Skessuhorn


Skessuhorn - 21.09.2016, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 21.09.2016, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 2016 17 Frambjóðendur til forseta svara spurningum Skessuhorns upp úr sjónum,“ segir Guðmundur og hristir hausinn. „Mér stóð ekki á sama í þetta skiptið. Þetta var mjög skuggaleg vinna á köflum.“ Mikið spilað eftir eyranu Því næst voru steyptar skeljarn- ar sem komu ofan á símastaurana. Þær voru steyptar í landi og síðan var þeim fleytt með plastflotum og siglt út á fjörðinn þar sem þeim var sökkt á sinn stað með stöpulmótinu áföstu, ofan á símastaurana. Stað- setningin þeirra var raunar mik- il nákvæmnisvinna enda varð stað- setning og hæð að vera rétt og ekki mátti heldur halla. „Síðan var byrj- að að steypa. Steypunni var dælt niður í gegnum plaströr, byrjað við botn og þegar steypan var kom- in upp fyrir samskeytin á skelinni og stöpulmótinu þá var hætt, yf- irborðið hreinsað og síðan steypt með hefðbundnum hætti,“ seg- ir Guðmundur. „Það var þannig á þessum tíma að ef steypan var að- eins of þykk þegar komið var út á fjörðinn að þá var bara slett smá sjó samanvið til að þynna hana,“ skýt- ur Konráð inn í og brosir. „Það var ekki fyrr en löngu seinna að kom í ljós að slíkt má alls ekki gera því saltið í sjónum skemmir steypuna,“ bætir hann við. „En svona var þetta bara, menn björguðu sér ef steyp- an var of þykk. Enginn vissi á þeim tíma að ekki mætti blanda sjó út í steypu,“ bæta Guðmundur og Sig- valdi við. „En það voru margar frumlegar lausnir notaðar við smíði brúarinnar sem voru að miklu leyti upphugsaðar á staðnum. Þetta var eiginlega verkfræðilegt afrek,“ seg- ir Guðmundur. „Brúargerð af þessu tagi var óþekkt hér á landi og jafn- vel þó víðar væri leitað.“ Aðspurðir um helstu hindran- ir sem urðu á vegi þeirra eftir að framkvæmdir hófust eiga þær það sammerkt að tengjast með einum eða öðrum hætti straumþunganum við mynni Borgarfjarðar. En þrátt fyrir ýmsar hindranir gekk verkið ágætlega og samtals risu sex stöplar fyrsta sumarið. Ýmislegt prófað En þegar spilað er eftir eyranu er alltaf viðbúið að menn reki sig á. Ýmislegt var prófað sem ekki virk- aði. „Til dæmis var gerð tilraun til að nota svokallaða mótahlíf, sem var töluvert stærri en stöpulmót- ið, sem átti að auðvelda vinnu við að koma fyrir skel og stöpulmóti. Henni þurfti að sigla frá landi og koma fyrir á sínum stað. Hún var sett framan á dráttarbátinn Óríon og til að ráða eitthvað við bátinn í straumnum með hlífina fram- an á þurfti að sigla nánast á fullri ferð. Einn tæknifræðingurinn fórn- aði höndum þegar hann sá aðfar- irnar, þegar báturinn kom á fullri ferð og smellti mótahlífinni á sinn stað. En mótahlífin virkaði ekki neitt og var öllum til ama og aldrei notuð aftur, þrátt fyrir að kostnað- ur við gerð hennar hafi verið mik- ill,“ segir hann en bætir því við að oft hafi verið horft meira í aurinn en við gerð Borgarfjarðarbrúar- innar. „Þetta er eina skiptið á mín- um tíma hjá Vegagerðinni sem ég upplifði að vinnan snerist ekki um peninga. Það sem skipti meginmáli hjá öllum sem komu að þessu var að þetta gerðist,“ segir Guðmund- ur til marks um þá stemningu sem var meðal þeirra sem störfuðu við smíðina. Dýru verði keypt Eins og áður kom fram kostaði gerð Borgarfjarðarbrúar 155 milljónir á verðlagi ársins 1981. En brúin var ekki aðeins dýru verði keypt í krón- um og aurum talið. Hún kostaði annað og meira sem peningar geta ekki keypt. Einn maður týndi lífinu við