Skessuhorn


Skessuhorn - 16.11.2016, Page 16

Skessuhorn - 16.11.2016, Page 16
MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 201616 Líkt og áður var líf og fjör á Ár- gangamóti ÍA sem haldið var í Akraneshöllinni á laugardaginn. Til leiks voru skráð 25 lið, 19 karla- lið og sex kvennalið og hefur mótið aldrei verið stærra. Af meðfylgjandi myndum að dæma höfðu menn engu gleymt. Góðir taktar sáust og menn lögðu mikið á sig, jafn- vel meira en stirðir vöðvar og liðir þoldu. Hins vegar eru margir sem hafa þrátt fyrir árin sem hlaðist hafa upp náð að halda sér í fantaformi. Þegar allir leikir höfðu verið leiknir og úrslit mótsins lágu fyrir var það lið árgangs 1978-80 sem varð hlutskarpast í kvennaflokki og nýliðarnir í árgangi 1986 sem báru sigur úr býtum karlamegin. Að kvöldi laugardagsins var svo hald- in uppskeruhátíð Árgangamóts og Reunion með skemmtidagskrá og dansleik fram á nótt. mm Árgangamót ÍA í knattspyrnu Lið árgangs 1978-80 sigraði í kvennaflokki á Árgangamóti ÍA. Hér taka kempurnar á móti sigurlaununum á uppskeruhátíðinni. Ljósm. gbh. Svipmynd frá Árgangamóti ÍA. Ljósm. jho. Nýliðar árgangs 1986 stóðu uppi sem sigurvegarar í karlaflokki og fagna hér innilega eftir að hafa veitt bikarnum viðtöku. Ljósm. gbh. Félagar sem urðu Íslandsmeistarar karla með ÍA árið 2001. F.v. Kári Steinn Reynisson, Gunnlaugur Jónsson, Pálmi Haraldsson og Hjörtur Júlíus Hjartarson. ÍA tryggði sér titilinn á hádramatískan máta með 2-2 jafntefli gegn ÍBV í loka- leik tímabilsins í Vestmannaeyjum. Eyjamenn sátu eftir með sárt ennið í öðru sæti deildarinnar, jafnir ÍA að stigum en Skagamenn höfðu betri markatölu. Allir fjórir léku þann leik og Kári Steinn skoraði fyrra mark ÍA. Þá varð Hjörtur markakóngur mótsins með 15 mörk. Ljósm. gbh.Svipmynd frá Árgangamóti ÍA. Ljósm. jho.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.