Skessuhorn - 07.09.2016, Page 10
MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 201610
„Það er allt fullt af fiski á miðun-
um. En hann tekur ekki línu vegna
mikils ætis, hér er allt fullt af mak-
ríl og síld, svo fiskurinn vill ekki
sjá línubeituna,“ segir Örvar Mar-
teinsson skipstjóri á Sverri SH í
samtali við Skessuhorn. Sverrir SH
er 15 brúttótonna línu- og hand-
færabátur sem róið er frá Ólafs-
vík. Örvar segist vera áhyggjufull-
ur vegna stöðunnar í sjávarútvegi
vegna styrkingar krónunnar. „Auk
þess sem það er ekki mikill línu-
fiskur á haustin, alveg fram í miðj-
an október. Svo þetta lítur ekki vel
út í haust en vonandi rætist þó úr
þessu,“ segir Örvar.
Hann segist vera á skaki þessa
viku, til að reyna að minnka kostn-
að, en þar sem útgerðin sé með
beitningarfólk í vinnu þurfi að fara
fljótlega aftur á línu. Þá segist Örvar
ekkert skilja í því hvers vegna búið
er að skera ýsukvótann svona mik-
ið niður. „Það er ekkert vit í því að
hafa svona mikið bil á milli fiskteg-
unda, við ráðum því ekki hvað bít-
ur á krókana. Auk þess var löngu-
kvótinn skorinn niður um 43% og
við erum ekki með nema fjögur til
fimm tonn af löngukvóta. Svo sá
kvóti verður fljótt búinn, eins og
hjá hinum línubátunum. Það verð-
ur þá ekki auðvelt að fá leigukvóta,“
segir Örvar. „Nei, þetta lítur því
miður illa út eins og sakir standa,“
bætir hann við að endingu.
af
Lítur ekki vel út eins
og sakir standa
Örvar Marteinsson skipstjóri á Sverri SH er ekki bjartsýnn í upphafi kvótaársins.
Áramót í útgerðinni
Nýtt kvótaár hófst síðastliðinn
fimmtudag. Þar af leiðandi hefur
Fiskistofa úthlutað aflamarki fyrir
fiskveiðiárið 2016/2017. Að þessu
sinni er úthlutað 369.925 tonnum í
þorskígildum talið samanborið við
um 368.394 þorskígildistonnum
á sama tíma fyrir ári. Aukning á
milli ára samsvarar því um 1.530
þorskígildistonnum. Skip á Vestur-
landi fengu úthlutað rétt rúmlega
53.161 tonnum í þorskígildum eða
14,4% af heildarúthlutun. Úthlut-
un í þorski er rúmlega 194 þúsund
tonn og hækkar um tæp fjögur þús-
und tonn frá fyrra ári. Ýsukvótinn
dregst saman um rúm 1.400 tonn og
er nú 27.523 tonn. Rúmlega 1.200
tonna samdráttur er í úthlutun á
gullkarfa, 5.200 tonna samdráttur í
löngu og 6.800 tonna samdráttur í
úthlutun á íslenskri sumargotssíld.
Úthlutað aflamark er alls 429.363
tonn sem er um 16 þúsund tonnum
minna en á fyrra ári.
HB Grandi fær mest
Alls fá 504 skip úthlutað aflamarki
að þessu sinni samanborið við 534 á
fyrra fiskveiðiári. Þar af eru 98 skip
á Vesturlandi. Það skip sem fær út-
hlutað mestu aflamarki á landinu
er Guðmundur í Nesi ER 13, en
hann fær 8.324 þorskígildistonn eða
2,25% af úthlutuðum þorskígildum.
Höfrungur III AK 250 fær úthlutað
mestu aflamarki af skipum á Vest-
urlandi, eða rúmum 6.476 þorsk-
ígildistonnum en það eru um 1,8%
af úthlutuðum þorskígildum. Líkt
og á undanförnum árum fá fimm-
tíu stærstu fyrirtækin úthlutað sem
nemur um 86% af því aflamarki
sem úthlutað er í landinu. Sé litið til
þeirra sem eru með mesta úthlutun
fær HB Grandi mestu úthlutað til
sinna skipa, eða 10,3% af heildinni.
Samherji kemur næstur með 6% og
þá Þorbjörn hf. í Grindavík með
5,5%. Þetta er sama röð efstu fyrir-
tækja og verið hefur undanfarin ár.
grþ
Nánast sambærilegu
magni kvóta úthlutað
á nýju fiskveiðiári
Þorski landað úr Bárði SH. Útgerð Bárðar fær um 641 tonni úthlutað. Ljósm. af.
