Skessuhorn


Skessuhorn - 24.08.2016, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 24.08.2016, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 2016 15 Þann 28. nóvember árið 1941 fórst bresk tveggja hreyfla Vickers Well- ington sprengjuflugvél er hún flaug á hamrabelti Svartahnjúks í Kolgrafa- firði á Snæfellsnesi. Með vélinni fór- ust sex breskir hermenn og er þessum atburði gerð góð skil í kvikmyndinni Svartihnjúkur – Stríðssaga úr Eyrar- sveit, eftir Hjálmtý Heiðdal. Í her- mannagrafreit Fossvogskirkjugarðs eru sex legsteinar en sagan segir að aðeins fjögur lík hafi verið flutt nið- ur af fjallinu. Talið er að lík tveggja hermanna hafi aldrei fundist og voru sögur um reimleika í Kolgrafafirði tengdar þessum tveimur mönnum. Fyrir neðan Svartahnjúk er Hrafna- gil sem þykir illfært og var talið að mennirnir hafi jafnvel hrakist þangað niður en afar torfært er þarna um og nær ómögulegt að komast upp aftur nema með viðeigandi sigbúnaði. Fjórir félagar úr Björgunarsveit- inni Klakki í Grundarfirði gerðu út leiðangur laugardaginn 20. ágúst síð- astliðinn er þeir fóru með sigbúnað til að síga ofan í hið illfæra gil. Gil- ið sem um ræðir er fyrir ofan Hrafna- foss sem setur svo sterkan svip á svæð- ið. Þeir félagar gengu upp fjallið og sigu svo niður í gilið þar sem tal- ið var að enginn hafi farið áður. Ekki urðu þeir varir við nein ummerki eft- ir hermennina í þessari ferð enda var það ólíklegt eftir öll þessi ár. Þarna verða miklir vatnavextir í leysingum og mikil hreyfing á jarðvegi. Þó var það rætt að gera út annan leiðangur og hafa þá málmleitartæki með í för og athuga hvort að eitthvað af málm- hlutum gæti fundist. tfk Auglýsing um breytingu á aðalskipulagi Stykkishólmsbæjar 2002 - 2022 Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar hefur samþykkt á fundi 15. maí 2016 að auglýsa breytingu á aðalskipulagi Stykkishólmsbæjar 2002-2022 samkvæmt 1.mgr. 31.gr. skipulagslaga nr.123/2010. Vatnsás - Breyting á aðalskipulagi Meginmarkmið breytinga á aðalskipulagi Stykkishólmsbæjar 2002-2022 er vegna þess að skortur er á lóðum undir minni fjölbýli og parhús í Stykkishólmi. Með aðalskipulagsbreytingu í Vatnsási verður heimilað að setja land undir íbúðarhúsabyggð. Fyrir liggur ósk um lóðarúthlutun til handa gistiþjónustu í smáhýsum. Vel fer á því að koma slíkri þjónustu fyrir í næsta nágrenni við tjaldsvæði. Rekstur gistiþjónustu/rekstarleyfis í íbúðarsvæði Vatnsáss verður óheimill. Aðalskipulagsbreytingin verður aðgengileg á vef Stykkishólmsbæjar, www.stykkkisholmur.is og á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa, Hafnargötu 3 á opnunartíma milli klukkan 10-15 frá 24. ágúst til 5. október 2016 og eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér aðalskipulagsbreytinguna og koma ábendingum eða athuga- semdum á framfæri, skriflega til skipulags- og byggingarfulltrúa Stykkishólmsbæjar, Hafnargötu 7, 340 Stykkishólmi í síðasta lagi 5. október 2016. Skipulags- og byggingarfulltrúinn í Stykkishólmi. Auglýsing um nýtt deiliskipulag við Vatnsás – Stykkishólmsbær Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar hefur samþykkt á fundi 15. maí 2016 að auglýsa nýja deiliskipulagstillögu samkvæmt 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagstillagan er auglýst samhliða breytingu á aðalskipulagi 2002-2022. Markmiðið er að skapa skilyrði fyrir fjölbreytni er