Skessuhorn - 24.08.2016, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 2016 17
Reykholtskirkja
Verið innilega velkomin í Reykholtskirkju
S
K
E
S
S
U
H
O
R
N
2
01
6
- L
jó
sm
. G
Ó
Höfuðdagsmessa, 28. ágúst
kl. 14.00
ÞJÓNUSTA ÞJÓNUSTA
BLIKKSMIÐJA
Loftræstingar – Reykrör
Klæðningar – Nýsmíði
Viðhald – Efnissala
JÁRNSMIÐJA
Gjafagrindur – Nýsmíði
Viðhald – Þjónusta
Hesthúsinnréttingar
RAFMAGNS-
VERKSTÆÐI
Nýlagnir – Viðhald
Viðgerðaþjónusta
Borgarbraut 74 • 310 Borgarnesi • 412-5300 • limtrevirnet.is
FRUMHERJI HF. – ÞEGAR VEL ER SKOÐAÐ
www.frumherji. is
Stykkishólmur 2016
Bifreiðaskoðun verður hjá Bílaverkstæðinu
Dekk & Smur, Nesvegi 5
Miðvikudagur 31. ágúst
Fimmtudagur 1. september
Föstudagur 2. september
Allar stærðir ökutækja skoðaðar
Tímapantanir í síma 438–1385
Lokað í hádeginu kl. 12.00 – 13.00 SK
E
S
S
U
H
O
R
N
2
01
6
Skipavík í Stykkishólmi er alhliða
verktakafyrirtæki og þar starfa rúm-
lega 60 manns. Skessuhorn ræddi við
Sævar Harðarson í síðustu viku, en
hann hefur verið framkvæmdastjóri
Skipavíkur síðan 1998, en sama ár
keypti Sigurjón Jónsson meirihluta
í félaginu. Eru þeir tveir eigend-
ur fyrirtækisins í dag. Eins og nafn-
ið gefur til kynna eru að sjálfsögðu
smíðuð skip og bátar hjá Skipavík,
auk vélsmíðavinnu sem þeirri starf-
semi fylgir. Flest verkefni fyrirtækis-
ins um þessar mundir eru hins vegar
á sviði húsbygginga, en þar að auki
rekur Skipavík verslun í Stykkis-
hólmi og leigir út fasteignir. „Síðan
höfum við undanfarinn áratug sinnt
viðhaldi á kerjum í kerskála Norður-
áls á Grundartanga. Það er í hönd-
um starfsmanna Skipavíkur sem eru
búsettir í Borgarnesi og á Akranesi.
Þá sáum við um niðursetningu á öll-
um straumliðum Norðuráls þegar
álverið var stækkað á sínum tíma,“
segir Sævar. „Hjá Skipavík er í raun-
inni allt nema jarðvinna, pípulagnir
og málari. Við höfum reyndar verið
með starfandi pípulagningameistara
en ekki þessa stundina,“ bætir hann
við.
Verkefnastaðan góð
Meðal stærstu verkefna fyrirtækis-
ins í seinni tíð má nefna byggingu
íþróttahússins í Ólafsvík, sund-
laug og leikskóla í Stykkishólmi og
stækkun Rjúkandavirkjunar. Sæv-
ar segir að næg verkefni séu fram-
undan. „Verkefnastaðan er mjög
góð heilt ár fram í tímann,“ seg-
ir hann. „Það eru alltaf einhverjar
sveiflur í slippnum og verkefnin þar
eru mismikil eftir árstíðum. Það er
dauður tími frá miðjum nóvember
og fram í endaðan febrúar. Reynd-
ar hefur verkefnum á þeim tíma
fjölgað vegna fiskeldisins á Vest-
fjörðum. Skip frá fiskeldisfyrirtækj-
um koma helst í slipp eftir að há-
annatímanum er lokið,“ segir hann
og bætir því við að nýlega hafi ver-
ið lokið við að koma fyrir kælitanki,
auk annarra breytinga, á Saxhamri
SH-50 sen gerður er út frá Rifi. Þá
voru Gunnar Bjarnason SH-122 og
Hannes Andrésson SH-737 í slipp
þegar blaðamann bar að garði. Sæv-
ar segir flesta báta sem koma í slipp
í Skipavík vera af Snæfellsnesi og
Vestfjörðum. Fyrirtækið geti tek-
ið við bátum allt að 450 tonnum að
stærð. „Við getum tekið flesta báta
af Nesinu í slipp fyrir utan þá allra
stærstu,“ segir hann.
