Skessuhorn


Skessuhorn - 14.09.2016, Side 24

Skessuhorn - 14.09.2016, Side 24
MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 201624 einnig athygli Íslendinga á þessum merka atburði sem átti sér stað fyrir 80 árum. „Barnabarn Charcots, frú Vallin-Charcot, hefur komið til Ís- lands nánast á hverju hausti í lang- an tíma til að heiðra minningu afa síns. Meðal annars hefur hún kom- ið með kvikmyndagerðafólk með sér,“ segir Guðrún. „Að þessu sinni verður fjölskylda hennar með í för. Þá kemur fólk frá franska sendi- ráðinu sem aðstoðaði okkur við uppsetningu sýningarinnar síð- astliðið vor. Einnig fleira fólk sem tengist þessu með einum eða öðr- um hætti, t.d. koma börn Kristjáns Þórólfssonar sem var sá sem bjarg- aði eina skipverjanum sem lifði af á sínum tíma. Þarna verður líka hluti af áhöfn skipsins Pourqoui Pas?, sem var nefnt eftir skipinu sem strandaði, það er í Reykjavíkurhöfn núna,“ bætir hún við. Vakti mikla athygli Strand Pourqoui Pas? vakti mikla athygli á sínum tíma, enda sjó- slys samofin sögu lands og þjóðar, þó atburðurinn teljist ekki almenn vitneskja nú. Daginn eftir slys- ið, 17. september 1936, var til að mynda ritað í Morgunblaðið: „Vér getum ekkert gert til að létta harm hinna syrgjandi ástvina í fjarlægu landi. Vér getum aðeins fullvissað þá um, að engin þjóð í heiminum er líklegri til að skilja sorg þeirra en vér Íslendingar.“ Charcot var mik- ils metinn vísindamaður í Frakk- landi og er enn. Áhöfnin sem fórst var frönsk sem og sá eini sem lifði strandið af. Atburðurinn er Frökk- um því enn í fersku minni. „Með því að taka á móti erlendu gestun- um, bjóða þeim í Safnahús til að sjá veggspjaldasýningu Heiðar Harnar Hjartardóttur og annað sem teng- ist þessu strandi sýnir sveitarstjórn þessari minningu virðingu,“ segir Guðrún. „ Minnismerki um strandið var sett upp í Straumfirði á 10. áratug síðust aldar. Var það reist af frum- kvæði skáta í Bonsecours í norð- anverðu Frakklandi en þaðan var Charcot. Þá hefur Svanur Steinars- son og aðrir landeigendur í Straum- firði staðið vörð um flakið. „Svan- ur er í raun vörslumaður flaksins sem liggur á hafsbotni fyrir utan Straumfjörð. Hann á heiður skilinn fyrir og allt hans fólk í Straumfirði. Það er fallegt að minnast svona ör- lagasögu,“ segir Guðrún að lokum. kgk Eitt fyrsta verk Alþingis eftir að það hafði fengið bæði löggjafar- og fjárveitingarvald með Stjórnar- skránni 1874 var að stofna lækna- skóla og síðan að stofna læknishér- uð og senda lækna út um allt land. Eru til margar sögur um hetju- dáðir og afrek héraðslækna við að ná til sjúklinga og kvenna í barns- nauð. Góð heilbrigðisþjónusta er náði til allra landsmanna var talin ein af forsendum þess að Íslend- ingar gætu kallað sig sjálfstæða þjóð og jafnframt skyldu vegleysur né ófærð ekki standa í vegi fyrir að- gangi fólks að læknisþjónustu. Þjóðin hefur haldið áfram að efnast og sex ára hagvaxtarskeið hefur nú skilað verulegum tekju- afgangi í ríkissjóð en samt er eins og ráðamenn dragi lappirnar þegar kemur að því að styðja við innviði í heilbrigðisþjónustu og þá sérstak- lega á landsbyggðinni. Heilbrigðisþjónustuna til fólksins Áður var það talið forgangsmál að koma með þjónustuna til fólksins þar sem héraðslæknarnir á lands- byggðinni komu í vitjanir heim til fólks. Síðar með því að byggja sjúkrahús og heilsugæslustöðv- ar þar sem fólkið