Skessuhorn


Skessuhorn - 04.01.2017, Side 11

Skessuhorn - 04.01.2017, Side 11
MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 2017 11 „Hvernig fannst þér áramótaskaupið?“ Spurning vikunnar (spurt á Akranesi) Auður Sæmundsdóttir: „Mér fannst það alveg skikkan- legt, ég held að það sé rétta orð- ið.“ Ragnheiður Guðmundsdóttir: „Skaupið var lélegt.“ Jón Hjálmarsson: „Mér fannst það frekar lélegt.“ Árni Bragason: „Ég horfði ekki á skaupið vegna þess ég svaf það af mér. Ég sofn- aði í sófanum yfir íþróttaþætti þarna á gamlárskvöld og svo þegar ég vaknaði var bara allt búið.“ Klettagörðum 15 | 525 7700 | flytjandi.is DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND Eimskip Flytjandi veitir samræmda flutningaþjónustu um land allt og eru áfangastaðirnir 80 talsins. Karlakórinn Söngbræður heldur sína árlegu þjóðlegu veislu í Þinghamri, Varmalandi, laugardaginn 14. janúar 2017 kl. 20:00. Á matseðli verða: Svið frá Fjallalambi, heit og köld. Saltað hrossakjöt. Meðlæti: rófustappa og kartöflumús. Til skemmtunar verður söngur Söngbræðra og hagyrðingar. Hljómsveit kórsins leikur undir fjöldasöng. Miðaverð kr. 5000 - posi á staðnum. Miðapantanir í síma 894-9535 eða 892-8882 fyrir kl. 22:00 fimmtudaginn 12. janúar 2017. MATARVEISLA & SKEMMTIKVÖLD SK ES SU H O R N 2 01 7 Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála (ÚUA) kvað á Þor- láksmessu upp úrskurð þar sem byggingarleyfi er fellt úr gildi fyr- ir hótelbyggingu á lóðinni Borgar- braut 59 í Borgarnesi. Framvæmd- ir hófust fyrr á þessu ári á lóðinni og er búið að reisa hálfa aðra hæð úr forsteyptum einingum ofan á jarðahæð hússins. Framkvæmd- ir verða því stöðvaðar en í byrjun þessarar viku var þó unnið við að bæta tryggingar á lausum eining- um sem búið var að reisa á annarri hæð hússins. Meðfylgjandi mynd var tekin síðastliðinn föstudag og á henni sést að húseiningar voru ekki nægjanlega vel tryggðar fyrir nokkurra vikna eða mánaða stöðv- un framkvæmda. Kærendur til ÚUA voru eig- endur fasteignar í nágrenninu, við Kveldúlfsgötu 2a. Nefndin kemst að þeirri niðurstöðu að hið kærða byggingarleyfi væri ekki í samræmi við landnotkun gildandi deiliskipu- lags og verði því ekki hjá því kom- ist að fella byggingarleyfið úr gildi. Úrskurðarorð eru: „Felld er úr gildi ákvörðun byggingarfulltrúa Borgarbyggðar frá 3. október 2016 um að samþykkja leyfi til að byggja 59 herbergja hótelbyggingu, opinn bílakjallara og tæknirými í kjallara, á lóð nr. 59 við Borgarbraut.“ Í úrskurði nefndarinnar er for- saga málsins rakin stuttlega. Þar segir m.a: „Sveitarstjórn Borgar- byggðar samþykkti á fundi hinn 14. apríl 2016 breytt deiliskipulag fyrir lóðirnar nr. 55-59 við Borgarbraut. Hinn 16. september sl. veitti bygg- inarfulltrúi Borgarbyggðar bygg- ingarleyfi fyrir framkvæmdum á lóð nr. 57-59 við Borgarbraut, á grundvelli nefndrar deiliskipulags- breytingar. Með úrskurði úrskurð- arnernefndar umhverfis- og auð- lindamála, uppkveðnum 23. sept- ember 2016, var fyrrgreind skipu- lagsákvörðun felld úr gildi þar sem hún var ekki talin vera í samræmi við gildandi aðalskipulag Borgar- byggðar. Í kjölfar ógildingar skipu- lagsbreytingarinnar samþykkti byggingarfulltrúi á fundi sínum 3. október 2016 að veita byggingar- leyfi fyrir 59 herbergja hótelbygg- ingu, á lóðinni Borgarbraut 59 með opinni bílageymslu og tæknirými í kjallara. Með bréfi byggingarfull- trúa, dags. 30. nóvember 2016, var hið fyrra byggingarleyfi, sem tók til sameinaðrar lóðar Borgarbraut- ar 57-59, afturkallað.“ Nýtt skipulag áður en framkvæmdir hefjast að nýju Gunnlaugur A Júlíusson sveitar- stjóri Borgarbyggðar segir í sam- tali við Skessuhorn að fram- kvæmdir hafi nú þegar stöðvast við hótelbygginguna að öðru leyti en því að í vikubyrjun var unnið við að tryggja festingar þeirra ein- inga sem búið var að reisa. Sam- þykkt var 22. desember síðastlið- inn að auglýsa nýtt deiliskipulag og aðalskipulag fyrir Miðsvæði Borg- arness. Samkvæmt skipulagslögum Byggingarleyfi ógilt fyrir hótelbyggingu í Borgarnesi tekur auglýsingaferli að lágmarki sex vikur auk einhvers viðbótar- tíma og fara framkvæmdir ekki af stað á nýjan leik fyrr en nýtt skipu- lag hefur tekið gildi fyrir svæðið. mm Svipmynd af húsinu við Borgarbraut 59 frá því síðastliðinn föstudag, en framkvæmdum hefur nú verið hætt. Ljósm. kgk.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.