Skessuhorn - 21.09.2016, Side 22
MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 201622
Fyrst til leiks kynnum við nýjan
stjórnmálaflokk; Viðreisn, sem býð-
ur fram undir listabókstafnum C og
gefur sig út fyrir að vera frjálslyndur
flokkur. Stjórnmálaflokkurinn Við-
reisn var formlega stofnaður fyrr á
þessu ári, en aðdragandi að stofn-
uninni hafði legið í loftinu um tals-
verðan tíma. Á heimasíðu Viðreisn-
ar segir að flokkurinn sé frjálslynd-
ur stjórnmálaflokkur: „Við viljum
byggja upp samfélag þar sem ein-
staklingar vilja og geta nýtt hæfileika
sína til fulls. Mikilvægt er að tryggja
stöðugleika í efnahagsmálum og
gæta þess að traust ríki í stjórnmál-
um og í garð stofnana ríkisins. Við
viljum stunda málefnalega umræðu
og stuðla að góðum stjórnarháttum
með áherslu á gegnsæi og gott sið-
ferði.“ Viðreisn er byrjuð að kynna
þá sem skipa efstu sætin í kjördæm-
um landsins. Fyrir nokkru voru þrír
efstu á lista í Norðvesturkjördæmi
kynntir til leiks. Fyrsta sætið skipar
Gylfi Ólafsson heilsuhagræðingur,
annað sætið Lee Ann Macinnes lög-
fræðingur á Blönduósi og þriðja sæt-
ið Sturla Rafn Guðmundsson svæð-
isstjóri Rarik á Vesturlandi, búsettur
í Garðabæ.
Ólst upp í
ferðaþjónustunni
Gylfi Ólafsson heilsuhagfræðingur
er 33 ára fjölskyldumaður, fæddur
árið 1983 og því einn af yngri fram-
bjóðendum í kjördæminu. En hver
er maðurinn? „Ég fæddist í Reykja-
vík en flutti fimm ára með foreldrum
mínum vestur á Ísafjörð þar sem ég
ólst upp. Þau tóku þá við hótelrekstri
og stofnuðu síðar ferðaþjónustufyr-
irtækið Vesturferðir. Eiginlega má
segja að ég sé alinn upp í ferðaþjón-
ustu og nánast á hóteli. Á Ísafirði
gekk ég í grunn- og framhaldsskóla
og undi hag mínum vel fyrir vestan.
Þar vann ég á sumrin milli þess sem
ég stundaði háskólanám á veturna.
Ferðaþjónustan var lítil atvinnugrein
þegar ég var að alast upp og meira
árstíðabundin en hún er í dag, með
bröttum kúfi á sumrin en minna var
að gera á veturna. Ég byrjaði snemma
að æfa skíðagöngu og fór að kenna
hana líka. Skíðaganga er mín íþrótta-
grein og keppi ég enn í mótaröðinni
Íslandsgöngunni, sem haldin er á sex
stöðum á landinu og lýkur á Fossa-
vatnsgöngunni á Ísafirði. Mér líkaði
vel að vinna með börnum og lærði
til grunnskólakennara við Háskól-
ann á Akureyri. Eftir það nám var ég
um tíma á Spáni og síðan í fimm ár
í Svíþjóð þar sem ég lærði hagfræði
sem síðar leiddi út í að ég sérhæfði
mig í heilsuhagfræði og er nú á loka-
metrunum í doktorsnámi í þeirri sér-
grein.“ Í dag er Gylfi sjálfstætt starf-
andi heilsuhagfræðingur og vinnur
einkum fyrir íslensk og sænsk fyrir-
tæki við rannsóknir og skýrslugerð.
