Skessuhorn - 14.09.2016, Blaðsíða 28
MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 201628
Vörur og þjónusta
Hönnun prentgripa
& alhliða prentþjónusta
Drei bréf - Boðsbréf
Ritgerðir - Skýrslur
Reikningar - Eyðublöð
Umslög - Bréfsefni
Fjölritunar- og
útgáfuþjónustan
Getum við
aðstoðað þig?
sími: 437 2360
olgeirhelgi@islandia.is
R E S T A U R A N T
Upplýsingar í síma: 430 6767
R E S T A U R A N T
Upplýsingar í síma: 430 6767
LAUSNIN HÖFÐASELI
Opnunartími er frá kl. 8:00-16:00
alla virka daga
Daglegar ferðir milli Reykjavíkur og Borgarness
Tvær ferðir í viku í sveitir Borgarfjarðar
Skrifstofan er opin mánudaga – föstudaga
kl. 9.00 – 12.00 og 13.00 – 15.30
Sími 437-2030 - v.v@simnet.is
DAGLEGAR FERÐIR BORGARNES - REYKJAVÍK
www.skessuhorn.is
Þjónustuauglýsingar
Skessuhorns
Auglýsingasími:
433 5500
Í Kvennablaðinu þann 6. septem-
ber s.l. birtist grein Andrésar Helga
Valgarðssonar „Um prófkjör Pírata
í Norðvesturkjördæmi“. Sem fyrr-
um meðlimur kjördæmisráðs Pírata í
Norðvestur finn ég mig knúna til að
leiðrétta ýmsar villur sem fram komu
í þessari grein og bæta við örlitlum
fróðleik.
Undirrituð var skipuð í kjördæm-
isráð Norðvestur eftir mikinn vand-
ræðagang, þar sem fyrrum meðlim-
ir ráðsins voru nánast allir komnir
sjálfir í prófkjör. Þegar þar var komið
sögu var lögsaga prófkjörsins komin
til framkvæmdaráðs Pírata sem hafði
tekið prófkjörsreglur og breytt lok-
uðu prófkjöri í opið. Það vakti undr-
un að undir þær nýju prófkjörsreglur
skrifar framkvæmdaráð með Halldóru
Sigrúnu Ásgeirsdóttur innanborðs
sem þá þegar hafði tilkynnt að hún
hyggði á framboð í þessu sama kjör-
dæmi. Nú tók við vinna hjá nýju kjör-
dæmisráði að snúa þessu við en aðild-
arfélögin, Píratar á Vesturlandi og Pí-
ratar á Vestfjörðum, náðu ekki sam-
an, enda hagsmunir ólíkir. Píratar á
Vesturlandi vildu takmarka kosninga-
rétt við félagsmenn með kjörgengi í
kjördæminu á meðan Vestfirðir vildu
opið prófkjör fyrir alla félagsmenn á
landsvísu. Meðlimir kjördæmisráðs-
ins voru þrír, einn frá hvoru aðildar-
félagi og svo oddamaður, kosninga-
stjóri flokksins, sem kom með þá yfir-
lýsingu strax í upphafi að hann myndi
ekki skerast í leikinn og taka af skar-
ið, menn yrðu að leita lausna. Þegar
enginn gaf eftir og allt stóð fast, stutt
í kosningar og pressa komin á mann-
skapinn var þrautalendingin sú að
hafa lokað prófkjör en opna staðfest-
ingarkosningu, þar sem listinn yrði
staðfestur eða felldur af skráðum Pí-
rötum á landsvísu.
Þegar niðurstaða kosningarinn-
ar varð ljós fór að bera á óánægju
þeirra Vestfirðinga enda þeirra mað-
ur frekar svekktur með sinn hlut og
vildi ofar. Kæra vegna smölunar fór í
gang og símhringingar fóru að ber-
ast. Aðilinn í þriðja sæti sem og að-
ilinn í fjórða sæti fengu símhringing-
ar frá kosningastjóra og meðlimum
framkvæmdaráðs þess efnis að Gunn-
ar Ingiberg gerði kröfu á að komast
ofar á lista og menn voru beðnir um
að færa sig til í hans þágu. Rökin sem
notuð voru snérust um að koma Vest-
fjörðum ofar á blað. Gunnar Ingi-
berg er hins vegar ekki Vestfirðing-
ur, hann er ættaður úr Stykkishólmi
og býr í Kópavogi. Lögheimilið flutti
hann reyndar á Ísafjörð „korteri“ fyrir
prófkjör en þar er hann til sjós. Haf-
steinn Sverrisson, sem fékk kosningu
í þriðja sætið eftir endurútreikninga,
er hins vegar borinn og barnfæddur
Ísfirðingur og bjó þar í tæp fjörtíu ár
en það þótti ekki þess virði að skoða
þá tengingu nánar.
