Skessuhorn


Skessuhorn - 24.08.2016, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 24.08.2016, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 20166 Glussaslanga gaf sig GRUNDARTANGI: Slökkvi- lið Akraness og Hvalfjarðar- sveitar var síðdegis á mánudag- inn kallað út að verksmiðju El- kem Ísland á Grundartanga. Þar mun glussaslanga hafa gefið sig í lokuðu rými uppi á fjórðu hæð iðnaðarhússins og kviknað í olíu. Starfsmenn náðu að kæla niður vettvang áður en slökkvi- liðsmenn mættu á svæðið og gekk vel að ljúka slökkvistörf- um og tryggja svæðið, að sögn Þráins Ólafssonar slökkviliðs- stjóra. -mm Ekkert símasam- band á slysstað REYKHÓLAHR: Starfs- menn Póst- og fjarskiptastofn- unar vinna nú að mælingum á farsímasambandi á þjóðvegum landsins. Meðal þess sem þær mælingar hafa leitt í ljós er að samband er afar slæmt í Vattar- firði í Reykhólasveit og mældist ekkert samband á löngum kafla í firðinum. Í Vattarfirði varð bíl- slys fyrir helgi þegar bíll hafn- aði utan vegar og endaði í sjón- um. Í bílnum voru hjón ásamt ungu barni sínu á ferð um land- ið. Maðurinn komst við illan leik í land með barn þeirra en önnur hjón, sem komu að slys- inu, aðstoðuðu konuna í land eftir að hún komst af sjálfsdáð- um úr bílnum sem þá var sokk- inn. Sökum þess að ekkert síma- samband er á staðnum þar sem slysið varð var ekki hægt að hafa samband við Neyðarlínuna. Það var ekki fyrr en vörubíl- stjóra bar að garði að hægt var að kalla eftir aðstoð viðbragðs- aðila. -kgk Leggja drög að ljósleiðara- væðingu BORGARBYGGÐ: Ljós- leiðaravæðing Borgarbyggðar var til umræðu á fundi byggð- arráðs sveitarfélagsins síðast- liðinn fimmtudag. Um var að ræða framhald umræðna í kjöl- far kynningarfundar með Guð- mundi Daníelssyni um miðjan mánuðinn. Guðmundur hefur unnið sem ráðgjafi með nokkr- um sveitarfélögum við undirbún- ing og framkvæmd við lagningu ljósleiðara, til dæmis Ásahreppi og Rangárþingi ytra. Niðurstaða byggðarráðs var sú að fela sveitar- stjóra að hefja viðræður við Guð- mund, meðal annars um frum- hönnun og kostnaðaráætlun fyrir ljósleiðaravæðingu Borgarbyggð- ar. Sveitarstjóra var enn frem- ur falið að vera í samskiptum við Rarik og verktaka varðandi sam- nýtingu með lagningu strengs milli Stóra-Kropps og Reykholts í Reykholtsdal. -kgk Viðahaldsfram- kvæmdir í Dalabúð DALIR: Í félagsheimilinu Dala- búð í Búðardal er um þessar mundir unnið að endurnýjun gólfefna í matsalnum. Í fram- haldinu verður einnig skipt um gólfefni í samkomusal hússins auk þess sem bæta á aðgengi fatl- aðra um húsið. „Börnin í Auðar- skóla borða í matsalnum og við vorum í vandræðum með hávaða og erum við því að þessu í tvenn- um tilgangi, til að draga úr há- vaða og svo var einfaldlega kom- inn tími á þetta, enda var Dala- búð fyrst opnuð 24. júní 1967 og er því að verða 50 ára næsta sum- ar og gólfefnið líka. Við erum einnig að setja skábrautir þar sem þess þarf svo fatlaðir kom- ist betur um húsið,“ segir Sveinn Pálsson sveitarstjóri Dalabyggð- ar í samtali við Skessuhorn. -arg Aukafjárveiting til viðhalds tónlistarskóla BORGARNES: Viðhald á hús- næði Tónlistarskóla Borgar- fjarðar og félagsmiðstöðvarinn- ar Óðals í Borgarnesi var til um- ræðu á fundi byggðarráðs Borg- arbyggðar fimmtudaginn 18. ágúst. Kristján Finnur Krist- jánsson, umsjónarmaður