Skessuhorn


Skessuhorn - 24.08.2016, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 24.08.2016, Blaðsíða 24
MIÐVIKUDAGUR 24. ÁGÚST 201624 Hvalfjarðardagar verða haldnir um komandi helgi, dagana 26.-28. ágúst. Er þetta í þriðja sinn sem hátíðin er haldin yfir helgi en áður höfðu ferða- þjónustuaðilar í Hvalfjarðarsveit tekið sig saman og haldið Hvalfjarð- ardag. Að sögn Guðnýjar Kristínar Guðnadóttur umsjónaraðila Hval- fjarðardaga er dagskráin í ár stút- full af flottum og fjölbreyttum við- burðum um alla sveit. „Hátíðin hefst á föstudaginn með fjölskylduhátíð í Heiðarskóla frá klukkan 17-20 í til- efni tíu ára afmælis Hvalfjarðarsveit- ar, en sá viðburður kemur í stað svei- tagrillsins sem hefur venjulega ver- ið í Fannahlíð. Boðið verður upp á grillaðar pylsur, hoppukastala og tónlistaratriði og fyrir þá sem vilja skella sér í sund verður sundlaugin í Heiðarborg opin,“ segir Guðný í samtali við Skessuhorn. Á föstudeg- inum verður opnað fyrir ljósmynda- keppni sem stendur alla helgina. „Það geta allir tekið þátt. Það eina sem þarf að gera er að taka mynd, búa sér til aðgang inni á www.hval- fjardagdagar.is og skila myndinni þangað inn. Keppninni lýkur um miðnætti á sunnudagskvöldinu og strax í næstu viku velur dómnefnd sigurvegara sem fær gjafabréf frá SS og Hótel Glym,“ segir Guðný. Sveitamarkaður á Þórisstöðum Á laugardeginum verður dagskráin ekki af verri endanum en þá verð- ur byrjað á Helgusundi klukkan 11 í boði Sjóbaðsfélags Akraness. „Okkur þykir það mjög ánægjulegt að þetta ætli að verða fastur liður á hátíðinni hjá okkur,“ segir Guðný. „Sveita- markaðurinn á Þórisstöðum verður opinn frá klukkan 12-17 á laugar- deginum og verður hann með stærra móti í ár. Þá verður trúbador á svæð- inu og hestamannafélagið Dreyri teymir undir börnum, auk þess sem mæðgurnar Sigurlaug og Erla verða með veitingar fyrir gesti og gang- andi á kaffihúsinu Kaffi Koti,“ bæt- ir Guðný við. Opið verður á Bjart- eyjarsandi bæði laugardag og sunnu- dag og á laugardeginum ætla bænd- ur þar að heilgrilla lamb sem gestir geta keypt sér af. Einnig getur fólk bókað sér kajakferðir í fjörunni við Bjarteyjarsand. „Á Hvítanesi verð- ur einnig opið en þar er nýtt nauta- eldisfjós sem fólk má koma og skoða og kaupa nautakjöt á meðan birgð- ir endast. Anna G. Torfadóttir lista- kona verður einnig með myndlist- arsýningu þar á sama tíma,“ seg- ir Guðný og bætir því við að lifandi tónlist verði í Skessubrunni á laugar- dagskvöldinu. Stofutónleikar “Á sunnudaginn byrjum við daginn á Hvalfjarðahlaupinu þar sem boð- ið verður upp á þrjár vegalengdir, 3 km, 7 km og 14 km, með tíma- töku. Einnig verður opið í Vatna- skógi þar sem farið verður í báts- ferðir og skipulagðar gönguferð- ir. Þá verða hoppukastalar fyrir börnin og kaffisala,“ segir Guðný. Hernámssetrið verður opið alla helgina og á sunnudeginum verður kaffi og vaffla með rjóma innifal- ið í aðgangseyrinum. “Hvalfjarð- ardagar enda svo á stofutónleik- um í Skipanesi en hún Ásta Marý Stefánsdóttir söngkona ætlar að halda tónleika,“ bætir Guðný við. Þá verður ýmislegt fleira í boði alla helgina; myndlistarsýningar, tón- leikar og margt fleira. Dagskránna má finna inni á www.hvalfjardar- dagar.is og hér í Skessuhorni. arg Hvalfjarðardagar verða um næstu helgi Á laugardaginn ætla bændur á Bjarteyjarsandi að heilgrilla lamb sem gestir geta keypt sér af. Hér er mynd úr safni sem sýnir að það hafa þeir gert