Skessuhorn


Skessuhorn - 16.11.2016, Qupperneq 22

Skessuhorn - 16.11.2016, Qupperneq 22
MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 201622 Nýlega héldu eigendur Hótels Rjúkanda á Vegamótum súpufund fyrir ferðaþjónustuaðila á Snæfells- nesi. Þar fengu þátttakendur tæki- færi til að segja stuttlega frá sinni þjónustu með það að markmiði að hugsa saman næstu skref í sam- vinnu á Snæfellsnesi. Að sögn Sig- rúnar Erlu Eyjólfsdóttur, hótel- stjóra á Rjúkanda, er mikilvægt að samstarf sé gott í greininni enda hafi verið mikil fjölgun ferðamanna á svæðinu og sú tala fari enn hækk- andi. Þess vegna hafi verið ákveðið að halda þennan samhristing. „Við teljum að það skipti máli að við get- um myndað gott tengslanet á Snæ- fellsnesi, við erum eitt lítið samfé- lag. Ef við styrkjum þetta tengsla- net getum við unnið betur saman og verðum sterkari sem ferðaþjón- ustuaðilar. Í svona litlu samfélagi skiptir líka máli að vita hvað er í boði hjá öðrum og að þekkja fólkið í kringum okkur,“ segir Sigrún Erla í samtali við Skessuhorn. Hún segir það vera samvinnuverkefni að hlúa að ferðamönnum. „Við erum samt ekkert að finna upp hjólið. Það hef- ur verið unnið mikið saman áður og það þarf að halda því við. Hér er fullt af gamalgrónum fyrirtækjum sem eru að vaxa en einnig fullt af nýjum fyrirtækjum með nýju fólki sem er gott að sjá og kynnast.“ Endurvekja Ferðamála- samtök Snæfellsness Vel var mætt á súpufundinn þar sem yfir 40 ferðaþjónustuaðilar komu saman, auk markaðs- og kynning- arfulltrúa úr Grundarfirði og Snæ- fellsbæ, Ragnhildar Sigurðardóttur frá Svæðisgarðinum Snæfellsnesi og Margrétar Bjarkar Björnsdóttur at- vinnuráðgjafa SSV. Sigrún Erla seg- ir það hafa verið einkennandi hversu mikill kraftur var í fólki og samhug- ur. „Allir vilja mynda þessi tengsl og vera í samvinnu. Eins og í svo mörgu, þegar mest er að gera hjá fyrirtækjum eru allir uppteknir. Þess vegna skiptir máli að nota rólegri tíma til að kynnast. Þarna var mikil samkennd og áhugavert að sjá aðra í sömu atvinnugrein. Þarna vorum við til dæmis að sjá þriðju kynslóð ferðaþjónustuaðila,“ segir hún. Sigrún Erla segir að ákveðið hafi verið að endurvekja Ferðamálasam- tök Snæfellsness og að í stjórn félags- ins verði einn fulltrúi úr hverju sveit- arfélagi á Snæfellsnesi. Fulltrúi Snæ- fellsbæjar verður Kári Viðarsson úr Frystiklefanum í Rifi, Hulda Hildi- brandsdóttir frá Hákarlasafninu í Bjarnarhöfn er fulltrúi Helgafells- sveitar, Ólöf Eyjólfsdóttir á Hótel Rjúkanda er úr Eyja- og Miklaholts- hreppi, Gísli Ólafsson, eigandi Láki Tours, er fulltrúi Grundarfjarðar og Nadine Walter, sölu- og markaðs- stjóri Sæferða, er fulltrúi Stykkis- hólms. „Þetta er fólkið sem bauð sig fram til að vera í stjórninni. Nadine og Gísli hafa verið í öðrum sam- tökum áður og það er gott að hafa svona reynslubolta með okkur,“ seg- ir Sigrún Erla. Hún segir samhrist- inginn hafa verið árangursríkan og að ýmislegt hafi verið rætt. Það sem stóð upp úr var hins vegar samhugur allra sem mættu. „Fólk vill kynnast og fólk var tilbúið að vekja Ferða- málasamtök Snæfellsness. Svo voru tveir tilbúnir að taka við keflinu varðandi fleiri samhristingsfundi og vonumst við til þess að þeir verði haldnir tvisvar á ári eða jafnvel oftar. Hugmyndin hjá okkur var sú að ein- hver þyrfti að byrja en svo köstuðum við keflinu í hópinn og tveir aðilar tóku við því og ætla að halda næsta samhristing.