Skessuhorn


Skessuhorn - 21.09.2016, Blaðsíða 31

Skessuhorn - 21.09.2016, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 2016 31 Klettagörðum 15 | 525 7700 | flytjandi.is DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND Eimskip Flytjandi veitir samræmda flutningaþjónustu um land allt og eru áfangastaðirnir 80 talsins. Víkingur Ó. lék tvisvar í Pepsi deild karla í knattspyrnu vikunni sem leið. Fyrst gerði liðið 1-1 jafntefli við Víking R. á fimmtu- dag þar sem rigning og blautur völlur setti verulegan svip á leik- inn. Á mánudag heimsóttu Ólafs- víkingar síðan botnlið Þróttar og aftur var niðurstaðan jafntefli þar sem hvort lið skoraði eitt mark. Leikmenn Víkings voru frískari á upphafsmínútum leiksins en Þróttarar voru smá tíma að taka við sér. Eftir það var jafnræði með liðunum en heimamenn sköpuðu sér þó hættulegri færi og hefðu vel getað komist yfir snemma leiks. Víkingar vildu fá víti á 20. mínútu þegar Tokic virtist togaður niður í teignum en ekkert dæmt og Þrótt- arar blússuðu fram í sókn og voru við það að sleppa í gegn en Tom- asz Luba bjargaði með frábærri tæklingu. Fyrsta mark leiksins kom á 27. mínútu og var af dýrari gerðinni. Vilhjálmur Pálmason vann bolt- ann í sínum eigin vítateig og hljóp upp allan vinstri kantinn. Þegar hann var farinn að nálgast mark Ólafsvíkinga lét hann einfaldlega vaða, beint í fjærhornið og kom Þrótturum yfir. Markið gaf leikmönnum Þróttar byr undir báða vængi og voru þeir mun sterkara liðið það sem eft- ir lifði fyrri hálfleiks. Þeim tókst hins vegar ekki að bæta við og leiddu því með einu marki í leik- hléinu. Síðari hálfleikur var fremur daufur framan af og fátt um fína drætti á vellinum. Það var ekki fyrr en á lokamínútunum að fjör færðist í leikinn að nýju. Pape Ma- madou Faye jafnaði fyrir Víking á 84. mínútu. Hann sneri með bolt- ann í teignum en náði á einhvern ótrúlegan hátt að skora úr þröngu færi eftir að skot hans hafði við- komu í varnarmanni. Á 90. mínútu var Tonny Ma- wejje vikið af velli þegar hann fékk sitt annað gula spjald og Þróttar- ar því manni færri í uppbótartím- anum. Hvorugu liði tókst að skora eftir að venjulegum leiktíma lauk en leiknum lauk með umdeildum hætti. Christian Liberato tók út- spark frá marki sínu, beint á Þor- stein Má Ragnarsson sem var í þann mund að sleppa í gegnum vörn Þróttara þegar dómari leiks- ins flautaði leikinn af við vægast sagt litla hrifningu leik- og stuðn- ingsmanna Víkings. Leiknum lauk því með jafntefli og fallbaráttan galopin. Víkingur er í 9. sæti deildarinnar með 21 stig, þremur stigum frá fallsæti, þegar tveir leikir eru eftir. Næst leikur Víkingur á Ólafsvíkurvelli sunnudaginn 25. september næst- komandi þegar KR kemur í heim- sókn. kgk/ Ljósm. af. Víkingur Ó. enn í fallbaráttu eftir tvö jafntefli í vikunni Íslands- og bikarmeistarar Snæ- fells hafa samið við bandaríska leikstjórnandann Taylor Brown og mun hún leika með liðinu í Dom- ino‘s deild kvenna í körfuknattleik á vetri komanda. Von er á Taylor til landsins á næstunni, en hún kemur til með að fylla skarð Haiden Pal- mer sem nýverið skrifaði undir hjá þýska toppliðinu Herner TC. Í bandaríska háskólaboltanum skoraði Taylor 15,3 stig að meðal- tali í leik, gaf 3,3 stoðsendingar og tók 3,8 fráköst. Hún hóf ferilinn með Georgetown háskólanum og lék þar í eitt ár áður en hún skipti yfir í George Mason háskólann. Þar hefur hún leikið undanfarin þrjú ár við góðan orðstír, en hún er fjórði stigahæsti leikmaðurinn í sögu skólans. Gaman er að geta þess að fyrsti leikur Haiden í þýska körfuboltan- um verður gegn Freiburg, en þar leikur Kristen McCarthy sem lék með Snæfelli fyrir tveimur árum síðan. kgk Bandarískur leikstjórnandi í Snæfell Taylor Brown í leik með liði George Mason háskólans. Víkingur Ó. gerði tvö jafntefli í vikunni sem leið. Rigning setti mjög svip sinn á leikinn gegn Víking R. í Ólafsvík. Það vakti athygli á leik Víkingsliðanna á sunnudag að tveir ungir menn voru með fána