varðar tegund og stærð húsnæðis þar sem lögð er áhersla á parhús og minni fjölbýlishús. Skapa skilyrði fyrir fjölbreytni og ákveðin sveigjan- leika er varðar stærðir íbúða þar sem lögð er áhersla á minni íbúðir o.fl. ásamt því að móta þétta byggð fyrir ferðaþjónustuhús þar sem möguleikar er á útleigu gistirýma. Rekstur gistiþjónustu/rekstarleyfis í íbúðarsvæði Vatnsáss verður óheimill. Deiliskipulagstillagan verður aðgengileg á vef Stykkishólmsbæjar, www.stykkisholmur.is og á skrifstofu skipulags- og byggingarfull- trúa, Hafnargötu 3 á opnunartíma milli klukkan 10-15 frá 24. ágúst til 5. október 2016 og eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér deiliskipulagstillöguna og koma ábendingum eða athugasemdum á framfæri, skriflega til skipulags- og byggingarfulltrúa Stykkishólmsbæjar, Hafnargötu 7, 340 Stykkishólmi í síðasta lagi 5. október 2016. Skipulags- og byggingarfulltrúinn í Stykkishólmi. Auglýsing um breytingu á deiliskipulagi - Lóð númer 3 við Nýrækt – Stykkishólmsbær Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar hefur samþykkt á fundi 15. maí 2016 að auglýsa breytingu á deiliskipulagi samkvæmt 1.mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ástæða breytinga er nýtt deiliskipulag íbúða- og ferðaþjónustuhverfis á Vatnsás sem fer að hluta til inn á lóð nr. 3 í deiliskipulagi Nýræktar. Lóð númer 3 verður minnkuð. Deiliskipulagsbreytingin verður aðgengileg á vef Stykkishólmsbæjar, www.stykkisholmur.is, og á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa, Hafnargötu 3 á skrifstofutíma milli klukkan 10-15, frá 24. ágúst til 5. október 2016 og eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta, hvattir til að kynna sér breytinguna og koma ábendingum eða athugasemdum á framfæri, skriflega til skipulags- og byggingarfulltrúa Stykkishólmsbæjar, Hafnargötu 3, 340 Stykkishólmi, í síðasta lagi 5. október 2016. Skipulags- og byggingarfulltrúinn í Stykkishólmi. Hafnargötu 3, 340 Stykkishólmur - Sími: 433-8100 SK ES SU H O R N 2 01 6 Stykkishólmsbær RARIK Vesturlandi Tilkynning um straumleysi Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Rarik www.rarik.is Bilanasími: 528 9390 SK ES SU H O R N 2 01 6 Ágætu raforkunotendur. Rafmagnslaust verður norðan Skarðheiðar aðfararnótt föstudagsins 26. ágúst frá kl. 01:00 til kl. 06:00 vegna vinnu Landsnets í aðveitustöð við Vatnshamra. Um er að ræða allt svæðið norðan Skarðsheiðar, þ.e. Borgarfjörð, Mýrasýslu og þar með talið alla þéttbýlisstaði, s.s. Borgarnes, Bifröst og Hvanneyri. Snæfellsnes Varavélar verða keyrðar eftir því sem við verður komið á norðanverðu Snæfellsnesi, notendur á svæðinu geta orðið fyrir einhverjum truflunum á raforkuafhendingu. Hafið ekki viðkvæm raftæki í notkun þegar rafmagnið fer af og hugið að endurstillingu allra tímastilltra raftækja sem kunna að hafa breytt sér. Rarik biðst velvirðingar á þeirri röskun sem rafmagnsleysið hefur í för með sér fyrir notendur. Leitað að týndum hermönnum í Hrafnagili Hérna eru björgunarsveitarmennirnir Rúnar Þór Ragnarsson, Marínó Ingi Eyþórsson, Kári Gunnarsson og Sveinn Pétur Þor- steinsson fyrir framan Hrafnagil. Mynd úr flygildi sem sýnir ofan í umrætt gil. Svartihnjúkur er hægra megin á myndinni. Hér er efsti hluti Hrafnafoss með sínum stórmerkilegu jarðlögum og hraun- rásum sem hægt er að sjá þarna.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.