“ grþ Samhristingur ferðaþjónustuaðila var á Hótel Rjúkanda Systurnar Ólöf Eyjólfsdóttir ferðamálafræðingur og Sigrún Erla Eyjólfsdóttir hótelstjóri. Vel var mætt á samhristingarfundinn á Hótel Rjúkanda. Skíðaráð Snæfellsness stendur í ströngu þessa dagana og er mik- ið um að vera hjá félaginu. Á dög- unum fjárfesti félagið til að mynda í Pisten Bully 200D snjótroðara. Mikið hefur verið um sjálfboðaliða sem hafa verið að vinna við skíða- lyftu og skíðaskála félagsins. Búið er að endurnýja nánast alla skíða- lyftuna en skipt var um vír, diska og reimar svo eitthvað sé nefnt. Svo hefur mikið verið unnið við skíðaskálann eins og að endur- nýja glugga, klæðningu og fleira. Í vor komu svo forsvarsmenn Sport- víkur frá Blönduósi færandi hendi með nýtt efni í öryggisgirðingu við lyftuna. Sportvík kom svo aftur um liðna helgi með hinar ýmsu skíða- vörur sem Grundfirðingar og nær- sveitungar gátu fjárfest í en fyrir- tækið er með úrval hjálma, gler- augna og annars búnaðar til sölu. Nú vantar bara snjóinn í brekkurn- ar svo hægt verði að opna en nánast allt annað er klárt. tfk Mikið um að vera hjá Skíðaráði Snæfellsness Snjótroðarinn bíður átekta eftir snjó en í baksýn má sjá auðar brekkurnar í skíðasvæði Grundirðinga. Það voru góð tilboð á skíðavörum hjá Sportvík í Sögumiðstöðinni á laugardaginn. Á næstu þremur árum munu Isavia ohf. og Slysavarnafélagið Lands- björg sameinast um að bæta veru- lega búnað sem auðveldar björgun- arsveitum víða um land að bregð- ast við hópslysum sem hugsanlega verða á þjóðvegum landsins, utan alfaraleiðar eða við vinsæla ferða- mannastaði. Samningur þess að lútandi var kynntur í síðustu viku. Samkvæmt honum verða útbún- ar sérstakar kerrur með sérhæfðum búnaði sem björgunarsveitir geta með lítilli fyrirhöfn tekið með sér á slysstað. Isavia leggur 12 milljónir króna á ári til verksins, samtals 36 milljónir króna. Slysavarnafélagið Landsbjörg sér um að velja búnað- inn, hanna kerrurnar og velja þeim stað miðað við hugsanlega hættu á hópslysum og þar sem viðbragð er takmarkað. Búnaðurinn í kerrun- um miðast við að björgunarsveita- fólk geti veitt skjól og aðhlynningu á slysstað utan alfaraleiðar á stöð- um þar sem langt er í heilbrigðis- þjónustu og aðrar bjargir. Við val á staðsetningu kerranna verður tek- ið mið af fjölda ferðamanna, við- bragðsaðilum á viðkomandi svæði, áhættugreiningu almannavarna og hópslysaskýrslu Isavia. mm Setja upp færanlegan búnað til að bregðast við hópslysum Björn Óli Hauksson forstjóri Isavia og Smári Sigurðsson formaður Landsbjargar við undirritun samningsins. Mikið vatnsveður undanfarnar vik- ur hefur haft hin ýmsu áhrif og taf- ið ýmsu verk hjá bændum. Agn- ar Gestsson sem á og rekur ferða- þjónustuna á Lýsuhóli í Staðarsveit pakkaði heyi í tæplega 1000 rúllur í sumar. Var hann byrjaður að aka rúllunum heim en náði ekki að ljúka verkinu vegna anna, meðal annars við reiðhallarbyggingu. En túnin eru mjög blaut eftir vatnsveðrin í haust og því ekki hægt að aka um þau með þung tæki. Nú á næstunni mun verða farið í að ná rúllunum af túnunum, en Agnar á mikið verk fyrir höndum því rúllurnar sem eft- ir eru gætu verið í kringum 800. Til gamans fyrir þá sem vilja er hægt að telja rúllurnar á myndinni en á henni má sjá um þriðjung rúllanna á bænum. Tíðin var góð í sumar og heymagn næstum helmingi meira en venjulega. þa Vatnsveður hamlaði að hægt væri að aka rúllum heim

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.