Skessuhorn - 14.09.2016, Side 6
MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 20166
Punktar fuku og
sektir greiddar
VESTURLAND: Lögreglu-
menn á Vesturlandi tóku 27
ökumenn fyrir of hraðan akst-
ur í umdæmi sínu í vikunni
sem leið. Sá sem hraðast ók
var tekinn á 142 km hraða og
er sektarupphæðin 90 þúsund
krónur auk fjögurra punkta í
ökuferilsskrá. Sá sem ók hrað-
ast þar sem 50 km/klst hraði
er leyfður, var tekinn á 81 km
hraða. Í hans tilfelli er sekt-
arupphæðin 25 þúsund krón-
ur auk þriggja punkta í öku-
ferilsskrá. Hraðamyndavél-
in við Fiskilæk sunnan Hafn-
arfjalls tók samtals 216 öku-
menn fyrir of hraðan akstur í
vikunni.
Sláturleyfishafar
þurfa að
gæta hagsmuna
dreifbýlis
BORGARBYGGÐ: Ýms-
ir hafa mótmælt lækkun af-
urðaverðs til sauðfjárbænda,
en það lá fyrir í upphafi
þessa mánaðar. Meðal annars
bændur sjálfir, stjórn Búnað-
arsamtaka Vesturlands og
á síðasta fundi umhverfis-,
skipulags- og landbúnaðar-
nefndar Borgarbyggðar var
harðlega mótmælt. Samþykkt
var bókun þar sem mótmælt
er harðlega þeirri lækkun
sem boðuð hefur verið á af-
urðaverði til sauðfjárbænda
vegna haustslátrunar 2016.
„Hvetur nefndin sláturleyf-
ishafa til að hækka framkom-
in verð til þess að mæta kröf-
um sauðfjárbænda um hærra
afurðaverð. Nefndin hvetur
enn fremur sláturleyfishafa
til þess að standa þétt sam-
an um hagsmuni dreifbýlisins
og þeirra byggða sem byggja
á landbúnaði. Sú starfsemi er
mikilvæg fyrir Borgarbyggð
og landið í heild,“ segir í bók-
un nefndarinnar.
-mm
Samið um
potta og laug
AKRANES: Á fundi
skipulags- og umhverf-
isráðs Akraneskaupstað-
ar í síðustu viku var far-
ið yfir tilboð í endurnýj-
un potta á Jaðarsbökkum
og byggingu heitrar laug-
ar á Langasandi. Eftir að
verðkönnun hafði verið
gerð var niðurstaða nefnd-
arinnar að ganga til samn-
inga við Pípulagningaþjón-
ustuna um lagnir að pott-
um á Jaðarsbökkum og að
laug á Langasandi. Sá verk-
hluti kostar 24,9 milljón-
ir króna. Þá verður samið
við GS Import ehf. í verk-
ið utan lagnaþáttarins og
er kostnaður við það 89,3
milljónir króna.
-mm
Endurtekið
forval VG
hafið
NV-KJÖRD: Endurtek-
ið forval Vinstri hreyfing-
arinnar græns framboðs í
Norvesturkjördæmi stend-
ur nú yfir. Eins og fram
kom í fréttum Skessuhorns
ákvað kjörstjórn í NV kjör-
dæmi að endurtaka kosn-
inguna þar sem skort hafði
upp á upplýsingagjöf og
leiðbeiningar í fyrri til-
rauninni. Nýir kjörseðlar
með öðrum lit voru póst-
lagðir síðastliðinn föstudag
til 1.102 félagsmanna og er
gert ráð fyrir að kosningin
standi yfir frá 12. -20 sept-
ember. Atkvæði verða tal-
in sunnudaginn 25. sept-
ember.
Halli á rekstri
dvalar-
heimilisins
STYKKISH: Stjórn Dval-
arheimilis Stykkishólms
fundaði 6. september síð-
astliðinn. Þar var til um-
ræðu rekstur dvalarheim-
ilisins, mönnun og önn-
ur mál. Í fundargerð kem-
ur fram að halli er á rekstri
dvalarheimilisins upp á 8,9
milljónir króna en einn-
ig er gert grein fyrir því
að reksturinn horfi í rétta
átt. Fullmannað er í allar
stöður á dvalarheimilinu;
3,3 stöðugildi sjúkraliða
og 8,2 stöðugildi starfs-
fólks í aðhlynningu. Auk
þess hefur iðjuþjálfi ver-
ið ráðinn til reynslu í þrjá
mánuði í hálfu stöðugildi.
