Skessuhorn


Skessuhorn - 24.08.2016, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 24.08.2016, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 201618 LEIKSKÓLAR Akrasel á Akranesi Leikskólinn Akrasel á Akranesi var opnaður fyrst fyrir átta árum, þann 8. ágúst 2008. Um er að ræða sex deilda leikskóla fyrir börn á aldrinum tveggja til fimm ára. Opnað var eftir sumarfrí á afmælisdegi leikskólans og er von á að börnin verði 138 talsins á þessu skólaári. „Það útskrifuðust 48 börn í vor og nú koma inn 35 ný börn sem tilheyra yngsta aldursflokk- inum ásamt nokkrum eldri börnum. Yngstu börnin eru núna á tveimur deildum. Við erum að taka seinni hópinn í aðlög- un núna og í þessari viku eiga öll börn að vera orðin aðlög- uð,“ segir Guðrún Bragadóttir aðstoðarleikskólastjóri og sér- kennslustjóri Akrasels. Á Akraseli er notuð þátttökuaðlögun og segir Guðrún það ganga vel. Aðlögunin tekur ekki langan tíma, en foreldrar eru með börnum sínum allan tímann í að- lögun. „Það var stór hópur foreldra hjá okkur í síðustu viku að aðlaga börnin og mikið fjör og gaman. Fyrsta daginn eru þau í tvo og hálfan tíma með foreldrum og svo næstu tvo daga eru foreldrar með börnunum allan daginn og taka fullan þátt í daglega lífinu okkar,“ segir hún. Í vetur eru 36 starfsmenn á Akraseli í 30 stöðugildum og eru 70% þeirra fagmenntaðir. Akrasel er Grænfánaleikskóli og eru einkunnarorð skólans náttúra, næring og nærvera. Mikið er unnið með jóga í leik- skólanum sem og íþróttir. „Við vorum til dæmis með mjög skemmtilega nýbreytni í fyrra að ósk foreldra. Í stað föndur- dags fyrir jólin var boðið upp á jógastund með barni og for- eldri. Það var mjög mikil ánægja með þetta og því verður þetta endurtekið í vetur. Að róa okkur niður í þessum jólaæs- ingi. Við vinnum með umhverfismenntunina og svo erum við ótrúlega heppin að vera með íþróttafræðing sem sér um elstu börnin og þau börn sem þurfa sérstaklega örvun á því sviði,“ segir Guðrún. Hún bætir því við að til standi að gera starf- ið í skólanum sýnilegra fyrir gesti leikskólans. „Við ætlum að taka myndir af starfinu og setja á veggina. Við eigum eftir að útfæra það betur en þarna verður starfið á deildunum sýni- legra og það er oft besta endurmatið, að hafa þetta á mynd.“ Að sögn Guðrúnar er framundan á Akraseli að halda áfram því góða starfi sem þar er unnið. „Á hverri deild eru ferðadag- ar, þá er farið út fyrir leikskólann, í gönguferð, hjólatúr og oft unnin ákveðin verkefni í hverri ferð sem er svo haldið áfram með í leikskólanum. Starfsfólkið er ótrúlega jákvætt og dug- legt að fara út fyrir boxið. Þau eru skapandi, hugmyndarík og lausnamiðuð. Ég er mjög ánægð að tilheyra þessum hópi,“ segir Guðrún Bragadóttir aðstoðarleikskólastjóri. Garðasel á Akranesi Leikskólinn Garðasel á Akranesi er þriggja deilda leikskóli sem hefur verið starfræktur frá árinu 1991. Skólinn opnaði 8. ágúst eftir sumarfrí og í ár eru 78 börn, líkt og í fyrra. Leik- skólinn er fullmannaður og þar eru 23 starfsmenn í 20 stöðu- gildum. „Í vor útskrifuðum við 15 börn og núna eru 18 ný að koma inn á yngstu deildina,“ segir Ingunn Ríkharðsdóttir leikskólastjóri. Aðlögun yngstu barnanna er lokið en í Garða- seli er notað þátttökuaðlögun, þar sem foreldrar koma með börnunum í leikskólann fyrstu dagana. Garðasel er heilsuleikskóli og þar er lögð áhersla á hreyf- ingu, næringu og gæði í samskiptum. Boðið er upp á mat sem er að mestu unnin frá grunni og börnin fá skipulagða hreyf- istund í hverri viku og fara einnig í jóga, dans og útinám. „Í vetur verður verkefnið Vinátta frá Barnaheillum innleitt í skólastarfið og í september verður námskeiði fyrir alla starf- menn og þannig verður Garðasel Vináttu-leikskóli. Verkefnið fellur vel aðferðum Uppeldis til ábyrgðar þar sem áherslan er á gæði í samskiptum og finna leiðir til að leysa mál á jákvæðan og uppbyggjandi hátt, “ segir Ingunn að lokum. Teigasel á Akranesi Leikskólinn Teigasel á Akranesi var opnaður eftir sumarlokun 8. ágúst síðastliðinn. Teigasel er minnsti leikskólinn á