merktan Pape Mamadou Faye. Pape sagði í samtali við Skessuhorn eftir leik- inn að hann þekkti ekki þessa menn en þeir sögðu honum að þeir hefðu gert sér ferð til Íslands frá Sviss þar sem þeir búa, til þess eins að sjá Pape spila einn leik. „Ég hef bara gaman að þessu sagði Pape skælbrosandi, ég átti nú alls ekki vona á að sjá svona fána uppi með mínu nafni á leiknum. „En þetta er bara kúl,“ sagði Pape og var að vonum ánægður með sína menn. Stuðningsmennirnir svissnesku virtust blása Pape í brjóst, því hann skoraði eina mark Víkings nokkrum dögum síðar í leiknum gegn Þrótti. Bjarki Pétursson golfari úr Borgar- nesi bar nýverið sigur úr býtum á Gopher Invitational mótinu í golfi sem haldið var í Minnesota í Banda- ríkjunum. Þetta var fyrsta háskóla- mótið á tímabilinu en Bjarki leikur fyrir Kent State háskólann í Ohio. Hann lék hringina þrjá af öryggi, á 70, 70 og 69 höggum eða sjö högg- um undir pari og sigraði örugg- lega með fjögurra högga forystu á næsta mann. „Virkilega langþráð að vinna loksins golfmót. Spilaði mjög vel við nokkuð krefjandi aðstæður,“ sagði Bjarki á Facebook síðu sinni. Lið Kent State endaði í fjórða sæti í liðakeppninni á 286-290-296 högg- um eða 20 höggum yfir pari. Næsta mót hjá Bjarka og öðrum íslenskum kylfingum í ameríska há- skólagolfinu er Maui Jim Intercol- legiate mótið sem fer fram 23.-25. september í Arizona. mm Bjarki byrjar háskóla- golfið með sigri Skagamenn léku tvisvar í Pepsi deild karla í knattspyrnu í vik- unni sem leið. Síðasta fimmtudag tóku þeir á móti erkifjendunum úr KR og máttu sætta sig við tap með einu marki gegn engu. Á mánudag- inn mættu þeir síðan Stjörnunni í Garðabænum og töpuðu með þrem- ur mörkum gegn einu. Skagamenn fengu óskabyrjun í leiknum við Stjörnuna, komust yfir strax á 3. mínútu leiksins. Dar- ren Lough átti fyrirgjöf frá vinstri. Boltinn fór af varnarmanni, það- an í stöngina og í þann mund sem markvörður Stjörnunnar blakaði honum frá lyfti aðstoðardómarinn flaggi sínu til marks um að boltinn hafi farið yfir línuna. Skagamenn því komnir yfir. Heimamönnum var nokkuð brugðið eftir markið furðulega og tóku næstu tíu mínút- ur í að jafna sig. Eftir það tóku þeir að sækja af fullum þunga en Skaga- menn lágu til baka og beittu skyndi- sóknum. Stjörnumenn voru heilt yfir sterkari það sem eftir lifði hálf- leiks, sköpuðu sér nokkur mjög góð færi en leikmenn ÍA vörðust prýði- lega og hefðu getað laumað inn marki eftir skyndisókn. Skagamenn virtust ætla að halda forystunni allt til leikhlés en rétt áður en fyrri hálf- leikur var úti jöfnuðu heimamenn. Þeir fengu hornspyrnu og eftir frá- bæra fyrirgjöf björguðu Skagamenn á marklínu en Eyjólfur Héðinsson tók frákastið og skoraði. Stjarnan komst síðan yfir strax eftir fimm mínútna leik í síðari hálf- leik. Halldór Orri Björnsson lét vaða eftir góðan sprett og skoraði með hnitmiðuðu skoti. Upp úr því tóku heimamenn öll völd á vellinum en það varði ekki lengi því Skagamenn tóku að sækja í sig veðrið. Þeir voru nálægt því að jafna eftir klukku- stundar leik þegar Hafþór Péturs- son skallaði að marki en Stjörnu- menn björguðu á línu. Næstu mínútur fengu Skagamenn nokkur ágæt færi sem þeim tókst ekki að gera sér mat úr. Stjörnu- menn gerðu breytingar á liðskip- an sinni og við það batnaði leikur þeirra. Þeir gerðu síðan út um leik- inn á 81. mínútu þegar Baldur Sig- urðsson skoraði með skalla eftir hornspyrnu. Staðan orðin 3-1 og þannig urðu lyktir leiksins. Skagamenn sitja í 7. sæti deildar- innar með 28 stig þegar tveir leik- ir eru eftir. Næst mæta þeir Breiða- bliki á Akranesvelli sunnudaginn 25. september næstkomandi. kgk Tap þrátt fyrir óskabyrjun Umdeilt atvik átti sér stað eftir hálftíma í leik KR og ÍA á fimmtudag þegar Garðar Gunnlaugsson var tæklaður í vítateig KR-inga. Skagamenn vildu vítaspyrnu en dómari leiksins taldi að varnarmaður hefði fyrst farið í boltann. Ljósm. Guðmundur Bjarki.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.