bjó. Sjúkrahúsið á Akranesi, St. Franciskusspítalinn í Stykkishólmi, Fjórðungssjúkra- húsið á Ísafirði og Héraðshælið á Blönduósi, svo dæmi séu nefnd, voru einmitt byggð og rekin til að koma læknis- og spítalaþjónustunni til fólksins. Þessar stofnanir minna á þann stórhug sem einkenndi upp- byggingu heilbrigðisþjónustu hér- lendis á tuttugustu öld. En um leið og þjóðarhagur tók að vaxa var það forgangsmál að byggja upp heil- brigðiskerfið um allt land. Nú hefur dæmið snúist við og virðist stefnt leynt og ljóst að því að fullmektug heilbrigðisþjónusta verði í raun aðeins í boði á einum stað á landinu – í Reykjavík. Þang- að verða allir landsmenn að sækja óháð búsetu, hvort sem er vetur eða sumar, ófærð eða stórviðri. Það tala allir um nýjan Landsspítala, gott og vel, en hvað um að efla gott starf á Sjúkrahúsinu á Akranesi eða sér- hæfða þjónustu, meðferð og endu- hæfingu við sjúkrahúsið í Stykkis- hólmi? Ljósmóðirin eina á Vestfjörðum Nýleg frétt á BB á Ísafirði er því miður táknræn fyrir það sem íbúar í heilum landshlutum standa frammi fyrir. En aðeins ein ljósmóðir sinn- ir nú fæðingaþjónustu á Ísafirði fyr- ir alla Vestfirði. En þeir hafa verið sameinaðir í eina stofnun á Ísafirði, þótt vegir séu lokaðir innan fjórð- ungsins mánuðum saman að vetri. Afleysingamanneskja verður að kom að sunnan en flugsamgöngur geta verið stopular til og frá Ísafirði eins og fjölmörg dæmi sýna. Sam- kvæmt sömu frétt þurfa verðandi mæður jafnvel að fara í ómskoðun til Reykjavíkur vegna þess að tæk- ið sem notast er við á Heilbrigðis- stofnuninni á Ísafirði „er bæði gam- alt og lélegt og mikil þörf á endur- nýjun,“ eða vantar sérhæfða ljós- móður. Þótt ferðakostnaður sé nið- urgreiddur að einhverju frá Trygg- ingastofnun er ljóst að mikill kostn- aður, vinnutap og óöryggi fylgir því að þurfa sækja alla þessa þjónustu suður til Reykjavíkur. Landsbyggðin kallar Mér er það fullljóst að það er ekki hægt að hafa hámenntaða sérfræði- lækna á hverjum stað né held- ur að hægt sé að framkvæma flóknar læknis- aðgerðir á mörgum stöðum. Hins vegar skiptir máli að fólk hafi að- gang að ákveðinni grunnþjón- ustu þar sem það býr – ella getur það ekki búið þar. Þetta á við um þjónustu sem fólk þarf á að halda með reglubundnum hætti til þess að geta notið fullra lífsgæða, svo sem hjá þeim sem glíma við ein- hverja fötlun eða ýmsa króníska kvilla sem vilja oft safnast upp eft- ir því sem ævin lengist. En einnig læknisþjónustu í viðlögum – hjálp sem fólk þarf á að halda með stutt- um fyrirvara, svo sem vegna slysa eða skyndikvilla eða fæðingarhjálp. Hver kannast ekki við að hafa setið yfir veiku barni og velt því fyrir sér hvort nauðsyn sé til þess að kalla til lækni eða ekki. Tökum upp kyndilinn Aðgangur að heilbrigðisþjónustu er einn lykilþátturinn í því að tryggja búsetu um landið allt. Jafnframt er það staðreynd að landsbyggðin hefur látið yfir sig ganga að innvið- ir þjónustunnar hafa molnað niður eða einfaldlega verið lokað í nafni hagræðingar. Þessu verður hins vegar að snúa við og það ætti að vera forgangsmál hjá þingmönnum landsbyggðarkjördæma. Uppbygg- ing – eða kannski öllu heldur end- urreisn – heilbrigðisþjónustunnar er það framfaramál sem brennur á þjóðinni. Málið snýst um að kjörn- ir fulltrúar taki upp kyndillinn og beri hann áfram. Bjarni Jónsson. Höfundur gefur kost á sér í 1. sæti á lista