Skessuhorn - 16.11.2016, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 2016 15
Íshella 10 • 221 Hafnarfjörður • Sími 569 2100Mynd: Björgunarmiðstöð Hjálparsveitar skáta Kópavogi.
Þeir sem gera kröfur
velja Héðins hurðir
Fáðu tilboð í hurðina
Fylltu út helstu upplýsingar
á hedinshurdir.is og við
sendum þér tilboð um hæl.
Síðastliðinn miðvikudag hélt Félag
aldraðra í Borgafjarðardölum fagn-
að í tilefni af 25 ára afmæli félags-
ins. Fjölmenni mætti í félagsheim-
ilið Brún í Bæjarsveit, en þar hef-
ur félagið haft starfsemi nánast frá
upphafi. En ekki var einvörðungu
um afmælifagnað að ræða því við
sama tilefni afhenti félagið formlega
Landmælingum Íslands örnefna-
skráningu fyrir allar jarðir á félags-
svæðinu. Söfnun og skráning ör-
nefna hefur fylgt félaginu nær alla
tíð frá stofnun þess, en ákveðið var
fyrir 23 árum að félagið tæki það
verkefni upp á sína arma að safna og
skrá örnefni í sex hreppum í Borgar-
firði norðan Skarðsheiðar auk Hvít-
ársíðu og Þverárhlíðar í Mýrasýslu.
Það var Magnús Guðmundsson
forstjóri Landmælinga Íslands sem
veitti gagnasafninu viðtöku, en með
táknrænum hætti var honum afhent
örnefnaskrá síðustu jarðarinnar sem
safnað var upplýsingum um, en það
eru Vilmundarstaðir í Reykholtsdal.
Nú eru örnefnin á félagssvæðinu,
sem nær yfir átta hreppa, aðgengi-
leg á vef Landmælinga, bæði á ör-
nefnasjá og kortasjá.
Byggt á gögnum
Ara Gíslasonar
Sveinn Hallgrímsson á Hvann-
eyri er nú formaður Félags aldr-
aðra í Borgarfjarðardölum. Hann
stýrði samkomunni í Brún en mest
áhersla var í afmælinu lögð á kynn-
ingu örnefnaverkefnisins. Þorsteinn
Þorsteinsson á Skálpastöðum var
formaður örnefnanefndar nú síð-
ustu árin og hefur lagt mikla vinnu
í það, ásamt fleirum. Nefndin skil-
ar nú af sér verkinu. Auk Þorsteins
voru í nefndinni Davíð Péturs-
son og Ragnheiður Ásmundardótt-
ir. Þorsteinn fór yfir hvernig verk-
efnið varð upphaflega til. Fram kom
að það var hugmynd Magnúsar Kol-
beinssonar í Stóra-Ási að félagið
tæki að sér að yfirfara þær örnefna-
skrár sem fyrir lágu árið 1993. Jón
Þórisson í Reykholti hrinti verk-
efninu síðan í gang og starfaði mik-
ið við það en eftir að hann féll frá
tók Magnús Sigurðsson á Gilsbakka
við keflinu. Magnús þykir hafa unn-
ið mjög staðgóðar og nákvæmar lýs-
ingar á örnefnum og staðháttum
sem auðvelt er fyrir þá sem ekki eru
staðkunnugir að nota sér til gagns.
Allir eru þessir frumkvöðlar að verk-
efninu fallnir frá. Þegar félagið hóf
þessa vinnu tók það til við að yfir-
fara skrár sem Ari Gíslason frá Foss-
um hafði unnið. Ari safnaði örnefn-
um um allt land, hóf þá vinnu árið
1939 og fór mjög víða um land-
ið í þeim tilgangi. Fram kom í máli
Þorsteins á Skálpastöðum að aldrei
hefði neinn maður hér á landi unn-
ið eins mikið við söfnun og skrán-
ingu örnefna og Ari Gíslason gerði.
Gaman er því að viðstaddar afmæl-
issamkomuna á miðvikudaginn voru
ekkja Ara og dóttir.
Vistað á vef LMÍ
Fram kom að örnefnasöfnun Borg-
firðinga hefur fengið viðurkenn-
ingar og hlotið athygli auk styrkja.
Meðal annars hafa komið styrkir frá
Menningarráði Vesturlands, Minn-
ingarsjóði Guðmundar og Ingi-
bjargar frá Kirkjubóli, Þjóðhátíðar-
sjóði, Borgarbyggð og Arionbanka.
