Skessuhorn - 04.01.2017, Síða 15
MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 2017 15
Við útskriftarhátíð í Fjölbrauta-
skóla Snæfellinga þriðjudaginn
20. desember síðastliðinn var skól-
anum veittur styrkur að upphæð
2,5 milljónir króna frá Þróunar-
félagi Snæfellinga. Er hann ætlað-
ur til að efla kennslu og þróunar-
starf sem stuðlað getur að aukinni
menntun og fleiri atvinnutækifær-
um í sjávarútvegi á Snæfellsnesi.
Það var Sturla Böðvarsson, bæj-
arstjóri í Stykkishólmi og fram-
kvæmdastjóri Þróunarfélagsins,
sem tilkynnti við brautskráningu
nemenda FSN að styrkurinn yrði
lagður inn á reikning skólans þann
sama dag. Óskaði hann forsvars-
mönnum skólans til hamingju með
styrkinn og skólameistara, kenn-
urum og nemendum velfarnaðar í
námi og starfi.
Aðdragandi styrkveitingarinnar
er sá að Þróunarfélag Snæfellinga
var á sínum tíma stofnað að frum-
kvæði forystumanna úr atvinnulíf-
inu til þess að efla þróun og fram-
farir í samfélaginu á Snæfellsnesi.
Þegar sveitarfélögin tóku ákvörð-
un um að stofna Svæðisgarð Snæ-
fellsness var ákveðið að gera hlé á
starfsemi félagsins, en stjórn þess
ákvað að eignir þess skyldu nýtt-
ar til að styrkja og styðja við Fjöl-
brautaskóla Snæfellinga. Var svo-
felld tillaga stjórnar þróunar-
félagsins samþykkt á síðasta fundi
þess. „Aðalfundur Þróunarfélags
Snæfellinga samþykkir að veita
Fjölbrautaskóla Snæfellinga styrk
að upphæð kr. 2.500.000 og verði
styrkurinn ætlaður til þess að efla
kennslu og þróunarstarf sem stuðli
að aukinni menntun og fjölgun at-
vinnutækifæra í sjávarútvegi á Snæ-
fellsnesi. Jafnframt verði leitað eft-
ir samstarfi við Útvegsmannafélag
Snæfellinga um að það félag veiti
einnig styrk til FSN í sama til-
gangi.“
Fisktæknibraut er
draumurinn
Hrafnhildur Hallvarðsdóttir
skólameistari veitti styrknum við-
töku fyrir hönd FSN. Hún var að
vonum ánægð með styrkinn þeg-
ar blaðamaður Skessuhorns heyrði
í henni hljóðið. „Okkur þykir af-
skaplega ánægjulegt að fá þenn-
an styrk, það segir sig sjálft að
þessi styrkur er góð búbót,“ seg-
ir Hrafnhildur. Aðspurð segir hún
ekki búið að ákveða nákvæmlega
hvernig styrknum verður varið.
„Ég sé fyrir mér að peningarnir
verði nýttir til uppbyggingar ein-
hvers konar náms sem tengist sjáv-
arútveginum og atvinnugreinun-
um á Nesinu, eins og segir til um
í þeim tilmælum sem styrknum
fylgdu. Þegar skólinn var stofnað-
ur á sínum tíma vonaðist fólk ein-
mitt til að hann myndi tengjast at-
vinnulífinu sterkari böndum en
hefur tekist að gera enn sem kom-
ið er, af ýmsum ástæðum,“ seg-
ir Hrafnhildur en tekur það fram
að ákvörðunin sé vitanlega ekki
hennar einnar að taka. Hún verði
tekin í samráði við aðra stjórnend-
ur skólans, skólanefnd og fulltrúa
atvinnugreinarinnar. Þegar hafi
verið rætt óformlega um hvaða
leið skuli farin til að nýta styrkinn.
Segir Hrafnhildur að á næstunni
verði fundað um málið.
Fisktæknibraut er
draumurinn
„Draumurinn er að koma á fót
fisktæknibraut. Sú hugmynd hefur
lengi verið í umræðunni en aldrei
orðið af henni, af ýmsum ástæðum.
En ef það verður ákveðið að búa til
nýja námsbraut þá fer þessi styrkur
langt með að mæta þeim kostnaði
sem fylgir undirbúningnum,“ seg-
ir Hrafnhildur. „Það er nefnilega
fullt af starfstækifærum í sjávarút-
vegi sem ég er ekki viss um að nem-
endur geri sér endilega grein fyrir
og sjávarútveginn vantar menntað
fólk. Hvort sem niðurstaðan verð-
ur alveg ný braut eða nokkur nám-
skeið þá verðum við ánægð ef við
getum komið á einhverju samstarfi
við atvinnugreinina til frambúðar,
en á fundum mínum með fulltrú-
um fyrirtækja í sjávarútvegi hef ég
aðeins fundið fyrir velvild í okkar
garð,“ bætir hún við.
