Skessuhorn


Skessuhorn - 24.08.2016, Blaðsíða 35

Skessuhorn - 24.08.2016, Blaðsíða 35
MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 2016 35 Klettagörðum 15 | 525 7700 | flytjandi.is DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND Eimskip Flytjandi veitir samræmda flutningaþjónustu um land allt og eru áfangastaðirnir 80 talsins. Kári tapaði gegn Þrótti frá Vogum Miðvikudaginn 17. ágúst fór fram leikur Kára og Þróttar frá Vogum í fjórtándu umferð þriðju deild- ar karla í knattspyrnu. Leiknum lauk með 3-2 sigri Þróttar; Bakir Anwar Nassar skoraði fyrra mark Kára en síðara markið var sjálfs- mark. Kári er eftir leikinn í fjórða sæti með 22 stig. Næsti leikur Kára er laugardaginn 27. ágúst gegn liði Einherja og fer sá leikur fram á Vopnafirði. -bþb Skallagrímur missti af öðru sætinu Í liðinni viku lék Skallagrímur við lið KFG í næstsíðustu um- ferð B-riðils fjórðu deildar karla í knattspyrnu. Með sigri í leikn- um hefði Skallagrímur getað barist um sæti í umspili um að komast í þriðju deildina að ári. Skallagrímur tapaði hins vegar gegn KFG 2-1 þrátt fyrir að vera manni fleiri í 65 mínútur og leika þeir því í fjórðu deildinni að ári. Lokaleikur Skallagríms í sumar er GG klukkan 18:00 í Grinda- vík. -bþb Snæfell tapaði fyrir KB Snæfell mætti liði KB miðviku- daginn 17. ágúst í þrettándu umferð B-riðils fjórðu deild- ar karla í knattspyrnu. Leiknum lauk með 8-3 sigri KB en mörk Snæfells skoruðu þeir Jóhannes Helgi Alfreðsson (tvö mörk) og Dominik Wojciechowski. Snæ- fell situr eftir leikinn enn á botni riðilsins með engin stig. -bþb Síðastliðið miðvikudagskvöld fór fram leikur Selfoss og ÍA á Selfoss- velli í tólftu umferð Pepsi deildar kvenna. Leikurinn var býsna mik- ilvægur fyrir Skagakonur en fyrir hann voru þær á botni deildarinnar með fimm stig. Leikurinn var nær síðasti séns ÍA að komast í barátt- una um að halda sæti sínu í deildinni en stígandi hefur verið í leik Skaga- kvenna í síðustu leikjum eftir slæma byrjun á mótinu. Skagakonur unnu leikinn 2-1 og komust því upp um eitt sæti. ÍA er nú tveimur stigum frá Selfossi og að koma sér úr fallsæti. Skagakonur virtust koma alveg rétt stemmdar inn í leikinn og byrj- uðu hann af miklum krafi. Fyrsta markið kom eftir aðeins sex mín- útna leik. Eftir misheppnaða hreins- un í vörn Selfyssinga náði Cat- hrine Dyngvold boltanum við víta- teigslínuna og á gott skot sem fer af varnarmanni og í netið. Skagakon- ur bættu við marki í fyrri hálfleik. Á tuttugustu mínútu átti Aníta Sól Ágústsdóttir sendingu inn í teig Sel- fyssinga þar sem Megan Dunnigan náði fínum skalla sem endaði í marki Selfoss. Leikurinn var lifandi og skemmtilegur og aðeins sjö mínút- um eftir mark Skagakvenna skoraði Selfoss sitt fyrsta mark. Alyssa Te- lang fékk boltann við miðlínu, hljóp með hann í átt að marki ÍA og tók skot af löngu færi. Skotið var stór- gott og Ásta Vigdís Guðlaugsdótt- ir kom engum vörnum við. Staðan því orðin 2-1. Í síðari hálfleik var mikil barátta og það skein í gegn að Skagakon- ur ætluðu sér að landa sigri. Sel- foss sótti meira en Skagakonur voru öflugar í vörninni. Á 73. mínútu kom upp mjög umdeilt atvik. Sel- foss skoraði mark eftir hornspyrnu en markið var dæmt af. Selfyssing- ar voru vægast sagt óánægðir. Fáir á vellinum virtust skilja dóm aðstoð- ardómarans en af myndbandsupp- tökum að dæma virðist ekkert hafa gerst inni í teignum. Mögulega hef- ur boltinn farið út fyrir endalínu þegar hann var á leiðinni inn í teig og það sé ástæða dómsins. Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum og lönduðu Skagakonur mikilvægum sigri á Selfossi. Næsti leikur ÍA kvenna er ekki síður mikilvægur en þá mæta þær liði Fylkis á heimavelli ÍA. Leikur- inn fer fram næstkomandi miðviku- dag, 24. ágúst en með sigri í þeim leik geta Skagakonur náð sér úr fallsæti. bþb Skagakonur komnar í baráttuna um að halda sætinu Körfuknattleiksdeild Skallagríms hefur samið við Eyjólf Ásberg Hall- dórsson um að leika með liðinu í Domino‘s deild karla í körfuknatt- leik á komandi vetri. Eyjólfur er fæddur árið 1998 og er því 18 ára gamall. Hann er uppalinn hjá KR en lék á síðasta tímabili með liði ÍR sem varð Íslandsmeistari í drengjaflokki. Var hann valinn besti leikmaður úr- slitaleiksins þar sem hann skoraði 24 stig, tók 13 fráköst og gaf 3 stoðsend- ingar. Hann hefur leikið með öllum yngri landsliðum Íslands og var lyk- ilmaður U18 ára liðsins á Evrópu- mótinu sem fram fór í sumar. Eyjólfur er rúmlega 190 sentí- metrar á hæð, fjölhæfur leikmaður sem getur leyst flestar stöður á vell- inum. „Hann smellpassar inn í þann leikstíl sem Finnur Jónsson þjálf- ari hyggst láta liðið leika á komandi tímabili og er því frábær viðbót í lið- ið enda gríðarlega efnilegur og fjöl- hæfur leikmaður,“ segir Arnar Víðir Jónsson formaður deildarinnar. Eyj- ólfur mun flytja í Borgarnes og stunda nám í Menntaskóla Borgar- fjarðar á komandi vetri. Davíð endurnýjar samning Þá hefur bakvörðurinn Davíð Guð- mundsson skrifað undir endurnýjaðan tveggja ára samning við kkd. Skalla- gríms. Davíð er uppalinn hjá Skalla- grími en hóf síðasta tímabil í búningi Breiðabliks áður en hann sneri aft- ur í Borgarnes um áramót. Davíð er skytta góð, lék vel með Skallagrími á síðasta tímabili og átti sinn þátt í því að liðið tryggði sér sæti í deild þeirra bestu á nýjan leik. kgk Skallagrímur fær efnilegan leikmann Eyjólfur Ásberg Halldórsson og Arnar Víðir Jónsson, formaður kkd. Skalla- gríms, handsala samninginn. Davíð Guðmundsson tekur flotskot í oddaleik úrslitakeppni 1. deildar í var. Ljósm. Skallagrímur. ÍA heimsótti Fylki í 16. umferð úrvalsdeild- ar karla í knattspyrnu á mánudag. Skagamenn gerðu góða ferð í Árbæ- inn og sigruðu örugg- lega með þremur mörk- um gegn engu. Þrátt fyrir lipra sóknartilburði heimamanna á upphafs- mínútum leiksins voru það Skagamenn sem komust yfir strax á 10. mínútu. Hallur Flosa- son átti þá góða fyrir- gjöf frá hægri sem varn- armanni Fylkis mistókst að hreinsa frá. Boltinn féll því fyr- ir Albert Hafsteinsson sem lagði hann í markið og kom ÍA yfir. Fylk- ismenn reyndu að svara fyrir sig og litlu munaði að þeir jöfnuðu met- in nokkrum mínútum síðar. Eft- ir hornspyrnu barst boltinn á fjær- stöng en Skagamenn björguðu á marklínu þegar heimamenn reyndu að pota boltanum í markið. Á 27. mínútu fengu Skagamenn aukaspyrnu skammt utan teigs til hægri við vítateigsbogann. Darren Laugh tók spyrnuna og lét vaða. Spyrna hans var ekki sú besta en markvörður Fylkis missti boltann undir sig og Skagamenn komnir í 2-0. Skagamenn réðu lögum og lof- um á vellinum eftir annað mark sitt og litlu mátti muna að þeir bættu við mörkum áður en hálfleiksflautan gall. Það varð hins vegar ekki svo og staðan 2-0 fyrir ÍA í leikhléi. Síðari hálfleikur fór rólega af stað. Skagamenn flýttu sér hægt, létu bolt- ann ganga á milli manna og stjórn- uðu gangi leiksins. Fylkismenn voru ekki líklegir til afreka, þeirra besta tækifæri framan af síðari hálfleik var skot af 30 metra færi. Kann það ekki góðri lukku að stýra. Það