Málefnavinnu að ljúka
En hvernig stóð á því að Gylfi fór
að taka þátt í starfi með nýjum og
óstofnuðum stjórnmálaflokki? „Þessi
flokkur og stefnumálin höfðuðu ein-
faldlega til mín. Viðreisn var stofn-
uð formlega í vor en ég hafði mætt
á einn af fyrstu undirbúningsfundun-
um fyrir tveimur árum. Nú svo gerist
það að ákveðið var að flýta kosning-
unum og þá má segja að Viðreisn hafi
sett allt á fullt við að ljúka málefna-
vinnu og hefja undirbúning kosn-
inga. Það má segja að það sé ekki
hlaupið að því að stofna flokk hér
á landi, ungur aldur flokksins hefur
bæði haft kosti og galla. Við höfum
samt allan tímann verið að reyna að
vanda okkur við þetta verk. Reynum
að læra af mistökum sem aðrir ung-
ir flokkar hafa gert á nýliðnum árum.
Þannig sáum við að Björt framtíð
hafði átt öfluga forystu en litla og
veikbyggða grasrót. Píratar aftur á
móti hafna forystu og stefnuna móta
allir félagsmenn. Grasrót þeirra hins
vegar er mjög öflug og lætur til sín
taka. Við í Viðreisn erum að reyna að
fara bil beggja og taka það besta út
úr báðum þessum kerfum. Mér sýn-
ist það vera að takast ágætlega og til
okkar hefur laðast mjög öflugt og
frambærilegt fólk sem vill breytingar
í íslenskum stjórnmálum.“ Gylfi seg-
ir að málefnavinnu sé nú að ljúka og
megi lesa drög að stefnuskrá flokks-
ins á vefnum. Hún verður síðan
formlega staðfest á landsfundi sem
haldinn verður næstkomandi laugar-
dag. „Þá um leið hefst kosningabar-
átta okkar formlega,“ segir Gylfi.
Hagfræðin er
lausnamiðuð
Gylfi er næst spurður um þekkingu
hans á hinu víðfeðma Norðvestur-
kjördæmi. Hann neitar því ekki að
vissulega liggi rætur hans á Ísafirði
og Vestfirðina þekki hann því best.
Hann sé hins vegar ágætlega inni í
umhverfi og rekstrarskilyrðum ólíkra
atvinnugreina sem hér eru stundað-
ar, en þá þekkingu hafi hann öðlast í
gegnum hagfræðinámið. „Það hjálp-
ar mér gríðarlega að hafa stundað
þetta nám. Okkur sem höfum lært
hagfræði er oft legið á hálsi að vera
að sýna fram á ýmsar reiknikúnst-
ir, en þessi menntun hjálpar mér að
greina lykilþætti í þjóðfélaginu og
nálgast forsendur ólíkra hópa og at-
vinnugreina út frá lausnum,“ segir
Gylfi.
Allir sammála
um landbúnað
Landbúnaður er ofarlega í um-
ræðunni um þessar mundir og óhætt
að segja að nýsamþykktir búvöru-
samningar hafi verið umdeildir. „Í
þeirri góðu atvinnugrein þurfum við
að setja okkur markmið um hverju
við ætlum að ná fram með því að
stunda áfram greinina og búa í fram-
haldi til verkfæri sem ráðast af þeim
markmiðum. Við þurfum að forðast
að búa til kerfi sem umbyltir land-
búnaði. Það eru allir sammála um að
hann verði stundaður áfram. Mark-
mið okkar gætu til dæmis verið þau
að halda byggð og búsetu sem víð-
ast, stuðla að fæðuöryggi og tryggja
að kjör bænda batni. Markmið rík-
isins eiga hins vegar ekki að vera að
tryggja einokun í mjólkurvinnslu
eða viðhalda kerfi þar sem offram-
leiðsla er á lambakjöti. Við Íslend-
ingar þurfum því að vera duglegri
en við höfum verið að setja okk-
ur markmið og hanna leiðir sem ná
þeim markmiðum. Stefna Viðreisn-
ar er til dæmis ótvírætt sú að við eig-
um að styrkja íslenskan landbúnað.
