Skessuhorn


Skessuhorn - 07.09.2016, Page 28

Skessuhorn - 07.09.2016, Page 28
MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 201628 Nýlenduarður íbúðaeigenda á höf- uðborgarsvæðinu frá árinu 1995 er um 1.000 milljarðar króna. Ný- lenduarðurinn felst í því að íbúða- verð á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað tvöfalt meira en almennt verðlag á þessum tíma og verð- mæti íbúða á höfuðborgarsvæðinu er 1.250 milljörðum hærra en það væri er það hefði fylgt almennri verðlagsþróun á þessum tíma. Verðmæti íbúða á landsbyggðinni hefur hækkað mun minna á sama mælikvarða eða um 200 – 250 milljarða. Nýlendustefnan gagnvart lands- byggðinni birtist í aðgerðum ríkis- valdsins á mörgum sviðum og al- mennri umræðu og andróðri gagn- vart landsbyggðinni. Umræður um sjávarútvegsmál og landbúnaðar- mál eru fyrirferðarmiklar og hafa sem meginstef að skattleggja sjáv- arútveg sérstaklega og draga úr stuðningi við landbúnað sem þó verður sífellt umfangsminni þátt- ur í efnahagslífi landsmanna. Mik- il andstaða er við uppbyggingu iðnaðar á landsbyggðinni og orku- vinnslu þótt hvergi í heiminum sé umhverfisvænni orkuframleiðsla en á Íslandi. Fjárfesting í margvís- legum innviðum í ferðaþjónustu er stórlega vanrækt þótt erlend- ir ferðamenn standi undir a.m.k. 20% af öllum tekjum af neyslu- sköttum. Vöxtur heilbrigðiskerfisins er fyrst og fremst á höfuðbogarsvæð- inu en heilbrigðisstofnanir á lands- byggðinni hafa margar verið látnar veslast upp. Háskólakerfið er fyrst og fremst byggt upp í Reykjavík. Vegakerfinu á landsbyggðinni er illa haldið við og lítill metnaður er í vegaframkvæmdum. Reykjavík- urborg hefur skipulagt Reykjavík- urflugvöll að stórum hluta í burtu. Aðgerðir í húsnæðismálum mið- ast fyrst og fremst við höfðuborg- arsvæðið. Og til að fylgja öllu þessu eft- ir er mikil bar- átta í gangi við að minnka vægi atkvæða íbúa landsbyggðar- innar. N i ð u r s t a ð a allra þessara að- gerða sem efla h ö f u ð b o r g a r- svæðið á kostnað landsbyggðarinnar er sú að íbúða- verð á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað í kringum 100% umfram almennt verðlag frá árinu 1995. Í hinnu miklu hækkun íbúðaverðs hafa íbúðaeigendur á höfuðborg- arsvæðinu fengið arð sinn af þess- ari stefnumörkun og þróun. Ný- lenduarðurinn er í öllum aðalat- riðum skattfrjáls eignamyndun. Fjölskylda sem keypti sér íbúð- arhúsnæði á höfuðborgarsvæð- inu fyrir 20 árum og er nú að selja sömu eign getur þannig reiknað með að um helmingur söluverðs- ins sé skattfrjáls söluhagnaður vegna verðhækkunar umfram al- mennt verðlag. Það er einnig merkilegt að fylgj- ast með umræðu nú um stundir um eignarrétt á landi og auðlind- um. Eignarréttartilfinningin sem tengist hugtakinu þjóðareign virð- ist af einhverjum ástæðum vera mun sterkari á höfuðborgarsvæð- inu en á landsbyggðinni þar sem auðlindirnar eru fyrst og fremst nýttar. Þetta undirbyggir nýlendu- stefnuna gagnvart landsbyggðinni. Ég tel að nýlendustefnuna gagnvart landsbyggðinni þurfi að berja til baka. Það verður áhuga- vert að fylgjast með því á næstu vikum hvernig stjórnmálaflokk- arnir munu taka á nýlendustefn- unni. Munu þeir taka hana upp á sína arma? Eða munu þeir hafna henni? Tími byggðaáætlana og sókn- aráætlana þar sem varpað er ein- hverjum milljónatugum sem dús- um