Aðspurð segir hún afar ólíklegt
að hægt verði að bjóða upp á ný
námskeið tengd sjávarútvegi á vor-
önn, hvað þá innrita nemendur á
nýja námsbraut þar sem styrkur-
inn er svo nýtilkominn og enn sé
eftir að ákveða nákvæmlega hvern-
ig honum verður varið. „En ég á
von á því að hægt verði að bjóða
nemendum upp á ný námskeið eða
nám á nýrri fisktæknibraut næsta
haust,“ segir Hrafnhildur Hall-
varðsdóttir að lokum.
kgk
Þróunarfélag Snæfellinga veitti FSN veglegan styrk
Blindrafélagið, samtök blindra
og sjónskertra á Íslandi, gefur út
dagatal fyrir árið 2017 með mynd-
um af leiðsöguhundum. Tilgang-
urinn með útgáfu þess er að fjár-
magna kaup og þjálfun leiðasögu-
hunda fyrir blint fólk. „Blindra-
félagið telur mikilvægt að tryggja
stöðugt framboð leiðsöguhunda
fyrir blinda hér á landi, eins og
raunin er í nágrannalöndum okk-
ar, enda hafa þeir margsannað mik-
ilvægi sitt. Dagatalið er sent heim
til allra velunnara félagsins auk þess
er hægt að fá það keypt hjá Blindra-
félaginu,“ segir í tilkynningu.
Á Íslandi eru einungis starfandi
fimm leiðsöguhundar fyrir blinda
fyrir tilstuðlan Blindrafélagsins
og er þörf fyrir mun fleiri. Þjálfun
leiðsöguhunds fyrir blindan ein-
stakling er mjög sérhæfð og tíma-
frek. Hver leiðsöguhundur getur
unnið á bilinu 8-10 ár og allan þann
tíma, á hverjum einasta degi, bæt-
ir hundurinn lífsgæði notanda síns
umtalsvert.
Dagatalið er með myndum af
leiðsöguhundunum Oliver og Se-
bastian. Sebastian er fyrsti leið-
söguhundurinn sem er fæddur og
þjálfaður að öllu leiti á Íslandi þar
til hann tók til starfa á Patreks-
firði sem fullgildur leiðsöguhund-
ur. Oliver er hinsvegar fæddur og
þjálfaður í Svíþjóð. Hann hóf störf
í Reykjavík á síðasta ári.
Hægt er að kaupa dagatalið í
vefverslun Blindrafélagsins (www.
blind.is) og í síma 525 0000. Daga-
talið kostar 2.400 krónur.
mm
Hrafnhildur Hallvarðsdóttir, skólameistari FSN, tekur við styrknum úr hendi Sturlu
Böðvarssonar, framkvæmdastjóra Þróunarfélags Snæfellinga og bæjarstjóra í
Stykkishólmi. Ljósm. tfk.
Leiðsöguhundadagatal
Blindrafélagsins komið út
Bæjarstjórn Akraneskaupstað-
ar samþykkti á fundi sínum í des-
ember að hefja gjaldtöku af gestum
í Akranesvita, en fram til þessa hef-
ur ekki verið innheimtur aðgangs-
eyrir. Áfram verður þó ókeypis fyr-
ir börn, ellilífeyrisþega og öryrkja,
sem og skólahópa í fylgd með kenn-
urum. Aðgangseyri verður þó stillt
í hóf en almennt gjald verður 300
krónur og byrjaði innheimta um
áramótin. 5.000 krónur kostar nú
fyrir móttöku hópa með leiðsögn
á opnunartíma og 15 þúsund krón-
ur fyrir móttöku hópa og leiðsögn
utan opnunartíma.
Mikill og vaxandi straumur
ferðafólks er í Akranesvita og þar
var í haust byrjað með fasta viðveru
vitavarðar og jafnframt er þetta
í fyrsta skipti sem vitinn er opinn
yfir vetrartímann. Síðan 1. október
hafa gestir verið um fjögur þúsund.
Allt árið í fyrra voru gestir í vitann
12-13 þúsund. Fjölgunin á þessu
ári er veruleg að sögn Hilmars Sig-
valdasonar vitavarðar. Blaðamaður
Skessuhorns átti viðkomu í vitan-
um síðastliðinn miðvikudag, en þá
var suðvestan hávaðarok á Breið-
inni. Þrátt fyrir það komu fjórir að-
skildir hópar ferðafólks í vitann á
hálftíma. Voru það erlendir ferða-
menn frá Asíu, Austurríki og Amer-
íku, flestir á bílaleigubílum en einn
hópurinn með íslenskan fararstjóra.
Áður en deginum lauk höfðu gest-
ir frá átta þjóðlöndum haft þar við-
komu. mm
Hefja gjaldtöku í Akranesvita
Mikið brim var út af Breiðinni síðastliðinn miðvikudag og steytti á skerinu utan
við gamla vitann. Ferðafólki þótti stórbrotið að fylgjast með hvernig brimið skall
á landi.
Hilmar Sigvaldason er vitavörður í Akranesvita.