fast- eigna, sat fundinn undir þeim lið og lagði fram kostnaðaráætl- un yfir nauðsynlegar viðhalds- framkvæmdir við tónlistarskóla og félagsmiðstöð. Samþykkti byggðarráð aukafjárveitingu allt að 9,5 milljónir króna til við- halds utanhúss á tónlistarskól- anum við Borgarbraut 23, þar sem fyrir liggi að hann verði þar til húsa í nánustu framtíð. Fjár- veitingunni er vísað til viðauka fjárhagsáætlunar Borgarbyggð- ar 2016. Miðað er við að við- haldsframkvæmdir við tónlistar- skólann hefjist á þessu ári. Hvað varðar félagsmiðstöðina Óðal taldi byggðarráð að fara þyrfti í frekari greiningu á viðhalds- þörf hússins, aðeins lægi fyrir kostnaðaráætlun fyrir brýnasta viðhald. Enn fremur taldi ráð- ið að gera þyrfti þarfagreiningu á framtíðarhúsnæði félagsmið- stöðvar í Borgarnesi. -kgk Mánudaginn 15. ágúst síðastliðinn voru niðurstöður prófkjörs Pírata í Norðvesturkjördæmi kynntar. Nið- urstaðan varð sú að Þórður Guð- steinn Pétursson vermir efsta sæti listans, Gunnar Jökull Karlsson varð í öðru sæti og Eiríkur Þór Theó- dórsson í því þriðja. Töluverð um- ræða skapaðist í kjölfarið á vef Pírata um listann. Meðal þeirra sem hafa tjáð sig er Halldóra Sigrún Ásgeirs- dóttir, kafteinn Pírata á Vestfjörðum. Halldóra hvetur Pírata eindregið til að fella listann en sjálf hafnaði hún í sjötta sæti í prófkjörinu. Hún seg- ir á vef Pírata að það sé óboðlegt að tefla fram manni efst á lista sem fáir þekkja og treysta auk þess sem hún segir það vera óboðlegt að enginn Vestfirðingur sé í efstu fimm sætun- um. Hún segist sjálf ekki geta kosið flokkinn ef þetta verður endanlegur listi í Norðvesturkjördæmi og hefur dregið framboð sitt til baka. Halldóra sakar Þórð Guðstein um að hafa smalað fólki til að kjósa sig og benti þar á óvenju góða kosn- ingaþátttöku í Norðvesturkjördæmi miðað við önnur stærri kjördæmi. Þórður neitar því í samtali við ruv.is að hafa smalað á listann en segir að hann hafi beðið fjölskyldu sína um að skrá sig í flokkinn og kjósa sig. Sitt sýnist hverjum á vef Pírata um málið en ef listinn verður felldur fer fram nýtt prófkjör þar sem aðeins þeir sem drógu framboð sitt ekki til baka geta boðið sig fram. Þeir sem munu kjósa í prófkjörinu yrðu ekki aðeins meðlimir Norðvesturkjör- dæmis heldur allir Píratar á lands- vísu. bþb Kafteinn Pírata á Vestfjörðum vill að listi flokksins verði ógiltur Þórður Guðsteinn Pétursson hreppti efsta sæti listans í prófkjörinu. Í sumar hafa staðið yfir framkvæmd- ir á versluninni Bjargi að Stillholti 14 á Akranesi. Var húsnæðið bætt verulega að innan og verslunin end- urskipulögð. Meðan á framkvæmd- um hefur staðið hefur Bjarg ver- ið til húsa á Kalmansvöllum 1 en á fimmtudaginn síðasta var verslun- in opnuð aftur að Stillholti 14 í ný- endurbættu og glæsilegu rými. „Við erum mjög ánægð með útkomuna, þetta lítur mjög vel út,“ sagði Ör- lygur Stefánsson eigandi verslunar- innar við opnunina. Árið er stórt hjá versluninni en hún fagnar fimmtíu ára afmæli. bþb Verslunin Bjarg var opnuð með pompi og prakt Eigendurnir Örlygur Stefánsson og Ásta Gísladóttir voru hæstánægð á opnunar- daginn. Sveinn Arnar, organisti í Akraneskirkju, lék ljúfa tóna fyrir gesti. Mikil fjöldi fólks mætti þegar verslunin Bjarg var opnuð að nýju á gamla staðnum sínum.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.