Hóf hann störf 1. septem-
ber. Mánudaginn 3. októ-
ber næstkomandi er síðan
áætlað að hefja störf í eld-
húsi sjúkrahússins en rekst-
ur þess verður á vegum
dvalarheimilisins. Þar á að
elda mat fyrir sjúkrahúsið,
dvalarheimilið, grunnskól-
ann og eldri borgara sem
hafa keypt mat frá dvalar-
heimilinu. Verður matnum
ekið frá sjúkrahúsinu. Ein
umsókn hefur borist vegna
starfs í eldhúsi sjúkrahúss-
ins og þá vantar að manna
0,8 stöðugildi.
-kgk
Félög sauðfjárbænda á Snæfells-
nesi, Dalasýslu og í Borgarfirði hafa
boðað til opins sameiginlegs fund-
ar með sláturleyfishöfum og fram-
kvæmdastjóra Landsamtaka sauð-
fjárbænda. Fundurinn verður hald-
inn að Þinghamri á Varmalandi á
morgun, fimmtudaginn 15 sept-
ember og hefst klukkan kl 20:30.
„Félögin skora á sauðfjárbænd-
ur að sýna samstöðu og fjölmenna
á fundinn því það er mikilvægt að
við látum raddir okkar heyrast,“
segir í tilkyninngu. Tímasetning
fundarins kemur e.t.v. á óvart í ljósi
þess annatíma sem nú er hjá sauð-
fjárbændum, en sláturleyfishafar
hafa boðað afurðaverð sem bænd-
ur sætta sig ekki við. „Við vitum að
þetta er mjög erfið tímasetning fyr-
ir bændur sem eru að undirbúa sig
fyrir leitir eða lagðir af stað, en því
hvetjum við þá sem eftir eru heima
og alla þá sem mögulega geta kom-
ið, að fjölmenna á fundinn,“ seg-
ir stjórnarfólk í félögum sauðfjár-
bænda á Vesturlandi.
mm
Sauðfjárbændur á Vesturlandi boða til fundar
Foreldrafélag leikskólans Kríu-
bóls á Hellissandi gaf leikskólanum
nýjan kastala í sumar. Starfsmenn
bæjarins komu honum fyrir á leik-
skólalóðinni í sumar og var hann
kominn í notkun áður en leikskól-
inn opnaði að nýju eftir sumarfrí.
Undanfarna daga hafa starfsmenn
Áhaldahúss Snæfellsbæjar verið að
setja gúmmíhellur umhverfis kast-
alann og ganga frá lóðinni. Á með-
fylgjandi mynd er Anton Ingólfs-
son, starfsmaður Áhaldahússins,
við kastalann.
grþ / Ljósm. Snæfellsbær.
Foreldrafélagið gaf nýjan kastala
„Ég er ekkert að grínast með að
stefna á eitt af efstu sætunum,“
skrifar Rúnar Gíslason í Borgarnesi
og frambjóðandi í forvali Vinstri
hreyfingarinnar græns framboðs
í Norðvesturkjördæmi. Forvalið
stendur nú yfir en því lýkur 20. sept-
ember nk. Rúnar birti á Facebook
síðu sinni athyglisvert myndband
sem sýnir hann sjálfan rogast með
gamlan og þungan skrifborðsstól
alla leið á hæsta tind Hafnarfjalls.
Hann stefnir á efsta sætið og sýn-
ir það þarna ótvírætt. „Ungt fólk til
áhrifa - pólitíkin græðir á fjölbreyti-
leikanum,“ segir Rúnar. „Ég er til-
búinn til þess að leggja ansi mikið á
mig til þess að berjast fyrir mínum
málefnum. Forval VG í Norðvest-
urkjördæmi stendur yfir. Þitt er val-
ið,“ skrifar hann.
mm
Stefnir á eitt af efstu sætunum
Skjáskot úr myndbandi
Rúnars. Það má sjá í heild
sinni á Facebook.