VG í forvali í Norðvesturkjör- dæmi. Ákall heilbrigðisþjónustunnar á landsbyggðinni Pennagrein Nú berast kjörseðlar í hús í forvali VG sem stendur yfir dagana 12. til 20. september. Mikilvægt er að við tökum öll þátt og og mótum sigur- stranglegan lista í komandi alþing- iskosningum. Það er ánægjulegt að sjá hve margir góðir og hæfir einstakling- ar hafa gefið kost á sér í forystu- sveit fyrir Vinstri græn í NV-kjör- dæmi og lýsir það það styrk VG í kjördæminu. Ég leita til ykkar félaga minna eftir stuðningi um að leiða áfram framboðslista VG og mun leggja mig alla fram um að Vinstri græn nái góðum árangri í kosningun- um. Að við félagarnir vinnum sam- an og samhent að því að halda á lofti stefnu Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í hvívetna á lands- vísu. Að við vinnum öll að því að efla landsbyggðina á allan hátt. Mín helstu baráttumál eru efling byggðar í landinu með góðri inn- viðauppbyggingu, styrkingu mennt- unar og eflingar heilbrigðisþjón- ustu, breyting- ar á fiskveiði- stjórnarkerfinu og að starfsum- hverfi landbúnaðar sé tryggt. Tryggja þarf störf án staðsetning- ar út um allt land og horfa til ný- sköpunar og hugvits þegar atvinnu- uppbygging er annars vegar. Að við mætum gífurlegum fjölgun ferða- manna með stórauknum fjármun- um til innviðauppbyggingar og umhverfismála. Velferðarmál skipta okkur öll máli og málefni aldraðra, öryrkja og ungs fólks verða að vera í for- gangi hjá nýrri ríkisstjórn. Ég er baráttumanneskja í eðli mínu og mun nú, sem áður, taka slaginn fyrir þá sem minna mega sín og fylgja fast eftir stefnu VG í umhverfismálum og félagslegum jöfnuði. Baráttukveðjur, Lilja Rafney Magnúsdóttir, alþingismaður. Góðir félagar í VG! Pennagrein Föstudaginn 16. september næst- komandi verða 80 ár liðin frá því franska rannsóknaskipið Pourquoi pas? fórst við Straumfjörð á Mýr- um. Í tilefni af þessum tímamótum er von á hópi fólks frá Frakklandi sem ætlar að sækja Straumfjörð heim. Byggðarráð Borgarbyggð- ar samþykkti á fundi sínum fyrr í mánuðinum að hafa stutta móttöku fyrir frönsku gestina í tengslum við ferð þeirra að Straumfirði. Sveitar- stjóra var falið að undirbúa mót- tökuna í samvinnu við Guðrúnu Jónsdóttur, forstöðumann Safna- húss Borgarfjarðar. „Jean-Baptiste Charcot var franskur vísindamaður, mjög virt- ur á sínum tíma og maður sem franska þjóðin dáir enn. Hann fórst þarna með nær allri sinni áhöfn,“ segir Guðrún, aðeins einn maður komst lífs af þegar Pourqoui Pas? sökk. „Eðlilega hefur þessi atburð- ur kannski gleymst aðeins, enda langt um liðið. Við í Safnahúsi vild- um því leggja okkar af mörkum við að minna á þennan atburð í sögu héraðsins með því að opna sýningu sem hefur verið uppi í nokkra mán- uði. Gestirnir munu meðal ann- ars koma til okkar og skoða sýn- inguna og fá að sjá gögn úr héraðs- skjalasafninu sem tengjast þessum atburði,“ segir hún. Þetta verkur Áttatíu ár síðan Pourqoui pas? fórst við Straumfjörð á Mýrum Teikning sem gerð var eftir lýsingu á hinu mikla slysi við Straumfjörð. Hér má sjá Kristján Þórólfsson (t.v.) ásamt E. Gonidec, eina skipverjanum sem bjargaðist þegar franska rannsóknaskipið Pourqoui pas? fórst við Straumfjörð á Mýrum 16. september 1936. Ljósmyndari: Finnbogi Rútur Valdimarsson. Birt með góðfúslegu leyfi Héraðsskjalasafns Borgarfjarðar. Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.