Skessuhorn - 04.01.2017, Qupperneq 13
MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 2017 13
vinnu við fjölmörg verkefni og rann-
sóknir, bara með því að hleypa fleir-
um að en þeim sem geta hlaupið og
gert hundrað armbeygjur. Við eig-
um að geta verið með sérfræðinga í
vinnu innan lögreglunnar til að vinna
afmörkuð störf,“ segir hann og bæt-
ir því við að þessi hugsun eigi við um
margt, bæði innan lögreglunnar og
annars staðar. „Okkur finnst oft eins
og við séum með einu réttu leiðina
til að gera hlutina. Allt í einu vökn-
um við síðan upp við það að annars
staðar á jarðarkúlunni eru hlutirnir
gerðir öðruvísi og á mun hagkvæm-
ari máta. Þrátt fyrir allar upplýsing-
arnar sem fylgja þessum tímum sem
við lifum á þá er líka nokkur íhalds-
semi og þröngsýni. Verst þykir mér
þegar menn eru að reyna að finna
upp hjólið. Þá verður mér oft hugsað
til Monty Python, þegar þeir sögðu
söguna af manninum sem fann ein-
mitt upp nýtt hjól. Hjólið hans var
ferkantað og þegar hann var spurður
af hverju hann hefði það svona í lag-
inu, en ekki hringlaga eins og annars
staðar, þá svaraði hann því til að það
væri til þess að hestvagninn rynni
ekki af stað í brekku. Ekki kæmi til
greina að breyta því þó vagninn væri
dálítið hastur,“ segir Teddi.
Dúfnaveislan
eftirminnileg
Samhliða starfi sínu sem lögreglu-
maður hefur Teddi alla tíð verið
áberandi í félagsstarfi hvers kon-
ar í sínum heimabæ, ekki síst leik-
deild Umf. Skallagríms. „Það hef-
ur alltaf verið stutt í leikstarfið. Ég
byrjaði að leika í gagnfræðaskóla og
hef alltaf verið viðloðandi leikstarf
á einn eða annan hátt, hvort sem
er á sviðinu eða á bakvið tjöldin,“
segir Teddi en viðurkennir að það
hafi hreint ekki farið vel saman með
starfi vaktavinnandi lögreglumanns.
„Það var oft erfitt en gekk líka oft
vel upp, en það átti svo sem líka við
um uppsetningarnar,“ segir hann
og brosir. „Í svona áhugamennsku
er áberandi að allir eru allt í öllu
og það tekst misjafnlega til,“ segir
hann. „En stundum þá finnur mað-
ur bara að „nú er lag“ eins og sagt
er og þá gengur allt upp. Eins og til
dæmis í Dúfnaveislunni eftir Hall-
dór Laxness sem var sett á svið hér
1984. Þá var valinn maður í hverju
rúmi. Ég varð þess heiðurs aðnjót-
andi að leika þar með ungum og
efnilegum leikara, Ingvari E. Sig-
urðssyni sem er í dag minn uppá-
halds leikari. Hann var þá bara ung-
lingur en við sáum strax að þar fór
mikill náttúrutalent,“ segir Teddi.
„Þetta small allt saman og á end-
anum var þetta valin sýning ársins
hjá Bandalagi íslenskra leikfélaga og
okkur boðið að sýna í Iðnó á listahá-
tíð. Okkur var mikill heiður sýnd-
ur með því boði, með forsetann og
nóbelsskáldið á fremsta bekk,“ bæt-
ir hann við.
Teddi hefur orð á því að ef til vill
sé hluti af ástæðu þess að hann hafi
alla tíð verið virkur í félagsstarfi sá
að þrátt fyrir allt þá sé Borgarnes
ekki fjölmennara en það er. „Mað-
ur verður að láta hlutina gerast ef
mann langar til þess að gera þá. Það
er svoleiðis sem maður hefur, í góðri
samvinnu og samstarfi við aðra, lát-
ið ýmislegt gerast og haft gaman af,“
segir hann og hefur með það hugar-
far að vopni komið einnig að því
að endurvekja Smábátafélagið Þor-
móð, stofnun Flugáhugaklúbbsins
Kára, starfi Stangveiðifélags Borg-
arness, Skotfélags Vesturlands og
svo mætti lengi telja. Sem stendur
situr Teddi í ritnefnd Sögu Borgar-
ness, sem gefa á út í mars auk þess
að vinna að grein í næstu Borgfirð-
ingabók. Spurður hvað framtíðin
beri í skauti sér kveðst hann ætla
að einbeita sér að ritun greinarinn-
ar næstu vikur. Hvað taki við að því
loknu verði bara að koma í ljós.
Vill fyrirbyggjandi
löggæslu
En þegar litið er til framtíðar í lög-
gæslumálum er Teddi þeirrar skoð-
unar að lögreglan eigi að leggja
meiri áherslu á fyrirbyggjandi lög-
gæslu. „Ef við stundum fyrirbyggj-
andi löggæslu þá verða færri slys.