Símhringingar, tölvupóstar og
fundir þess efnis um að fólk myndi
færa sig neðar á lista til að koma
Gunnari Ingiberg ofar báru ekki ár-
angur. Þingmaður flokksins, Birg-
itta Jónsdóttir, fór hamförum á leyni-
legri síðu flokksins þar sem hún sagð-
ist þekkja mann og annan í heimabæ
Þórðar Péturssonar, efsta manns á
lista, sem gættu sagt sér hitt og þetta
um manninn..
Framkvæmdaráð flokksins sat á
kærunni í nokkra daga þar sem hún
gleymdist í tölvupósthólfi ráðsins en
Vestfirðir tóku að fjölmenna af list-
anum. Kópavogsbúinn, Gunnar Ingi-
berg, hélt sig til hlés og símhringing-
ar gerðust tíðari. Þegar staðfesting-
arkosning hófst, fór að bera á áróðri
framámanna í flokknum þess efnis að
mönnum bæri að hafna þessum lista.
Fór þar fremst í flokki andlit flokks-
ins, Birgitta Jónsdóttir og kosninga-
stjóri flokksins Jóhann Kristjánsson.
Undirrituð átti einmitt samtal við
þann síðarnefnda sem fór hamförum
í að útlista nákvæmlega hversu mik-
ilvægt það væri að Gunnar Ingiberg
kæmist ofar á listann., „til að ná sátt-
um meðal frambjóðenda“.
Áróðurinn var gengdarlaus á fa-
cebooksíðum flokksins, bæði opin-
berum og óopinberum. Símtöl
héldu áfram að berast um allt land.
Fólk var beðið um að fella listann
og ýmiskonar rökum slengt fram,
efstu menn væru ekki þekktir inn-
an grasrótarinnar í Reykjavík, það
væri ekki nógu margar konur á list-
anum og það þyrfti að rétta við hlut
Vestfirðinga. En fyrst og fremst var
sú ástæða nefnd að smölun væri ekki
liðin innan flokksins. Allavega ekki
úr þeirri átt sem talin var hafa verið í
baráttu efsta manns á listanum.
Að lokum fór það svo eftir úrskurð
úrskurðarnefndar að listinn var felld-
ur. Þess má geta að samkvæmt lögum
Pírata þá er úrskurðarnefnd til þess
eins að fjalla um mál þar sem brotið
er á lögum Pírata á landsvísu. Kær-
an snérist ekki um landslög flokks-
ins og með ólíkindum að þar réði
mestu, ef rýnt er í textann, álit for-
ritara flokksins sem áður hafði kom-
ið sinni skoðun á þessari kosningu á
framfæri. Ólafur B. Davíðsson, töl-
fræðingur, sem einnig var fenginn
til að meta gögnin komst að annarri
niðurstöðu en forritarinn en það var
látið liggja á milli
hluta.
Listinn var felld-
ur með með tæp-
lega 55% atkvæða.
Hefði listinn ver-
ið samþykktur með slíkum meiri-
hluta hefði sú kosning án efa ekki þótt
sannfærandi sigur. Já sögðu 119 en
nei sögðu 153. Þarna munaði 34 at-
kvæðum.
Við tók undirbúningur fyrir seinni
lotu kosninga og nú á landsvísu og
símtölin héldu áfram að berast, ekki
bara frá Birgittu Jónsdóttur held-
ur einnig fleirum. Nú skyldi koma
Gunnari Ingiberg upp um sæti og
hafa í hávegum dreifingu á listanum
Vestfjörðum til handa. Gunnar Ingi-
berg hlaut 2. sætið í seinni kosning-
unni. Og í raun toppsætið þar sem
Eva Pandóra, sigurvegari kosningar-
innar, dvelur á fæðingadeildinni á Ak-
ureyri þegar þetta er skrifað og verð-
ur eðlilega fjarri kosningabaráttunni.
Þeir sömu og lýstu yfir óánægju
sinni með einsleitan lista voru nú
hæstánægðir þó fjöldi kvenna væri sá
hinn sami og áður. Þeir sem kvört-
uðu sáran yfir að vinnumenn grasrót-
arinnar hefðu ekki náð árangri voru
líka hæstánægðir þó svo að Eva Pan-
dóra hefði ekki komið nálægt grasrót-
arstarfi flokksins. Og þeir sem kvört-
uðu yfir smölun voru alsælir með að
þeirra eigin smölun bar tilætlaðan ár-
angur og þeirra maður sigurvegari.
Nákvæmlega svona er prófkjörs-
baráttan í norðvestrinu búin að vera
hjá Pírötum og ekki öðruvísi.
