Skessuhorn


Skessuhorn - 24.08.2016, Blaðsíða 34

Skessuhorn - 24.08.2016, Blaðsíða 34
MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 201634 „Hvernig finnst þér sumarið búið að vera?“ Spurning vikunnar (Spurt í Stykkishólmi) Högni Bæringsson: „Bara mjög gott.“ Gissur Tryggvason: „Bara fínt, veðrið milt og gott.“ Aleksandra Sicinska: „Sumarið er búið að vera mjög notalegt. Ekki of heitt og veðrið kemur stöðugt á óvart.“ Brynja Reynisdóttir: „Gott. Veðrið er búið að vera gott og ég fór í skemmtilegt sumarfrí.“ Gunnlaugur Valdimarsson: „Sumarið er búið að vera alveg dásamlegt. Hlýtt og notalegt og úrkomulítið.“ Baráttan var æsispennandi um fyrsta sætið á Íslandsmóti Félags áhugafólks um íþróttir aldraðra (FÁÍA) í pútti 60 ára og eldri. Mót- ið fór fram í Reykjanesbæ síðast- liðinn fimmtudag. Fjórir keppend- ur voru þar jafnir í karlaflokki á 66 höggum og réðust úrslit í bráða- bana. Eftir bráðabanann lá fyrir að Aðalbergur Þórarinsson hafði tryggt sér fyrsta sætið, Hafsteinn Guðnason varð annar og Ingi- mundur Ingimundarson í Borgar- nesi þriðji. Í kvennaflokki var Ey- dís Eyjólfsdóttir í fyrsta sæti, Álf- heiður Einarsdóttir í öðru sæti en Jytta Juul í Borgarfirði þriðja. Metþátttaka var á Íslandsmótinu enda blíðskaparveður. Til leiks voru skráðir 94 keppendur frá ell- efu félögum og komu sumir langt að. Allar félagsmiðstöðvar eða aðr- ir staðir um allt land þar sem aldr- aðir æfa pútt gátu sent keppend- ur eða lið á mótið. Flestir kepp- enda eru gamlar kempur úr ung- mennafélagshreyfingunni. Kepp- endur voru á ýmsum aldri og var sá elsti 95 ára. Mótið var keppni á milli einstaklinga, karla og kvenna, en einnig var boðið upp á liða- keppni og voru fjórir í hverju liði. Púttklúbbur Suðurnesja átti veg og vanda að mótahaldinu í sam- starfi við FÁÍA. mm Borgfirðingar í þriðja sæti í púttkeppni FÁÍA Efstu þrír í karlaflokki. Efstu þrjár í kvennaflokki. Eins og fram kom í Skessuhorni ætl- ar KSÍ að greiða 453 milljónir krón- ur af EM tekjum sínum til aðildar- félaga sambandsins. KSÍ setti það skilyrði að peningunum yrði aðeins varið í knattspyrnutengda starfsemi félaganna. Töluverð umræða hefur skapast um hvernig nýta skuli fjár- munina og hafa margir gagnrýnt KSÍ fyrir að fara ekki að ráðum Lars Lag- erbäck, fyrrverandi landsliðsþjálfara Ísland, en hann sagði að best væri að skylda félögin til þess að nota fjár- munina í uppeldisstarf. Félögin hafa fæst gefið út hvernig peningurinn skuli vera nýttur. Skagamenn fengu einna hæstu upphæðina frá KSÍ, eða 17 milljónir króna. ÍA birti strax í kjölfarið tilkynningu þar sem félagið kveðst ætla að nýta alla fjármunina í uppeldisstarf félagsins. „Iðkendur í Knattspyrnufélagi ÍA eru nú um 530 talsins á breiðu aldursbili og er starf- semin í miklum blóma eins og mörg undanfarin ár. Skagamenn gera mikl- ar kröfur um að eiga knattspyrnulið í fremstu röð á Íslandi og krafan er einnig rík um að byggja á heima- mönnum þar sem öflugt barna og unglingastarf er undirstaðan. Á grundvelli framangreinds og þeirrar stefnu sem Knattspyrnufélag ÍA starfar eftir ákvað stjórn félagsins þann 11. ágúst síðastliðinn að svo- kölluðu EM framlagi frá KSÍ yrði ekki varið til rekstrar heldur í sér- stök framfaraverkefni á næstu árum. Framlagið er samtals um 17 milljón- ir króna. Vinnuhópur