Skessuhorn


Skessuhorn - 24.08.2016, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 24.08.2016, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 2016 19 LEIKSKÓLAR togahæfileika nemenda og starfsfólks og þroskar samskipta- hæfni. „Leikskólinn er líka grænfánaleikskóli og hefur flaggað grænfána Landverndar síðustu ellefu ár. Andabær er heilsu- leikskóli síðan 2013 og vinnur eftir Heilsustefnu samtaka heilsuleikskóla.“ Einkunnarorð leikskólans eru Leikur - Gleði - Vinátta og hugmyndafræði leikskólans byggir á því að virkja barnið með því að bjóða upp á opinn efnivið og að nemend- ur læri m.a. af eigin reynslu. „Með því að bjóða upp á opinn efnivið, hvetjum við barnið til gagnrýnnar hugsunar og örv- um um leið sköpunar- og leikgleði þess og eflum hugmynda- flug barnsins. Opinn efniviður býður ekki upp á tilbúnar, fyr- irfram ákveðnar lausnir, heldur er hægt að nota hann aftur og aftur á nýjan og ólíkan hátt,“ segir Sigurður. Hnoðraból í Reykholtsdal Leikskólinn Hnoðraból var opnaður 4. ágúst síðastliðinn eftir sumarleyfi. Hnoðraból er tveggja deilda leikskóli og að sögn Sjafnar Vilhjálmsdóttur leikskólastjóra eru 19 börn skráð í leikskólann fyrir komandi vetur. „Við gætum mögu- lega bætt við fleiri börnum en það er tæpt. Húsnæðið býður bara ekki upp á það. Það er verið að skoða lausnir á húsnæð- ismálum fyrir okkur og sveitarfélagið hefur verið boðið og búið með að finna farsæla lausn á því,“ segir Sjöfn. Við leik- skólann eru sjö starfsmenn, ekki allir í fullu starfi, og hefur aðeins verið hreyfing í starfsmannahópnum frá áramótum en nú er það allt orðið stöðugt að sögn Sjafnar. Á Hnoðrabóli er mikið unnið með nærumhverfið og það sem árstíðarnar bjóða upp á og núna þegar farið er inn í haustið verður mikið um útiveru og gönguferðir. „Við erum grænfána leikskóli og höfum verið að vinna með leiðtoga- fræði og það verður haldið áfram með það í vetur. Í leiðtoga- fræðinni þarf að vera einn leiðtogadagur á hverjum vetri. Við ætlum að hafa þann dag á þrjátíu ára afmælisdegi leikskólans, sem verður 20. október næstkomandi. Þá verður foreldrum og öðrum gestum úr nærsamfélaginu boðið í heimsókn til að gleðjast með okkur. Börnin skipuleggja það, bjóða, taka á móti og sjá um allt tengt deginum, þau verða leiðtogarn- ir,“ segir Sjöfn. Hraunborg á Bifröst Leikskólinn Hraunborg er eini leikskólinn á Vesturlandi sem rekinn er af Hjallastefnunni. Að sögn Báru Tómasdóttur leik- skólastjóra eru 32 börn skráð í leikskólann núna, þar af átta sem eru að koma ný inn. Þar sem leikskólinn er staðsett- ur í háskólasamfélaginu á Bifröst er mikið um að börn séu að koma ný inn á öllum aldri og miklar sveiflur geta verið á barnafjölda. Á Hraunborg starfa tíu manns. Leikskólinn vinn- ur eftir hugmyndafræði Hjallastefnunnar sem byggir á jafn- rétti og velferð kynjanna. Venjulega eru kynjaskiptir kjarnar á Hraunborg en vegna þess hve fá börn eru núna var ákveðið að hafa kynjabland- aða kjarna þennan skólavetur, yngri kjarna og eldri kjarna. „Hjallastefnunni er ætlað að mæta hverju barni eins og það er og virða og viðurkenna ólíkar þarfir aldurshópa, kynja og einstaklinga. Skólanum ber einnig að virða valfrelsi og ólík- an áhuga barna og hlúa á víðfeðman hátt að velgengni allra. Börn eru eins misjöfn eins og þau eru mörg – einstök hvert og eitt. Öll hafa þau skýr einstaklingseinkenni, sérstaka hæfni og áhuga og sterkan vilja. Það er grundvallaratriði fyrir far- sæld þeirra að skólinn hlúi að þeim á þeirra eigin forsendum og forðist að gera sömu kröfur til allra og steypa alla í sama mót,“ segir Bára. Hún segir Hjallastefnuleikskóla þar af leið- andi leita allra leiða í skipulagi sínu og starfsháttum til að hafa fjölbreytileg verkefni og valkosti fyrir hendi. „Hjallastefnu- kennarar fagna fjölbreytileikanum innan barnahópsins og telja ekki eftir sér að stíga skrefinu lengra til að mæta hverju barni; minnugir þess að skólinn er til vegna barna en ekki börnin vegna skólans. Þannig snýst allt um reynslu og nám nemandans en ekki kennslu kennarans og því breyta Hjalla- stefnukennarar starfsháttum sínum eftir aldri, þroska og getu „sinna barna“ hverju sinni,“ segir Bára að endingu. Klettaborg í Borgarnesi Leikskólinn Klettaborg í Borgarnesi verður fullsetinn í vetur með 65 börn á þremur deildum. „Aðlögun er í fullum gangi núna og frá júní og fram á haustið byrja 15 ný börn hjá okkur á aldrinum 14 mánaða til fimm ára,“ segir Steinunn Baldursdóttir leikskólastjóri. Við leikskólann eru 20 starfsmenn og er rúmlega helmingur þeirra faglærðu og margir sem hafa mikla reynslu. „Hjá okkur hefur verið mikill stöðugleiki í starfsmannahaldinu undanfarin ár. Þrír fastráðnir leiðbeinendur hættu hjá okkur í sumar en vel gekk að ráða í þeirra stað,“ segir Steinunn. Í Klettaborg er fyrst og fremst lögð áhersla á einstaklings- miðað nám, leiðtogahæfni, leikskólalæsi og heilsueflingu og eru einkunnarorð leikskólans; Sjálfstæði, virðing og gleði. „Við viljum í samvinnu við heimilin sjá sjálfstæðan, hamingjusaman, skapandi og agaðan einstakling með jákvæða sjálfsmynd, sem tjáir tilfinningar sínar, virðir skoðanir og tekur tillit til annarra,“ segir Steinunn og bætir því við að framundan í vetur er stefnt á að auka hópastarf og notkun spjaldtölvu í skólastarfinu á öll- um deildum. Ugluklettur í Borgarnesi Börn og starfsmenn á leikskólanum Uglukletti í Borgarnesi komu til starfa eftir sumarfrí fimmtudaginn 4. ágúst og eru þessa dagana tólf ný börn að koma inn, sum að taka sín fyrstu skref í leikskólagöngunni en önnur ekki. Í voru útskrifuðust ellefu börn sem eru að hefja grunnskólagöngu. Að sögn Krist- Hyrjarhöfði 8 110 Reykjavík sími: 577-1090 Við Önnumst Á Hnoðrabóli er mikil útiveru og farið í gönguferðir. Kátir krakkar á Hjallastefnuleikskólanum Hraunborg á Bifröst. Mikið fjör í útiveru í leikskólanum Klettaborg í Borgarnesi. Börn af leikskólanum Uglukletti í fjöruferð. Á hjóladegi á Akraseli á Akranesi í gær. Ljósm. ki.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.