Skessuhorn


Skessuhorn - 16.11.2016, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 16.11.2016, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 201612 Fasteignaverð hefur hækkað um- talsvert á undanförnum mánuðum og árum. Lítið framboð er af eign- um til sölu miðað við eftirspurn og þá sérstaklega af minni eignum. Þá er leigumarkaðurinn flestum erfið- ur. Verst er ástandið í Reykjavík þar sem ferðafólki er leigður hluti þess húsnæðis sem almenningi hér á landi stæði annars til boða. Við þessar að- stæður nær markaður ekki jafnvægi fyrr en leigu- eða söluverð fer yfir byggingarkostnað. Víðast hvar utan höfuðborgarsvæðisins er talsvert í að það verði. Hér á Vesturlandi hefur leiguverð rokið upp á liðnum miss- erum, en þrátt fyrir það er eftir- spurnin mikil og margir um hverja íbúð sem auglýst er til leigu. Þetta eru fasteignasalar á Vesturlandi sem Skessuhorn hefur rætt við sammála um. Þeir verða varir við straum fólks af höfuðborgarsvæðinu sem sækist eftir ódýrari eignum í jaðarbyggðum höfuðborgarsvæðisins. Við heyrðum hljóðið í þremur fasteignasölum og forvitnuðumst um stöðuna á fast- eignamarkaði í landshlutanum. Seljendamarkaður á Akranesi Daníel Rúnar Elíasson hjá fasteigna- sölunni Hákoti á Akranesi segir að skortur sé á eignum í öllum flokkum íbúðarhúsnæðis, hvort sem um sé að ræða fjölbýlishús, sérhæðir eða sér- býli. „Að vísu er nú að rísa ný blokk við Asparskóga á Akranesi, þar sem tólf íbúðir verða tilbúnar til afhend- ingar á næsta ári. Það hjálpar eitt- hvað,“ segir hann. Daníel segir að nú sé svokallaður seljendamarkað- ur. „Það eru fleiri kaupendur og þar af leiðandi fæst betra verð fyrir eign- ina. Það sem breyst hefur á síðustu árum er að við erum að fá fleira fólk annars staðar að, fólk sem hefur til dæmis selt á Stór-Reykjavíkursvæð- inu og flytur hingað. Þetta er fólk á öllum aldri, bæði barnafólk og eldra fólk. Maður sér miklar breytingar á þessu,“ útskýrir Daníel. Leiguverð hækkað mikið Daníel segir þá sem hafa hugsað sér til hreyfings á fasteignamarkaði fylgj- ast vel með, þó sumir setji eignir sín- ar ekki á sölu. „Þó að þeir séu með sölueign, þá sjá þeir kannski ekkert á markaðnum sem hentar. Svo fara öll hjól í gang þegar þeir sjá eitthvað. Sumir eru jafnvel búnir að láta meta hjá sér eignina en bíða með að setja á sölu þar til þeir sjá eitthvað sem þá langar í og eru þá kannski með sölu- lega eign sjálfir. En okkur vantar meira af eignum, því leigumarkaður- inn er alveg sprunginn líka. Það þarf að byggja meira,“ segir Daníel Rún- ar. Hann bætir því við að einhverjir hafi náð að skapa sér færi á að kom- ast út af leigumarkaðinum enda hafi leiguverð hækkað mjög mikið og er meðalleiguverð á Akranesi í dag í kringum 150 þúsund. Eftirspurn- in eftir atvinnuhúsnæði er minni en eftir íbúðarhúsnæði og segir Daníel að fáir séu að leita eftir stórum fjár- festingum á þeim markaði. Þá séu fáar eignir sem henti fyrir einstak- linga og aðra sem sækjast eftir minni eignum. „Það er einhver eftirspurn eftir slíku en kannski ekki til það sem fólk er að leita að. Það er til dæm- is mikil vöntun hér á geymsluhús- næði og slíku. 30 - 60 fermetra rými eins og fólk kaupir gjarnan á höfuð- borgarsvæðinu og á þá bílskúr eða geymslu úti í bæ.“ Nauðsynlegt að byggja meira Daníel segir að eftirspurn sé eftir öllum tegundum eigna á húsnæð- ismarkaðinum en lítið framboð sé í hverjum flokki miðað við stærð markaðarins. „Ef fólk er með sér- stakar óskir, þá getum við kannski bara bent á eina til tvær eignir og stundum enga. Eins ef fólk er að leita að nýlegri blokkaríbúð, þriggja eða fjögurra herbergja. Þá segjum við bara pass.“ Þessi staða á fasteignamarkaðinum hefur leitt til þess að íbúðaverð hefur hækkað mikið undanfarin ár. Segir Daní- el að í sumum tilfellum hafi verð hækkað um 20 til 30% frá hruni. „Eða jafnvel meira í einhverjum tilfellum eins og gagnvart þessum blokkaríbúðum.