Við erum ekki andvíg styrkjum til að
greinin geti þrifist en viljum frekar sjá
beinar greiðslur til bænda. Þá höfum
við augastað á ýmsu fleiru sem get-
ur styrkt búsetu á landsbyggðinni.
Þannig mætti gera margt til að liðka
fyrir smávirkjunum.“
Markaðurinn, en ekki
stjórnmálamenn, ráði
veiðigjöldum
Sjávarútvegsmál hafa verið ofarlega
á baugi í umræðunni síðustu árin,
veiðigjöld og kvótamál ekki síst. „Við
í Viðreisn aðhyllumst markaðslausn-
ir. Veiðigjöld eiga að vera ákveðin á
markaði. Við leggjum til að árlega
verði t.d. 95% af kvótanum endur-
úthlutað til útgerðarfyrirtækja en
5% fari hins vegar á opinn markað.
Veiðigjöld eiga ekki að vera ákveð-
in af stjórnmálamönnum, heldur
eiga lög að tryggja að það sé mark-
aðurinn sem ákveður verðið, innan
almenns ramma um til dæmis sam-
þjöppun og eignarhald erlendra að-
ila. Með þessu móti er búin til lang-
tímastefna sem sátt er um og eyðir
þeirri óvissu sem atvinnugreinin hef-
ur búið við. Við höfum sett fram
hugmyndir um að auðlindagjöldin
geti myndað innviðasjóði sem eru
eyrnamerktir þeim landshlutum þar
sem fiskur er veiddur. Þannig verði
tryggt að afrakstur auðlindarinn-
ar sogist ekki út úr byggðunum og
hraðað verði uppbyggingu grunn-
gerðarinnar. Í útgerð, sem og öðrum
atvinnugreinum, þurfum við einmitt
að eyða óvissu og tryggja rekstrarör-
yggi til áratuga.“
Samgöngur og menntun
í ferðaþjónustu
Nýjasta atvinnugreinin hér á landi og
sú sem er í mestum vexti er ferðaþjón-
ustan. Hvað segir Gylfi um til dæmis
skattlagningu til að flýta megi upp-
byggingu innviða? „Nú þegar aflar
ferðaþjónustan mikilla tekna fyrir yf-
irvöld, einkum í gegnum virðisauka-
skatt. Við gerum hins vegar ráð fyr-
ir að það sé skynsamlegt að taka upp
sértækari skattlagningu til viðbótar.
Tillögur sem komið hafa fram um til
dæmis bílastæðagjöld hugnast okkur
ágætlega. Við Íslendingar þurfum að
byggja hraðar upp samgöngukerfið
til að anna þeirri aukningu í umferð
sem hefur orðið og verður og þurf-
um sömuleiðis að stórefla mennt-
un í atvinnugreinni. Það eru nokkrir
lykilþættir sem landsbyggðin verður
að ná í gegn á Alþingi. Það er pott-
ur brotinn í samgöngumálum, veg-
ir slæmir og jafnvel hættulegir. Sam-
tök ferðaþjónustunnar hafa áætlað
að verja þyrfti allt að 30 milljörðum
á ári í samgöngubætur, en nú erum
við einungis að nota 5-6 milljarða.
Þá eru aðrir þættir sem spila einn-
ig stórt hlutverk. Við þurfum að
flýta því að ljúka ljósleiðaravæðingu,
bættu flutningsneti rafmagns og sitt-
hvað fleira sem er þessari atvinnu-
grein og fleirum mikilvægt.“
Skilgreina markmið í
heilbrigðisþjónustu
Rekstrarumhverfi heilbrigðismála er
sérgrein Gylfa Ólafssonar heilsuhag-
fræðings. „Það eru ýmis teikn á lofti
um gæði heilbrigðisþjónustunnar.
