Skessuhorn


Skessuhorn - 24.08.2016, Blaðsíða 28

Skessuhorn - 24.08.2016, Blaðsíða 28
MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 201628 Nú hellast yfir okkur fréttir um að stjórnmálamenn ætli að bæta kjör eldri borgara og öryrkja. Félagsmálaráðherra hyggst nú leggja fram frumvarp þegar aðeins nokkrar mínútur eru eftir af starfs- tíma hennar í embætti. Fjármála- ráðherra fer mikinn þessa dag- ana. Hann ræðst á fjölmiðlamenn og pistlahöfunda og sakar þá um falsanir og að allt sem þeir birti sé þvættingur. Bjarni sendi eldri borgurum bréf í síðustu kosningabaráttu þar sem hann lofaði að afnema tekjuteng- ingar í bótakerfinu og rjúfa þá fá- tæktargildru sem stjórnvöld hefðu búið lífeyrisþegum og öryrkjum. Bjarni sagði þar að þetta væri ákaf- lega ósanngjarnt og vinnuletjandi. Þetta fyrirkomulag væri algjörlega í mótsögn við þá stefnu að eldra fólk væri hvatt til þess að lengja vinnualdurinn og auka þannig þjóðartekjurnar. Öllum sem það hafa reynt er ljóst að atvinnutekjur aldraðra og öryrkja eru skattlagð- ar um 80% þegar tillit er tekið til skerðinga lífeyris. Það sorglega í málinu er að allir vita hvað þarf að gera. Þessi tvö ásamt flokksfélög- um sínum hafa haft allt kjörtíma- bilið til að laga þetta í samræmi við þau loforð sem þau gáfu. Hin dap- urlega staðreynd blasir því við að það virðist vera einhver þjóðarsátt um að halda þessum hópum við hungurmörkin og treysta á flokks- hollustu þeirra. Í þessu sambandi er vert að nefna að á endurreisnarárunum eft- ir hrun var reynt að hlífa þessum hópum og lágmarka þær skerðing- ar sem þeir urðu fyrir. Ekki tókst það fullkomlega, en allir vissu að að allt var til fjandans farið. Vild- arvinir núverandi stjórnarflokka höfðu fengið gefins alla banka- starfsemi og höfðu á örfáum árum rænt þar öllu og ruplað. Innistæð- ur aldraðra af ævisparnaði voru horfnar. Eina fjárfestingin sem var varanleg eftir þessa mestu hneisu þjóðarinnar voru auglýsingaspjöld Framsóknarflokksins og prófkjör- sfjárfestingar Sjálfstæðismanna. Er nú hægt að kalla það varanlega fjárfestingu? Mitt svar er já, vegna þess að í krafti stórra kosningasigra hefur verið unnið að breytingum í þágu þeirra efnameiri en hin- ir skildir eftir. Skattar á láglauna- fólk hafa verið hækkaðir en lækk- aðir á hátekjufólk og fjármagns- eigendur. Það virðist ríkja um það þjóðarsátt að halda áfram að svelta gamalt fólk og öryrkja. Það er nóg að tala um það bara rétt fyrir kosn- ingar og stóla á minnisleysi kjós- enda. Ísland er gott land, bæði ríkt og fagurt. Hér býr fámenn þjóð við gríðarlega auð- legð. Hér geta allir haft það gott ef rétt er gefið. Við skulum ekki gleyma því að það voru fulltrú- ar núverandi ríkisstjórnaflokka sem greiddu atkvæði gegn aft- urvirkni þeirrar litlu hækkun- ar sem varð á lífeyri. Á meðfylgj- andi grafi úr fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2016 má sjá hvernig og hvenær ríkissjóður var endurreist- ur og hver staðan var þegar nú- verandi ríkisstjórn tók við. Til að skýra þessa mynd með einföldum hætti, þá sýnir hún að síðustu rík- isstjórnar biðu það örlög að verða hin óvinsælasta en þeirrar núver- andi að verða sú vinsælasta. Ef þau hefðu aðeins sett tekjustrikið í lá- rétta stöðu værum við þar stödd að búið væri að rétta af alla innviði. Já, alla þá innviði sem skornir voru inn að beini þegar engir peningar voru til. En nei, þeim lá svo á að bæta í sjóði ríka fólksins. Æ, vesa- lings fólkið, hvers virði er að vera ríkur á Íslandi ef geyma þarf pen- ingana í útlöndum? Ingi Hans Jónsson, Grundarfirði Ég syng í kór Akraneskirkju. Samt er ég eins og flestir Íslendingar, al- veg trúlaus. Ég hef hins vegar allt- af haft gaman að því að syngja. Í gamla daga sungum við „Hlíðin mín fríða“ í réttunum. En í kirkj- unni er það „Konungur lífsins“, við sama lag. Þegar ég syng sálmana í kirkjunni, get ég alveg lifað mig inn í þá. Fyrir mér er „konungur lífsins“ ekki gráhærður, almáttug- ur og töluvert hefnigjarn og ósann- gjarn öldungur. Frekar bara fram- rás lífsins, eða lífið sjálft, eða samfé- lagið sem við búum í. Eitthvað sem stjórnar lífinu, hvort það er tilvilj- un, ég sjálfur, fólkið í kringum mig eða tíminn. Við fullorðna fólkið erum búið að læra að lifa með Guði, kirkjunni og biblíunni. Við tökum hæfilega mikið mark á því. Margir prestar leggja líka mesta áherslu á jákvæða boðskapinn í biblíunni, og minni áherslu á það óræða, óskilj- anlega, gerræðislega og mannfjand- samlega sem er þar líka. Fermingarbarn Nú er fermingarfræðslan byrjuð. Þegar ég syng við fermingar, fylg- ist ég oft með krökkunum. Sum hlæja og flissa og finnst þetta asna- legt. Ég var svoleiðis. Hef áreiðan- lega verið frekar bjánalegur í minni fermingu. „Fermingarbarn, til fylgdar þig hann kveðjur“ syng ég, og seinna „Styrki þig Guð að velja veginn rétta, viskan og náðin sveig úr rósum flétta“. Ég hugsa um Guð í óeiginlegri merkingu, og get þannig sungið textann með innlif- un. En fermingarbarninu gæti ekki verið meira sama. „Ég trúi á guð föður almáttugan“ Er það ekki bara eins gott að ferm- ingarbarninu standi alveg á sama? Hvað ef það virkilega trúir því sem presturinn er að segja. Erum við að gera rétt, þegar við förum fram á við óhörnuð ung- menni að þau lýsi því yfir frammi fyrir öllum söfnuðinum að þau vilji „leitast við að hafa Jesú krist að leiðtoga lífsins“. Þau eru nýbúin að fatta að jólasveinninn er bara plat, en núna er sagt við þau í fullri al- vöru að það sé annar jólasveinn sem er jafn óskiljanlegur og sá í rauða gallanum, en hann eigi þau að trúa á. Alveg sama hvað þau eru búin að læra í skólanum, um siðfræði, mannréttindi og uppruna alheims- ins. Er fermingin beinlínis skaðleg? Við förum fram á að ungmennin varpi frá sér skynseminni, og fylgi hinum sterka leiðtoga í blindni. Er það gott ef þau ákveða að gera það í alvöru? Þráinn Bertelsson sagði eft- ir kosningarnar 2009 að Sjálfstæð- isflokkurinn hefði unnið stærsta kosningasigurinn. Hann hélt heil- um 25% af atkvæðunum þrátt fyr- ir að hafa algerlega rústað fjármála- kerfinu, kallað yfir þjóðina risa- skuldbindingar og komið á hafta- stefnu, svipaðri og var um miðja síðustu öld. Meira en helmingur fyrirtækja var tæknilega gjaldþrota. Getur verið að fermingin hafi áhrif hérna? Stjórnmálaflokkar eru þau öfl sem stjórna aðstæðum okk- ar í nútímanum, Guð gerði það í fortíðinni. Hafa þeir sem trúðu á fermingarheitið, ákveðið að trúa á flokkinn sinn, sama hvað allri skyn- semi og staðreyndum um efnahags- mál líður? Það má velta því fyrir sér. Kveðja, Reynir Eyvindsson, Akranesi Ja hérna hér! Guð allsherjar, alls staðar Pennagrein Pennagrein Að Höfðagötu 11 í Stykkishólmi er starfrækt gistiheimilið Höfða- gata Gisting. Má segja að það sé elsta starfandi gistiheimilið í bæn- um. „Eftir því sem ég best veit var hér fyrst Heimagisting Maríu, rek- in af Maríu Bæringsdóttur frá 1992. María ákvað að hætta 2010, árið sem hún varð áttræð,“ segir Birna Elín- björg Sigurðardóttir rekstrarstjóri, betur þekkt sem Ella Birna. Árið sem María hætti keypti fyrirtæk- ið Gistiver ehf. húsnæðið og nafn- inu var breytt í Höfðagata Gisting sem er gistiheimili með svokölluðu „bed & breakfast“ fyrirkomulagi. Hefur Ella Birna verið rekstrarstjóri gistiheimilisins allar götur síðan. „Það hefur verið nóg að gera síðan við tókum við rekstrinum og fjöldi ferðamanna hefur vaxið jafnt og þétt. Þegar við tókum við árið 2010 náði háannatíminn frá miðjum júní og fram í miðjan ágúst, um það bil. Síðan þá hefur ferðamönnum fjölg- að, aðsóknin aukist og háannatíminn lengst um mánuð eða svo í báðar átt- ir. Nú er háannatíminn frá miðjum maí og fram í miðjan september og nánast fullbókað allan tímann,“ seg- ir hún. Bókun var að sögn Ellu Birnu mjög góð á liðnu sumri og bókanir fyrir næsta ár fara vel af stað. „Það var nánast