Auk þess hafa Snorrastofa, Árna-
stofnun, Landmælingar og síðast
en ekki síst íbúar í Borgarfirði lagt
verkefninu lið.
Félag aldraðra gerði fljótlega
samning við Landmælingar Íslands
um skráningu og varðveislu örnefn-
anna. Ragnhildur Jónsdóttir í Ausu
var fengin í vinnu við verkefnið og
þannig hefur á síðustu árum tekist
að ljúka skráningu allra þekktra ör-
nefna á fyrrgreindu starfssvæði. Til
marks um umfang örnefnaskrán-
ingar nefndi Þorsteinn á Skálpa-
stöðum að 13.167 örnefnum hafi
verið safnað í þessum átta hrepp-
um í Borgarfirði, auk Hvítársíðu og
Þverárhlíðar. 146 örnefni hafi ekki
verið hægt að staðsetja, en 339 ný
nöfn hefðu bæst við örnefnaskrána.
Þorsteinn sagði að af einstaka jörð-
um hafi flest örnefni verið skráð í
Kalmanstungu, eða 487 talsins.
Á Gilsakka væru örnefnin 429 og
á Húsafelli 253. Allar eiga þess-
ar jarðir það sameiginlegt að vera
landstórar og að sömu ættir hafi
setið þær lengi. Þar byggi auk þess
mikið skýrleiksfólk.
Landið lítils virði ef það
héti ekki neitt
Ragnhildur Jónsdóttir í Ausu sagði
frá örnefnaskráningunni og ýmsu
sem hana snertir. Sagði hún að ör-
nefni væri nafn á stað og að þau
tengdu fólk við staðhætti og land-
ið. Hægt væri að rekja ýmis ör-
nefni allt aftur til landnáms. Flest
ættu örnefni því norrænan eða kelt-
neskan uppruna. Sagði hún að ör-
nefni væru flest í nágrenni bústaða
fólks eða þar sem mikilvægt væri
að geta auðkennt landið. Örnefni
sem ættu til dæmis við ræktarlönd
þekktu hins vegar færri og þau lifðu
skemur. Við mannaskipti á jörðum
sagði hún að oft hafi tapast þekk-
ing á örnefnum sem gengnar kyn-
slóðir þekktu. Ræddi Ragnhild-
ur um mikilvægi örnefna til dæm-
is á siglingaleiðum og söguteng-
ing væri sterkari þegar hægt væri
að vísa til örnefna. Þá tengjast ör-
nefni oft atvinnusögu, búháttum og
nytjum og nefndi hún dæmi um t.d.
sel og stekki. Þá hefðu ýmis örnefni
horfið vegna nytjaleysis, eins og til
dæmis á engjum og örnefni á eykt-
armerkjum væru nánast horfin.
Ragnhildur sagði að örnefni glat-
ist af ýmsum ástæðum, ekki ein-
vörðungu að jarðir fari úr ábúð eða
nýtt fólk hefði ekki aflað sér þekk-
ingar um heiti þeirra. Einnig töp-
uðust þau vegna breyttrar landnýt-
ingar, samgangna, landslag breytist
og fleira getur komið til. Því sagði
hún afar dýrmætt að búið væri að
skrá svo kerfisbundið örnefni á svo
stóru svæði og vissulega væru Borg-
firðingar í fararbroddi hvað þetta
snertir nú þegar verkefninu er lok-
ið og það gert aðgengilegt um Int-
ernetið. Loks sagði Ragnhildur að
hennar framtíðarsýn væri sú að ör-
nefnin myndu nýtast við ótalmargt.
Þau opnuðu nýjar víddir, t.d. með
að tengja örnefnin við söguna og
hjálpa þannig sögutengdri ferða-
þjónustu að vaxa og dafna, þau auð-
velduðu leiðsögn, miðluðu fróðleik
og því mikilvægt tæki til að segja
sögu liðinna tíma.
mm
Félag eldri borgara lýkur við örnefnaskráningu sína
Á fjórtánda þúsund örnefnum hefur verið safnað í Borgarfirði, þau skráð og
gerð aðgengileg á vef Landmælinga Íslands
Félag aldraðra í Borgarfirði hélt upp á 25 ára afmæli sitt í Brún síðastliðinn miðvikudag.
Magnús Guðmundsson forstjóri Landmælinga Íslands (t.h.) veitti örnefnaskrá
félagsins viðtöku. Í nefnd fyrir verkefnið voru nú síðustu árin þau Davíð Péturs-
son, Ragnheiður Ásmundardóttir og Þorsteinn Þorsteinsson á Skálpastöðum, sem
jafnramt var formaður.