Það er nú bara þannig að ekki eiga
allir ökumenn heima í umferðinni
en til þess að hægt sé að taka þá úr
umferð þarf að fylgjast með. Eftir-
litið þarf að efla og það þarf að vera
stöðugt,“ segir hann og vill enn
fremur að lögreglan taki tæknina í
þjónustu sína til þess. „Tæknin er til
staðar að hluta til. Það eru til græjur
sem eru svipaðar og hraðamynda-
vélarnar. Þær greina bílnúmer og
lesa sjálfvirt út úr því. Ef það er búið
að biðja tækið að leita að ákveðnum
upplýsingum þá lætur tækið vita af
því. Er ökutækið stolið? Hefur öku-
tækið oft sést nálægt vettvangi inn-
brota? Ef já, þá sendir tækið boð
um það,“ segir Teddi. „Þetta er víða
gert en ekki hér. Sé þessari tækni
rétt beitt þá er hún eins og hvert
annað tæki til að auðvelda starf lög-
reglumannsins. Ef við eflum fyrir-
byggjandi löggæslu þá má spara til
lengri tíma litið. En þá verða menn
að þola að borga meira í lögregluna
á næstunni til að fá samfélagslegan
sparnað til framtíðar,“ segir Teddi.
Sameiningin til bóta
Hann segir framlög til löggæslu-
mála aðeins hafa aukist að undan-
förnu frá því sem var þegar þau voru
minnst. Enn vanti hins vegar mik-
ið upp á til að hlutirnir geti verið í
lagi. Spurður hvernig staðan sé inn-
an embættis Lögreglunnar á Vestur-
landi segir Teddi að þar sé allt kom-
ið á rétt ról. Sameiningin hafi ver-
ið til bóta, ekki síst vegna þess að þá
voru sýslumaður og lögreglustjóri
aðskildir. „Hér áður var sýslumaður
líka yfirmaður lögreglunnar. Hann
var því í tvöföldu starfi og ég held að
reynslan hafi kennt mönnum það að
sýslumenn voru mun oftar í sýslu-
mannsbúningnum en hlutverki lög-
reglustjóra og höfðu enga sérstaka
þekkingu á löggæslunni. Að aðskilja
rekstur embættanna ýtti undir fag-
mennsku innan lögreglunnar,“ seg-
ir hann. „Þar að auki gaf þessi sam-
eining allra lögregluembætta á Vest-
urlandi undir einn hatt okkur mun
meiri slagkraft með mannskap og
auðvelt að flytja menn til og kalla
eftir liðsauka frá einum stað ef eitt-
hvað kemur upp á annars staðar,“
segir Teddi.
Vantar heildstæða
framtíðarsýn
En lengi má gera betur. Aðspurður
hvað hann telji þurfa til að löggæslan
geti orðið með þeim hætti sem hann
vildi helst rifjar Teddi upp fund sem
hann átti ásamt öðrum þáverandi
stjórnarmönnum í stjórn Félags
yfirlögregluþjóna með Birni Bjarna-
syni, þáverandi dómsmálaráðherra.
„Félagið var nú lengi kallað „Elsku-
vinafélagið“, en það er önnur saga.
Við lentum sem sagt fjórir úr Elsku-
vinafélaginu á fundi með Birni, þar
sem var verið að ræða löggæslumál
á Íslandi. Hann var þarna að kalla
eftir okkar sjónarmiðum en kvaðst
ekki vongóður um að hugmynd-
irnar hlytu brautargengi í þinginu.
Á endanum sagði hann bara hreint
út: „Þið verðið að átta ykkur á því
að enginn áhugi er á löggæslumál-
um á Alþingi Íslendinga.“ Þetta var
sem blaut tuska framan í okkur og
þessum raunveruleika er einhvern
veginn aldrei lýst,“ segir Teddi og
segir að meira og minna allan hans
feril sem lögregluþjónn, þar af
sem stjórnandi frá árinu 2004, hafi
aldrei verið mikill áhugi á löggæslu
í þinginu. „Löggjafinn þarf að vera
meðvitaður um ástandið og mynda
sér einhverja heildstæða sýn á það
hvernig löggæslumál eiga að þró-
ast í landinu. Mynda stefnu til lengri
tíma en eins kjörtímabils og haga
málunum þannig að það verði sæmi-
leg sátt um stefnuna og það sé síðan
ekkert verið að krukka í henni. Al-
veg eins og löndin í kringum okkur
hafa gert í ákveðnum málum. Þar er
bara í gildi stefna sem allir flokkar
geta sætt sig við og eru tilbúnir að
halda sig við,“ segir hann. „Hér hef-
ur mér oft þótt löggæslumálin vera
hálfgerð afgangsstærð hjá ráðuneyt-
inu og skort á vilja til að skoða þessi
mál til framtíðar. Það þarf að breyt-
ast,“ segir Teddi lögga að lokum.
kgk/ Ljósm. úr einkasafni Theodórs
Kr. Þórðarsonar.
Helstu stjórnendur Lögreglunnar í Borgarfirði og Dölum í hátíðarbúningi fyrir
utan lögreglustöðina í Borgarnesi árið 2012. F.v. Teddi yfirlögregluþjónn, Stefán
Skarphéðinsson þáverandi sýslumaður og lögreglustjóri ásamt Ómari Jónssyni.
Í umferðarfræðslu og reiðhjólaskoðun í Heiðarskóla síðasta vor. „Það var einn af
ánægjuþáttum lögreglustarfsins að fá að vera um langt skeið löggan sem heimsótti
skólabörnin, ræddi um umferðarreglurnar og skoðaði reiðhjólin,“ segir Teddi.
Teddi og María Erla Geirsdóttir, eiginkona hans, ásamt sonunum. F.v. María Erla,
Eiríkur Þór, Geir Konráð, Árni Ívar, Björn og loks Teddi.
Teddi í hlutverki Gvendó í Dúfnaveislunni eftir Halldór Laxness sem leikdeild Umf.
Skallagríms færði á fjalirnar árið 1984.
Á flugi með föður sínum, Dodda í Dal.
Með Hreggviði Hreggviðssyni til sjós.