Skessuhorn


Skessuhorn - 21.09.2016, Page 21

Skessuhorn - 21.09.2016, Page 21
MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 2016 21 Opið: INNRÉTTINGAR DANSKAR Í ÖLL HERBERGI HEIMILISINS FJÖLBREYTT ÚRVAL AF HURÐUM, FRAMHLIÐUM, KLÆÐNINGUM OG EININGUM, GEFA ÞÉR ENDALAUSA MÖGULEIKA Á AÐ SETJA SAMAN ÞITT EIGIÐ RÝMI. STERKAR OG GLÆSILEGAR Um 70 félagar úr sjó- björgunarhópum Slysa- varnafélagsins Lands- bjargar víðs vegar af land- inu voru um helgina við umfangsmiklar æfingar í Norðfjarðarflóa. Alls tóku tólf hópar þátt í æfingunni á þremur björgunarskip- um, sex harðbotnabátum og þremur slöngubátum. Alls taka 50 björgunar- sveitarmenn þátt í æfing- unni en 20 sáu um skipu- lag og framkvæmd henn- ar. Þátttakendur í æfing- unni glímdu við marg- þætt verkefni á laugardag- inn. Æfðu m.a. landtöku við misjöfn skilyrði, leit með hitamyndavélum og fleira. Uppsjávarveiðiskip- ið Bjarni Ólafsson AK 70 frá Akranesi og áhöfn þess tók þátt í æfingunni og þar fékk björgunarsveitarfólk tækifæri til þess að æfa flutning slasaðra úr vélar- rúmi skipsins upp á dekk og þaðan í björgunar- skip og báta Landsbjargar. Flugvél Landhelgisgæsl- unnar tók einnig þátt í æf- ingunni sem lauk á laugar- dagskvöld. mm/ Ljósm. Landsbjörg. Björgunarsveitir og áhöfn Bjarna Ólafssonar AK á æfingu ar tekjurnar væru að dragast sam- an. Jákvætt sagði hann að 75% Ís- lendinga líti á lambakjöt sem þjóð- arrétt okkar og sagði m.a. jákvætt að yngsta fólkið liti á íslenska kjöt- súpu sem mesta hátíðarmatinn og hinn sanna þjóðarrétt. „Það er hins vegar erfitt að markaðssetja íslenskt lambakjöt sem hágæða- vöru á sama tíma og verið er að selja kjötið á þriðja flokks verði. Sala án upprunamerkinga geng- ur heldur ekki og við þurfum að velja okkur góðan og kröfuharð- an viðskiptamannahóp sem er til- búinn að greiða hærra verð,“ sagði Svavar og nefndi sem dæmi amer- ísku Whole Food verslanakeðjuna, Icelandair hotels og fleiri sem LS hefði átt gott samstarf við undan- farin misseri og ár. Vitlaust gefið Svavar vék því næst að stöðunni á innanlandsmarkaði. Sagði hann að við byggjum við ákveðna kerf- isveiru hér á landi og það stoðaði ekki að ráðast á verslunina sem einu rót vandans, þótt vissulega væri þar brotalöm. „Hér ríkir ákveð- inn markaðsbrestur, samkeppnis- lögum er ekki fylgt eftir, fákeppni ríkir í smásölu og hringamyndan- ir þekkjast.“ Þar við bættist, sagði Svavar, að sviptingar væru á eign- arhaldi smásöluverslana og væru nokkrar þeirra á söluskrá, þrátt fyr- ir að það færi ekki hátt utan banka- kerfisins. Nefndi hann í því sam- bandi að samkvæmt sínum heim- ildum væru 10/11, Iceland, Fjarð- arkaup og Víðir á söluskrá og meira að segja lykilstjórnendur í Högum hefðu verið að selja hluti sína í fyr- irtækinu. „Það er mikill titringur á smásölumarkaðinum. Þá er skortur á upplýsingaflæði og neytendur fá ekki nægar upplýsingar, til dæmis um upprunaland kjötvöru og eng- ar reglur eru til um upprunamerk- ingar á veitingastöðum og mötu- neytum. Það er ekkert eftirlit með merkingum matvæla í verslunum. Annað kjöt er því að ýta lambakjöt- inu út úr verslunum,“ sagði Svavar. Hann nefndi að rannsókn Há- skólans á Akureyri hefði leitt í ljós að hægt væri að hækka verð á lambakjöti um 12-18% án þess að það hefði áhrif á sölu, samt hefði það ekki verið gert. „Þetta er mark- aðsbrestur sem leiðir af fákeppni. Annað kjöt er þess vegna að ýta lambakjötinu út. Verslunin hér á landi er rekin