fyrir landsbyggðafólk er liðinn. Nú þarf að byrja að telja í millj- örðum og milljarðatugum sem eru lágar upphæðir þegar nýlenduarð- ur íbúðareigenda á höfuðborgar- svæðinu er hafður í huga. Vilhjálmur Egilsson. Höf. er rektor Háskólans á Bifröst. Vörur og þjónusta Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Drei bréf - Boðsbréf Ritgerðir - Skýrslur Reikningar - Eyðublöð Umslög - Bréfsefni Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Getum við aðstoðað þig? sími: 437 2360 olgeirhelgi@islandia.is R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 Hilmir B ehf Löggiltur pípulagningameistari Alhliða pípulagningaþjónusta hilmirb@simnet.is facebook.com/hilmirbehf LAUSNIN HÖFÐASELI Opnunartími er frá kl. 8:00-16:00 alla virka daga Daglegar ferðir milli Reykjavíkur og Borgarness Tvær ferðir í viku í sveitir Borgarfjarðar Skrifstofan er opin mánudaga – föstudaga kl. 9.00 – 12.00 og 13.00 – 15.30 Sími 437-2030 - v.v@simnet.is DAGLEGAR FERÐIR BORGARNES - REYKJAVÍK Nýlenduarðurinn Pennagrein Pennagrein Pennagrein Mig langar að tala um kynlíf. Ég held að flestir hljóti að vera sammála því að kynlíf er afskaplega mikilvægt fyrir vöxt og viðhald hvers samfélags. Fæst okkar væru til nema vegna þess að foreldrar okkar lögðu á sig að stunda kynlíf, sem getur vissulega verið tölu- vert líkamlegt erfiði. Kynlíf er því grunnurinn að tilveru flestra. Miðað við mikilvægi þessa málaflokks, þ.e. kynlífs, er magnað hversu lítið vægi það hefur í umræðunni og í skólakerf- inu. Kynfræðslu er illa sinnt í skóla sem er magnað miðað við hversu margir hafa bara þó nokkurn áhuga á kynlífi. Það er reyndar margt fleira sem snýr að lífi og tilveru fólks sem er varla nefnt í skólakerfinu. Meðal annars það sem gjarnan kemur á eftir kynlífi, þ.e. barnauppeldi! Það ætti ekki að þurfa að fjölyrða um mikilvægi kyn- fræðslu. Góð kynfræðsla getur kom- ið í veg fyrir ótímabærar þunganir. Hún getur líka stuðlað að heilbrigð- ari samskiptum kynjanna, já og fólks af sama kyni ekki síður, og getur jafn- vel komið í veg fyrir kynferðisbrot. Síðast en ekki síst þá er það með þetta áhugamál, eins og svo mörg önnur, að þekking og færni eykur ánægjuna! Stjórnvöld hafa því miður lítinn áhuga á kynlífi og ef eitthvað er þá virðist þeim vera í nöp við það. Alla vega hafa stjórnvöld ákveðið refsa þeim sem stunda kynlíf með þeim ár- angri að þeir ná að fjölga mannkyn- inu, fjölga skattgreiðendum. Refs- ingin er fæðingarorlof. Það er ekki hægt að hugsa sér meira ábyrgðar- hlutverk en foreldrahlutverkið. For- eldrum er ekki umbunað fyrir þessa ábyrgð. Stjórnendur fjármálastofn- ana fá hins vegar góða bónusa fyr- ir meinta ábyrgð. Fæðingarolofið er refsing vegna þess hversu stutt það er. Refsingin felst í óbrúuðu bili milli fæðingarorlofs og dagvistunar á leik- skólum. Það er hins vegar mjög mismunandi hversu breytt það bil er. Ýmist eru börn að komast að á leikskóla þegar þau eru aðeins ársgömul eða ekki fyrr en þau eru komin á Facebook! (eða svona því sem næst). Á leikskólum er unnið frábært starf og það fagfólk sem þar starfar gegn- ir mikilvægu hlutverki í uppeldi hvers barns. Ég vil að börn njóti jafnræð- is hvar sem þau eru á landinu. Fæð- ingarorlofið á að vera tólf mánuðir og síðan á leikskólinn að taka við. Það er kynlíf með farsælan endi! Rúnar Gíslason. Höfundur gefur kost á sér í 1.