Skessuhorn


Skessuhorn - 04.01.2017, Qupperneq 12

Skessuhorn - 04.01.2017, Qupperneq 12
MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 201712 Þjóðhátíðardaginn 17. júní árið 1977 hóf ungur Borgnesingur, Theodór Kr. Þórðarson, störf sem héraðslögregluþjónn í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu í sumarafleys- ingum. Tæpu ári síðar var hann ráðinn í fullt starf og árið 2004 varð hann yfirlögregluþjónn. Alla tíð hefur hann mætt til vinnu á lög- reglustöðina í Borgarnesi, allt þar til fimmtudaginn 29. desember síð- astliðinn. Teddi er á leið í frí þar til í marsmánuði, en þá mun hann formlega láta af störfum eftir rétt tæplega fjörtíu ára þjónustu. Hann varði því síðasta fimmtudegi í að taka til á skrifstofunni, tína muni í kassa, ganga frá skjölum og fleira slíkt. „Það var nú tafsamara en ég gerði ráð fyrir að ganga frá og taka til á skrifstofunni. Það var ekki bara ryk sem þyrlaðist upp heldur minn- ingar líka,“ segir Teddi í samtali við Skessuhorn. Þegar upp úr skúff- um og út úr skápum komu göm- ul skjöl, myndir og önnur gögn gat Teddi ekki annað en dvalið við end- urminningarnar. „Það var gaman að fara í gegnum þetta, ákveða hvað ætti að geymast og hverju mætti henda. Pappírstætarinn fékk að- eins að snúast en síðan ákvað ég að kíkja í tölvuna. Kom þá í ljós að hún mátti alveg við tiltekt líka og því fór töluverður tími í þetta. Á einhverj- um tímapunkti flaug mér lagstúfur- inn „Það er engin leið að hætta“ í hug, eins og Stuðmenn sungu. En að lokum gat ég nú hætt,“ segir Teddi og brosir. Rennismiður sem varð lögga Blaðamaður biður Tedda að ferðast með lesendum aftur í tímann og rifja upp hvernig það kom til að hann ákvað að ganga til liðs við laganna verði. Hann upplýsir að hann hafi ekki endilega stefnt að því að leggja starfið fyrir sig, enda búinn að læra og starfa við rennismíði til nokk- urra ára áður en hann gerðist lög- regluþjónn. „Mig minnir að þetta hafi verið þannig að „skátengda- faðir“ minn, maðurinn sem var giftur móður hennar Maríu Erlu Geirsdóttur eiginkonu minnar, hafi bent mér á þetta. Hann var lögga og mig minnir að hann hafi nefnt við mig að þetta gæti orðið allt í lagi sem aukavinna,“ segir Teddi. „Ég var þá lærður rennismiður og orð- inn rennismíðameistari áður en ég byrjaði í löggunni. Ég starfaði síð- an við járn- og rennismíðar með- fram starfi lögregluþjónsins í mörg ár,“ segir hann og bætir því við að almennt hafi hann unnið mikið á þessum tíma, líkt og fleiri. „Brauð- stritið byrjaði snemma hjá okk- ur Erlu og við unnum bæði mikið á þessum árum. Ekki nóg með að maður stæði langar vaktir í lögg- unni þá var maður líka dyravörð- ur á hótelinu og eitt eða tvö sum- ur sló ég golfvöllinn líka,“ segir Teddi og brosir. „Það gerðist oft- ar en einu sinni að ég kláraði vakt í löggunni seint um kvöld og fór síðan beint á ballvakt í sveitinni til fimm um nóttina. Þá var auðvitað hásumar og bjart úti svo ég nýtti tækifærið og fór upp að Hamri og sló golfvöllinn. Slátturinn heppn- aðist svona misjafnlega,“ segir hann og hlær við. Teddi segir að starf lög- regluþjónsins, hvort sem hann var í hlutastarfi með eður ei, hafi ein- kennst af miklum vökum fyrstu árin sem hann gegndi því. „Það var fá- mennt á vöktunum og þetta voru miklar vökur. Ég man eftir því fyrir nokkrum árum, þegar nokkrir ung- ir menn voru að rifja upp inntöku- prófið í sérsveitina og kvarta und- an vökunum þar, að þá brostum við Ómar [Jónsson], þessir gömlu. Okkur þóttu þetta ekki merkilegar vökur því við lentum iðulega í því á árum áður að vekja hvorn ann- an þegar komið var á annan sólar- hring,“ segir Teddi. „Það var bara unnið eins og þurfti og ekki öðrum mannskap til að dreifa,“ bætir hann við og hefur á orði að þetta hafi ver- ið fyrir tíma vinnuverndarlaganna. Þeim sem hafi verið búnir að vinna um nokkurt skeið á vöktum í lög- reglunni hafi þótt sú löggjöf undar- leg til að byrja með en Teddi tek- ur það þó skýrt fram að eftir á að hyggja hafi hún mikið verið til bóta. „Það er bara allt annað viðhorf í dag og auðvitað er hugsunin á bakvið þetta sú að menn sem vinna á vökt- um geti átt sitt fjölskyldulíf eins og aðrir og verið með sínu fólki. Það er mikið til bóta því maður missti af ýmsum viðburðum, veislum og fleiru á sínum tíma því maður var alltaf í vinnunni. Þó maður hafi bara verið á skilgreindri bakvakt ákveðna daga þá var maður utan þess alltaf í löggunni, ég var alltaf bara Teddi lögga ef eitthvað kom upp á og til mín náðist. Menn fengu ekki alltaf frið í fríunum,“ segir hann. Kom drukkinn inn í svefnherbergi En þrátt fyrir að