voru enda Skagamenn sem bættu þriðja markinu við á 58. mínútu eftir lag- legan samleik sem endaði með því að Hallur fékk boltann inni í víta- teig Fylkismanna. Hann lagði bolt- ann á Garðar Gunnlaugsson sem átti ekki í vandræðum með að skora. Garðar er nú kominn með 13 mörk í 16 leikjum og stefnir hraðbyri að markakóngstitlinum. Leikurinn opnaðist aðeins eft- ir þriðja mark ÍA. Skagamenn voru líklegri til að bæta við fyrst eftir markið en Fylkismenn hefðu með smá áræðni og heppni einnig get- að minnkað muninn á lokamínútum leiksins. Svo varð hins vegar ekki og sannfærandi þriggja marka sigur Skagamanna staðreynd. Liðið er nú í 6. sæti deildarinnar með 25 stig eft- ir 16 leiki, jafn mörg stig og Valur í sætinu fyrir ofan og aðeins tveimur stigum á eftir Fjölni, Stjörnunni og Breiðabliki í 2.-4. sæti. Næsti leikur Skagamanna er gegn Víkingi Reykjavík á Akranesvelli sunnudaginn 28. ágúst næstkom- andi. kgk Skagamenn unnu sannfærandi sigur á Fylki Garðar Gunnlaugsson hættir ekki að skora. Hann gerði þriðja mark Skagamanna gegn Fylki á mánudag og er markahæstur í deildinni með 13 mörk í 16 leikjum. Ljósm. gbh. Síðastliðið sunnudagskvöld mættust Víkingur Ólafsvík og Fjölnir á Ólafs- víkurvelli í sextándu umferð Pepsi deildar karla í knattspyrnu. Víking- ur var fyrir leikinn í níunda sæti með átján stig en Fjölnir í öðru sæti með 27 stig. Leiknum lauk með 2-2 jafnt- efli og því mikilvægt stig fyrir Vík- ing til þess að halda sig frá fallbarátt- unni. Víkingar byrjuðu leikinn vel og strax á sjöunda mínútu skallaði Ken- an Turudija boltann inn af stuttu færi eftir frábæran undirbúning Hrvoje Tokic. Mikil barátta var í fyrri hálf- leik og leikurinn skemmtilegur. Lokamínútur fyrri hálfleiks voru einkum fjörlegar. Á 38. mínútu nýtti Marcus Solberg sér einbeitingar- leysi í vörn Víkings. Eftir langa send- ingu Fjölnis fram völlinn var Solberg sloppinn einn í gegn og lagði boltann milli fóta Cristians Martinez í marki Víkings. Fjölnismenn gátu ekki fagn- að lengi því þremur mínútum síð- ar komst Víkingur yfir þegar bolt- inn hrökk á Þorstein Má Ragnars- son eftir að varnarmaður Fjölnis hitti ekki boltann þegar hann ætlaði að hreinsa í burtu. Þorsteinn Már skil- aði boltanum í netið eins og sókna- manni sæmir. Emir Dokara fékk að líta rauða spjaldið rétt fyrir hálfleik. Emir lyfti sólanum of hátt upp og sparkaði í höfuð Martins Lund Pet- ersen. Staðan því 2-1 fyrir Víkingi þegar tíu leikmenn Víkings mættu til leiks í síðari hálfleik. Í síðari hálfleik voru Víkingar þétt- ir til baka, eðlilega enda manni færri og freistuðu þess að halda sigrin- um, meðan Fjölnismenn sóttu. Þeg- ar leið á síðari hálfleikinn þyngd- ist sókn Fjölnismanna jafnt og þétt. Það endaði með því að gestirnir náði að koma boltanum í netið á 75. mín- útu. Þórir Guðjónsson átti þá fasta og góða aukaspyrnu hægra megin við vítateiginn sem rataði á kollinn á Solberg sem skallaði boltann í netið af mjög stuttu færi. Fjölnir sótti mjög stíft það sem eftir lifði leiks en Vík- ingur sýndi mikla baráttu og uppskar stig úr leiknum. Stigið var mikilvægt og gæti reynst dýrmætt þegar tíma- bilið klárast 1. október. Víkingar sitja eftir leikinn enn í níunda sæti en stiginu ríkari. Næsti leikur Víkings er sunnudaginn 28. ágúst gegn efsta liði deildarinn- ar, FH. Leikurinn fer einnig fram í Ólafsvík. bþb/ Ljósm. af. Jafntefli í baráttuleik í Ólafsvík Öðru marki heimamanna fagnað. Þorsteinn Már að skora annað mark heimamanna.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.