Bara svona til að taka af allan vafa,
þá eru víst líka til flokkseigendur Pí-
rata eins og hjá öllum hinum stjórn-
málaflokkunum, það vitum við núna
sem höfum komið að þessu próf-
kjöri í kjördæminu okkar. Þegar upp
er staðið er sami rassinn undir þessu
öllu saman.
Ég óska hér með Evu Pandóru
innilega til hamingju með árangur-
inn. Þó hún hafi ekki verið virk í gras-
rót Pírata í Reykjavík þá er hún vel
að þessum sigri komin. Því Píratar
eru nefnilega stærri en bara Reykjavík
og Birgitta Jónsdóttir. Gunnari Ingi-
berg óska ég líka til hamingju með að
hafa náð að olnboga sig upp listann.
Hann verður vonandi kyndilberi
nýrra vinnubragða í stjórnmálum, þar
sem lýðræði og gagnsæi verða í fyrir-
rúmi… eða hvað?
Lilja Magnúsdóttir
Höfundur er fyrrum meðlimur kjör-
dæmisráðs Pírata í Norðvesturkjördæmi
og fyrrum varamaður í stjórn Pírata á
Vesturlandi.
Pennagrein
Aðeins meira um prófkjör Pírata í NV kjördæmi
Í haust fer rannsóknarhópur und-
ir forystu Sigurðar Yngva Kristins-
sonar, prófessors í blóðsjúkdómum,
af stað með stóra vísindarannsókn á
landsvísu þar sem fyrirhugað er að
skima fyrir forstigi mergæxlis hjá
öllum sem fæddir eru 1975 og fyrr.
Valið var eitt sveitarfélag á landinu
til að prufukeyra verkefnið og varð
Akranes fyrir valinu. Að sögn Sig-
urðar Yngva verkefnisstjóra er hér
um mikilvæga vísindarannsókn að
ræða. „Það er óhætt að segja að
rannsóknin sé einstök á heimsvísu
en ætlunin að bjóða öllum Íslend-
ingum 40 ára og eldri að taka þátt í
henni. Að rannsókninni standa m.a.
Háskóli Íslands, Krabbameinsfélag
Íslands og Landspítali Háskóla-
sjúkrahús, en verndari verkefnis-
ins er frú Vigdís Finnbogadóttir.
Rannsóknin ber heitið Blóðskimun
til bjargar/Þjóðarátak gegn mer-
gæxlum. Tilgangur hennar er að
rannsaka ávinning af því að skima
fyrir forstigi mergæxlis (multiple
myeloma),“ segir Sigurður Yngvi í
samtali við Skessuhorn.
„Í nóvember munum við senda
út kynningarpakka á alla lands-
menn sem fæddir eru 1975 eða
fyrr, sem inniheldur kynningar-
bækling, samþykkisyfirlýsingu og
sérstakt lykilorð og bjóðum fólki
að veita upplýst samþykki ann-
að hvort rafrænt á vefsíðu rann-
sóknarinnar eða með því að senda
undirritaða samþykkisyfirlýsingu
gjaldfrjálst til okkar. Næst þeg-
ar viðkomandi fer, einhverra hluta
vegna, í blóðprufu fáum við hluta
af blóðsýninu til skimunar. Grund-
völlur fyrir því að rannsóknin verði
marktæk og verkefnið heppnist er
að við fáum næga þátttöku,“ segir
Sigurður Yngvi.
Verkefnið prufukeyrt
á Akranesi
„Við erum því að vanda okkur mik-
ið við framsetningu og framkvæmd
þessa verkefnis og í því ljósi ætl-
um við að prufukeyra ferlið okkar
í einu bæjarfélagi og varð Akranes
fyrir valinu. Þar sem að fjölmiðla-
átak og kynning á landsvísu bíður
formlegrar byrjunar rannsóknar-
innar (í nóvember) þá ætlum við að
reyna að skapa umræðu á Akranesi
með því að halda fyrirlestra á stærri
vinnustöðum; t.d. sjúkrahúsinu og
víðar. Því förum við þá leið að for-
kynna verkefnið í Skessuhorni, því
það er mikilvægt fyrir framgang
verkefnisins á landsvísu að þessi
forkönnun meðal íbúa á Akranesi
gangi vel,“ segir Sigurður Yngvi.
Stefnt er að því að sendur verði út
kynningarbæklingur og þátttöku-
upplýsingar á alla fædda 1975 eða
fyrr sem búsettir eru á Akranesi, í
byrjun næstu viku, dagana 20.-23.
september. „Við vonumst til að sem
flestir kynni sér innihald fjólubláa
umslagsins og skrái þátttöku sína á
heimasíðunni www.blóðskimun.is
svo við getum byggt á niðurstöð-
um rannsóknarinnar“
mm
Ein viðamesta rannsókn
sem ráðist hefur
verið í á Íslandi
Öflugur hópur heilbrigðisstarfsfólks kemur að rannsókninni.