“ Hann segir það þó vera óvissuþátt hvort búast megi við áframhaldandi hækkun á verði. „Á meðan þetta spilast eins og það er, þegar lítið er til og margir að kaupa, þá hækkar verðið. Á ný- byggingum sést að það er munur á verði á nýjum eignum og gömlum, það hjálpar gömlu íbúðunum að hækka í verði. Ég vil hvetja verk- taka til þess að gera eitthvað í því að byggja, því það vantar sárlega íbúðir. Það þarf að byggja til að það geti myndast eðlilegt ástand á markaði, enda þarf að vera ákveð- ið magn á markaði til að fólk hafi val,“ segir Daníel Rúnar Elíasson að endingu. Stykkishólmur sker sig úr Á Snæfellsnesi vantar einna helst fasteignir í Stykkishólmi. Að sögn Péturs Kristinssonar hjá Fast- eignasölu Snæfellsness er staðan á fasteignamarkaðinum ágæt á Snæ- fellsnesinu en tveggja til þriggja herbergja íbúðir eru vinsælastar til kaups. „Það vantar einna helst litl- ar íbúðir hér í Stykkishólmi. Það vantar reyndar allt en það er mest í þessum stærðarflokki. Dýrari hús- in eru tregari í sölu,“ segir Pétur í samtali við Skessuhorn. Hann segir eftirspurnina í Stykkishólmi vera mikið meiri en verið hefur. „Það er eitthvað um að fólk hætti við að selja því það finnur ekkert annað sem því líst á, það er ekki til. En það er verið að byggja í Hólm- inum og meira er í farvatninu.“ Fasteignaverð hefur hækkað líkt og víða um landið en einna helst í Stykkishólmi. „Stykkishólmur er öðruvísi en hinir staðirnir á Snæ- fellsnesi. Þar er fjölbreyttara at- vinnulíf og mikið að gera í ferða- þjónustunni,“ segir Pétur. Staðan á leigumarkaði á Snæ- fellsnesi er svipuð og annars stað- ar, leiguverð hefur hækkað og fáar íbúðir eru í boði. Hann segist búast við því að ástandið verði óbreytt á fasteignamarkaðinum. „Ég sé ekk- ert annað en að þetta verði svona, nema það verði byggt. Það er nóg að gera hjá öllum og allir vilja vera hér.“ Borgar sig ekki enn að byggja Ingi Tryggvason á Fasteignasölu Inga Tryggvasonar í Borgarnesi segir einhvern skort vera á mark- aðinum í Borgarnesi enda hafi oft verið fleiri fasteignir á sölu en núna, sérstaklega af minni eignum. „Það er lítið til af eignum í fjölbýli. Þær hafa verið að tínast út en lítið hefur komið inn í staðinn. Það var lítil hreyfing á markaðinum í tölu- verðan tíma en þetta fór aftur af stað á síðasta ári og sú þróun hefur haldið áfram. Undanfarna mánuði hefur því töluvert verið að seljast en ekki mikið komið inn á móti,“ segir Ingi í samtali við Skessu- horn. Hann telur skýringuna vera þá að fólki sem er að kaupa sína fyrstu eign fari fjölgandi en lítið hefur verið um það á undanförn- um árum. Ingi segir þó hreyfingu hafa ver- ið á öllum markaðinum, ekki bara á minni eignunum. „Það hefur líka farið af stærri eignunum en lítið er að koma inn af þeim minni. Við eigum alltaf eitthvað til af þessum stærri eignum en þær seljast ekki jafn hratt og hinar. Það er samt töluvert minna til sölu en oft hefur verið.“ Hann segir leigumarkaðinn í Borgarbyggð vera erfiðan. Skort- ur sé á leiguhúsnæði alls staðar í sveitarfélaginu og þá sérstaklega í Borgarnesi. Þrátt fyrir það sé ekk- ert af íbúðum í byggingu núna. „Fasteignaverð hefur hækkað eitt- hvað en allt of lítið, þetta er ekki sambærileg þróun og hefur verið til dæmis á höfuðborgarsvæðinu. Þetta hefur ekki náð þeim tölum hér sem það var í þegar fasteigna- verð var sem hæst og á töluvert í að ná því. Skýringin á því að menn byggja ekki hérna er líklega sú að menn ná ekki upp í byggingar- kostnaðinn eins og markaðurinn er hér í dag.“ grþ Mikil eftirspurn eftir minni fasteignum á Vesturlandi Daníel Rúnar Elíasson hjá Fasteignasölunni Hákoti segir að sárlega vanti íbúðir á Akranesi og hvetur verktaka til þess að gera eitthvað í því að byggja. Hér er mynd úr safni frá reisingu fjögurra íbúða gistihúss við Suðurgötu 33. Mestur er skorturinn í Stykkishólmi og einkum eftir smærri eignum. Síðasta sumar var reist parhús og er drónamynd þessi síðan þá. Ljósm. sá. Lítið er byggt í Borgarnesi og enn er nokkuð í land að fasteignaverð nái bygg- ingarkostnaði.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.