áður. Næstkomandi sunnudag verða org- eltónleikar í Stykkishólmskirkju undir yfirskriftinni Póstkort frá Frakklandi. Það er franski organist- in Aurelién Fillion sem leikur úrval franskra orgelverka á Klaisorgelið, en hann er á tónleikaferðalagi um Ísland um þessar mundir. Tónleik- arnir eru öllum opnir og hefjast kl. 17. Á þriðjudagskvöldið verða tón- leikar þar sem verkið Stabat ma- ter eftir Pergolesi verður flutt, auk annarra kirkjuverka, kl. 20 (sjá nán- ar í frétt hér að neðan). Allir vel- komnir. -fréttatilkynning Tónlist frá meginlandinu í Stykkishólmskirkju Sunnudaginn 28. ágúst kl. 14:00 verða fluttir söngtónleikar í Hallgríms- kirkju í Saurbæ og þriðjudaginn 30. ágúst kl. 20:00 í Stykkishólmskirkju. Flytjendur verða Alexandra Cherny- shova sópransöngkona, Lubov Mol- ina kontraalt og Valeria Petrova sem spilar undir á píanó. Flutt verður tón- verkið Stabat Mater eftir G. Pergo- lesi sem skrifað var fyrir sópran og alt kvenraddir. Verkið samdi tónskáldið árið 1736 á síðustu ævidögum sínum. Stabat Mater er sögð ein helsta perla kirkjutónlistar. Auk verksins Stabat Mater verður flutt tónlist eftir Moz- art, Bach, Caccini og aðrar perslur kirkjutónlistarinnar. Tónleikar eru styrktir af Uppbygingarsjóði Vestur- lands og eru haldnir á vegum Tón- listarsumars í Hvalfirði 2016 og Sum- artónleikaraðar Stykkishólmskirkju. mm Tónleikar á Hvalfjarðar- strönd og í Stykkishólmi Uppskeruhátíð sumarlest- urs í Safnahúsinu í Borg- arnesi fór fram síðastlið- inn fimmtudag. Þetta er í níunda skipti sem Hér- aðsbókasafn Borgarfjarð- ar efnir til þessa verkefnis. Markmiðið er að nem- endur viðhaldi og þjálfi þá lestrarleikni sem þeir hafa tileinkað sér í skólunum yfir veturinn. Allar lesn- ar bækur tímabilsins eru skráðar og dregið úr happamiðum á uppskeruhátíðinni þar sem við- urkenningar eru veittar. Á mynd- inni má sjá hluta hópsins sem tók þátt í lestrinum í sumar en meðal þess sem gert var á hátíð- inni var að fara í útileiki. Samkomunni lauk með safa og fallegum súkkul- aðikökum sem góður holl- vinur Safnahúss hafði bak- að. Það var Sævar Ingi Jónsson héraðsbókavörð- ur sem annaðist skipulagn- ingu verkefnsins og hon- um til aðstoðar voru sum- arstarfsmenn Safnahúss þau Sandri Sjabansson og Anna Þórhildur Gunnarsdóttir. gj Það vakti mikla athygli fyrr á þessu ári þegar Sementsverksmiðjan fékk nýtt hlutverk þegar hún breyttist á svip- stundu í kvikmyndaver fyrir banda- rísku stórmyndina Fast 8. Nú fyrir síðustu helgi hafði verksmiðjan aft- ur breyst í kvikmyndaver en að þessu sinni töluvert smærra í sniðum. Þeg- ar blaðamanni bar að garði var ver- ið að taka upp stuttmyndina „Eng- ir draugar“ sem leikstýrt er af Ragn- ari Snorrasyni en hann skrifaði einn- ig handrit myndarinnar. Myndin var tekin upp á fleiri stöðum á Akranesi, m.a. í Jörundarholti. Þess má geta að upptökur fóru einnig fram í Stykk- ishólmi. Aðstandendur myndarinn- ar eru flestir af Vesturlandi, m.a. Heiðar Mar Björnsson framleiðandi og unnusta hans Sara Hjördís Blön- dal er búninga- og leikmyndahönn- uður. Guðlaugur Ingi Gunnarsson hljóðmaður kemur úr Stykkishólmi og tveir af leikurunum eru Jóel Þór Jóhannesson og Sindri Birgisson af Akranesi ásamt aðstoðarmanninum Ísaki Mána Sævarsyni. bþb Sementsverksmiðjan aftur gerð að kvikmyndaveri Sviðsmynd sem sett var upp í Sementsverksmiðjunni. Héldu uppskeruhátíð sumarlesturs í Borgarnesi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.