innan félagsins vinnur að tillögugerð í þessum efn- um. Knattspyrnufélag ÍA ætlar að virða uppruna EM fjármuna og beina þeim í verkefni sem eru til þess fall- inn að efla yngri iðkenndur og með því auka líkurnar á því að enn fleiri afreksmenn skili sér úr því góða starfi sem fram fer hjá félaginu,” seg- ir Magnús Guðmundsson formaður Knattspyrnufélags ÍA í tilkynningu sem birt var á vef félagsins. bþb ÍA ætlar að nýta EM framlagið í uppeldisstarfið Vænn lax veiddist í Hólmkelsá á norðanverðu Snæfellsnesi nú á dögunum. Laxinn var 77 senti- metra langur, nýgenginn og veidd- ist fyrir neðan gömlu brúna. Það var Lúðvík Ver Smárason sem landaði þessum fallega fiski. Veið- in í ánni hefur verið góð undan- farin sumur og hefur verið að gefa um og yfir 50 fiska á sumri. Verð- ur sumarið í ár ekki nein undan- tekning. Nú hafa veiðst allt upp í 20 punda fiskar í ánni. Stangveiði- félag Jöklara er með ána á leigu og eru félagar í því um 40. Ekki eru allir að nýta sín leyfi og hefur nýt- ingin verið í kringum 30%. þa Vænn fiskur úr Hólmkelsá Víkingur Ó. mætti liði liði Skín- anda í þrettándu umferð A- rið- ils í fyrstu deild kvenna í fótbolta fimmtudaginn 18. ágúst síðastlið- inn. Leiknum lauk með 2-0 sigri Víkings en mörkin skoruðu þær Freydís Bjarnadóttir og Samira Su- leman. Með sigrinum tryggði Vík- ingur sér þriðja sæti A-riðils og þar með umspilsrétt um sæti í úrvals- deild kvenna að ári. Fyrirkomulagið í fyrstu deild kvenna er svoleiðis að spilað er í þremur riðlum og komast efstu tvö sætin í öllum riðlum beint í umspil um sæti í úrvalsdeild; auk þeirra fara tvö af þremur stigahæstu liðum í þriðja sæti einnig í umspil. Það er orðið ljóst að Víkingur mun spila um sæti í úrvalsdeild. Næsti leikur Víkings er gegn ÍR á morgun klukkan 18:00 á heima- velli. ÍR er í öðru sæti, tveimur stig- um fyrir ofan Víking. Leikurinn er lokaleikur riðilsins og því spilað upp á hvort liðið lendir í öðru sæti. Ef Víkingur vinnur leikinn mæta þær liði Sindra á Hornafirði í átta liða úrslitum en ef þær tapa mæta þær liði Grindavíkur. bþb Víkingur Ó. spilar um laust sæti í úrvalsdeild Nú um helgina náðist samkomu- lag milli Körfuknattleiksfélags ÍA og Bandaríkjamannsins Derek Dan Shouse um að Derek muni leika með félaginu á komandi leik- tíð. Derek er 22ja ára bakvörður sem er 185 cm á hæð og getur leyst stöðu leikstjórnanda og skotbakv- arðar. Derek er að stíga sín fyrstu spor sem leikmaður utan Banda- ríkjanna en til gamans má geta að hann er sonur Danny Shouse sem gerði garðinn frægan með liði Njarðvíkur og Ármanns hér á árum áður. Samkvæmt Jóni Þór Þórðarsyni, þjálfara ÍA, eru vonir ÍA þær að Derek geti hjálpað lið- inu að skila inn stigum utan af velli en ekki að hann skori hundrað stig í leik líkt og faðir hans gerði í leik með Ármanni gegn Skallagrími árið 1979. ÍA hefur leik í fyrstu deildinni 6. október gegn FSu á útivelli. Þjálf- araskipti urðu hjá ÍA í sumar en þeir Fannar Helgason og Áskell Jónsson létu af störfum sem þjálf- arar en munu þó spila áfram fyrir liðið. Við liðinu tók Skagamaður- inn Jón Þór Þórðarson og honum til aðstoðar verður Stefán Jóhann Hreinsson sem lék á árum áður með Tindastól og Þór Akureyri. bþb Skagamenn semja við nýjan Bandaríkjamann

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.