Skessuhorn


Skessuhorn - 16.11.2016, Page 28

Skessuhorn - 16.11.2016, Page 28
MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 201628 Vörur og þjónusta Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Drei bréf - Boðsbréf Ritgerðir - Skýrslur Reikningar - Eyðublöð Umslög - Bréfsefni Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Getum við aðstoðað þig? sími: 437 2360 olgeirhelgi@islandia.is R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 LAUSNIN HÖFÐASELI Opnunartími er frá kl. 8:00-16:00 alla virka daga Daglegar ferðir milli Reykjavíkur og Borgarness Tvær ferðir í viku í sveitir Borgarfjarðar Skrifstofan er opin mánudaga – föstudaga kl. 9.00 – 12.00 og 13.00 – 15.30 Sími 437-2030 - v.v@simnet.is DAGLEGAR FERÐIR BORGARNES - REYKJAVÍK www.skessuhorn.is Þjónustuauglýsingar Skessuhorns Auglýsingasími: 433 5500 www.skessuhorn.is Garðaþjónustan Sigur-Garðar Tökum að okkur alla almenna skrúðgarðavinnu Sindri Arnfjörð garðyrkjumaður - Laufskálum 311 Borgarbyggð Netfang: sindri@vesturland.is - Vinnusími: 892-7663 Hellulagnir - Hleðsla - Þökulagnir - Jarðvegsskipti Trjáklippingar - Gróðursetningar - Garðsláttur - Plöntusala Þjónusta í yfir 25 ár SK ES SU H O R N 2 01 5 Það hefur gengið á ýmsu við upp- haf byggingaframkvæmda á bygg- ingareitum Borgarbrautar 57-59. Skiptar skoðanir hafa verið hjá íbú- um og fyrirtækjum um ágæti þeirr- ar framkvæmdar sem um ræðir. Breyting á deiliskipulagi svæðis- ins hefur verið kærð og einnig hef- ur veiting byggingarleyfis út á eldra deiliskipulag verið kærð. Ferli þess- ara framkvæmda, þ.e. hvað skipu- lagsþáttinn varðar, virðist í fljótu bragði vera hið mesta klúður, en ekki er allt sem sýnist og því gott að rifja upp feril skipulagsmála þessara lóða sem nær meira en 10 ár aftur í tímann. Unnið var að deiliskipulagi fyrir lóðirnar Borgarbraut 55-59 m.a. í samstarfi við Borgarland ehf. og var deiliskipulag fyrir lóðirnar sam- þykkt árið 2007. Skipulagið gerir ráð fyrir töluverðu byggingamagni eða nýtingarhlutfalli allt að 1,75 að meðtöldum bílageymslum. Skipu- lagið mætti töluverðri andstöðu meðal næstu nágranna lóðanna á meðan vinna við það stóð yfir. Við samþykkt deiliskipulagsins var lagður grunnur að þeim væntingum sem gera má til mögulegs bygging- armagns á lóðunum og verðmæti lóðanna byggist á þeim vænting- um sem gera má á hverjum tíma til þeirra bygginga sem mögulegar eru samkvæmt gildandi skipulagi. Lóðirnar á þessu svæði hafa skipt um eigendur nokkrum sinnum síð- an deiliskipulagið var samþykkt og hefur verð í þeim viðskiptum væntanlega tekið mið af því virði sem byggingamagnið gaf vænting- ar um á hverjum tíma. Núverandi lóðarhafi er þar engin undantekn- ing, hann hefur væntanleg tekið ákvörðun um að fjárfesta í lóðunum og byggt þá ákvörðun sína á gild- andi deiliskipulagi. Gildandi deiliskipulag nær yfir lóðirnar Borgarbraut 55, 57 og 59 með tveimur byggingarreitum, þ.e. Borgarbraut 55-57 í einum bygg- ingarreit og Borgarbraut 59 í öðr- um. Þessi skipting er eðlileg ef horft er til þess að þegar skipulag- ið var unnið átti Borgarland lóð- ina Borgarbraut 59 og óskaði eft- ir að deiliskipulagið yrði unnið út frá þeirri lóð sem áformað var að byggja á. Hinar lóðirnar, Borgar- braut 55 og 57, voru í eigu annarra aðila sem voru með starfsemi í fast- eignunum á lóðunum. Þar sem ekki er gott að taka einungis eina lóð í deiliskipulagsvinnu þá var ákveðið að taka allar þrjár lóðirnar og skipta þeim í tvo byggingareiti. Þetta hef- ur nú breyst þar sem allri starfsemi í húsnæði á Borgarbraut 57 var hætt og það hús rifið til að mögu- legt væri að byggja nýtt hús á þeirri lóð. Atvinnustarfsemi er hins vegar rekin í húsnæði á Borgarbraut 55. Því er það augljós kostur að gera breytingar á gildandi deiliskipulagi sem felast í því að sameina lóðir Borgarbraut 57 og 59 í einn bygg- ingarreit og hafa Borgarbraut 55 í sér reit. Með þessu vinnst tvennt, annars vegar fær sú starfsemi sem er á Borgarbraut 55 frið til að vera þar eins lengi og vilji er til hjá þeim aðilum sem reka starfsemina sína þar. Hins vegar næst þá að ljúka byggingarframkvæmdum á Borgar- braut 57 