Það eru vísbendingar um að stjórnun
hennar sé ómarkviss og skili þannig
ekki því sem þarf og fjármunir nýt-
ist ekki sem skyldi. Það er úthlutað
peningum til heilbrigðisstofnana og
þeim sagt að gera það besta sem þær
geta fyrir aurinn. Svo ef það dug-
ar ekki er þeim hegnt fyrir að fara
fram úr heimildum. Við þurfum að
skilgreina heilbrigðisþjónustuna og
spyrja okkur hvað við ætlum að fá
út úr henni? Eiga til dæmis öll þorp
að hafa heilsugæslustöðvar og fulla
þjónustu á öllum sviðum og hvernig
tryggjum við öryggi fólks? Hvað er
ásættanlegt varðandi biðlista og svo
framvegis. Loksins eru líka að koma
raunhæfar lausnir í fjarlækningum
sem eðlilegt er að líta til.“ Aðspurð-
ur segist Gylfi vera sammála því að
Landspítalinn verði byggður upp
við Hringbraut í Reykjavík. „Það er
besta ákvörðunin eins og málum er
háttað nú að halda áfram með upp-
byggingu spítalans þar,“ segir hann.
Stytting náms
til stúdentsprófs
Í skólamálum segist Gylfi vera
hlynntur því að áfram verði hald-
ið með styttingu náms til stúdents-
prófs þannig að hér útskrifist stúd-
entar á svipuðum aldri og nýstúd-
entar í nágrannalöndum okkar. „Ég
held að við ættum að skoða það að
stytta grunnskólann um eitt ár. Sú
hugmynd er til dæmis áhugaverð að
því leyti að það gæti opnað dyr fyr-
ir gjaldfrjálsan leikskóla í gegnum
sparnað sveitarfélaganna í grunn-
skólastiginu. Í þessu er þó að mörgu
að hyggja, til dæmis stöðu nemenda
í byggðum þar sem enginn fram-
haldsskóli er nú.“
Stefna á tvo
þingmenn í NV
En í stuttu viðtali er ekki hægt að
koma inn á alla málaflokka. En hver
verða næstu skref Viðreisnar og
hvert er markmið flokksins um ár-
angur í kosningunum í haust? „Við
njótum nú þess lúxus að vera ekki
flokkur með fortíð og siglum hrað-
byri upp í fylgi í skoðanakönnunum.
Vissulega þurfum við að kynna okk-
ar stefnumál meira og ætlum okkur
að vera jákvæð fyrir öllum góðum
hugmyndum. Það er stemning fyr-
ir nýjum stjórnmálaöflum í samfé-
laginu og við erum vissulega nýtt afl
í pólitíska litrófinu. Það hefur verið
mikil vinna að koma nýjum flokki
á koppinn en gefandi og skemmti-
leg. Við munum á næstu dögum
kynna listann okkar í heild sinni hér
í Norðvesturkjördæmi og við setjum
markið hátt. Við ætlum að ná tveim-
ur mönnum á þing í kjördæminu,“
segir oddviti Viðreisnar í Norðvest-
urkjördæmi að endingu.
mm
Segja að auðlindagjöld styðji uppbyggingu
innviða á landsbyggðinni
Rætt við Gylfa Ólafsson heilsuhagfræðing og oddvita X-C í Norðvesturkjördæmi
Skessuhorn mun í þeim
tölublöðum sem koma út
fram að kosningum til Al-
þingis 29. október næst-
komandi eiga samtal við
fulltrúa þeirra stjórnmála-
flokka sem bjóða fram lista
í Norðvesturkjördæmi.
Enn eiga nokkrir listar
eftir að líta dagsins ljós og
sumir eru hálfskapaðir. Þá
liggur ekki nákvæmlega
fyrir hversu mörg fram-
boðin verða.
Gylfi Ólafsson heilsuhagfræðingur er oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi. Hann segir markmið flokksins skýr, tveir menn á
þing úr kjördæminu.
KOSNI
NGAR
2016