Akra- nesi og þar eru þrjár deildir. Í ár eru 72 börn á aldrinum 2 - 5 ára skráð á leikskólann, sem er sami fjöldi og undanfarin ár. Að sögn Margrétar Þóru Jónsdóttur leikskólastjóra byrjaði aðlögun í síðustu viku og hefur hún gengið vel. „Við byrjuð- um að aðlaga 13 börn og klárum aðlögun í lok ágúst. Hér er notast við þátttökuaðlögun, sem mér finnst mjög góð aðlög- unaraðferð. Foreldrarnir eru með börnunum í leik og starfi í þrjá daga, svæfa þau til dæmis og skipta á þeim. Þau kynn- ast rútínunni vel og mér finnst þeir verða öruggari og börnin líka,“ segir hún. Margrét Þóra segir sömu áherslur vera á leikskólanum og undanfarin ár. Þar er unnið með stærðfræði á öllum deildum og málörvunarefnið Lubbi finnur málbein. Lögð er áhersla á vinnu með lífsleikni hjá öllum börnum og stuðst við námsefn- ið Stig af stigi á elstu deild. Þá er einnig unnið með snemm- tæka íhlutun í málörvun. Alls eru 19 starfsmenn á Teigaseli. „Það hefur verið svolítið um mannabreytingar og nýir starfs- menn eru komnir inn. Mér finnst haustið fara mjög vel af stað. Starfsfólk, börn og foreldrar eru glaðir að byrja aftur og komast í þessa góðu rútínu. Við höldum svo áfram okkar pró- grammi, eins og var í fyrra,“ segir Margrét Þóra. Vallarsel á Akranesi Leikskólinn Vallarsel er sex deilda leikskóli á Akranesi. Alls eru 140 börn skráð á leikskólann og þar ef eru 30 tvítyngt. Að sögn Brynhildar Bjargar Jónsdóttur leikskólastjóra útskrifuð- ust 36 börn síðastliðið vor og nú byrja 33 börn sem fædd eru 2014, ásamt nokkrum í öðrum árgöngum. Hún segir óveru- legar mannabreytingar hafa verið undanfarið og leikskólinn er fullmannaður, en alls starfa þar 35 í rúmlega 33 stöðugild- um. Á Vallarseli er aðaláherslan lögð á tónlist en frjálsum leik einnig gert hátt undir höfði, sem og útiveru. „Við sinnum skipulagðri hreyfingu og listasmiðjuvinnu mjög vel og not- um mikið af verðlausu efni. Við erum með lífsleiknivinnu og könnunarleik og tökum þátt í öflugu starfi í verkefninu Brú- um bilið. Við erum með öflugt starf í kringum tvítyngd börn og búið er að taka inn málörvunarverkefni um Lubba, sem fellur vel að starfinu okkar,“ segir Brynhildur Björg. Vor- ið 2015 fékk leikskólinn myndarlegan styrk til tveggja ára, til að vinna að þróun og uppfærslu á allri málörvun tengdri tvítyngdum börnum. „Nú er að hefjast seinna skólaárið og búið er að vinna mjög mikið í að þróa þessa vinnu og afmarka. Næsta skólaár verður keyrt áfram á þetta verkefni þar til því lýkur svo næsta vor. Það mun vera í algjörum forgangi hjá okkur og ekkert nýtt tekið inn á meðan.“ Leikskólinn Andabær á Hvanneyri Leikskólinn Andabær er staðsettur á Hvanneyri í Borgarfirði. Þar munu 36 börn hefja skólaárið en að sögn Sigurðar Sigur- jónssonar leikskólastjóra er gert ráð fyrir að þeim fjölgi þegar líður á skólaárið. „Það útskrifuðust fimm börn hjá okkur í vor sem fara í Grunnskóla Borgarfjarðar á Hvanneyri og Grunn- skólann í Borgarnesi. Tvö börn eru að hefja aðlögun núna í ágúst,“ segir Sigurður. Leikskólinn er þriggja deilda, fyrir börn á aldrinum 18 mánaða til sex ára. Þetta skólaár munu 18 starfsmenn í tæplega 13 stöðugildum starfa við skólann. Sig- urður segir einhverjar mannabreytingar hafa orðið milli ára og að ráðningum sé ekki lokið. Leikskólinn Andabær tekur þátt í leiðtogaverkefninu Leið- toginn í mér og að sögn Sigurðar ýtir verkefnið undir leið- Samantekt um starf leikskólanna á Vesturlandi Fyrr í ágústmánuði voru allir leikskólar á Vesturlandi opnaðir að nýju eftir sumarlokanir. Nýir nemendur hafa nú flestir stigið sín fyrstu skref á sínu fyrsta skólastigi, aðlögun að hefjast eða henni jafnvel að ljúka og hefðbundið skólastarf að fara í gang. Skessuhorn heyrði í stjórnendum allra leikskólanna og fékk helstu upplýsingar frá hverjum og einum. Börn af Akraseli í hjólatúr. Börn af leikskólanum Garðaseli að leik. Börn í þátttökuaðlögun á Teigaseli á Akranesi. Það er oft mikið fjör í útiveru á Vallarseli. Unnið með opinn efnivið á leikskólanum Andabæ.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.