með 35% arðsemi eigin fjár á sama tíma og verslana- keðjur erlendis, þar sem samkeppni er virk, eru reknar með 12-14% arðsemi. „Íslenskur markaður er ekki frjáls og skapar það þessar að- stæður. Lambakjöt hér á landi er ódýrara en í OECD löndunum og verð þess á pari við það sem er í löndum á borð við Rúmeníu og Pólland. Í Frakklandi fá bændur til dæmis 50% hærra verð fyrir lamba- kjöt sem þeir framleiða, en íslensku bændurnir fyrir sitt. Það er því vit- laust gefið, leikreglur eru rangar og sauðfjárbændur blæða fyrir það,“ sagði Svavar Halldórsson. Sem leið út úr vanda íslenskr- ar sauðfjárræktar sagði Svavar að markaðssetning og sala á gæða- vöru ætti að vera markmið númer eitt, tvö og þrjú. „Það sýnir sig líka að salan núna er best á þá markaði sem keyra á gæðum.“ Fengu fátt jákvætt í farteskið Í fyrirspurnum og umræðum eftir framsöguerindi kváðu nokkrir sér hljóðs. Bændur spurðu sláturleyf- ishafa út í áherslur í sölumálum, kostnað við markaðsmál og beinna spurninga um hvort þeir ættu yfir- leitt að kaupa áburð fyrir næsta vor. Guðmundur Gunnarsson á Kjarlaksvöllum í Saurbæ benti á að bóndi á Suðurlandi markaðs- setti sjálfur kjötið sem hann fram- leiddi og fengi með því tíu þús- und krónur fyrir kílóið af lamba- læri. Hann spurði hversu margir hjá KS og SS ynnu eingöngu við að selja lambakjöt, en fékk ekki skýr svör við því. Hann gagnrýndi framsetningu kjöts í frystiborð- um verslana og að tveir hótelstjór- ar sem hann hefði rætt við hefðu aldrei fengið heimsókn sölumanns fyrir lambakjöt. Fisksalar og ýms- ir aðrir sölumenn væru hins vegar daglega á ferð til að koma vörum sínum á framfæri. Guðmundur og fleiri fundarmenn létu í ljós van- trú á að vinnslustöðvarnar væru að standa sig í stykkinu við markaðs- setningu og sölu lambakjöts. Þró- un í vinnslu og sölu á t.d. kjúk- lingakjöti væri mun lengra á veg komin. Fram kom að e.t.v. væru hagsmunaárekstrar innan sama af- urðasölufyrirtækis milli kjötteg- unda. Ef framlegð af sölu kjúk- lingakjöts væri meiri en af lamba- kjöti væri meiri vigt lögð í sölu á hvíta kjötinu. Fundarmenn nefndu að miðað við orð fulltrúa sláturleyfishafa þyrfti e.t.v. að stofna viðskipta- blokk sem hefði það hlutverk að selja lambakjötið, ekki ólíkt fyr- irkomulag og garðyrkjubændur hefðu í gegnum Sölufélag garð- yrkjumanna. Sindri Sigurgeirs- son formaður Bændasamtaka Ís- lands nefndi þetta og áréttaði að það væri á markaði verðþol sem þyldi 12,5% hækkun á útsöluverði lambakjöts án þess að það bitnaði á sölu. Í lok fundarins var engu líkara en sauðfjárbændur játuðu sig sigraða gagnvart þeirri veiku stöðu sem þeir eru í sem frumframleiðendur. Þeir voru slegnir. Fátt af því sem fram kom á fundinum var hægt að túlka sem jákvæðni í farteskið fyrir heimferð. Spurt var beinna spurn- inga á borð við; „þurfum við að fækka um sem nemur þriðja hverju sauðfjárbúi til að staða okkar verði viðunandi?“ Þrátt fyrir erfiða stöðu í sölu- og markaðsmálum svöruðu allir frummælendur því til í lok fundar að bændur ættu að þreyja þorrann. Allir sögðust þeir hafa trú á að sölumál og verð hefði náð botninum og nú gæti landið ekki gert annað en rísa. Þeir sögðu bara ekki hvenær eða hvernig. mm Við háborð sat forsvarsfólk sauðfjárbændafélaganna á Vesturlandi; Eyjólfur Ingvi Bjarnason, Jón Eyjólfsson og Þóra Sif Kópsdóttir auk Steinþórs Skúlasonar, Ágústar Andréssonar og Svavars Halldórssonar.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.