Skessuhorn


Skessuhorn - 04.01.2017, Side 1

Skessuhorn - 04.01.2017, Side 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 1. tbl. 20. árg. 4. janúar 2017 - kr. 750 í lausasölu Gjaldeyrir.is er tímasparnaður fyrir alla Viðskiptavinir allra banka geta gripið með sér ferðagjaldeyrinn á Keflavíkurflugvelli Fluconazol ratiopharm Fæst án lyfseðils Eru bólgur og verkir að hrjá þig? Verkir í liðum? Rafræn áskrift Ný áskriftarleið Pantaðu núna Svunta www.smaprent.is Frá upphafi útgáfu hefur Skessu- horn staðið fyrir útnefningu á Vest- lendingi ársins. Valið fer þannig fram að kallað er eftir tilnefning- um íbúa um þá sem þykja verðug- ir þess að hljóta þetta sæmdarheiti fyrir árangur í starfi eða leik. Að þessu sinni bárust tilnefningar um 22 einstaklinga. Vestlendingur árs- ins 2016 er Andrea Þ. Björnsdótt- ir á Eystri-Leirárgörðum í Hval- fjarðarsveit. Hún er tilnefnd fyr- ir einstaka ósérhlífni við að koma til aðstoðar þeim sem þess þurfa. Hún hefur m.a. stutt við söfnun til handa Englaforeldrum og fyr- ir sjúka. Yfirleitt fjármagnar hún söfnun sína með því að kaupa lakkrís og önnur sætindi í heild- sölu og selja á mörkuðum og eft- ir pöntunum. Þannig hefur hún nú stutt við fjölda fólks með beinum og óbeinum hætti. Kjörorð hennar eru: „Það er ljúft að hjálpa.“ Þeir sem urðu í tíu efstu sætum í kjöri á Vestlendingi ársins eru í stafrófsröð: Andrea Þ. Björns- dóttir, Bjarki Freyr Örvarsson í Ólafsvík, Bjarni Guðmundsson á Hvanneyri, Bryndís og Sigurð- ur á Miðhrauni í Eyja- og Mikla- holtshreppi, Hanna Jónsdóttir þroskaþjálfi í Stykkishólmi, Hlédís Sveinsdóttir frumkvöðull á Akra- nesi, Guðrún Jónsdóttir safn- stjóri í Borgarnesi, Ingólfur Árna- son forstjóri Skagans á Akranesi, Sigursteinn Sigurðsson arkitekt í Borgarnesi og forsvarsmaður Vit- brigða Vesturlands og Unnsteinn Þorsteinsson sjúkraflutningamað- ur í Borgarnesi. Skessuhorn óskar öllu þessu fólki til hamingju. Rætt er við Andreu Þ Björnsdóttur á bls. 10. mm Andrea Björnsdóttir er Vestlendingur ársins 2016 Andrea á Eystri-Leirárgörðum í Hvalfjarðarsveit er Vestlendingur ársins 2016. Hlaupahópurinn Skagaskokk var meðal þátttakenda í hinu árlega Gamlárshlaupi ÍA sem hlaupið var á gamlársdag. Hópurinn skemmti sér vel í hlaupinu og að venju var hlaupið í búningum. Mátti því sjá býflugu, Bangsímon, Super Mario og bróður hans Luigi á hlaupum um bæinn, ásamt fleiri furðuklæddum Akurnesingum. Ljósm. Lilja Kristófersdóttir. Fyrsta barn ársins á Heil- brigðisstofn- un Vestur- lands á Akra- nesi kom í heiminn 2. janúar klukkan 18:18. Það er myndar stúlka, vóg 3.508 grömm og er 51 sentímetri að lengd. Þessi fyrsti Vestlendingur ársins er Ak- urnesingur en foreldrar stúlkunn- ar eru María Sigríður Kjartansdótt- ir og Gunnar Þóroddsson. Stúlkan er þeirra fjórða barn, en fyrsta stúlk- an í hópnum. Að sögn móðurinnar lét litla daman bíða örlítið eftir sér. „Ég ætlaði að vera búin að eiga hana fyr- ir jól. Ég átti að fara í gangsetningu 22. desember en það gekk ekki eftir og ég var sett í það að bíða - og beið svona lengi,“ segir móðirin en sett- ur fæðingardagur var 28. desemb- er. Hún segir fæðinguna hafa gengið lygilega vel. „Ég var komin á deildina um korter yfir fjögur og tveimur tím- um síðar var hún fædd,“ segir María Sigríður. Bæði móður og barni heils- ast vel og gengur allt eins og í sögu. „Hún er vær og góð, gerir ekkert ann- að en að sofa og drekka,“ segir móðir- in nýbakaða í samtali við Skessuhorn. Á síðasta ári fæddist 291 barn á fæðingadeildinni á Akranesi. Lengi stefndi í að börnin yrðu yfir 300 á árinu, en fæðingar voru óvenjulega fáar í árslok. Í hittiðfyrra fæddust 259 börn á Akranesi. Metárið var hinsveg- ar 2010 þegar 358 börn komu í heim- inn á Akranesi. grþ Skagastúlka fyrsta barn ársins Theodór Kr. Þórð- arson, Teddi lögga, hóf störf sem hér- aðslögregluþjónn í Mýra- og Borg- arfjarðarsýslu fyr- ir tæpum fjör- tíu árum. Nú er hins vegar að nálg- ast starfslok. Hann yfirgaf skrifstofuna á stöðinni í Borgarnesi síðastliðinn fimmtudag, en hann er á leið í frí þar til hann mun formlega láta af störf- um í marsmánuði. Skessuhorn ræddi við Tedda um starfsferilinn, framtíð- ina og löggæslumál almennt auk þess sem hann leyfði nokkrum sögum frá liðinni tíð að fljóta með. Sjá bls. 12-13. kgk Teddi kveður lögguna

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.