Skessuhorn


Skessuhorn - 07.09.2016, Blaðsíða 21

Skessuhorn - 07.09.2016, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 2016 21 sjóða í hver. Fundarmenn voru minntir á kynn- ingarfund um sameiginlegt svæð- isskipulag Dalabyggðar, Reykhóla- hrepps og Strandabyggðar, sem fram fór í gær, þriðjudaginn 6. september. Þar gafst íbúum kostur á að kynna sér vinnu við sameiginlega svæðis- skipulagsáætlun og hafa áhrif á mót- un hennar með því að koma hug- myndum sínum á framfæri. kgk • Tryggja þarf endurheimt öruggrar heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni • Almannatryggingar verði endurskoðaðar með róttækum hætti. Afnám skerðinga og tekjutenginga • Eum framhaldsskóla og háskóla í kjördæminu. Stöndum vörð um símenntun • Flýtum brýnum samgöngu- og fjarskipataverkefnum á NV-landi • Hlúum að nýbúum, vöndum aðlögun. Þjálfum og menntum heimamenn á þessu sviði • Arður af auðlindum þjóðarinnar verði nýttur til uppbyggilegra verkefna í þágu almennings • Búum stórum og smáum fyrirtækjum lífvænlegt rekstrarumhver • Bætum í stuðning við ungar barnafjölskyldur og einstæða foreldra Fleiri áhersluatriði má nna á www.facebook.com/Gudjonbrjansson/ GUÐJÓN S. BRJÁNSSON SÆKIST EFTIR 1. SÆTI í prófkjöri jafnaðarmanna í NV-kjördæmi 8. – 10. sept. SK ES SU H O R N 2 01 6 Íbúafundur um ferðamál var hald- inn á Reykhólum mánudaginn 29. ágúst. Um 20 manns mættu, þar af 16 sem bjóða hvers konar þjónustu við ferðamenn. Markmiðið var að safna hugmyndum um hvað mætti betur fara í ferðaþjónustu á svæðinu, samhæfa upplýsingar til ferðamanna og undirbúa framhaldið. Sveitarfé- lagið ver árlega 8,5 milljónum króna til reksturs upplýsingamiðstöðv- ar, sundlaugar og tjaldsvæðis. Sam- kvæmt teljurum Vegagerðarinnar fóru 13.616 bílar um Reykhólahrepp í júlí síðastliðnum, eða fimm þúsund fleiri en í sama mánuði árið 2014. Í júlímánuði komu 1.931 í upplýs- ingamiðstöðina á Reykhólum, eða 563 fleiri en í júlí 2014. Gestir sund- laugarinnar voru 2.371, þar af 255 erlendir. Fundurinn var haldinn að frumkvæði Maríu Maack, verkefna- stjóra hjá AtVest og íbúa á Reykhól- um. Þetta kemur fram á Reykhólav- efnum, þar sem samantekt Maríu frá fundinum var birt. Í umræðum fundargesta kom fram að ferðamönnum þætti sveitin fögur og væru því fegnir að svæðið væri ekki umsetið. Þeir væru hrifnir af öllu sem tengdist svæðinu, ekki síst ef hægt var að sjá lifandi sýningu sem tengist til dæmis hlunnindum svæð- isins, en einnig vakti heimafengið handverk áhuga, sem og almennur búskapur og jarðhiti. Reynsla heimamanna af ferða- mönnum var almennt góð og þeir vilja gjarnan fá fleiri ferðamenn. En jafnframt betri afkomu af þjónustu sem veitt er og varast skal að veita þjónustu án þess að taka greiðslu fyrir. Þótti fundargestum vanta betri merkingar um nánasta umhverfi, fólk og staði og afþreyingu. Merkja mætti staðsetningu tjaldstæðisins betur innan þéttbýlisins og einni var stungið upp á stórri mynd sem sýndi hvar þjónustu er að finna við aðal þjónustukjarnann. Einnig þótti fundargestum æskilegt ef útbúið yrði yfirlitskort um allan hreppinn með gönguleiðum, áhugaverðum stöð- um, þjónustu og jafnvel stuttum frá- sögnum. Þá kom fram á fundinum að opn- unartímar upplýsingamiðstöðvarinn- ar hentuðu ekki nægilega vel. Betra væri að hafa opið fyrr á morgnana, að sögn ferðaþjóna, en upplýsinga- miðstöðin hefur verið opin frá 11 til 17 í sumar. Þá myndi lengdur opn- unartími verslunarinnar einnig koma sér vel þó sumir heimamenn myndu ef til vill alltaf kaupa inn korteri fyrir lokun, óháð opnunartíma. Óleyst mál, úrbætur og nýjungar Vilji er til að bjóða út tjaldsvæði hreppsins og færa þar með gjaldtöku og umhirðu á leigutaka, en það mál er óleyst. Ekki er einhugur um þró- un bátasafns og hlunnindasýningar, en til stendur að móta stefnu Báta- og hlunnindasafnsins til framtíðar. Þá eru salernismál einnig óleyst, en allir fundarmenn voru sammála um að þörf væri á að koma fyrir salern- um á fleiri stöðum í hreppnum. Varðandi úrbætur og nýjungar kom fram á fundinum að verið væri að hanna stíga og merkingar um hverasvæðið á Reykhólum. Er það mál í farvegi frá hendi sveitarstjórn- ar. Þá eru uppi hugmyndir um nokk- urs konar leitartæki sem leiðir fólk á göngu um áhugaverða staði, auk þess sem hugmyndabræðingur er í gangi um sögugöngur sem tengjast Gufudal. Veitingastað þykir vanta í þorp- inu, en uppi eru hugmyndir um veit- ingastað í tengslum við verslunina. Að lokum var lagt til að seld verði stök egg og ferðamönnum leyft að Ferðamál voru rædd á íbúafundi á Reykhólum Gestir voru líklega aldrei fleiri yfir eina helgi í sumar en á Reykhóladögum. Gestum hefur hins vegar fjölgað mikið í Reykhólahreppi síðustu tvö ár. Ríflega 500 fleiri komu í upplýsingamiðstöðina á Reykhólum í júlí síðastliðnum en í júlí 2014 og bílaumferð um hreppinn hefur aukist um fimm þúsund bíla miðað við sömu mánuði. Á fundinum kom fram að ferðamenn væru sérstaklega áhugasamir um að sjá lifandi sýningar. Hér má sjá Jóhannes Gíslason frá Skáleyjum ríða net á Báta- og hlunnindasýningunni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.