Skipavík byggir nýtt
Amtsbókasafn
Stærsta verkefni Skipavíkur um
þessar mundir er hins vegar bygg-
ing nýs Amtsbókasafns í Stykkis-
hólmi. Verkefnið hljóðar upp á 250
milljónir króna og framkvæmdir
eru hafnar. „Það er byrjað að moka
og áætluð verklok eru 20. septem-
ber 2017,“ segir Sævar. Eins og
Skessuhorn greindi frá fyrr í mán-
uðinum var hart tekist á um bygg-
ingu Amtsbókasafns í bæjarstjórn
Stykkishólmsbæjar. Samþykkt var
með fjórum atkvæðum gegn þrem-
ur að hrinda verkinu í framkvæmd.
Sævar segir að framkvæmdin hafi
verið áberandi í umræðunni í bæn-
um síðan hún var samþykkt í bæjar-
stjórn. „Það hefur verið mikið rætt
um þetta mál og fólk hefur misjafn-
ar skoðanir,“ segir Sævar. „Ég hef
gaman af því þegar menn takast á
en er blessunarlega laus við að vera
í bæjarpólitíkinni, það er betra að
einbeita sér að rekstri fyrirtækisins.
Margir hafa sem betur fer skoðanir
á bæjarmálum og ef eitthvað er gert
eru einhverjir því ósammála eða
hafa sterkar skoðanir, menn verða
náttúrulega að taka því.“
Sigldu lygnan sjó
gegnum kreppuna
Að sögn Sævars hefur Skipavík
gengið vel að standa af sér sveifl-
ur í efnahagslífi þjóðarinnar. „Þeg-
ar svokallað hrun reið yfir þá hafði
það engin alvarleg áhrif á rekstur
fyrirtækisins. Sjávarútvegurinn hélt
sínu striki í hruninu og við héldum
verkefnum okkar fyrir Norðurál
sem hélt okkur gangandi. Fólk ger-
ir sér ekki almennt grein fyrir þeim
óbeinu áhrifum sem Norðurál hef-
ur og hefur verið mikil gæfa fyrir
okkur í Skipavík. Við sigldum því
nokkuð lygnan sjó í gegnum krepp-
una,“ segir hann. „Byggingahluti
fyrirtækisins, sem komið var á fót
árið 1998 og varð strax stór hluti
af rekstrinum, dróst aðeins saman í
hruninu. Fór úr 25 starfsmönnum
niður í átta. En síðustu tvö ár hefur
þessi hluti fyrirtækisins vaxið jafnt
„Þetta er alltaf rekið á sömu
gömlu góðu kennitölunni“
Rætt við Sævar Harðarson, framkvæmdastjóra Skipavíkur í Stykkishólmi
og þétt að nýju,“ segir Sævar.
Almennt séð segir framkvæmda-
stjórinn að rekstur Skipavíkur hafi
gengið vel, þótt sveiflur hafi auðvit-
að verið í rekstrinum. „Hér er ein-
faldlega þjónusta sem þarf að vera til
staðar á hverju svæði fyrir sig. Það
er ekki mikið af stórum verktakafyr-
irtækjum á Snæfellsnesi fyrir utan
okkur og við erum einir af þeim
fáu sem aldrei hafa farið á haus-
inn,“ segir Sævar ánægður. „Þetta
er alltaf rekið á sömu gömlu, góðu
kennitölunni,“ bætir hann við létt-
ur í bragði.
Íhuga plastbátasmíði
Aðspurður um framtíðaráform fyr-
irtækisins segir Sævar að mestu
óbreyttan rekstur í kortunum.
Stærsta einstöku verkefnin eru í
byggingadeildinni; Amtsbókasafn-
ið, eins og áður segir, en einn-
ig hyggist fyrirtækið reisa nokkra
sumarbústaði utan við Stykkis-
hólm. „Við eigum ennþá fimm lóð-
ir og ætlum að ljúka við þá vinnu á
næstu tveimur árum eða svo,“ seg-
ir hann. „Hvað varðar skipasmíðina
þá erum við um þessar mundir að
huga að plastbátasmíði fyrir Nor-
egsmarkað. Við keyptum platsbáta-
mót og einn skrokk af Skaganum á
Akranesi og erum að klára skrokk-
inn. Hins vegar er gengi norsku
krónunnar óhagstætt um þessar
mundir svo við bíðum bara færis,“
segir Sævar að lokum.
kgk
Sævar Harðarson, framkvæmdastjóri Skipavíkur. Gunnbjörn Guðmundsson og Halldór Jóhann Kristjánsson við skipsskrúfu í
vélsmiðju Skipavíkur.
Byrjað er að moka fyrir grunni nýs Amtsbókasafns í Stykkishólmi. Bygging þess
er stærsta einstaka verkefni Skipavíkur um þessar mundir. Áætlað er að verkinu
verði lokið haustið 2017.