fullt hjá okkur á hverjum degi og þegar komið fullt af bókun- um fyrir næsta sumar,“ segir hún. Vetrarferðamennska að aukast Opið er allt árið um kring á Höfða- götu Gistingu og segir Ella Birna að gestum sem komi að vetri sé alltaf að fjölga. „Það er í stuttu máli aukning milli ára í öllum mánuð- um og jafnt og þétt yfir vetrarmán- uðina líka,“ segir hún. „Ég held að margir komi hingað að vetrinum til að freista þess að sjá Norðurljós- in og íslenska náttúru í vetrarbún- ingi,“ segir hún þegar blaðamaður spyr hverjar hún telji skýringarn- ar vera. „Einnig er Stykkishólmur í þægilegri fjarlægð frá Reykjavík og margir koma hingað í langar helg- arferðir. Enda held ég að það hafi verið almenn aukning í gistingu hér í bæ síðustu tvö ár, meira og minna fullt allt sumarið og stöðugt fleiri að vetrinum,“ segir hún. Gistiheimilið er fimm herbergi auk lítillar íbúðar sem innréttuð var í bílskúrnum. „Það eru fimm her- bergi hér í húsinu auk bílskúrs sem við breyttum fljótlega í litla íbúð. Eitt herbergið í húsinu hefur sér baðherbergi og fjögur herbergi hafa tvö sameiginleg baðherbergi,“ segir hún. Þá bætir hún því við að boðið sé upp á morgunmat allra morgna að sumrinu en að morgunverður sé val- kvæður að vetrinum. „Gestir hafa þá aðgang að eldhúsinu en það er ekki hægt að bjóða upp á slíkt á sumr- in þegar húsið er fullt af fólki alla daga,“ segir Ella Birna. „Húsið er á góðum stað í bænum, aðeins fimm mínútna gangur niður á höfn og upp að íþróttamiðstöðinni og stutt í alla veitingastaði,“ segir Ella Birna. „Þá stendur það tiltölu- lega hátt í bænum. Útsýnið úr stof- unni er alveg dásamlegt og gestirn- ir eru mjög hrifnir af því. Enda erum við ekki með nein gluggatjöld. Við blasir bara þetta fallega málverk sem aldrei er eins,“ segir hún og bendir út um gluggann. Áframhaldandi fjölgun Auk Ellu Birnu rekstrarstjóra er einn starfsmaður á Höfðagötu Gistingu í fullu starfi við þrif, móttöku og ann- að tilfallandi allt árið um kring. Þar að auki er bætt við starfsmanni yfir sumartímann, einnig í fullu starfi. „Það er nóg að gera, sérstaklega yfir sumartímann og jákvætt að geta skaffað atvinnu,“ segir Ella Birna. Koma aftur Aðspurð um verkefni komandi tíð- ar segir Ella Birna að til standi að fjölga bílastæðum fyrir framan gisti- húsið og taka garðinn í gegn. Þó sé ekkert ákveðið hvenær hafist verði handa við þær framkvæmdir, þessi verkefni séu aðeins á dagskrá. „Ann- ars sjáum við bara fram á frekari aukningu í fjölda ferðamanna, sér- staklega yfir veturinn þannig að ferðamannatímabilið lengist enn frekar,“ segir hún og bætir því við að varla hafi liðið sá dagur síðasta vet- ur að ekki hafi einhver verið í húsi. „Gestir sem koma hingað að sumri hafa margir haft á orði að þá langi að koma líka að vetri og margir þeirra hafa gert það. Raunar höfum við orðið vör við að gestir komi oftar en einu sinni til okkar. Það er mjög ánægjulegt og gefur vísbendingu um að við séum að gera eitthvað rétt,“ segir Ella Birna ánægð, enda mikið lagt upp úr því að gestunum líði vel. „Við leggjum áherslu á að gestirn- ir finni að þeir eru velkomnir og að þeim líði eins og heima hjá sér. Að þeir eigi hér nokkurs konar heimili að heiman, ef svo má að orði kom- ast,“ segir Ella Birna að lokum. kgk „Leggjum áherslu á að gestirnir finni að þeir eru velkomnir“ -segir Ella Birna Sigurðardóttir, rekstrarstjóri Höfðagötu Gistingar í Stykkishólmi Þegar verið var að undirbúa myndatöku vildi svo skemmtilega til að María Bærings- dóttir átti leið hjá. Hún rak heimagistingu að Höfðagötu 11 þar til 2010, árið sem hún varð áttræð. „Það var svo gaman í gistingunni að mér datt ekki í hug að hætta fyrr,“ sagði María sem munað ekkert um að stilla sér upp á mynd með Ellu Birnu Sigurðardóttur, rekstrarstjóra gistiheimilisins Höfðagata Gisting. Höfðagata Gisting að Höfðagötu 11 í Stykkishólmi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.