og 59 óháð því hvað gerist á Borgarbraut 55. Það var því tekið vel í hugmyndir núverandi lóðar- hafa þegar hann viðraði hugmynd- ir um þessar breytingar við sveitar- stjórn Borgarbyggðar. Þegar hafin var vinna við breyt- ingar á deiliskipulaginu kom í ljós að aðalskipulag Borgarbyggðar 2010-2022 sem samþykkt var árið 2010 kvað á um að nýtingarhlutfall miðbæjarins væri 0,35-1. Það verð- ur að teljast undarlegt, því vinnu við aðalskipulagið lauk ca. þremur árum eftir að deiliskipulag Borgar- brautar 55-59 var samþykkt og var þar með stefnumótandi fyrir þá nýtingu sem vænta mætti á mið- bæjarsvæðinu. Við nánari skoðun var það skilningur sveitarfélagsins að þetta nýtingarhlutfall ætti við allt miðbæjarsvæðið en ekki ein- stakar lóðir. Því var ráðist í að gera breytingar á deiliskipulagi fyrir lóðirnar Borgarbraut 55, 57 og 59, án þess að breyta aðalskipulaginu í ljósi þessarar túlkunar og spara þar með vinnu og kostnað við breyt- ingu á aðalskipulaginu. Þessu var Borgarland ehf. ekki sammála og kærði breytt deiliskipulag til úr- skurðarnefndar skipulagsmála sem úrskurðaði Borgarlandi í vil þann- ig að breytt deiliskipulag var fellt úr gildi sem leiddi af sér að þá tók eldra deiliskipulag aftur gildi. Aðalskipulag er stefnumótandi fyrir nýtingu landssvæða og gilda þau í allt að 12 ár. Aðalskipulag skal ná yfir allt landssvæði innan hvers sveitarfélags og í landmiklu sveitar- félagi eins og Borgarbyggð þá er að- alskipulagið mjög stórt og nær yfir mikið landssvæði. Deiliskipulög ná yfir minna svæði og eru með ná- kvæmari upplýsingum um hvað eigi að vera á tilteknu svæði og þannig eru deiliskipulög stefnumótandi um nýtingu þeirra einstöku svæða sem þau ná yfir. Deiliskipulag skal byggt á aðalskipulagi sveitarfélags- ins samkvæmt 3. mgr. 2 gr. skipu- lags- og byggingarlaga nr.73/1997. Aðalskipulag sem unnið er og sam- þykkt á ákveðnum tímapunkti ætti jafnframt að taka mið af þeim deili- skipulögum sem í gildi eru á þeim tíma sem aðalskipulag er unnið samkvæmt 7. mgr. 9 gr. skipulags- og byggingarlaga nr.73/1997. Úr- skurðarnefnd skipulagsmála tekur þetta ekki til skoðunar í úrskurði sínum heldur túlkar grein úr aðal- skipulaginu mjög þröngt í úrskurð- inum eins og kemur hér fram: „Í Aðalskipulagi Borgarbyggð- ar 2010-2022 er umrætt svæði skilgreint sem miðsvæði (M) og er þar heimiluð blönduð landnotk- un íbúða, þjónustustofnana, versl- unar og þjónustu. Í töflu aðalskipu- lagsins um skilgreind svæði innan Borgarness er tekið fram að umrætt svæði sé sex hektarar að stærð með nýtingarhlutfall 0,35-1,0. Segir síð- an í almennri umfjöllun um mið- svæðið að þar sem að nokkru leyti sé um þéttingu í byggðu umhverfi að ræða, megi reikna með að nýt- ingarhlutfall geti sumstaðar far- ið upp undir 1,0. Af greindri um- fjöllun verður ekki annað ráðið en að verið sé í nefndri töflu að vísa til nýtingarhlutfalls fyrir einstakar lóðir eða götureiti innan hins skil- greinda miðsvæðis, en skilgreint nýtingarhlutfall eigi ekki við um miðsvæðið í heild eins og sveitar- félagið byggir á.“ Ekki þýðir að deila við dómarann þó að hægt sé að vera honum ósam- mála. Dómarinn hefur úrskurðað og því er ekkert annað að gera fyrir Borgarbyggð en að gera breytingar á aðalskipulagi þannig að það sam- rýmist þeim deiliskipulögum sem þegar eru til staðar á Borgarbraut 55-59. Þegar það er búið verður hægt að gera nauðsynlegar breyt- ingar á deiliskipulaginu. Þannig verður mögulegt að klára uppbygg- ingu á 57 og 59, sú starfsemi sem fyrir er á Borgarbraut 55 fær frið og íbúar Borgarbyggðar fá fullbyggð- an byggingareit með íbúðum og at- vinnutækifærum sem breytir ásýnd miðbæjarins til hins betra. Eftir situr hins vegar sú spurning hvaða hagsmuni Kaupfélag Borg- firðinga, eigandi Borgarlands ehf., telur sig vera að verja með þessari andstöðu sinni á framkvæmdum sem byggjast m.a. á þeirra eigin vinnu? Borgarnesi, 10. nóvember 2016, Sigurður Guðmundsson. Höf. er íbúi og skattgreiðandi í Borgarbyggð. Sagan endalausa Borgarbraut 55-59 Svæðið sem um ræðir áður en framkvæmdir hófust á lóðunum. Pennagrein

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.