Skessuhorn - 16.11.2016, Qupperneq 11
MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 2016 11
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
4
Fréttaveita Vesturlands
www.skessuhorn.is
Snæfellsbær hefur ákveðið að styrkja
foreldra barna, sem ekki hafa náð
leikskólaaldri og ekki eiga kost á
dagforeldrum, með því að greiða
sérstakar heimgreiðslur, eða for-
eldragreiðslur. Þetta var samþykkt
á fundi bæjarstjórnar 3. nóvember
síðastliðinn. Hægt er að sækja um
heimgreiðslur þegar fæðingarorlofi
lýkur og þangað til barn fær pláss á
leikskóla. „Ef óskað er eftir heim-
greiðslum frá og með 1. desember,
er foreldrum bent á að sækja um fyr-
ir 20. nóvember á sérstökum eyðu-
blöðum sem fást í afgreiðslu Ráð-
húss Snæfellsbæjar. Umsókn þarf að
fylgja afrit af umsókn um leikskóla-
pláss, staðfest af leikskólastjóra.“
Í reglum sem bæjarstjórn hefur
samþykkt kemur fram að hámarks-
upphæð foreldragreiðslna vegna 8
klukkutíma er 36.800 krónur á mán-
uði fyrir hvert barn foreldra í sam-
búð og 42.600 krónur til einstæðra
foreldra, öryrkja eða ef foreldrar eru
báðir í námi. Undanfarið hafa ekki
verið starfandi dagforeldrar í í Snæ-
fellsbæ. Tíminn frá því að fæðingar-
orlofi lýkur og þar til börn fá inni á
leikskóla getur því orðið foreldrum
erfiður fjárhagslega. Snæfellsbær
býr þó vel því börn komast oft inn á
leikskóla við tólf mánaða aldur.
mm
Snæfellsbær kemur til móts við foreldra ungra barna
Börn í Snæfellsbæ. Ljósm. úr safni.
Laust fyrir klukkan 18 síðastliðinn
miðvikudagskvöld fékk Lögreglan á
Vesturlandi tilkynningu um að ver-
ið væri að fremja vopnað ráð í Apó-
teki Ólafsvíkur við Ólafsbraut 24. Þar
hótaði maður starfsfólki með hnífi.
Náði hann að taka með sér talsvert af
lyfjum, en hljóp eftir það út og ók á
brott á bíl. Kallað var eftir aðstoð lög-
reglu víðar úr lögregluumdæminu og
náðist að stöðva för bílsins vestan við
Haffjarðará á sunnanverðu Snæfells-
nesi. Þar var par handtekið og flutt til
yfirheyrslu á Akranesi. Þar var fólkið
vistað þar til daginn eftir.
Fulltrúi rannsóknadeildar LVL fór
á vettvang ásamt lögreglumönnum
frá tæknideild lögreglunnar á höf-
uðborgarsvæðinu. Starfsfólki Apó-
teks Ólafsvíkur var að vonum mjög
brugðið við þennan atburð og var því
boðin áfallahjálp.
Í fréttum á mánudaginn kom fram
að Lögreglan á Vesturlandi mun óska
eftir því að maðurinn sem framdi
ránið verði úrskurðaður í farbann,
en hann er útlendingur. Hann er auk
ránsins í Ólafsvík grunaður um annað
rán í lyfjaverslun í Suðurveri í Reykja-
vík nokkru áður. mm
Vopnað rán framið í Ólafsvík
Frá vettvangi ránsins skömmu eftir. Á svipuðum tíma stöðvaði lögregla för
fólksins við Haffjarðará.