-3. sæti á lista VG í Norðvesturkjördæmi. Kynlíf og næstu skref Það olli mér smá pirringi um daginn, að alltaf þegar ég opnaði facebook var Guðlaugur Þór þar með keypta aug- lýsingu um sjálfan sig. Prófkjör sjálf- stæðismanna var í gangi. Þar lýsti hann því að sjálfstæðisstefnan væri „svona minni reglur og eftirlit og meira frelsi.“ Það er rétt að sjálfstæðismenn vilja minni reglur og eftirlit, en þýðir það endilega meira frelsi? Ef við tökum dæmi úr fótboltanum: Segjum að það sé haldið Íslandmót í knattspyrnu, og það sé ákveðið allt í einu, ekkert aug- lýst og spilað yfir eina helgi. Þá er ekkert verið að hugsa um reglur um góðan fyrirvara. Margir gætu aug- ljóslega ekki mætt. Væri þetta „frjáls samkeppni?“ Sjálfstæðisstefnan í reynd Ástæðan fyrir því að ég tek þetta bjánalega dæmi, er að þetta hefur einmitt gerst í tíð ríkisstjórnarinn- ar sem Guðlaugur Þór styður. Núna þegar fasteignaverð er á beinni leið upp, þótti Flokknum gráupplagt fyr- ir ríkið að losa sig við hlut sinn í fast- eignafélaginu Reitum. Landsbank- inn var fenginn til að selja. Þar er valinn sjálfstæðismaður í hverju rúmi eftir að bankinn var seldur innvígðum flokksmönnum hér um árið. Bank- inn komst að því að best væri að selja eignirnar á föstu verði, sem er það sama og er skráð í Kauphöllinni *), og selja eigurnar yfir eina helgi. Auglýs- ing um söluna birtist síðdegis á föstu- degi og það var búið að selja næsta mánudag, 22. ágúst. Ekki fékkst upp gefið hverjir keyptu hlutina. Hvað finnst ykkur? Eru hugsjónir um frjálsa samkeppni þarna að baki? Nei, þarna eru menn einfaldlega að rífa til sín eigur Ríkisins (okkar allra) og gera það með leynd. Þetta er hin raunverulega sjálfstæðisstefna. Annað dæmi er kvótakerfið: Færeyingar bjóða nú upp kvóta. Það hefur verið reiknað út að ef íslenska þjóðin fengi jafn mikið á kílóið og fékkst útúr því uppboði, fengjust 83 milljarðar fyrir kvótann **) Útgerð- armenn borga nú 4,8 milljarða. Í tíð vinstristjórnarinnar var gjaldið u.þ.b. 10 milljarðar. Núverandi ríkisstjórn var fljót að lækka gjaldið. Hagnað- ur Samherja var 14 milljarðar á síð- asta ári. Það er gott þegar fólki geng- ur vel, en þau fyrirtæki sem eru raun- verulega í frjálsri samkeppni geta ekki sýnt svona mikinn hagnað. Ég þekki þetta, hef fylgst með sam- keppninni á fjar- skiptamarkaðnum lengi. Ástæðan fyr- ir hagnaðinum er að Samherja er þeir eru búnir að „taka völlinn“, og eng- inn rekur þá útaf til að leyfa hinum að spila líka. Þetta er hin raunverulega sjálfstæðisstefna. Til að þjóðin fái góða þingmenn þurfa kjósendur fyrst og fremst að hugsa um hverjir eru að vinna fyrir þá. Löglærðir menn og konur eiga ekki í vandræðum með að segja hlut- ina þannig að þeir hljómi vel ***). En ef þeir vinna fyrir hagsmunaaðila en ekki þjóðina, gera þeir minna en ekk- ert gagn fyrir okkur á Alþingi. Kveðja, Reynir Eyvindsson, Akranesi. *) Þetta verð á Reitum (61 millj- arður) er af einhverjum ástæðum helmingi lægra en skráð gengi allra eigna Reita sem er 127 milljarðar. **) http://www.frettatiminn.is/all- ir-nema-stjornarflokkarnir-vilja- uppbod/ ***) Niðurstaða prófkjörsins var að 7 af 8 efstu frambjóðendum Flokksins í Reykjavík eru lögfræðingar. Minni reglur og meira frelsi

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.