Úthlutað aflamark skipa á
Vesturlandi kvótaárið 2016/2017
Skip Heimahöfn Þorskígildi
Höfrungur III AK-250 Akranes 6.476.761
Helga María AK-16 Akranes 5.489.555
Sturlaugur H Böðvarsson AK-10 Akranes 5.479.371
Tjaldur SH 270 Rif 3.053.217
Grundfirðingur SH-24 Grundarfjörður 2.336.707
Hringur SH-153 Grundarfjörður 2.320.797
Örvar SH-777 Rif 1.907.204
Helgi SH-135 Grundarfjörður 1.632.650
Þórsnes SH-109 Stykkishólmur 1.600.526
Rifsnes SH-44 Rif 1.389.792
Bíldsey SH-65 Stykkishólmur 1.209.341
Steinunn SH-167 Ólafsvík 1.165.386
Saxhamar SH-50 Rif 1.114.547
Farsæll SH-30 Grundarfjörður 973.686
Sigurborg SH-12 Grundarfjörður 936.131
Ólafur Bjarnason SH-137 Ólafsvík 913.323
Magnús SH-205 Hellissandur 908.392
Tryggvi Eðvarðs SH-2 Rif 855.599
Hamar SH-224 Rif 770.212
Guðbjartur SH-45 Hellissandur 687.379
Faxaborg SH-207 Rif 683.665
Kristinn SH-812 Rif 670.506
Gullhólmi SH-201 Stykkishólmur 662.448
Rifsari SH-70 Rif 661.553
Bárður SH-81 Arnarstapi 640.923
Stakkhamar SH-220 Rif 624.311
Esjar SH-75 Rif 600.462
Egill SH-195 Ólafsvík 580.096
Víkingur AK-100 Akranes 545.580
Særif SH-25 Hellissandur 530.361
Matthías SH-21 Rif 493.612
Sverrir SH-126 Ólafsvík 386.854
Guðmundur Jensson SH-717 Ólafsvík 372.885
Arnar SH-157 Stykkishólmur 348.529
Sveinbjörn Jakobsson SH-10 Ólafsvík 343.003
Gunnar Bjarnason SH-122 Ólafsvík 339.544
Kvika SH-23 Arnarstapi 314.667
Bára SH-27 Hellissandur 226.235
Brynja SH-236 Ólafsvík 213.195
Vísir SH-77 Ólafsvík 210.551
Bjarni Ólafsson AK-70 Akranes 198.146
Katrín SH-575 Ólafsvík 190.330
Álfur SH-414 Arnarstapi 171.169
Kári SH-78 Stykkishólmur 148.147
Ebbi AK-37 Akranes 140.219
Kári III SH-9 Rif 95.528
Stapavík AK-8 Akranes 88.114
Bryndís SH-128 Arnarstapi 86.219
Hafnartindur SH-99 Hellissandur 84.875
Ingibjörg SH-174 Rif 77.041
Rán SH-307 Arnarstapi 73.789
Ísak AK-67 Akranes 72.217
Þerna SH-350 Rif 69.641
Hólmar SH-355 Ólafsvík 57.353
Hólmarinn SH-114 Stykkishólmur 52.458
Vinur SH-34 Grundarfjörður 51.693
Rún AK-125 Akranes 49.821
Birta SH-203 Grundarfjörður 49.333
Emilía AK-57 Akranes 44.543
Þura AK-79 Akranes 43.157
Glaumur SH-260 Rif 41.349
Friðrik Bergmann SH-240 Ólafsvík 37.765
Brimsvala SH-262 Stykkishólmur 36.881
Hanna SH-28 Stykkishólmur 36.243
Þytur MB-10 Borgarnes 36.217
Huld SH-76 Arnarstapi 36.021
Herdís SH-173 Rif 35.239
Gestur SH-187 Arnarstapi 34.340
Margrét SH-330 Grundarfjörður 30.555
Kristján SH-176 Arnarstapi 29.142
Glaður SH-226 Ólafsvík 27.271
Hilmir SH-197 Ólafsvík 25.243
Kristborg SH-108 Stykkishólmur 22.675
Hafrún SH-125 Ólafsvík 21.317
Sædís SH-138 Ólafsvík 18.793
Geysir SH-39 Ólafsvík 18.265
Frú Emilía SH-60 Arnarstapi 17.949
Hafdís SH-309 Arnarstapi 16.197
Ríkey MB-20 Borgarnes 16.144
Erla AK-62 Akranes 15.045
Karl Þór SH-110 Stykkishólmur 14.468
Jóa II SH-275 Rif 14.000
Sælaug MB-12 Borgarnes 12.532
Hansi MB-1 Borgarnes 10.398
Jói á Nesi SH-159 Ólafsvík 9.815
Mundi AK-34 Akranes 9.711
Þröstur SH-19 Grundarfjörður 7.343
Sæfari II SH-43 Grundarfjörður 7.209
Selfell SH-36 Stykkishólmur 4.878
Björgvin SH-500 Ólafsvík 2.024
Leifi AK-2 Akranes 1.594
Rakel SH-700 Ólafsvík 1.437
Bessa SH-175 Rif 289
Mangi á Búðum SH-85 Ólafsvík 163
Fákur SH-8 Stykkishólmur 58
Kvika SH-292 Stykkishólmur 1
Borgar Sig AK-66 Akranes 1
grþ