- fræðilegt álit vegna svar- bréfa þeirra sem gerðu at- h u g a s e m d - ir við tímabundið starfsleyfi fisk- þurrkunar HB Granda á Akranesi, sem auglýst var í mars síðastliðn- um. Fimm formlegar athugasemdir bárust nefndinni vegna auglýsing- ar starfsleyfisins og framkvæmda- stjóra falið að svara athugasemdum í samræmi við tillögur lögmanns. Nefndin samþykki á fundinum að gefa út tímabundið starfsleyfi fyr- ir fiskþurrkun HB Granda sem starfrækt er á Breiðinni á Akranesi. Gildir leyfið til 1. maí 2017. Að sögn Ingibjargar Valdimars- dóttur, formanns heilbrigðisnefnd- ar Vesturlands, er starfsleyfið tíma- bundið vegna þess að HB Grandi hefur sótt um deili- s k i p u l a g s - breytingu til Akraneskaup- staðar til að sameina for- og eftirþurrk- un undir eitt þak. „Þetta er óbreytt starfsleyfi til að stunda fiskþurrkun í núverandi húsnæði en tímabundið vegna aðstæðna, þar sem til stendur að bæta hús- næðið,“ segir Ingibjörg, en HB Grandi hefur meðal annars fengið athugasemdir vegna eftirþurrkun- arhúss fiskþurrkunarinnar. „Þetta gefur fyrirtækinu leyfi til að starfa áfram til 1. maí í núverandi hús- næði. Þegar nýtt húsnæði hefur verið byggt verður fyrirtækið síð- an að sækja um nýtt starfsleyfi til að stunda fiskþurrkun þar,“ segir Ingibjörg. kgk Tímabundið starfsleyfi til fiskþurrkunar

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.