smíði brúarinnar. Hann hét Jón Valur Magnason og lést 19. októ- ber 1976, þá 19 ára að aldri. Hann hafði siglt á gúmmíbát í vondu veðri ásamt öðrum manni að einum brú- arstöplanna, um 500 til 600 metra frá landi. Mennirnir féllu útbyrð- is og var öðrum naumlega bjargað. Þegar þar er komið sögu sást hvergi til Jóns Vals. Konráð, Guðmundur og Sigvaldi muna vel eftir slysinu. „Gúmmíbáturinn var hálf vindlaus, heyrði ég, og við það brotnuðu þeir saman í vondu veðrinu,“ segir Kon- ráð. „Hann var í björgunarvesti en það blés ekki út og enginn vissi af hverju. Eftir slysið voru björgun- arvestin sem við vorum með skoð- uð og þá kom í ljós að þau voru öll meira og minna ónýt vegna galla sem í framhaldinu var lagfærður,“ bætir Guðmundur við. „Haldið þið að maðurinn hefði bjargast ef björgunarvestið hans hefði virkað,“ spyr Sigvaldi félaga sína. „Já, alveg örugglega. Hann hefði ekki sokkið heldur rekið út á fjörðinn á floti og þá hefði verið hægt að fara á báti og sækja hann,“ segja þeir Guðmund- ur og Konráð. Smíði brúarinnar kostaði sem betur fer ekki fleiri líf en þeir fé- lagar minnast þess að oft hafi litlu munað að illa færi. „Það fóru nokk- uð margir í sjóinn og oft mátti litlu muna,” segja þeir. Síðan brúin var tekin í notkun hefur einn maður látist þar í bíl- slysi. Hann hét Kristján Viðar Haf- liðason, vörubílstjóri frá Garpsdal í Gilsfirði, þá búsettur í Króksfjarð- arnesi í Reykhólasveit. Hann lést 25. ágúst 2003, þrítugur að aldri. Talið er að dekk hafi sprungið á vörubíl hans með þeim afleiðing- um að hann missti stjórn á bílnum og fór út af brúnni. Sprengt í Borgarnesi Árið 1977, tveimur árum eftir að framkvæmdir hófust, höfðu allir stöplarnir 14 sem bera Borgarfjarð- arbrúna uppi verið steyptir. Þá var hafist handa við að koma bitunum á milli þeirra á sinn stað. Brúin liggur í boga og þess vegna voru hausarn- ir á stöplunum steyptir sér svo hægt væri að stilla þá af þegar bitunum var komið fyrir. „Bitarnir voru eft- irspenntir á milli stöplanna. Þeir voru steyptir á Seleyrinni og síðan siglt út á fjörðinn og komið fyrir,“ segir Konráð. „Eftir að þeim hafði verið komið fyrir var hægt að hefj- ast handa við að steypa plötuna,“ bætir hann við. Það er ótrúlegt til þess að hugsa að það var ekki fyrr en bitar höfðu verið spenntir milli stöpla og farið að steypa plötuna að brúin var tengd við land. Þangað til hafði hvert handtak verið unn- ið frá sjó. Sigvaldi hafði árin á undan unnið við að sprengja grjót í fyll- inguna. „Ég vann fyrst og fremst við að sprengja kletta í Borgarnesi og keyra í fyllinguna og sjóvarnar- garðinn. Ég sprengdi líklega 90% af grjótinu sem notað var í fyll- Til að keyra í fyllinguna var fyrst gerður lágur þröskuldur sem flæddi yfir á flóði. Síðan var vegurinn hækkaður og breikkaður. Ljósm. Einar Ingimundarson/Héraðsskjalasafn Borgarfjarðar. Fjölmargir höfðu atvinnu af vegagerð yfir Borgarfjörð, bæði við steypuvinnu og annað slíkt og eins af því að keyra í fyll- inguna. Því var sannarlega ástæða til að loka vinnusvæðinu, enda margir bílar á ferð á hverjum tíma. Ljósm. Einar Ingimindarson/Héraðsskjalasafn Borgarfjarðar. Verið að steypa plötuna. Ekki var farið að tengja brúna við land fyrr en bitarnir höfðu verið spenntir og farið var að steypa plötuna. Þangað til hafði hvert handtak verið unnið frá sjó. Ljósm. Einar Ingimundarson/Héraðsskjalasafn Borgarfjarðar. 35 ár frá vígslu Borgarfjarðarbrúar Framhald á næstu síðu

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.