það hafi sannarlega haft sína ókosti að lögregluþjónar gátu í raun aldrei tekið niður löggu- húfuna þá má velta því fyrir sér hvort það hafi ekki ef til vill líka haft sína kosti. „Mín upplifun er sú að lögg- urnar í gamla daga hafi sýnt starf- inu meiri hollustu, en það kemur kannski líka til af fámenninu,“ segir hann. Þá kann það einnig að vera að íbúarnir hafi krafist meiri hollustu af lögregluþjónunum. Því til stuðnings rifjar Teddi upp eina sögu þar sem honum þótti nú heldur langt geng- ið. „Þetta er sagan af því þegar við hjónin fórum að læsa húsinu,“ segir Teddi og brosir. „Við bjuggum þá í Höfðaholtinu. Þetta var um helgi og það hafði verið einhver dansleikur en ég var í fríi þetta kvöld. Þá vöknum við hjónin við að það er einn mað- ur kominn alla leið inn í svefnher- bergið til okkar. Hann var auðsjá- anlega drukkinn og var mikið niðri fyrir. „Sjáðu Teddi,“ sagði hann við mig og benti á jakkann sinn, sem var rifinn. „Sjáðu hvað hann er búinn að gera við nýja leðurjakkann minn. Hvað ætlar þú að gera í því?“ Ég var hvorki á vakt né bakvakt og byrjaði á að koma manninum út úr svefn- herberginu og síðan út úr húsinu og keyrði hann svo heim til sín. Eftir þetta fórum við að læsa útidyrahurð- inni,“ segir Teddi og hlær. „En þetta dæmi lýsir kannski svolítið þeirri til- ætlunarsemi sem var ríkjandi í garð lögreglunnar á þeim tíma. Ég átti bara að leysa málið fyrir þennan mann, af því ég var í löggunni, þó ég væri hvorki á vakt né á bakvakt. Maður sér þetta kannski ekki gerast í dag,“ bætir hann við. Búnaðurinn batnað stórlega En það er fleira sem hefur breyst frá því Teddi hóf störf en viðhorf fólks, bæði lögreglumannanna sjálfra og almennra borgara. Þegar hann er beðinn að nefna þá breytingu sem hann telur hafa skipt mestu er eng- inn vafi í huga hans. „Allur búnað- ur og tækjakostur lögreglumanna hefur stórbatnað. Bara fatnaður til dæmis hefur breyst mikið til batn- aðar. Hér áður fyrr þurftum við að kaupa okkar eigin stígvél. Búning- urinn var bara þessi matrósaföt og blankskór og svo fylgdi úlpa sem varð gegnblaut alveg um leið,“ seg- ir Teddi. „Núna eru þetta alvöru flíkur, regnfatnaðurinn sérstaklega góður, skórnir miklu betri og allt skaffað,“ bætir hann við. Hann seg- ir að á árum áður hafi menn leitað ýmissa leiða til að bæta fatnaðinn og bjarga sér eftir aðstæðum. „Ég man að í gamla daga vorum við stund- um að láta skósmiðina setja smellu á stígvélin fyrir mannbrodda og ein- hverjir létu einfaldlega bara negla sólann,“ segir hann og hlær við. Fyrir utan fatnaðinn segir Teddi að auk þess sé öll þjálfun lögreglu- manna orðin mun betri og mark- vissari en áður. „Lögregluskólinn var svolítið barn síns tíma þegar ég og samferðamenn mínir geng- um í hann. Mönnum var eiginlega bara hent út í djúpu laugina í gamla daga,“ segir hann. „Síðan þá hafa þrekprófin einnig verið tekin upp sem hluti af inntökuprófinu og þó þau séu ekki orðin skylda þá virk- uðu þau hvetjandi til að lögreglu- menn héldu sér í formi,“ segir Teddi en vekur máls á að þrekprófin séu ekki endilega góð, þar sem allir sem þreyti inntökuprófið í Lögreglu- skólann verði að þreyta það. „Með því að setja upp svona þrekpróf, sem allir verða að þreyta, þá er lög- reglan að vísa frá mörgu hæfileika- fólki, hvort sem það er nálægt því að standast þrekprófið eða bara mjög langt frá því,“ segir hann og lýs- ir þeirri skoðun sinni að ef til vill ætti aðeins að leggja slíkt próf fyrir þá sem hyggjast starfa á vöktunum eða í sérsveitinni. „Fólk sem lang- ar að starfa innan lögreglunnar en er ekki í nægilega góðu líkamlegu formi, eða þess vegna bara í lélegur formi, á að vera hægt að finna stað innan lögreglunnar. Það hlýtur að vera hægt að nýta hæfileika þeirra. Fólk sem til dæmis myndi sérhæfa sig í að rannsaka tölvuglæpi eða eitthvað slíkt þarf ekkert að vera í góðu líkam- legu formi. Ef þetta fólk síðan vildi komast inn á vaktirnar eða í önn- ur störf sem krefjast þess að það sé í betra standi líkamlega þá mætti bara gera þá kröfu að það komi sér í form og þreyti þrekprófið,“ segir hann. Þarf ekki að finna upp hjólið „Með þessu held ég að lögreglan gæti sparað sér mikið af aðkeyptri Teddi lögga rifjar upp tæplega 40 ára starfsferil „Unnið eins og þurfti og ekki öðrum mannskap til að dreifa“ Theodór Kr. Þórðarson, Teddi lögga. Ljósm. kgk. Teddi á fyrstu vaktinni sem héraðslögregluþjónn í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu, 17. júní 1977. Í fullum skrúða um það bil 35 árum síðan hann hóf störf í lögreglunni, eða árið 2012.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.